Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 55
'grf ÍJI'JÍ
morgunbLaðið
iÞRárffiTP**
FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990
55
HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN
Stjaman sló
út verðandi ís-
landsmeistara
Valur, Stjarnan, Víkingur og ÍBV kom-
ust í undanúrslitin
ValurB.
Jónatansson
skrifar
FH-INGAR, verðandi íslands-
meistarar, eru úr leik í bikar-
keppninni eftir eins marks tap
gegn bikarmeisturum Stjörn-
unnar, 23:24, í nýja íþróttahús-
inu í Hafnarfirði í gærkvöldi.
FH-ingar léku ekki eins og
meisturum sæmir, kannski of
sigurvissir, og Garðbæingar
nýttu sér það og náðu fljótlega
afgerandi forystu í leiknum og
höfðu 14:10 yfir i hálfleik.
Sóknarleikur FH-inga var mjög
fálmkenndur í fyrri hálfleik og
munaði þar mestu að Héðinn Gjls-
son var í strangri gæslu Hilmars
Hjaltasonar. Það
tók FH-inga allan
fyrri hálfleikinn að
átta sig á þessu leik-
kerfi og það var of
seint í rassinn gripið því Garð-
bæingar voru komnir of langt fram-
úr og gáfu sigurinn ekki eftir og
ætla sér að halda bikamum í
Garðabæ.
Sigurður Bjarnason fór á kostum
síðustu mínúturnar, skoraði m.a.
þrjú síðustu mörkin fyrir Stjömuna.
Skúli, Einar, Hilmar og Hafsteinn
komust einnig vel frá leiknum. Hjá
FH var meðalmennskan allsráð-
andi. Héðinn náði sér þó vel á strik
í síðari hálfleik og gerði þá átta
mörk, en það dugði skammt.
„Það má segja að Valsmenn hafí
kennt okkur þessa leikaðferð, að
klippa á Héðin utarlega. Þetta gafst
vel í fyrri hálfleik, en það sem skóp
fyrst og fremst sigurinn í þessum
leik var undirbúingur okkar andlega
fyrir þennan leik. Við lékum af
skynsemi og stemmningin var góð
í liðinu allan leikinn," sagði Gunnar
Einarsson, þjálfari Störnunnar.
„Það er alltaf erfítt að ná upp
einbeitingu eftir úrslitaleik eins og
á móti Val. Okkur vantaði einbeit-
ingu í fyrri hálfleik, en síðari hálf-
leikur var betri og þá áttum við
möguleika á að jafna. Stjaman kom
ákveðin til leiks og baráttan var
fyrir hendi hjá liðinu allan leikinn,"
sagði Þorgils Óttar Mathiesen,
þjálfari FH.
Mörk FH: Héðinn Gilsson 10/4, Guðjón Árna-
son 3, J6n Erling Ragnarsson 3, Oskar Ár-
mannsson 3/1, Gunnar Beinteinsson 2, Þorg-
ils Óttar 2. Mörk Stjörnunnar: Sigurður
Bjamason 7, Skúli Gunnsteinsson 5, Hafsteinn
Bragason 4, Einar Einarsson 4/2, Hilmar
Hjaltason 2, Axel Bjömsson 2.
Eyjamenn sluppu naumlega
B>
Logi Bergmann
Eiðsson
skrifar
lið Gróttu var ekki langt frá
því leggja annað fyrstudeildar-
lið að velli í bikarkeppninni í gær.
B-liðið, sem sigraði HK í 16-liða
úrslitum, tapaði með
einu marki fyrir
ÍBV, a-liði vel að
merkja, 23:24 á
Seltjarnarnesi. Litlu
munaði að Grótta næði að jafna,
en skot á síðustu sekúndunum geig-
aði.
„Þetta var afar slakt. Við vomm
komnir langt yfir en leyfðum okkur
að slaka á í lokin,“ sagði Hilmar
Sigurgíslason, þjálfari IBV. „Það
er kannski ekki við miklu að búast
enda vomm við ekki lentir fyrr en
rúmlega sjö og fyrri hálfleikinn
vorum við að komast á jörðina,"
sagði Hilmar.
