Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR KIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Hver réðst á hvem? Opið bréf til Skúla Unnars Sveinssonar Á ferli mínum sem íþróttamaður hefur undirritaður lært að láta allt umtal og blaðaskrif um sig og sína frammistöðu, sem vind um eyru þjóta. Þessar línur eru því hvorki settar á blað til að afsaka frammi- stöðu mína eða gerðir. Mig langar einungis að benda á hversu íþrótta- blaðamenn, í þessu tilviki Skúli Unnar Sveinsson, geta verið úr sambandi við það sem þeir skrifa og þar með gæði skrifa þeirra með afbrigðum léleg. Reyndar virðast umfjallanir um íþróttaviðburði oft einkennast meira af því að vera meira skrifað- ar af skyldurækni en áhuga, eða með það að markmiði að skila les- endum vandaðri frásögn. En þar með er ekki allt sagt, því afrakstur- inn af þessum óvönduðu vinnu- brögðum eru oft afbakanir, rang- túlkanir og órökstuddar fullyrðing- ar, sem við íþróttamenn verðum síðan að sitja undir — sekir jafnt sem saklausir. Eins og ég sagði hér að ofan, hefur mér lærst að kæra mig koll- óttan; en Skúli, „nú tók steininn úr“. Þú segir orðrétt í frásögn af leik Vals og FH síðastliðinn laugar- dag: „Valsmenn voru ekki ánægðir með dómgæsluna og eftir leikinn gerðu Brynjar Harðarson og Jón Kristjánsson sig seka um framkomu sem vonandi á ekki eftir að sjást meira af í handboltanum hér á landi. Þeir hreinlega réðust að öðr- Brynjar Harðarson. um dómara leiksins og ef þeir hefðu ekki verið dregnir í burtu er ekki ljóst hvað hefði gerst.“ Það er sagt að Mogginn ljúgi aldrei — en Skúli, nú lýgur þú.og Mogginn. Rangtúlkunin og ósann- indin eru í þetta skipti of gróf til að hægt sé að sitja undir þeim óátalið. Vissulega vorum við reiðir, sárir og svekktir. En hvers vegna? Jú, vegna þess að við vorum að tapa sem keppnisíþróttamenn leik sem kostar okkur að öllum líkindum Islandsmeistaratitilinn. Titil sem við vorum búnir að leggja ómælda vinnu í að fá að hampa. Við vorum að tapa leik sem við ætluðum að gera upp við FH — ekki dómarana. En þeir gerðu sig seka um svo alvar- leg mistök á lokamínútunum (sem sanna má með skoðun á sjónvarps- upptöku frá leiknum) að þeir tóku að sér aðalhlutverkin og þar með var það ekki lengur okkar frammi- staða sem var afgerandi heldur þeirra. Sá íþróttamaður sem gengur með bros á vör til búningsherbergja að slíku uppgjöri loknu á ekki heima í keppnisíþróttum. En Skúli, hver réðst á hvern? Sást þú það sem fram fór? Eða sástu eitthvað og léstu afganginn liggja milli hluta? Eftir leikinn fannst mér ég ætti ótöluð orð við Rögnvald dómara. Ég segi orð, því þótt mér geti orðið heitt í hamsi, hef ég lært að stjórna skapsmunum mínum og legg það ekki í vana minn að deila við dómara (í vetur hef ég aldrei fengið tiltal, gult spjald eða brottvikningu fyrir mótmæli við dómara). En hvað skyldi Rögn- valdur dómari hafa gert þegar ég einungis í orðum túlkaði vonbrigði mín með frammistöðu hans? Jú, hann reif í skyrtu mína með báðum höndum og kastaði mér frá sér (að þessu atviki er fjöldi vitna). Að nærstaddir áhorfendur töldu það síðan skyldu sína að forða mér frá því að gera eitthvað sem ég hugsanlega myndi gera, er auðvitað engin sönnun þess að ég hafi geng- ið í skrokk Rögnvaldar dómara. Þetta minnir mig reyndar á þegar fólk hefur með valdi viljað taka af mér bíllykla fyrir utan skemmti- staði svo ég keyrði nú ekki fullur — en ég hef ekki neytt áfengis síðustu 11 árin. Dómarar gera mistök eins og við leikmenn — það er hluti leiksins. Þessi mistök eiga sér oftast stað vegna þess hraða og þeirrar spennu sem leikurinn inniheldur. Það gefst sjaldnast tími til að hugsa málin og ákveða sig síðan. Dómur er dóm- ur og honum verður ekki breytt og ég ætla ekki að brigsla dómurum leiksins um að þeir hafi ekki dæmt eftir bestu samvisku. Hinu er ekki að neita að mistök þeirra í þessum leik voru augljós og afdrifarík. Við- brögð Rögnvaldar eftir leikinn sýna einnig að hann var í lélegu jafn- vægi og dómgreind hans af því mörkuð. Þegar blaðamenn hinsvegar í ró og næði eiga að fella dóm um kapp- leik og það sem þar hefur farið fram, eiga leikmenn og lesendur blaðsins kröfu á að það sé gert af meiri nákvæmni og réttvísi en ofan er lýst. Það er óafsakanlegt, Skúli, að setja á prent fullyrðingar á borð viðþær sem þú gerir í grein þinni. Eg hef trú á að félaga mínum, Jóni Kristjánssyni, hafí orðið svipað innanbijósts og mér þegar hann las ofannefnda grein. Þeir sem þekkja persónuleika Jóns, gera sér kannski hvað best grein fyrir mótsagna- kennd þeirra orða sem þú, Skúli, lætur um okkur falla. Á ferli mínum bæði hér heima og í Svíþjóð hef ég ekki kynnst öðru eins prúðmenni og Jóni Kristjánssyni. Með þökk fyrir birtinguna og með von um vandaðri fréttaflutning á íþróttasíðunum. Bryiyar Harðarson. Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! fllt0y0mMafoifo TVÖFUDUR POTTUR! Nú er til mikils að vinna í íslenskum Getraunum. 1 í síðustu viku kom enginn seðill fram með 12 réttum. '') Þess vegna er tvöfaldur pottur / - og tvöföld ástæða til að vera með! ' Hjáokkurkostarröðinaðeins 10kr. \ Láttu nú ekkert stöðva þig. /\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.