Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 12.04.1990, Qupperneq 47
MORGUNELAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 12:'APRÍL 1990' Signý Björnsdóttir, Gróustöðum - Minning Fædd 24. ágúst 1899 Dáin 4. apríl 1990 Látin er í hárri elli Signý Björns- dóttir, fyrrum húsfreyja á Gróu- stöðum í A-Barðastrandarsýslu. Hún fæddist 24. ágúst árið 1899 og lézt 4. apríl sl. Má með sanni segja að hún lifði tímana tvenna. Á bernskuárum mátti hún þola að missa báða foreldra sína og alast upp meðal vandalausra við fátækt og kröpp kjör. Lítt er mér kunnugt um þessi ár í lífi Signýjar, en það mun hafa verið nokkru eftir 1920 að hún flyzt að Króksfjarðamesi, þar sem hún átti heima næstu árin. Þar kynnist hún þeim manni, sem átti eftir að verða eiginmaður henn- ar, Sumarliða Guðmundssyni, sem þá vann við smíði nýs íbúðarhúss í Króksfjarðarnesi. Þau giftu sig árið 1931 og hófu búskap á Gróustöðum þar sem Signý átti heima æ síðan, en Sumarliði féll frá árið 1974, 68 ára að aldri. Einhvern veginn mun mörgum þeim, er þau þekktu, finnast sem svo, að ekki verði annars þeirra minnst að ekki sé hins getið, svo nátengd voru þessi ágætu hjón í hugum okkar sveitunga þeirra og annarra kunningja og vina. í meira en ijóra tugi ára bjuggu þau hjón á Gróustöðum og það er frá þessum tíma að minningar streyma um hugann um einstaklega geðþekk hjón, sem gott var heim að sækja og eiga samskipti við. Það duldist engum að sambúð þeirra hjóna var með afbrigðum góð, þar ríkti gagnkvæm virðing og kærleikur og er mér til efs, að nokkurt styggðaryrði hafi þeim á milli farið á langri lífsleið. Sumarliði var einstakur maður. . Hann var sérlega duglegur og fylg- inn sér og athafnasamur í meira lagi. Hann unni búskap og öllu því . sem að búskap laut, hvort heldur ræktun jarðar, heyöflun eða hirðing búíjár. Við erfið skilyrði jók hann ræktað land jarðar sinnar svo af bar og gladdist yfir hverjum nýjum áfanga í þeim efnum. En fleira kom til. Sumarliði var með ólíkindum hagur maður, allt lék honum í hönd- um. Smiður var hann hinn bezti og honum varð ekki skotaskuld úr að byggja rafstöð eigin hendi með virkjun vatnsafls og leiða rafmagn í hús fyrir heimilið og ýmsa smíða- vinnu, og ein og önnur tæki bjó hann til sjálfur til nota við búskap- inn og smíðar. Það var því ekki að undra að í sveitinni yrði tíðum leitað til Sumar- liða þegar byggja þurfti, hvort sem það var stórt eða smátt. Hann vann sveit sinni frábært starf, sem ná- grannar hans mátu að verðleikum. Að Gróustöðum átti margur er- indi við húsbóndann eins og að líkum lætur. Allir urðu að koma inn og þiggja góðgerðir. Signý var mik- il húsmóðir, sem tók vel á móti gestum sínum. Þar var snyrti- mennska og reglusemi í fyrirrúmi. Gestrisni þeirra hjóna var einstök og þau kunnu þá list að láta gestum sínum h'ða vel með skemmtilegum og óþvinguðum samræðum. Það var gott með þeim að vera. Móðir mín, Bjarney Ólafsdóttir í Króksfjarðarnesi, og Signý voru miklar vinkonur og stutt bæjarleið þeirra á milli. Það var henni mikil ánægjuefni að geta heimsótt Signýju og dvelja þar dagsstund. Sú tryggð og vinátta hélst meðan Fæddur 13. desember 1948 Dáinn 3. apríl 1990 Ljúfur leikur að stráum. Leikur bemskunnar saklaus og hreinn. Bróðir er fallinn frá. Svo skjótt getur sól brugðið sumri. Dimmt er fyrir augum og þungt fyrir bijósti, en engin ræður sínum næturstað. Hugur reikar til æskudaga þeg- ar strákahópurinn í Akurgerði var að vaxa