Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 12.04.1990, Blaðsíða 55
'grf ÍJI'JÍ morgunbLaðið iÞRárffiTP** FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 55 HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNIN Stjaman sló út verðandi ís- landsmeistara Valur, Stjarnan, Víkingur og ÍBV kom- ust í undanúrslitin ValurB. Jónatansson skrifar FH-INGAR, verðandi íslands- meistarar, eru úr leik í bikar- keppninni eftir eins marks tap gegn bikarmeisturum Stjörn- unnar, 23:24, í nýja íþróttahús- inu í Hafnarfirði í gærkvöldi. FH-ingar léku ekki eins og meisturum sæmir, kannski of sigurvissir, og Garðbæingar nýttu sér það og náðu fljótlega afgerandi forystu í leiknum og höfðu 14:10 yfir i hálfleik. Sóknarleikur FH-inga var mjög fálmkenndur í fyrri hálfleik og munaði þar mestu að Héðinn Gjls- son var í strangri gæslu Hilmars Hjaltasonar. Það tók FH-inga allan fyrri hálfleikinn að átta sig á þessu leik- kerfi og það var of seint í rassinn gripið því Garð- bæingar voru komnir of langt fram- úr og gáfu sigurinn ekki eftir og ætla sér að halda bikamum í Garðabæ. Sigurður Bjarnason fór á kostum síðustu mínúturnar, skoraði m.a. þrjú síðustu mörkin fyrir Stjömuna. Skúli, Einar, Hilmar og Hafsteinn komust einnig vel frá leiknum. Hjá FH var meðalmennskan allsráð- andi. Héðinn náði sér þó vel á strik í síðari hálfleik og gerði þá átta mörk, en það dugði skammt. „Það má segja að Valsmenn hafí kennt okkur þessa leikaðferð, að klippa á Héðin utarlega. Þetta gafst vel í fyrri hálfleik, en það sem skóp fyrst og fremst sigurinn í þessum leik var undirbúingur okkar andlega fyrir þennan leik. Við lékum af skynsemi og stemmningin var góð í liðinu allan leikinn," sagði Gunnar Einarsson, þjálfari Störnunnar. „Það er alltaf erfítt að ná upp einbeitingu eftir úrslitaleik eins og á móti Val. Okkur vantaði einbeit- ingu í fyrri hálfleik, en síðari hálf- leikur var betri og þá áttum við möguleika á að jafna. Stjaman kom ákveðin til leiks og baráttan var fyrir hendi hjá liðinu allan leikinn," sagði Þorgils Óttar Mathiesen, þjálfari FH. Mörk FH: Héðinn Gilsson 10/4, Guðjón Árna- son 3, J6n Erling Ragnarsson 3, Oskar Ár- mannsson 3/1, Gunnar Beinteinsson 2, Þorg- ils Óttar 2. Mörk Stjörnunnar: Sigurður Bjamason 7, Skúli Gunnsteinsson 5, Hafsteinn Bragason 4, Einar Einarsson 4/2, Hilmar Hjaltason 2, Axel Bjömsson 2. Eyjamenn sluppu naumlega B> Logi Bergmann Eiðsson skrifar lið Gróttu var ekki langt frá því leggja annað fyrstudeildar- lið að velli í bikarkeppninni í gær. B-liðið, sem sigraði HK í 16-liða úrslitum, tapaði með einu marki fyrir ÍBV, a-liði vel að merkja, 23:24 á Seltjarnarnesi. Litlu munaði að Grótta næði að jafna, en skot á síðustu sekúndunum geig- aði. „Þetta var afar slakt. Við vomm komnir langt yfir en leyfðum okkur að slaka á í lokin,“ sagði Hilmar Sigurgíslason, þjálfari IBV. „Það er kannski ekki við miklu að búast enda vomm við ekki lentir fyrr en rúmlega sjö og fyrri