Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 56

Morgunblaðið - 12.04.1990, Page 56
FÍMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Kostnaður við Fossvogs- braut minnst ■'itá - 2 milljarðar í KÖNNUN, sem Vegagerð ríkisins hefiir unnið um hugsan- lega legu og gerð Fossvogs- brautar, kemur fram að lág- markskostnaður við brautina er yfir 2 milljarðar að meðtöldum kostnaði vegna gatnamóta. Odýrasti kosturinn er að Ieggja opinn veg eftir dalnum og er kostnaður við hann áætlaður um 440 milljónir. Sú leið er ekki talin fysileg vegna hávaða- og loftmengunar. Könnunin hef- ^^IU^.ur verið kynnt í skipulagsstjórn ríkisins og verður hún lögð til grundvallar við afgreiðslu Aðal- skipulags Kópavogs, sem bíður staðfestingar hjá stjórninni. Þrír kostir þykja helst koma til greina. Það eru steypt 2 km göng eftir endilöngum dalnum og er kostnaður við þau áætlaður 1,8 milljarðar. Annar kostur eru jarð- göng, sem eru 1,6 km og er kostn- aður við þau áætlaður rúmlega 2,4 ^^^nilljarðar og þriðji kosturinn eru "^^Uiarðgöng, sem eru rúmir 2,2 km og er kostnaður við þau áætlaður tæplega 3,2 milljarðar. Kostnaðar- áætlun vegna jarðganganna miða við að steypu sé sprautað á vegg- ina að innanverðu en sennilega þyrfti að heilsteypa þá og er kostn- aður vegna þessa áætlaður um 120 milljónir fyrir hvern km. Fram kemur að kanna þurfi all- ar aðstæður enn frekar svo sem jarðvegsgerð og dýpi á fast í fyrir- hugaðri veglínu og grunnvatns- stöðu í næsta nágrenni. Vegna jarðganga þyrfti að bora í fyrirhug- að gangastæði og kanna þar jarð- . lög og gerð bergsins. Slíkar kann- anir munu ekki breyta kostnaðará- ætlunum en eru nauðsynlegar vegna hönnunar á göngunum. Sjá frétt á bls. 23. MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út miðvikudaginn 18. apríl. Niðurskurður hjá Ríkisspítölum; Þakplötur um allargötur í miklu hvassviðri í gær fuku plötur af þökum húsa á Akureyri. Björgunarsveitarmenn gengu um bæinn og báru grjót á plöturnar, svo þær fykju ekki um og sköpuðu hættu. Þó varð nokkuð tjón, til dæmis fór ein þakplata inn um rúðu og önnur skemmdi bílhurð. Sjá frétt á Akureyrarsíðu, bls. 32 200 milljónir vantar og skuldirnar hlaðast upp - segir Davíð A. Gunnarsson, forstjóri „FJARLOG gera ráð fyrir miklu meiri niðurskurði hjá Ríkisspítölum en öðrum sambærilegum stofhunum og það vantar um 200 milljónir til rekstrarins ef halda á óbreyttri starfsemi frá síðasta ári. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði leiðrétt, en við erum komnir í mikil vand- ræði, því skuldirnar hlaðast upp þegar nær 20 milljónir vantar í hverj- um mánuði," sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspitala, í sam- tali við Morgunblaðið. Davíð sagði að í fyrra hefði verið mikið aðhalds- og samdráttarár og þá hefði öllum heilbrigðisstofnunum verið gert að skera niður um 4% og óskiljanlegt að Ríkisspítölum væri nú gert að skera enn meira niður. „Við höfum sýnt mikla að- gæslu í rekstri og gengið á undan öðrum í sparnaði, en nú virðist sem ganga eigi á lagið og láta okkur spara enn meira en gert er annars staðar.“ Áætlaðar lokanir Ríkisspítala í sumar jafngilda því að tvær deildir Landspítala væru lokaðar allt árið. „Lokanir, sem nú þegar hafa verið skipulagðar í sumar, eru svipaðar og á 'síðasta ári, enda gerðum við ráð fyrir sama framlagi til rekstrar- ins,“ sagði Davíð. „Ef þessar 200 milljónir fást ekki verður að draga mjög mikið úr starfsemi á ýmsum sviðum og þá bætast við enn frek- ari lokanir. Ég vil ekki hugsa það til enda hvað gerist ef við verðum skildir eftir í þessum vanda. Mér er með öllu óskiljanlegt hvert fjár- veitingavaldið er að fara. Ráða- menn þjóðarinnar tala á tyllidögum um nýbreytni og aðhald í ríkis- rekstrinum og að umbuna eigi fyrir skynsamlegan rekstur, en annað virðist uppi á teningnum með Ríkisspítala. Mér virðist að stundum sé það svo, að þar sem mest er farið fram úr fjárlögum þurfi ekki að hafa áhyggjur af slíkum niður- skurði," sagði Davíð Á. Gunnars- son, forstjóri Ríkisspítala. Vísbendingar rannsókna á setlögnm í Reyðarfírði: Jökulmenjar hér á landi fimm milljón árum eldri en talið var RANNSÓKNIR jarðíiræðinganna Jóhanns Helgasonar og Petu J. Mudie benda til að basískt set í fjöllum við Reyðarfjörð megi rekja til eld- gosa undir jökli vegna jöklamyndunar fyrir um 10 rnilljón árum. Þetta eru elstu vísbendingar um jökla sem fundist hafa hérlendis, en til þessa hefur verið talið að elstu menjar um jökla væru 5-6 milljón ára. Þessar niðurstöður styðja þá hugmynd, að loftslag á íslandi hafi ..byrjað að kólna verulega mun fyrr en aðalísöldin skall á, fyrir 2-3 milljónum ára. Jarðfræðingarnir tveir könnuðu frjókorn úr setlögum í Hólmatindi og Eyrarfjalli og náði rannsóknin yfir 50-100 þúsund ára tímabil. „Elstu frjókornin sýndu að hér hafa harðviðartré og fenjatré verið í meirihluta og loftslag því verið mjög •hlýtt. Meðalárshiti hefur þá verið 13-15 gráður," sagði Jóhann. „Síðar tóku barrtrén viA. og urðu allsráðandi og í lokin var kjarr- og mosagróður yfirgnæfandi. Þessar breytingar í gróðurfari spegla um 10 gráðu lækkun meðalárshita, eða niður í 3-5 gráður.