Grótta byrjaði vel og var yfír
framan af en Eyjamenn vom yfír
í hálfleik, 12:15. Munurinn varð
mestur sjö mörk en þegar staðan
var 16:22 tóku heimamenn við sér
og minnkuðu muninn í eitt mark,
22:23. Eyjamenn náðu þó að halda
fengnum hlut en ekki mátti miklu
muna í lokin.
Sigurður Gunnarsson lék ekki
með IBV, en hann sneri sig á ökkla
gegn Stjömunni um síðustu helgi
og reyndar óvíst hvort hann leiki
með í undanúrslitunum.
Sigurður Bjarnason var besti
maður Stjömunnar'er liðið vann FH.
Mörk Gróttu: Kristján Brooks 6, Jon Örvar
Kristinsson 6, Ólaftir Sveinsson 6, Rafnar
Hermannsson 2, Axel Friðriksson 2 og Guð-
mundur Árni Sigfússon 1.
Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 6, Sigbjöm
Óskarsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Jóhann
Pétursson 3, Óskar Brynjarsson 2, Þorsteinn
Viktorsson 2, Hilmar Sigurgíslason 1, Guð-
mundur Albertsson 1, Guðfinnur Kristmanns-
son 1 og Sigmar Þröstur Óskarsson 1.
Víkingar unnu í Eyjum
Víkingar sigruðu B-lið ÍBV í
Eyjum, 31:15. í Ieikhiéi var
staðan 14:6.
Mörk iBV: Jóhann Benónýsson 5/1, Björgvin
Þór Rúnarsson 4, Ellidi
Sigfús Gunnar Vignisson 2, Jón Logason
Guðmundsson 2. »»,™J‘.BergÞól'ss°n. L
skrífar frá Mfk Vfkmgs: B.rg,r S.g-
p ■ urðsson 11/7, Dagur Jon-
asson7, Siggeir Magnússon 4, Bjarki Sigurðs-
son 4, Guðmundur Guðmundsson 3 og Ingi-
mundar Helgason 2.
65 mörk á Selfossi
Valsmenn sigruðu Selfyssinga
35:30 á Selfossi í gærkvöldi
og komust þar með í undanúrslit.
í hálfleik var staðan 17:9 fyrir gest-
ina. Leikurinn byrj-
Sigurður aði rólega en meðan
Jónsson þeir bestu hjá Val,
skrífar Valdimar, Jakob,
Brynjar og Jón, voru
inni á, voru Reykvíkingarnir mun
betri. Selfyssingar höfðu svo í fullu
tré við Valsmenn í síðari hálfleik-
inn, unnu hann reyndar, en í hálf-
leiknum léku varamenn Vals mikið.
Mörk Selfoss: Gústaf Bjamason 10, Einar
Guðmundsson 8, Einar Gunnar Sigurðsson 8,
Sigurður Þórðarson 2, Magnús Gíslason 1,
Kjartan Gunnarsson 1.
Mörk Vals: Valdimar Grimsson 12, Jón Kristj-
ánsson 6, Jakob Sigurðsson 5, Finnur Jóhanns-
son 3, Siguijón Sigurðsson 2, Brynjar Harðar-
son 2, Ingi Rafn Jónsson 2, Theódór Guð-
finsson 1, Gísli Óskarss. 1, Júlíus Einarss. 1.
VIÐAVANGSHLAUP IR
Haldid í
75. sinn
TÍMAMÓT verða í íslenskri
íþróttasögu á sumardaginn
fýrsta, 19. apríl, en þá fer
Víðavangshlaup ÍR fram 75.
árið í röð.
ÍR-ingar auglýstu í blöðum
borgarinnar að víðavangshlaup
á vegum félagsins færi fram
fyrsta sumardag árið 1915. Þar
sem engin þátttaka fékkst var því
aflýst en forráðamenn félagsins
með Helga Jónsson frá Brennu í
broddi fylkingar gáfust ekki upp
og auglýstu strax um haustið að
efnt yrði til hlaups að vori. Fór
Víðavangshlaup ÍR því fyrst fram
1916 og bar sumardaginn fyrsta
þá upp á skírdag. Af því tilefni
völdu forráðamenn íþróttafélags
Reykjavíkur því einkunnarorðin
„hatíð er til heilla best“ og má
segja að þau hafí ræst vel.