hálfleikinn vorum við að komast á jörðina," sagði Hilmar. Grótta byrjaði vel og var yfír framan af en Eyjamenn vom yfír í hálfleik, 12:15. Munurinn varð mestur sjö mörk en þegar staðan var 16:22 tóku heimamenn við sér og minnkuðu muninn í eitt mark, 22:23. Eyjamenn náðu þó að halda fengnum hlut en ekki mátti miklu muna í lokin. Sigurður Gunnarsson lék ekki með IBV, en hann sneri sig á ökkla gegn Stjömunni um síðustu helgi og reyndar óvíst hvort hann leiki með í undanúrslitunum. Sigurður Bjarnason var besti maður Stjömunnar'er liðið vann FH. Mörk Gróttu: Kristján Brooks 6, Jon Örvar Kristinsson 6, Ólaftir Sveinsson 6, Rafnar Hermannsson 2, Axel Friðriksson 2 og Guð- mundur Árni Sigfússon 1. Mörk ÍBV: Sigurður Friðriksson 6, Sigbjöm Óskarsson 4, Davíð Guðmundsson 3, Jóhann Pétursson 3, Óskar Brynjarsson 2, Þorsteinn Viktorsson 2, Hilmar Sigurgíslason 1, Guð- mundur Albertsson 1, Guðfinnur Kristmanns- son 1 og Sigmar Þröstur Óskarsson 1. Víkingar unnu í Eyjum Víkingar sigruðu B-lið ÍBV í Eyjum, 31:15. í Ieikhiéi var staðan 14:6. Mörk iBV: Jóhann Benónýsson 5/1, Björgvin Þór Rúnarsson 4, Ellidi Sigfús Gunnar Vignisson 2, Jón Logason Guðmundsson 2. »»,™J‘.BergÞól'ss°n. L skrífar frá Mfk Vfkmgs: B.rg,r S.g- p ■ urðsson 11/7, Dagur Jon- asson7, Siggeir Magnússon 4, Bjarki Sigurðs- son 4, Guðmundur Guðmundsson 3 og Ingi- mundar Helgason 2. 65 mörk á Selfossi Valsmenn sigruðu Selfyssinga 35:30 á Selfossi í gærkvöldi og komust þar með í undanúrslit. í hálfleik var staðan 17:9 fyrir gest- ina. Leikurinn byrj- Sigurður aði rólega en meðan Jónsson þeir bestu hjá Val, skrífar Valdimar, Jakob, Brynjar og Jón, voru inni á, voru Reykvíkingarnir mun betri. Selfyssingar höfðu svo í fullu tré við Valsmenn í síðari hálfleik- inn, unnu hann reyndar, en í hálf- leiknum léku varamenn Vals mikið. Mörk Selfoss: Gústaf Bjamason 10, Einar Guðmundsson 8, Einar Gunnar Sigurðsson 8, Sigurður Þórðarson 2, Magnús Gíslason 1, Kjartan Gunnarsson 1. Mörk Vals: Valdimar Grimsson 12, Jón Kristj- ánsson 6, Jakob Sigurðsson 5, Finnur Jóhanns- son 3, Siguijón Sigurðsson 2, Brynjar Harðar- son 2, Ingi Rafn Jónsson 2, Theódór Guð- finsson 1, Gísli Óskarss. 1, Júlíus Einarss. 1. VIÐAVANGSHLAUP IR Haldid í 75. sinn TÍMAMÓT verða í íslenskri íþróttasögu á sumardaginn fýrsta, 19. apríl, en þá fer Víðavangshlaup ÍR fram 75. árið í röð. ÍR-ingar auglýstu í blöðum borgarinnar að víðavangshlaup á vegum félagsins færi fram fyrsta sumardag árið 1915. Þar sem engin þátttaka fékkst var því aflýst en forráðamenn félagsins með Helga Jónsson frá Brennu í broddi fylkingar gáfust ekki upp og auglýstu strax um haustið að efnt yrði til hlaups að vori. Fór Víðavangshlaup ÍR því fyrst fram 1916 og bar sumardaginn fyrsta þá upp á skírdag. Af því tilefni völdu forráðamenn íþróttafélags Reykjavíkur því einkunnarorðin „hatíð er til heilla best“ og má segja að þau hafí ræst vel. Víðavangshlaupið var löngum sá íþróttaviðburður í Reykjavík er