Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 1
88 SIÐUR B/C 115.tbl. 78.árg. MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Neyðarástand fyrir- sjáanlegt í Litháen Verkfall breiðist út í Eistlandi Keuter Fyrstímark Fyrsta skútan í einni erfiðustu siglingakeppni sem um getur kom í mark í Southampton í Englandi í gær. 16 manna áhöfn Steinlager 2, 120 feta skútu frá Nýja Sjálandi, hafði þá lagt 33.000 mílur að baki á níu mánaða sigl- ingu í kringum hnöttinn. Þetta er í fimmta skipti sem slík keppni er haldin og var þessi sú sögulegasta því þrír þátttakendur létust í keppninni. A stóru myndinni sést Peter Blake, skipstjóri á Steinlager 2, fagna sigri í sínum flokki ásamt fjölskyldu sinni. Óeirðir Palestínumanna breiðast út til Jórdaníu Gyðingar í ísrael byrjuðu í gær að fagna degi Jerúsalems sem er í dag. 23. maí 1967 náðu ísraelar austurhluta borgarinnar á sitt vald. Palestínumenn vilja að Jerúsalem verði höfúðborg ríkis þeirra og er búist við að komi til átaka í dag vegna hátíðahalda gyðinga og ólgunnar meðal Palestínumanna. Moskvu, Kolitla-Jarve í Eistlandi. Reuter. RÚSSNESKIR verkamenn í norð- austurhluta Eistlands gengu í gær til liðs við verkfallsmenn sem lögðu niður vinnu á mánudag til að leggja áhcrslu á þá kröfu sína að Sovétstjórnin brjóti á bak aftur sjálfstæðisbaráttu Eistlendinga. Mjög er nú tekið að þrengja að Litháum vegna efnahagsþvingana Sovétmanna og sagði litháískur Talar 22 tungumál Edinborg. Daily Telegraph. SKOSKUR kennari kemst að öllum líkindum í heims- metabækurnar eftir að hafa sannað fyrir alþjóðlegri dóm- nefnd að hann getur talað 22 tungumál reiprennandi - þar á meðal íslcnsku. Maðurinn heitir Derick Hern- ing og er 57 ára gamall tungu- málakennari í framhaldsskóla í Leirvík á Hjaltiandi. Hann tók þátt í keppni, sem haldin var í Brussel á dögunum, vann þar titilinn „Málamaður Evrópu" og fékk að auki 4.000 punda verð- laun (400.000 ísl. kr.) og stóra bronsstyttu. Herning hóf sjálfsnám í tungumálum þegar hann ólst upp í Skotlandi. Hann lauk námi í frönsku og þýsku við Edinborg- arháskóla og lærði rússnesku er hann gegndi herþjónustu. Það var þó ekki fyrr en hann flutti til Hjaltlands fyrir 23 árum að málalistinn tók að iengjast fyrir alvöru. Tungumálin sem Herning kann auk enskunnar eru: norska (nýnorska, bókmál), færeyska, sænska, íslenska, danska, holl- enska, vestur-frísneska, afrík- anska (mál Búa í Suður-Afríku), þýska, írska, skoska, franska, spænska, ítalska, portúgalska, gríska, serbókróatíska, rúm- enska, búlgarska, rússneska og tékkneska. embættismaður í gær að verk- smiðjum og orkufyrirtækjum yrði að líkindum lokað á fostudag auk þess seni við blasti að heitt vatn yrði ekki fáanlegt til heimilisnota. Verkfallsmenn í Eistlandi segja að þeir muni ekki láta af aðgerðum sínum fyrr en þing landsins viður- kenni yfirlýsingu Míkhaíls S. Gorb- atsjovs, leiðtoga sovéskra kommún- ista, frá því í síðustu viku þess efnis að sjálfstæðisyfiriýsing Eistlendinga skoðist dauð og ómerk. Aðfluttir Rússar eru í meirihluta í iðnaðarhér- uðunum í norðausturhluta Eistlands. Verkföll hófust í 22 verksmiðjum í höfuðborginni, Tallinn, á mánudag og samþykktu verkamennirnir í gær að halda þeim aðgerðum áfram. Alexander Ambryazyaviskus, fé- lagi í nefnd þeirri sem stjórnvöld í Litháen hafa skipað til að veijast efnahagsþvingunum Sovétstjórnar- innar, sagði í símaviðtali við Reut- ers-fréttastofuna frá höfuðborginni, Vilnius, að ástandið í iandinu færi dagversnandi. Olíubirgðir væru á þrotum í landinu og af þeim sökum yrði flestum mikilvægustu verk- smiðjum og