Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 2

Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 Sýn hf: Forkaupsréttur hluthafa afiiuniinn SAMÞYKKTUM Sýnar hf. hefur verið breytt á þann hátt að for- kaupsréttur hluthafa á hlutabréf- um hefur verið feildur niður. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV Sjálfstæðismenn í Reykjavík: Útifundur á Lækjar- torgi í dag Sjálfstæðismenn í Reykjavík efna til útifundar á Lækjar- torgi í dag klukkan 17.30. Þar tala Anna K. Jónsdóttir og Magnús L. Sveinsson. Fundar- stjóri er Olafúr B. Thors. Hljómsveitin Stjórnin með Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Örvarssyni leikur á torginu fyrir og eftir fúndinn. Guðmundur Magnússon, sem hefur umsjón með kosningastarfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði að þessi útifundur væri í senn skemmtun og baráttuhvöt á lokaspretti kosningabaráttunn- ar. „Við vonum að fólk fjöl- menni," sagði Guðmundur „og við getum átt góða stund sam- an“. Hann sagði að Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík hefði verið kvatt saman til fund- ar á Hótel Borg klukkan 17.00 í dag, það er á undan útifundin- um. Á fundi fulltrúaráðsins flyt- ur Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðu. segir að þetta breyti engu varð- andi kröfu Frjálsrar fjölmiðlunar hf. um forkaupsrétt á hlutabréf- unum þar sem hún hafi komið fi-am fyrir breytingu samþykkt- anna. í samþykktum Sýnar hf. var ákvæði um að félagið ætti forkaups- rétt á fölum hlutum félagsmanna en síðan félagsmenn í hlutfalli við hlutafjáreign. Þetta ákvæði var fellt niður á hluthafafundi 18. þessa mánaðar og í staðinn sett ákvæði um að engar skorður væru settar um heimild hluthafa til meðferðar á hlutum sínum. í samningi Sýnar og Stöðvar 2 um sameiningu var ákvæði um að Stöð 2 keypti allt hlutafé Sýnar á genginu 1,5. Frjáls fjölmiðlun hf., sem á um 10 milljóna hlut af um 108 milljóna hlutafé í Sýn, taldi matsverðið of lágt og lagði fram formiegt tilboð þann 17. þessa mánaðar um að kaupa allt hlutafé. Sýnar á þessum kjörum. Jónas Kristjánsson ritstjóri DV . og áður stjómarformaður Sýnar, sagði að Ftjáls fjölmiðlun hefði not- fært sér skriflega forkaupsréttar- ákvæði áður en samþykktum Sýnar var breytt. Nú standa yfir samn- ingaviðræður lögfræðinga þessara aðila, sem á að Ijúka fyrir mánaða- mót. Snúast þær meðal annars um að hækka mat á hlutabréfum Frjálsrar fjölmiðiunar. Hvítá: Tveir Morgunblaðið/Bjami Laxarnir tveir úr Hvítá voru fluttir til Reykjavíkur í gærkvöidi og verða seldir í dag í versluninni Nóatúni. Hér má sjá Jón Þorstein kjötiðnaðarmann með laxana. TVEIR laxar veiddust í net frá Hvítárvöllum í gær, fyrsta dag netaveiðinnar í Hvítá í Borgarfirði. Aðrir fengu ekkert, enda hafa lax- vciðibændur ekki getað lagt net með venjulegum hætti vegna flóða í ánni. Ólafur Davíðsson á Hvítár- völlum sagði í gærkvöldi að ekki hefði verið hægt að setja út fyrirstöður fyrir netin vegna flóðanna. Ástandið væri óvenju slæmt, oftast hefði verið búið að setja út einhveija garða fyrir fyrsta veiðidaginn. Hann sagðist hafa hent tveimur netum út frá landi og fengið tvo laxa. „Það er enn talsverður snjór efra sem á eftir að renna niður og á meðan verður áin erfið. Við höfum ekki einu sinni getað lagt út garða og verðum að láta duga