dró til sín flesta áhorfendur ár hvert. Hefur það ávallt verið háð miðsvæðis í borginni og verð- ur svo einnig nú. Upphaf þess og Frá fyrsta Víðavangshlaupi ÍR 1916. Myndin er tekin á Austurvelli er hlauparamir leggja af stað. Þeir eru (f.v.) Ólafur Sveinsson prentari, Magnús Arnason listmálari, Jón Þorkelsson klæðskeri, Jón Kaldal Ijósmynd- ari, Ottó B. Arnar radíóvirki, Tómas Tómasson verslunarmaður, Guðmund- ur Guðjónsson verslunarmaður og Einar Pétursson heildsali. endamark er í Hljómskálagarðin- um en hann hefur komið meira og minna við sögu hlaupsins frá öndverðu. Hlaupin er 4 km vega- lengd og leggja bæði kynin af stað samtímis. Auk þess að vera einstaklings- keppni er hlaupið einnig sveita- keppni. Keppt er í 3ja, 5 og 10 manna sveitum^karia^ 3ja kvenna sveit, 3ja sveina sveit, 3ja meyja sveit, 3ja manna sveit 30 ára og eldri, 3ja kvenna sveit 30 ára og eldri. Vegna aukinnar þátttöku heilsubótarskokkara í hlaupinu hefur verið ákveðið að hefja nú keppni í 3ja karla sveit 40 ára og eldri. Fyrsti karl og fyrsta kona á mark hljóta farandgripi til varðveislu. HANDKNATTLEIKUR Þrír Valsmenn í leikbann Einar, Brynjar og Jón missa af und- anúrslitum bikarkeppninnar Afundi aganefndar HSÍ í fyrrakvöld voru þrír leik- inenn Vals dæmdir í eins ieiks bann. Einar og Brynjar fyrir „óíþróttamannslega framkomu gagnvart dómurum" eftir leik liðs- ins gegn FH um síðustu helgi og Jón fyrir „grófa óíþróttamanns- iega framkornu gagnvart dómur- um,“ eftir sama leik, eins og seg- ir í bókun aganefndar. í úrskurði aganefndar segir að leikmennirnir hafí sýnt slæma íramkómu eftir leikinn og hljóta því fímm refsi- 3tig, sem táknar eins leiks bann. Undanúrslitin í bikarkeppninni í'ara fram á miðvikudaginn í næstu viku og er það næsti leikur Vals. Þremenningamir verða þvi' ekki með en leika hinsvegar gegn HK á laugardaginn. Sigbjörn Óskarsson úr ÍBV var einnig dæmdur í eins leiks bann og missir þvf einnig af undaúrslit- unum. HANDBOLTI / BIKARKEPPNI KVENNA Gudríður með 13 - mörk í bikarsigri Fram gegn Víkingi ÞAÐ verða Stjarnan, Fram, Selfoss og ÍBV sem leika í und- anúrslitum íbikarkeppni kvenna. í gærkvöldi vann Stjarnan stórsigur á FH, 32:21 og Fram sigraði Víking 25:18. Þá unnu Selfyssingar Hauka örugglega 27:19. Leikur Stjörnunnar og FH var jafn framan af, en Stjörnu- stúlkur þó alltaf fyrri til að skora. Undir lok fyrri hálfleiks náði Stjarn- ■■■i an þriggja marka Katrín forskoti og var stað- Fríðríksen an í leikhléi 15:12. skrífar Barátta FH-inga hvarf út í veður og vind í leikhléi og var nánast forms- atriði að klára síðari hálfleik. Stjörnustúlkur tóku leikinn alveg í sínar hendur og unnu stórsigur 32:21. Erla Rafnsdóttir skoraði 9 mörk og Herdís Sigurbergsdóttir 6 mörk fyrir Stjörnuna, en hjá FH skoraði Rut Baldursdóttir mest, 7 mörk. Baráttuleikur Viðureign Víkings og Fram var jöfn og spennandi framan af. Stað- an var 6:6 þegar stutt var til leik- hlés, en þá kom slæmur kafli hjá