Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 46

Morgunblaðið - 12.04.1990, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Minning: Elliði N. Guðjónsson framkvæmdasijóri í gær var kvaddur hinstu kveðju hugvitsmaðurinn og völundurinn Eliiði Norðdahl Guðjónsson fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Elliði rak eigið fyrirtæki „Elektra" í Garðabæ, ásamt eiginkonu sinni, Sólrúnu Valsdóttur, sem studdi hann mjög vel við reksturinn. Var mér ánægja að sjá hve samhent þau voru. Fyrirtækið Elektra hefir fram- leitt nálægt 10.000 samnefndar handfæravindur sem Elliði fann sjálfur upp og hannaði til fram- leiðslu og sölu. Vindurnar voru drifnar hvort sem hentaði betur með sjódælu eða rafmagnsmótor. Elektra handfæravindur eru nú seldar til íjölmargra landa víðsvegar um heiminn, m.a. til Japans, Ástralíu, Sri Lanka, Canada, USA og margra landa í Evrópu, auk 6-7 þúsund eintaka á Islandi, allt án nokkurra styrkja eða útflutningsbóta. Elliði vann störf sín af mikilli hugkvæmni og útsjónarsemi, ruddi brautina og vísaði á margan hátt veginn fyrir tækni sem nú er í uppsiglingu. Fyrir nokkrum árum var ég, sem þessar línur rita, staddur í Tromsö í Noregi, þegar mér var gengið niður að höfninni í fundar- hléi. Hitti ég sjómann sem ég tók tali. í verslunarglugga sem við stóðum hjá var útstillt Elektra- vildu sveigjanleika Þegar fjárfest er í vélum og tækjum skiptir vemlegu máli að sú fjármögnunarleið sem valin er veiti nauðsynlegan sveigjanleika, þannig að fjárfestingin skili þeim arði sem vonast er eftir. Kaupleiga og fjármögnunarlága Glrtnis gefur ótrúlega mikinn sveigjanleika. —Leigugreiðslur geta tekið mið af væntanlegum tekjum t.d. verið lægri á vetuma en hærri á sumrin. -Fjármögnun véla og tækja getur verið 2 til 7 ár og fjár- mögnunarhlutfall fer að sjálfsögðu eftir ósk- um hvers og eins allt upp í 100%. -Fjármögnunarieiðir Glitnis gefa kost á að velja það tæki sem hagkvæmast er án tillits til eigin framlags. Láttu ekki tækifærin framhjá þérfara. flkkar peningar vlnna fyrlr plg Glitnirhf DÓJTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Ármúla 7,108 Reykjavi1<, sími: 91-6810 40 vinda. Sjómaðurinn sagði: „Þetta er besta handfæravindan sem við höfum fengið hingað til, betri en okkar norska.“ Eg var verulega stoltur þegar ég heyrði Norðmann- inn segja þetta um vindurnar hans Elliða, því Norðmenn eru þekktir fyrir að halda sínum hlutum fram svo lengi sem þeir geta. Elektra- vindan var þarna viðurkennd betri en þær norsku. Elliði var fæddur 15. ágúst 1923 á Sigurðarstöðum á Sléttu. Snemma hneigðist hugur hans að véltækni og lærði hann bifvéla- virkjun hjá Áhaldahúsi Reykjavík- urborgar. Samhliða áhuga á vélum og leikni á því sviði kom í ljós að Elliði var völundarsmiður sem lagði gjörva hönd á allt sem hann kom nærri. Elliði var ráðinn yfirverkstjóri hjá Vélasjóði ríkisins og starfaði sem slíkur þegar mest var þar umleikis. Ennfremur vann hann um tíma á vélaverkstæði Sigurðar Sveinbjörnssonar. Elliði var þannig búinn að afla sér mikillar reynslu og þekkingar þegar ég réð hann fyrstan allra til Stálvíkur hf. snemma á árinu 1962 með góðum meðmælum frá Sigurði Sveinbjörnssyni. Elliði hóf starf sitt með því að grafa burtu 30-40 þús. rúmmetra af jarðvegi sem var fyrsti áfangi undir þau mannvirki sem í dag mynda Skipasmíðastöðina Stálvík. Næsti áfangi var að byggja fyrsta húsið sem reist var úr strengja- steypu og nú breytti Elliði skurð- gröfunni í byggingarkrana. Ekki hafði ég lengi unnið með Elliða þegar mér voru ljósir fjölþættir og góðir hæfileikar þessa ágæta manns. Þriðji áfanginn var að smíða stálskip og gerðist Elliði aðalverk- stjóri við smíði tveggja olíubáta fyrir Skeljung hf. og Esso hf. Þeim var báðum skilað á 6 mánuðum og voru þó flestir starfSmennirnir nýliðar í greininni. Næsta verkefni var Sæhrímnir, 176 rúmlesta síldveiðiskip ogvoru 8 mánuðir frá því að stálið kom í skipið, þangað til því var skilað fullbúnu til síldveiða. Elliði vann hjá Stálvík í tvö ár, en eftir það fór hann að smíða handfæravindurnar sínar sem fyrr er getið. Elliði var þríkvæntur og lætur eftir sig sex uppkomin börn. Með fyrstu konunni Ástu Friðleifsdótt- ur eignaðist hann soninn Hrein sem nú rekur eigið fyrirtæki „Haf- spil hf.“ á Akureyri. Þau slitu sam- vistum 1954. Seinna kvæntist El- liði Erlu Þorsteinsdóttur og eign- aðist með henni 5 börn, þijá syni og tvær dætur, þau eru Trausti, Garðar, Viðar, Sigríður og Kristín. Garðar og Viðar reka eigið fyrir- tæki „Ósey hf.“ í Garðabæ, sem framleiðir spil í fiskibáta. Bræð- urnir feta þannig í fótspor föður síns með framtakssemi og dugn- aði. Vonandi eiga þeir eftir að halda uppi merki föður síns á innlendum markaði og erlendri grund með því að taka upp merkið þar sem hann féll frá, en Elliði varð bráð- kvaddur við vinnu sína þ. 4. þ.m. Ég átti góðan vin þar sem Ell- iði Guðjónsson var. Mér fannst alltaf gott að hitta hann hvort sem við ræddum tækni eða stjómmál, en þar áttum við góða samleið sökum líkra skoðana á mörgum málum. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Elliða Guðjónssyni. Með Elliða er fallinn sannur maður einstaklingsframtaksins, maður sem kom sér áfram af eig- in dugnaði, hugvitssemi og hag- leik. Ég votta eftirlifandi konu hans, Sólrúnu Valsdóttur, börnum og vandamönnum virðingu og safnúð. Jón Sveinsson Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.