að leggja frá klettaneljum, svona eins og veitt var á landnámsöld," sagði Þorkell Fjeldsted í Feijukoti. Auglýsingar yfir Laugaveg BORGARRÁÐ hefúr samþykkt að settir verði upp fjórir auglýsinga- bogar yfir Laugaveg. Kaupmenn við Laugaveg óskuðu efir því við skipulagsnefnd borgar- innar, að leyfi yrði veitt til að setja upp auglýsingaboga. í bókun skipu- lagsnefndar kemur fram að nefndin fallist á uppsetningu boganna við Laugaveg og Snorrabraut, Laugaveg og Vitastíg, Laugaveg og Vatnsstíg og Laugaveg og Skólavörðustíg. Aðalfundur Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda: ------—-------------------,-- Stjóm falið að endurskoða félagsform samtakanna 57. AÐALFUNDUR Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda, sem hófst á Hótel Sögu í gær, samþykkti að fela stjórn SÍF að vinna að endur- skoðun á félagsformi og stefnu sölusamtakanna með það markmið að efla stöðu SÍF enn frekar til undirbúnings aukinni samkeppni að lokn- um samningum við Evrópubandalagið. Stjórn SÍF skal halda almennan félagsfund og kynna þar fyrir félagsmönnum tillögur sínar eigi síðar en 15. október næstkomandi og skal við það miða að hugsanlegar breyt- ingar taki gildi 1. janúar næstkomandi. Aðalfundur SÍF samþykkti einnig með 95,2% atkvæða að skora á íslensk stjómvöld að breyta í engu núverandi fyrirkomulagi á saltfisk- sölumálum Islendinga á meðan ekki liggi fyrir niðurstaða í fyrirhuguðum samningaviðræðum við Evrópu- bandalagið um viðskipti með sjávar- afurðir. Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, sagði á fundinum að mikil umræða hefði farið fram um félagaform stóru sölusam- takanna og því hefði verjð haldið fram að rekstur SÍF í forrrii félaga- samtaka væri liðinn undir lok og nauðsynlegt sé að breyta þessum samtökum í hlutafélag, þar sem framleiðendur yrðu hluthafar í stað þess að vera félagar í sölusamtökum. Þessi hugmynd hefði bæði kosti og galla. Kostimir væru fyrst og fremst þeir að slíkt fyrirtæki væri trúlega frjálsara og fljótara að aðlaga sig Siguijón Sighvatsson um kvikmyndina „Wild at Heart“: Erum bjartsýnir á tilncfri- ing'u til Óskarsverðlauna „MAÐUR getur ekki verið annað en ánægður með þennan árang- ur, og reyndar er hann framar öllum þeim vonum, sem við höfðum gert okkur fyrir keppnina," sagði Sigurjón Sighvatsson, kvikmynda- framleiðandi, í samtali við Morgunblaðið, en eins og komið heíúr fram vann kvikmyndin „Wild at Heart“, sem fyrirtæki hans, Propag- anda Films, framlciddi, Gullna pálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrradag. „Við vorum að sjálfsögðu mjög ánægðir með myndina sjálfir, en við vorum ekki taldir mjög sigur- stranglegir í keppninni af ýmsum ástæðum. Sérstaklega var það kannski vegna þess að bandarísk mynd vann verðlaunin í fyrra, en það hefur aldrei áður gerst að bandarískar myndir vinni tvö ár í röð. Þá er myndin okkar dálítið umdeild, þó fólk væri sammála um að hún væri hvað athyglisverðust, en hingað til hafa myndir sem eru unnið þessa keppni," sagði Sigur- jón. Hann sagði að í umfjöllun franskra dagblaða fyrir keppnina hefði myndin ekki verið nefnd á nafn, og þar hefði helst verið talað um að franska myndin „Cyrano de Bergerac" myndi vinna Gullna pálmann. „Ég held að það hafi hjálpað okkur töluvert að Bemardo Bert- olucci var formaður dómnefndar- innar, en hann er þekktur fyrir að Ijefðbundnari að fomri og inntaki gera umdeildar kvikmyndir, og sennilega gleymir enginn mynd hans „Síðasti tangó í París.