úr grasi. Einar var elstur bræðra minna og hafði því gjarnan forystu í leikj- um þeirra. Allt var það græskulaust gam- an. Æskuárin liðu undra fljótt. Strákar uxu úr grasi, fyrr en varði vorum við öll orðin fullorðin og tókumst • á við lífið hvert með sínum hætti. Einar kynntist ungur stúlkunni sinni, Helgu Bjarnadótt- ur. Þau bundust snemma tryggða- báðar lifðu. Eins átti sá, er þetta ritar, því láni að fagna að eiga henn- ar tryggu og djúpstæðu vináttu allt frá barnsaldri. Tryggð hennar var einstök. Signý naut mikillar hamingju í lífinu. Hún átti mann, sem um margt af öðrum bar og var henni einstaklega góður og umhyggju- samur. Þau hjón eignuðust tvö böndum. Voru samhent og hjálp- uðu hvort öðru. Einar var ötull við að aðstoða Helgu við hvaðeina vegna starfs- ins, hjálpaði henni við að koma hárgreiðslustofu á fót og gerði henni jafnframt kleift að stunda starf sitt að alúð. Eins var með Helgu, hún studdi Einar með ráðum og dáð. Ungur lærði Einar rafvirkjun, síðar varð hann verktaki, og kom upp eigin fyrirtæki með þrautseigju og elju sem honum var í blóð borin. Saman byggðu Einar og Helga sér glæsilegt heimili á Sævangi 28 í Hafnarfirði, er þar allt með miklum myndarbrag. Ríkir nú sorg í ranni. Börnin þijú, Sigríður Margrét, f. 13. október 1972, og tvlburarn- ir Bjarni Þór og Einar Geir, f. 20. september 1974. Söknuður og tregi ríkja nú í huga mínum er ég kveð ástkæran bróður. Kveðjuorð: Einar Þorgeirsson börn, Ásgeir, vélstjóra, til heimilis í Reykjavík, og Þuríði, húsfreyju á Gróustöðum, en hjá henni og tengdasyni sínum, Jóni Friðriks- syni, átti Signý kost að dvelja öll hin síðari æviárin þar sem um hana fór sem bezt varð á kosið, og síðast en ekki síst áttu Signý og Sumar- liði óskiptan hlýhug allra sinna sveitunga,_sem vel kunnu að meta kosti þessara heiðurshjóna. Það er gott að minnast þeirra hjóna, Signýjar og Sumarliða. Veri þau kært kvödd að loknu miklu og giftudijúgu dagsverki. Blessuð sé minning þeirra beggja. Guðmundur B. Ólafsson Signý á Gróustöðum er þekkt og virt nafn á heimaslóðum og víðar um land. Hún andaðist á háum aldri miðvikudaginn 4. apríl síðastliðinn. Signý ólst upp hjá vandalausum og átti erfiða æsku. Hún fluttist ung frá Laugum í Dalasýslu í Króksfjarðarnes og átti þar heima uns hún stofnaði sjálf heimili ásamt eiginmanni sínum, Sumarliða Guð- mundssyni, fyrst í Garpsdal en síðar á Gróustöðum. Þar bjuggu þau hjónin þar til hann lést árið 1974. Eftir það dvaldi Signý áfram hjá dóttur sinni og tengdasyni á Gróu- stöðum til síðustu stundar. „Far þú í friði, friður Guðs þig biessi, hafðu þðkk fyrir allt og allL“ (V. B.) Borghildur Þorgeirsdóttir Fallinn er frá okkar ástkæri bróðir langt fyrir aldur fram. Það er erfitt að trúa því að Einar bróð- ir skuli vera dáinn. Hann sem var ávallt fyrirmynd okkar bræðranna jafnt á uppvaxtarárunum sem seinna meir. Á efri unglingsárum ___________________________47 Signý og Sumarliði eignuðust tvö börn, Ásgeir vélstjóra búsettan í Reykjavík og Þuríði húsfreyju á Gróustöðum. Signý fór fyrir gift- ingu á Húsmæðraskólann á ísafirði og naut þar góðrar undirstöðu til að mynda gott heimili, sem ein- kenndist af hlýleika, smekkvísi og gestrisni. Meðal annars vegna starfa eiginmannsins átti fjöldi manna úr nágrenninu og víðar að erindi að Gróustöðum, hann var þekktur hugvitsmaður, fjölhæfur smiður og rafvirki, sjálfmenntaður brautryðjandi á sviði tækni og fram- fara. Hjónin á Gróustöðum byggðu