Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 16

Morgunblaðið - 23.05.1990, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 Atvinnuvandi skólafólks aukinn með skattlagningu Qármálaráðherra eftirJónu Gróu Sigurðardóttur Það er kunnara en frá þurfi að segja, að atvinnuástand í borginni hefur verið lakara en oftast áður undanfarið eitt og hálft ár, og skóla- fólk á því á brattan að sækja á al- mennum vinnumarkaði um þessar mundir. Það er því með öllu óviðunandi að fyrirsjáanlegur atvinnuvandi skólafólks, sextán ára og eldri, verði aukinn með því að fjármálaráðherra hirði 24,5% virðisaukaskatt af launa- greiðslum sveitarfélaga til þess, að viðbættu 30% álagi vegna skrifstofu- kostnaðar og annarrar umsýslu í tengslum við sumarstörfin. Fyrir Reykjavíkurborg sem launagreið- andi jafngildir þetta 31,8% álagi á launagreiðslur til skólafólks. A sl. ári lagði Reykjavíkurborg sérstak- lega fram 107 milljónir króna vegna sumarvinnu skólafólks og hefur virð- isaukaskatturinn þá verið kominn til skjalanna hefðu rúmlega 34 milljón- ir runnið beint í ríkishítina, en þá er ekki meðtalinn virðisaukaskattur- inn af plöntum og öðrum tilleggi vegna sumarvinnunnar. Slík skattlagning vart þekkt á hinum Norðurlöndunum Sameiginleg nefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkisins var fyrir nokkru send til Danmerkur og Noregs, gagngert í því skyni að afla upplýsinga um álagningu virðis- aukaskatts á starfsemi sveitarfélag- anna í þessum löndum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef feng- ið er þar hafður annar háttur á í þessum efnum, en gert er ráð fyrir í túlkun fjármálaráðuneytisins á nýsettum lögum um þetta efni hér heima. Þó álagning virðisaukaskatts á sveitarfélög sé ekki með sama sniði í Danmörku og Noregi, mun hafa komið skýrt fram, að svokölluð eigin not sveitarfélaganna, sem eru raunar fyrst og fremst launagreiðsl- ur þeirra, eru ekki skattlögð í þess- um löndum. Það er gagnstætt því sem gert er ráð fyrir hérlendis, þrátt fyrir allt sem sagt hefur verið að dönsku virðisaukaskattslögin hefðu einkum verið höfð til hliðsjónar við samningu íslensku laganna um virð- isaukaskatt. Fleiri sumarstörf skólafólks hjá Reykjavíkurborg en dæmi voru til áður Á undanfömum árum hefur Reykjavíkurborg lagt ríka áherslu á að skapa sumarvinnu fyrir skólafólk, og hefur aukafjárveiting þurft að koma til öll árin. Yfirleitt hafa 8-900 skólanemar unnið hjá borginni. Á sl. sumri sóttu fleiri um störf en nokkru sinni fyrr, eða 2.130 manns. 1.116 voru ráðnir til stofnana og fyrirtækja borgarinnar og Skóg- ræktarfélags Reykjavíkurborgar. Þetta voru fleiri ráðningar en dæmi eru til um áður, og greiddi Reykjavíkurborg í þessu skyni 107 milljónir króna. Áuk þess hafði Ráðningarstofan milligöngu um fjöl- margar ráðningar á hinn almenna vinnumarkað og margir urðu sér úti um vinnu sjálfir. Það er ljóst að skólanemar munú eiga á brattan að sækja á almennum vinnumarkaði á þessu vori, og gera má ráð fyrir að ásókn í störf á veg- um borgarinnar og fyrirtækja henn- ar verði jafnvel meiri nú en raun varð á í fyrra. Það hlýtur því að teljast óviðunandi fyrir sveitarfélög- in í landinu að ríkisstjórnin skuli leggja virðisaukaskatt á starfsemi sveitarfélaganna og draga þannig úr mætti þeirra til að leysa atvinnu- vanda skólafólks, og jafnframt að draga úr mætti þeirra til að ráðast í brýn verkéfni á sviði umhverfis- mála, en 530 af þeim sem ráðnir voru til borgarinnar unnu við skóg- rækt og ýmis störf i tengslum við garðyrkju. Þetta eru verkefni sem öllum ber saman um að nauðsynlegt sé að ráðast í, en þess má geta að Reykjavíkurborg er mesti skógrækt- andinn í landinu, og gert er ráð fyr- ir að um 600 þúsund tijáplöntum verði plantað á þessu ári. Jóna Gróa Sigurðardóttir „Það er því með öllu óviðunandi að fyrirsjá- anlegur atvinnuvandi skólafólks, sextán ára og eídri, verði aukinn með því að Jjármálaráð- herra hirði 24,5% virð- isaukaskatt af launa- greiðslum sveitarfélaga til þess, að viðbættu 30% álagi vegna skrif- stofukostnaðar og ann- arrar umsýslu í tengsl- um við sumarstörfin.