fyrirtækjum _ lokað á föstudag að öllu óbreyttu. Óstaðfest- ar fréttir hafa borist um að olíuskip með 80.000 tonn af olíu sé nú .kom- ið frá Rotterdam til Litháens en sov- ésk yfirvöld hafi hafnað því að skip- ið fengi að leggjast að bryggju. Jerúsalem. Reuter. MIKLAR óeirðir voru meðal Pal- estínumanna í flóttamannabúð- um í Jórdaníu í gær og féllu tveir unglingar í átökum við lögreglu. Mótmælin tengjast óróanum sem verið hefur undanfarna þijá daga í hernámi Israels í kjölfar fjölda- morða geðsjúks manns á Pal- estínumönnum á sunnudags- morgun. Leiðtogar araba hafa brugðist mjög harkalega við morðunum og mannfallinu sem fylgt hefur. Yitzak Shamir, for- sætisráðherra Israels, lét svo ummælt í gær að viðbrögð araba við morðunum væru allt of hast- arleg. Bandaríkjasljórn hefur skorað á Israela að halda aftur af hernum í viðureign við Pa- lestínumenn. Sovétmenn fordæmdu í gær framgöngu ísraelshers og kröfðust alþjóðlegra aðgerða til að stöðva ofbeldið. Mannréttindasamtökin Amnesty International sökuðu Isra- elsstjórn um að ýta undir valdbeit- ingu hersins gagnvart Palestínu- mönnum. ísraelsher felldi í gær tvo unga Palestínumenn sem höfðu mótmæli í frammi á Gaza-svæðinu. Samtals hafa 15 Palestínumenn fallið og rúmlega 800 særst í kjölfar þess að geðsjúkur ísraeli felldi sjö manns skammt frá Tel Aviv á sunnudags- morgun. Er þetta mesta manntjón á svo stuttum tíma síðan intifada, uppreisn Palestínumanna, hófst á vesturbakka Jórdan og Gaza-svæð- inu í desember 1987. ísraelska lögreglan beitti einnig táragasi gegn 200 manns sem fóru í friðsamlega göngu í Austur-Jerú- salem til að færa ræðismanni Bandaríkjanna mótmælabréf. í göngunni voru nokkrir kirkjunnar menn og arabískir þingmenn sem í samtölum við fréttamönn fóru hörðum orðum um háttalag lögregl- unnar og sögðu hana hafa handtek- ið fjölda manns að ástæðulausu. Óformlegur fundur var í Öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna í gær að beiðni arabaríkja þar sem ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs var rætt. Utanríkisráðherrar Arababanda- lagsins hittust í Bagdað, höfuðborg íraks, í gær til að undirbúa leiðtoga- fund bandalagsins í næstu viku. Hann hefur verið boðaður til að ræða leiðir til að mæta straumi sovéskra gyðinga til ísraels. Formaður hermálanefiidar NATO: Engin ógn að austan Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaósins. VIGLEIK Eide, hershöfðingi, formaður hermálanefndar Atlantshafs- bandalagsins (NATO), sagði á blaðamannafundi í Brussel í gær að Vestur-Evrópu stæði ekki lengur ógn af Varsjárbandalaginu en þó væri ljóst að sovéski herinn yrði um langa hríð mjög öflugur þrátt fyrr einhliða niðurskurð Sovétríkjanna á vígbúnaði sínum. Á fundi hermálanefhdar NATO sem lauk í gær var samþykkt að mæla með því við varnarmálaráðherra bandalagsins að hernaðaráætlanir þess verði endurskoðaðar í ljósi breyttra aðstæðna í Evrópu. Vigleik Eide sagði að líkur væru á því að varnarmálaráðherrar aðild- arríkjanna samþykktu á fundi sem lýkur í dag að falla frá þeirri stefnu að aðildarríkin auki árlega framlög sín til varnarmála um 3%. Eide sagði að hermálanefndin hefði orðið að leggja til við fund varnarmálaráð- herranna að varnarviðbúnaður NATO í Mið-Evrópu yrði tekinn til endurskoðunar í ljósi breyttra að- stæðna á þeim slóðum. Vegna fjaiveru Frakka, en þeir sækja ekki fundi varnarmálaráð- herra NATO, verður umræðum um samningana um takmörkun hefð- bundins vígbúnaðar í Evrópu frestað þar til á fundi utanríkisráðherra NATO í Skotlandi í byrjun júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.