upp öll hús á jörðinni, ræktuðu næstum allt ræktanlegt land henn- ar, byggðu vantsknúna rafstöð, breyttu smábýli í gott ábýli. Fjöldi barna og ungmenna naut sumar- dvalar á Gróustöðum. Það var þeim góður skóli, vinatengsl mynduðust og entust ævina. Signý verður jarðsett í Garpsdal næstkomandi laugardag, í sveitinni sinni, sem henni var svo kær. Ef að líkum lætur mun fjöldi sveitunga og annarra vina fylgja henni síðasta áfangann með virðingu, vinarhug og þakklæti fyrir langa samfylgd og góða. Ólafúr E. Ólafsson frá KróksQarðarnesi. byijaði hann að æfa sundknattleik hjá sunddeild KR og í kjölfar þess hófum við allir yngri bræðurnir æfíngar hjá sunddeild KR og síðan í sundknattleik. En þegar árin liðu beindist áhugi hans meir að vél- sleðaferðum og stangveiði í faðmi fjölskyldu og vina. Einar lærði rafvirkjun og varð síðar rafverktaki. Hann var sonur hjónanna Þorgeirs H. Jónssonar og' Sigríðar M. Einarsdóttur til heimilis að Akurgerði í Reykjavík. Með eiginkonu sinni eignaðist hann þijú börn, þau Sigríði Margr-; éti og tvíburana Einar Geir og ' Bjarna Þór. Einar var næstelstur sex systkina, elst er Borghildur og svo yngri bræðurnir Jón Haf- steinn, Vilhjálmur, Þorgeir og Ólafur. Okkur reynist víst öllum erfítt að skilja, þegar fjöldi góðra minn- inga hrannast upp, hvers vegna hann er tekinn frá okkur í blóma lífsins. En það er svo margt sem við skiljum ekki I þessari tilvist okkar hér á jarðarhveli. Minningin um bróðir minn mun ávallt loga í huga og hjörtum allra þeirra er til hans þekktu. Þorgeir Þorgeirsson Aldarminning: Svava Þórhallsdóttir í dag, 12. apríl 1990, er ein öld liðin frá fæðingu Svövu Þórhalls- dóttur. Svava fæddist í Reykjavík 12. apríl 1890, dóttir hjónanna Valgerðar Jónsdóttur og Þórhalls } Bjarnasonar prestskólakennara og síðar biskups. Hún var önnur í röðinni af ijórum systkinum en þau voru Tryggvi alþingismaður og síðar forsætisráðherra, Björn er lést ungur og Dóra forsetafrú. Þórhallur faðir hennar var sonur séra Björns Halldórssonar í Lauf- ási við Eyjafjörð og konu hans, Sigríðar Einarsdóttur. Foreldrar Valgerðar voru Jón bóndi Hall- dórsson á Bjarnastöðum í Bárðar- dal og Hólmfríður Hansdóttir, kona hans. Amma Svava, eins og við barna- börnin nefnum hana alltaf, ólst upp á miklu menningarheimili og var óspart hvött til mennta. Hún fór í Kennaraskólann og lauk það- an námi 1909 og sótti framhalds- nám í Svíþjóð. Hún kenndi við Barnaskóla Reykjavíkur og Kvennaskólann í Reykjavík. A þessum árum var framhalds- menntun kvenna óalgeng. Alla tíð var hún mjög vel lesin, hafði mik- inn áhuga á skáldskap, heimspéki og dulspeki. Árið 1911, þann 11. maí, gekk hún í hjónaband með Halldóri Vil- hjálmssyni skólastjóra á Hvann- eyri en hann tók við skólastjórn árið 1907. Börn þeirra hjóna voru Valgerður, f. 1912, móðir undirrit- aðs, Sigríður, f. 1914, Svava, f. 1916, Björn, f. 1918, og Þórhall- ur, f. 1922. Af þeim er Þórhallur á lífi. Amma Svava varð því skóla- stjórafrú aðeins 21 árs. Það var mikil ábyrgð á ungar herðar. Samtímamenn hennar hafa hrósað henni mikið fyrir reisn, virðuleika og vinarþel í allra garð á Hvann- eyrarárunum. Hún hóf fljótt að starfa að stofnun Ungmennafé- lagsins íslendings enda hafði hún verið virkur þátttakandi í starfi Ungmennafélagsins Iðunnar í Reykjavík á námsárunum. Meðal annars kenndi hún þjóðdansa á Hvanneyri fyrir ungmennafélagið. Þá hafði hún lært I Svíþjóð enda mikil vakning á Norðurlöndum að