“ Jóhann sagði að samsetning set- laganna í Reyðarfirði væri óvenju- leg, því þar væri að finna þykk basaltgjóskulög. „Vegna basaltlag- anna og breytinganna á gróðurfar- inu höfum við sett fram þá tilgátu, að jöklar hafi myndast yfir gosbelt- inu á íslandi fyrir um 10 milljónum ára. Þá urðu gos með svipuðum hætti og nú eru í Vatnajökli. Við gos undir jökli breytist kvikan í gjósku í stað hraunlaga.“ Þegar Jóhann og Peta Mudie, sem er kanadísk, hófu rannsóknir sínar höfðu fundist mjög gömul jökulbergslög í Alaska. „Upplýsing- ar okkar um loftslagjsbreytingar á íslandi falla saman við elstu breyt- ingar í jarðlögunr í Alaska," sagði Jóhann. „Þetta bendir til verulegrar kólnunar á norðurhveli jarðar fyrir 10 mjlljónum ára. Hversu útbreidd þessi kólnun var og hversu lengi hún stóð yfir er hins vegar óvíst. Það hafa greinilega komið kulda- skeið og myndast ís sums staðar á norðurhveli." Jóhann sagði að hann hefði reynt að kanna hvort hér á landi væru önnur sams konar setlög og kvaðst telja líklegt að þau væri til dæmis að finna á Vestfjörðum. „í Stein- grímsfirði, við Húsavíkurkleif, eru jafn gömul setlög með sömu efna- samsetningu og niðurstöðu rann- sókna á gróðurfari þar svipar til niðurstöðu fijókornagreiningarinn- ar í Reyðarfirði. Gróðurfarsbreyt- ingin hlýtur enda að hafa náð til alls landsins," sagði Jóhann Helga- son, jarðfræðingur. Aðalleiðir sem hægt er að ryðja verða opnaðar í dag VONSKUVEÐUR var um allt land í gær af völdum djúprar lægðar sem gekk yfir landið. Veðurstofan spáði að veðrið gengi fljótlega niður og við tæki norðanátt. Inn- anlandsflug lá niðri fram eftir degi og þegar mest var biðu 1600 manns eftir flugi hjá Flugleiðum. Veðrið stórspillti færð víða um land. Snjóflóð féll um hádegisbilið í gær í Olafsfjarðarmúla og lokaði leiðinni milli Akureyrar og Olafs- fjardar. Veðrið gekk niður þegar leið á gærdaginn og færð var orðin ágæt um Suðurströndina allt til Aust- fjarða en Fjarðarheiðin var þung- fær. Fært var fyrir Hvalfjörð en mjög hvasst var þar víða. Þá var færð ágæt allt vestur í Búðardal en þyngdist þegar vestar dró. Ófært var um Svínadal en Holtavörðuheið- in var orðin fær en hafði teppst tvisvar í gær. Vonskuveður var á Ströndum og allir vegir ófærir og sama var að segja um Steingrímsfjarðarheiði. Leiðin milli Bolungarvíkur og ísa- fjarðar var opnuð og leiðin frá Pat- reksfirði tii Tálknaijarðar. Fárviðri var á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði síðdegis í gær og sú leið ófær. Siglu- fjarðarleiðin var ófær en til stóð að opna hana þegar veður lægði. Austan Akureyrar var meira og minna ófært. í dag á að moka allar aðalleiðir, sem hægt er, til til Akureyrar, Sigluíjarðar, vestur til Hólmavíkur og einnig verður mokað á Snæfells- nesi og Suðurlandi ef með þarf. Leiðin milli Akureyrar og Húsavík- ur allt austur á Vopnafjörð verður einnig opnuð i dag. Fólk sem hyggur á ferðalög er hvatt til að kynna sér veðurspá og færð áður en haldið er af stað. Búrhvalur á reki vestan við Grímsey Grímsey. BÚRHVALUR, nýdauður að talið var, fannst á reki um tveimur mílum vestan af Grímsey í fyrradag. Hvalur- inn var tæplega 20 metra langur og vó að minnsta kosti um 20 tonn. Það var Óli Ólafsson á Bjargey I. sem fann hvalinn, en Óli B. Ólason á Bjargey II. gerði tilraun til að ná í skepn- una í fyrradag, en varð frá að hverfa vegna veðurs í fyrstu atrennu. I annað sinn gekk honum betur og kom hann hvalnum heim að hafnargarðs- hausnum. Óli ætlar að nota hvalinn í hákarlabeitu og hyggst hann skera hann hér heima við, en draga síðan út á sjó þar sem hann ætlar að koma fyrir há- karlalóði. Óli vonast til að ein- hveijir hákarlar glepjist í ætið. Hvalurinn er á milli 15 og 20 metra langur og vegur að minnsta kosti 20 tonn. Bára

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.