Víðavangshlaupið var löngum
sá íþróttaviðburður í Reykjavík
er dró til sín flesta áhorfendur
ár hvert. Hefur það ávallt verið
háð miðsvæðis í borginni og verð-
ur svo einnig nú. Upphaf þess og
Frá fyrsta Víðavangshlaupi ÍR 1916. Myndin er tekin á Austurvelli
er hlauparamir leggja af stað. Þeir eru (f.v.) Ólafur Sveinsson prentari,
Magnús Arnason listmálari, Jón Þorkelsson klæðskeri, Jón Kaldal Ijósmynd-
ari, Ottó B. Arnar radíóvirki, Tómas Tómasson verslunarmaður, Guðmund-
ur Guðjónsson verslunarmaður og Einar Pétursson heildsali.
endamark er í Hljómskálagarðin-
um en hann hefur komið meira
og minna við sögu hlaupsins frá
öndverðu. Hlaupin er 4 km vega-
lengd og leggja bæði kynin af
stað samtímis.
Auk þess að vera einstaklings-
keppni er hlaupið einnig sveita-
keppni. Keppt er í 3ja, 5 og 10
manna sveitum^karia^ 3ja kvenna
sveit, 3ja sveina sveit, 3ja meyja
sveit, 3ja manna sveit 30 ára og
eldri, 3ja kvenna sveit 30 ára og
eldri. Vegna aukinnar þátttöku
heilsubótarskokkara í hlaupinu
hefur verið ákveðið að hefja nú
keppni í 3ja karla sveit 40 ára
og eldri. Fyrsti karl og fyrsta
kona á mark hljóta farandgripi
til varðveislu.
HANDKNATTLEIKUR
Þrír Valsmenn
í leikbann
Einar, Brynjar og Jón missa af und-
anúrslitum bikarkeppninnar
Afundi aganefndar HSÍ í
fyrrakvöld voru þrír leik-
inenn Vals dæmdir í eins ieiks
bann. Einar og Brynjar fyrir
„óíþróttamannslega framkomu
gagnvart dómurum" eftir leik liðs-
ins gegn FH um síðustu helgi og
Jón fyrir „grófa óíþróttamanns-
iega framkornu gagnvart dómur-
um,“ eftir sama leik, eins og seg-
ir í bókun aganefndar. í úrskurði
aganefndar segir að leikmennirnir
hafí sýnt slæma íramkómu eftir
leikinn og hljóta því fímm refsi-
3tig, sem táknar eins leiks bann.
Undanúrslitin í bikarkeppninni
í'ara fram á miðvikudaginn í
næstu viku og er það næsti leikur
Vals. Þremenningamir verða þvi'
ekki með en leika hinsvegar gegn
HK á laugardaginn.
Sigbjörn Óskarsson úr ÍBV var
einnig dæmdur í eins leiks bann
og missir þvf einnig af undaúrslit-
unum.
HANDBOLTI / BIKARKEPPNI KVENNA
Gudríður með 13
- mörk í bikarsigri Fram gegn Víkingi
ÞAÐ verða Stjarnan, Fram,
Selfoss og ÍBV sem leika í und-
anúrslitum íbikarkeppni
kvenna. í gærkvöldi vann
Stjarnan stórsigur á FH, 32:21
og Fram sigraði Víking 25:18.
Þá unnu Selfyssingar Hauka
örugglega 27:19.
Leikur Stjörnunnar og FH var
jafn framan af, en Stjörnu-
stúlkur þó alltaf fyrri til að skora.
Undir lok fyrri hálfleiks náði Stjarn-
■■■i an þriggja marka
Katrín forskoti og var stað-
Fríðríksen an í leikhléi 15:12.
skrífar Barátta FH-inga
hvarf út í veður og
vind í leikhléi og var nánast forms-
atriði að klára síðari hálfleik.
Stjörnustúlkur tóku leikinn alveg í
sínar hendur og unnu stórsigur
32:21.
Erla Rafnsdóttir skoraði 9 mörk og Herdís
Sigurbergsdóttir 6 mörk fyrir Stjörnuna, en
hjá FH skoraði Rut Baldursdóttir mest, 7
mörk.