“ Aftur á móti sagði Sven Nykvist, sem var í dómnefndinni, mér að nefndin hefði verið sammála um að okkar mynd ætti að vinna. Þegar úrslit lágu fyrir voru Frakkar svo mjög óhressir, þó franskir gagnrýnendur hefðu hælt myndinni mikið. Reynd- ar má segja að frönsku blöðin hafi verið brjáluð, en þau vildu auðvitað fyrst og fremst að „Cyrano de Bergerac" myndi vinna, og því var umfjöllun þeirra alls ekki jákvæð." Sigurjón sagði að verðlaunaveit- ingin hefði í för með sér að miklu fleiri kæmu til með að sjá myndina en ella hefði orðið, og því myndi Propaganda Films hagnast mun meira á henni en útlit hefði verið fyrir. „Þetta er stórkostleg viðurkenn- ing, sem eykur virðingu fyrirtækis- ins mikið út á við, en það þýðir að auðveldara verður fyrir okkur að fá fólk til að vinna með okkur. Við erum reyndar orðnir svo bjart- sýnir í sigurvímunni, að við erum ekki frá því að ef vel gengur með markaðssetningu á myndinni í Bandaríkjunum, að við getum feng- ið tilnefningu til Óskarsverðlauna. Kvikmyndafyrirtækið Samuel Goldwin Company sér um dreifingu á myndinni í Bandaríkjunum, en fyrirtæki sem við eigum sjálfir í London, Manifesto Film Sales, sér um sölu á myndinni til annarra íanda. Hún hefur reyndar þegar verið seld til nánast allra landa, pg væntanlega verður hún sýnd á íslandi í haust.“ breyttum aðstæðum í fijálsri sam- keppni en félagasamtök, sem hefðu víðtækari skyldum að gegna gagn- vart öllum sínum félagsmönnum. Á hinn bóginn hefðu menn fært rök fyrir því að ef sölusamtökunum yrði breytt í hlutafélög myndi eign- araðildin að þeim þrengjast til muna og þá yrði tiltölulega auðvelt fyrir stóra aðila að eignast meirihlutann í slíkum fyrirtækjum mjög fljótlega. „Ljóst er að hlutafélag væri á ýmsan hátt ábyrgara fyrir gerðum sínum en félagasamtökin, þar sem það yrði þá sjálfstætt fyrirtæki, sem annaðist sölu á afurðunum í umboðs- sölu eða geti þess vegna keypt að einhveiju marki vörurnar af fram- leiðendum og selt aftur en í því formi, sem framleiðendur starfa nú, axla þeir sameiginlega ábyrgðina á öllum gerðum samtakanna. Þetta atriði er eitt af því, sem verður lykilspursmál í vinnu stjórnar á næstu mánuðum og því nauðsynlegt að menn ræði það hvort æskilegt sé að breyta SÍF í hlutafélag, komi til breyting á ytri aðstæðum.“ Magnús sagðist ganga út frá því í þessari umfjöllun að SÍF muni áfram verða náinn samstarfsaðili Sölumiðstöðvar hraðfi'ystihúsanna og sjávarafurðadeildar Sambandsins. Hann sagði að ef stjómvöld hefðu ákveðið að gefa útflutning á saltfiski fijálsan væri fyrsta sjnirningin, sem kæmi upp, sú hvort SIF ætti að hasla sér völl á breiðari vettvangi en það gerði nú. Meðal framleiðenda hefði verið ákveðin samstaða um að SÍF héldi sig við sölu á saltfiski til að tryggja að um þetta sérleyfi væri alger samstaða. Með frelsi í sölu á saltfiski væri hins vegar eðlilegt að spyija hvort framleiðendur vildu að SIF ætti að taka að ser sölu a fleiri afurðum en saltfiski og þá að sjálfsögðu í sam- starfi við framleiðenduma og önnur samtök þeirra. Sjá nánar um aðalfúnd SÍF á ---miðopmr.-------------------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.