endurvekja þjóðdansa. Þetta varð afar vinsælt á Hvanneyri og víðar. Þess er minnst af mörgum Hvann- eyringum hve mikið hún lagði til félagsstarfsins, kunni marga leiki og kenndi þá vel. Ennfremur hafði amma yndi af píanóleik sem naut sín vel í kennslunni. Á næstu árum dvaldi hún tvívegis I Kaupmannahöfn til að læra postulínsmálun. Árið 1934 kom hún til Reykjavíkur og hóf kennslu í að mála á postulín. Hún stundaði kennsluna í um áratug en hún vann við þessa finlegu list- iðn þar til nokkrum mánuðum fyr- ir andlátið. í mörg ár seldi hún listmuni sína í Blómum og ávöxt- um. Einnig fengu margir hjá henni handmálað postulín til gjafa á tylli- dögum. Það var afar sérstakt þeg- ar hún var að undirbúa hvaða muni hún ætlaði að senda í sölu. Hún var marga daga að leggja mat á dýrgripina sína áður en þeir fóru eridaniega frá henni. Oft var hún þó búin að fá á tilfinnmg- una að þennan eða hinn hlutinn yrði hún að gefa til ættingja. Hún réyndi að láta blómamynstrið hæfa viðkomandi. Við afkomendur hennar höfum allir fengið að gjöf muni sem sérstaklega voru ætlað- ir okkur frá því hún byijaði að vinna hvítt postulínið. Ógleym- anlegar eru stundirnar sem við fylgdumst með henni er hún var að mála. Einnig er okkur minnis- stætt er hún lék fyrir okkur á hljóðfærið sitt, píanóið, en hún hafði mikið yfirgrip yfir tónlist. Hún mun hafa lært að spila í föð- urhúsum og hélt því við allt sitt líf. í mörg ár bjó hjá henni Þor- björg Björnsdóttir, Tobba, sem var ráðskona á Hvanneyri. Þær bjuggu lengst af i skjóli Björns og Mörtu, konu hans, á Fjólugöt- unni eða þar til Tobba flutti til Valgerðar, móður minnar, vegna vanheilsu. Amma bjó áfram hjá Birni og Mörfu eðatil ársins 1968. Á þessum árum málaði hún mikið, stundaði gönguferðir og hélt sterkum tengslum við fjölskyldur sínar. Ennfremur voru jafnan sterk fjölskyldubönd við Dóru, systur hennar, og mágkonu, Önnu I Laufási. Á þessum árum nutum við yngri kynslóðin margra fjöl- skylduhátíða sem nú geymast í minningunni. Þessar þrjár elsku- legu konur, Svava, Dóra og Anna, eru mér afar minnisstæðar, allar glæsilegar og' höfðu átt þátt í að reka stór heimili af rausn og myndarskap. Það. sópaði að þeim á þessum mannamótum bernsku minnar. Kaflaskipti verða 1968 er amma Svava flytur á heimili móður minnar og bjó hjá henni til dánar- dags 22. janúar 1979. Systkini mömmu vildu öll hag ömmu Svövu sem bestan og lögðust á eitt við að styðja þær svo þeim Iiði sem best. Við, yngri kynslóðin, minn- umst þess hve mikla ást amma Svava átti handa okkur öllum og börnum okkar. Hún hafði mikinn metnað fyrir okkur öll. Ég man vel hve stolt hún varð er bróðii minn, Sveinn, varð landgræðslu-| stjóri. Mér hefur verið sagt frá hve sérstakt samband var á milli föður míns og ömmu Svövu. Hann bar mikla virðingu fyrir henni á sérstaklega næman hátt. Hún virti hann á sama máta. Ömmu minni hlotnaðist margt sem vert er að geta hér; mikil og víðtæk menntun og gáfur, listræn- ir hæfileikar á mörgum sviðum sem hún naut til elliár,anna, mann- vænleg börn og sterk fjölskyldu- bönd. Til minningar og virðingar um ömmu Svövu hefur fjölskylda hennar efnt til sýningar á hand- máluðu postulíni eftir hana að Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6. Sýn- ingin er opin milli klukkan 14 og 18 til 22. apríl nk. þó ekki föstu- daginn langa og á páskadag. Minningin um Svövu Þórhalls- dóttur lifir. Þórhallur Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.