Baráttuleikur
Viðureign Víkings og Fram var
jöfn og spennandi framan af. Stað-
an var 6:6 þegar stutt var til leik-
hlés, en þá kom slæmur kafli hjá
Víkingi, Framstúlkur gengu á lagið
og höfðu yfír í leikhléi 7:13.
Víkingsstúlkur byrjuðu síðari hálf-
leik með látum líkt og þann fyrri,
en forskot Framara frá fyrri hálf-
leik var of stórt og öruggur sigur
þeirra varð staðreynd.
Ema Aðalsteinsdóttir og Valdís
Birgisdóttir skomðu 4 mörk hvor
fyrir Víking en markadrottning
fyrstu deildar, Guðríður Guðjóns-
dóttir skoraði 13 mörk fyrir Framií*^—
Auðvelt hjá Selfyssingum
Sigur Selfyssinga, sem nýlega
tryggðu sér 1. deildarsæti
næsta vetur, var öruggur, 27:19.
Heimamenn höfðu yfirburði í þess-
^■■1 um leik og var sigur
Sigurður þeirra ömggur.
Jónsson Haukaliðið sýndi
sknlar litla baráttu.
Mörk Selfoss: Hulda
Bjamadóttir og Guðbjörg Bjamadóttir 7 hvor,
Hulda Hemiannsdóttir 6, Auður Hermanns-
dóttir 5, Inga Fríða Tryggvadóttir 2.
Mörk liauka: Björk Hauksdóttir 8, Ragn-
heiður Júlíusdóttir 4, Halla Grétarsdóttir 3,
og Ása Þórisdóttir, Gudbjörg Bjamadóttir,
Margrét Guðmundsdóttir og Harpa Melsted 1
hver.
HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ
Saab skellt heima
Saab tapaði fyrir Drott, 16:22,
í öðrum leik liðanna um
sænska meistaratitilinn í hand-
knattleik. Þorbergur Aðalsteinsson
gerði eitt mark fyrir Saab en lék
lítið með í síðari hálfleik eftir mjög
gróft brot varnarmanna Drott.
„Mér var skellt í gólfíð og lenti illa
á hryggnum og reikna ekki með
að leika meira með,“ sagði Þorberg-
ur Aðalsteinsson. „Vömin hjá Drott
var mjög sterk og gróf og við réðum
einfaldlega ekki við hana,“ sagði
Þorbergur.
Drott byrjaði vel og komst í 3:0
en á þeim tíma hafði Saab brennt
af tveimur vítaköstum. Staðan i
leikhléi var 10:5 og Drott hélt for-
skotinu til leiksloka.
„Þetta var slæmt og við vorum
einfaldlega lamdir í vörninni. Þeir
voru ótrúlega harðir og það var
ekki til að bæta úr skák að Dzuba
og Thorsson, tvær bestu skyttur
okkar, leika ekki með,“ sagði Þor-
bergur. Hann sagðist þó ekki hafa
gefið upp alla von en liðin mætast
að nýju á sunnudaginn í Halmstad
á heimavelli Drott. Hvort lið hefur
unnið einn leik en það lið sigrar sem
fyrr vinnur þrjá leiki.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Un'rted á Wembley
anchester United tryggði sér
sæti í úrslitum ensku bikar-
keppninnar gegn Crystal Palaceí
gærkvöldi er liðið sigraði Oldham 2:1
eftir framténgingu. Staðan var jofn,
1:1, eftir 90 mín. en varamaðurinn
Mark Robins skoraði sigurmarkið á
110. mín. Brian McClair hafði komið
United yfír á 50. mín. en Andy Rit-
chie jafnaði á 80. mín.
ísraelsmaðurinn Ronnie Rosenthal,
heldur betur í sviðsljósinu í gær.
Hann lék fyrsta heila leik sinn mgð
Liverpool og skoraði þrívegis í 4:0
útisigri á Charlton. John Barnes
bætti fjórða markinu við og Liverpool
hefur nú þriggja stiga forskot í deild-
inni. Aston Villa vann Arsenal í Lon-
don, 1:0, með marki Price á 85. mín.
Þá vann Manchester City útisigur á
QPR, 3:1.
Úrslit i 2. deild:
Middlesbrough - Port Vale...........„2:3
West Ham - Boumemouth...............4:1