Víkingi, Framstúlkur gengu á lagið og höfðu yfír í leikhléi 7:13. Víkingsstúlkur byrjuðu síðari hálf- leik með látum líkt og þann fyrri, en forskot Framara frá fyrri hálf- leik var of stórt og öruggur sigur þeirra varð staðreynd. Ema Aðalsteinsdóttir og Valdís Birgisdóttir skomðu 4 mörk hvor fyrir Víking en markadrottning fyrstu deildar, Guðríður Guðjóns- dóttir skoraði 13 mörk fyrir Framií*^— Auðvelt hjá Selfyssingum Sigur Selfyssinga, sem nýlega tryggðu sér 1. deildarsæti næsta vetur, var öruggur, 27:19. Heimamenn höfðu yfirburði í þess- ^■■1 um leik og var sigur Sigurður þeirra ömggur. Jónsson Haukaliðið sýndi sknlar litla baráttu. Mörk Selfoss: Hulda Bjamadóttir og Guðbjörg Bjamadóttir 7 hvor, Hulda Hemiannsdóttir 6, Auður Hermanns- dóttir 5, Inga Fríða Tryggvadóttir 2. Mörk liauka: Björk Hauksdóttir 8, Ragn- heiður Júlíusdóttir 4, Halla Grétarsdóttir 3, og Ása Þórisdóttir, Gudbjörg Bjamadóttir, Margrét Guðmundsdóttir og Harpa Melsted 1 hver. HANDKNATTLEIKUR / SVIÞJOÐ Saab skellt heima Saab tapaði fyrir Drott, 16:22, í öðrum leik liðanna um sænska meistaratitilinn í hand- knattleik. Þorbergur Aðalsteinsson gerði eitt mark fyrir Saab en lék lítið með í síðari hálfleik eftir mjög gróft brot varnarmanna Drott. „Mér var skellt í gólfíð og lenti illa á hryggnum og reikna ekki með að leika meira með,“ sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson. „Vömin hjá Drott var mjög sterk og gróf og við réðum einfaldlega ekki við hana,“ sagði Þorbergur. Drott byrjaði vel og komst í 3:0 en á þeim tíma hafði Saab brennt af tveimur vítaköstum. Staðan i leikhléi var 10:5 og Drott hélt for- skotinu til leiksloka. „Þetta var slæmt og við vorum einfaldlega lamdir í vörninni. Þeir voru ótrúlega harðir og það var ekki til að bæta úr skák að Dzuba og Thorsson, tvær bestu skyttur okkar, leika ekki með,“ sagði Þor- bergur. Hann sagðist þó ekki hafa gefið upp alla von en liðin mætast að nýju á sunnudaginn í Halmstad á heimavelli Drott. Hvort lið hefur unnið einn leik en það lið sigrar sem fyrr vinnur þrjá leiki. KNATTSPYRNA / ENGLAND Un'rted á Wembley anchester United tryggði sér sæti í úrslitum ensku bikar- keppninnar gegn Crystal Palaceí gærkvöldi er liðið sigraði Oldham 2:1 eftir framténgingu. Staðan var jofn, 1:1, eftir 90 mín. en varamaðurinn Mark Robins skoraði sigurmarkið á 110. mín. Brian McClair hafði komið United yfír á 50. mín. en Andy Rit- chie jafnaði á 80. mín. ísraelsmaðurinn Ronnie Rosenthal, heldur betur í sviðsljósinu í gær. Hann lék fyrsta heila leik sinn mgð Liverpool og skoraði þrívegis í 4:0 útisigri á Charlton. John Barnes bætti fjórða markinu við og Liverpool hefur nú þriggja stiga forskot í deild- inni. Aston Villa vann Arsenal í Lon- don, 1:0, með marki Price á 85. mín. Þá vann Manchester City útisigur á QPR, 3:1. Úrslit i 2. deild: Middlesbrough - Port Vale...........„2:3 West Ham - Boumemouth...............4:1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.