“ Sumarstörf fatlaðra ungmenna á vegum Reykjavíkurborgar Um árabil hefur Reykjavíkurborg ráðið fötluð ungmenni til sumar- vinnu og hafa þeir aldrei verið fleiri en sl. sumar. Þá störfuðu 20 ung- menni á Miklatúni og höfðu þau verkefni við að halda öllu svæðinu í kringum Kjarvalsstaði hreinu, reyta arfa, raka, gróðursetja blóm, klippa tré, sópa og tína rusl. Auk þess tóku þau þátt í heyvinnu á svæðinu eftir þörfum. Vinnuhópurinn fékk mikið lof fyr- ir frammistöðu sína og voru afköstin síst lakari en hjá öðrum í Vinnuskó- lanum. Þetta er vísbending um hversu fatlaðir einstaklingar geta áorkað ef verkefni eru við hæfí og nægur stuðningur er veittur. Vinnuskóli Reykjavíkurborgar Vinnuskólann sækja þeir ungling- ar sem verða 14-15 ára á árinu. Á sl. sumri sóttu alls 1.801 unglingar um störf hjá Vinnuskólanum og voru allir ráðnir. Þessi fjöldi er 69% þeirra unglinga sem rétt eiga á að sækja Vinnuskólann. Um langt árabil hafa ekki fleiri unglingar verið við vinnu hjá Vinnuskóla Reykjavíkur. Vegna hins mikla fjölda sem sótt hafði um starf í Vinnuskólanum, þótti sýnt að brydda yrði upp á nýjum við- fangsefnum fyrir unglinga. Ráðist var í landgræðslu að Nesjavöllum og unnu um 190 manns þar. Stung- in voru niður rofabörð, sáð í gras- fræi og lúpínu. Með þessu átaki er hafin landgræðsla að Nesjavöllum á svipaðan hátt og gert var á Hólms- heiði á árunum 1975-78. Jörðin er alls um 2.800 hektarar og er landið mjög illa farið. Hér var því ráðist í verðugt verkefni, því búast má við að jarðir borgarinnar við sunnanvert Þingvallavatn verði í framtíðinni vin- sælt útivistarsvæði Reykvíkinga og annarra landsmanna. Hefðbundin verkefni Vinnuskól- ans eru ákaflega fjölbreytt, má þar t.d. nefna umhirðu skólalóða, íþróttasvæða, garða ellilífeyrisþega og í Viðey svo eitthvað sé nefnt. í Heiðmörk, við Elliðavatn og Rauða- vatn var unnið að gróðursetningu, áburðargjöf og gerð göngustíga. Þarna voru gróðursett um 62 þúsund ttjáplöntur og borið á 7 tonn af áburði. Þá má geta þess að á sl. sumri stóð nemendum Vinnuskólans til boða margþætt félags- og frístundatilboð. Streita og vinstri pólitík eftirlngólfS. Sveinsson Undanfama daga hafa frambjóð- endur Nýs vettvangs frætt væntan- iega kjósendur um hvemig minnka megi streitu í lífinu. Þær Kristín Á. Ólafsdóttir og Ólína Þorvarðar- dóttir hafa verið ötulastar við þessa fræðslu. Hvað er vinstri pólitík? Áður en lengra er haldið vil ég segja hvað ég meina með „vinstri pólitík", enda er það einkenni þeirra stjómmálaflokka sem hana stunda að skipta sífellt um nöfn til að villa á sér heimildir. Sósíalmismi, félags- hyggja, Nýr vettvangur eða komm- únismi, hafa þau aðaleinkenni að fjármagni og valdi er safnað saman í miðjuna og útdeilt þaðan til þegn- anna með miðstýringu. Valdssöfn- unin er venjulega undir því yfir- skyni að allir smælingjar þurfi á vernd miðstýringarinnar að halda. Þetta gerist með endalausum skattahækkunum og nærtækustu dæmin em vinnubrögð Ólafs Ragn- ars Grímssonar. í áróðrinum'sem skapar tilefni til skattahækkana er ýmist notað orðið „neyðarástand“ í tíma og ótíma, „björgunaraðgerðir" ellegar að sagan af Hróa hetti, sem rændi þá ríku til að gefa þeim fá- tæku er uppfærð í nútíma búning. Vinstri stjórnmálamenn eiga það sameiginlegt að markaðssetja öf- undina í áróðri sínum. í öðru orðinu er talað til þeirra sem eru í þröngri stöðu með einhveijum hætti — vant- heilsu. í hinu orðinu er talað um þá ríku eins og réttlausan óþurftar- lýð sem tími sé kominn til að ræna. Jafnvel fátækar ekkjur sem dirfast að eiga þak yfír höfuðið geta Ient innan skilgreiningar „góðra“ kommúnista á því hvað er að vera ósæmilega ríkur. Þegar tekist hefur að ná fjár- magni í skattahítina tekur við mið- stýringin sjálf. Henni er fljótlega lýst með því að vísa til hinnar frægu sögu Dýrabær eða Animal Fram eftir George Orwell. í miðstýringar- fyrirkomulagi þarf að banna margt, leyfa fátt og skipulagsbinda allt. Lítið en skýrt dæmi um þessi vinnu- brögð er punktakerfi vinstrimanna í Reykjavík sem þeir notuðu við lóðaúthlutun á sínum fáránlega valdaferli 1978-1982. Annað dæmi eru öll lönd Austur-Evrópu. Það stjórnskipulag sem íslenskir komm- únistar hafa dásamað alla tíð og byggt var á hugtakinu um „alræði öreiganna“-félagshyggju á hæsta stigi hefur leitt beint til misþyrm- ingar heilla þjóða, fátæktar, eymdar og mengunar. Hér á ég ekki einung- is við spillingu náttúrunnar umfram það sem annars staðar þekkist, heldur þá kúgun og mengun mann- lífsins sem miðstýring leiðir alltaf til. í þessu stjómskipulagi blómstrar streitan best og mannsævin hefur styst til muna. Að opna gullkisturnar Þær stallsystur sem nú vilja frelsa okkur úr ánauð streitunnar hafa verið ósparar á að segja hve fjárhagslega. Þær gefa þá hugmynd að hér verði sjálfkrafa til gull í stór- um stíl og væri því ekki veitt í skrauthallir borgarstjórans þá myndu allir sem eru þurfandi í dag hafa húsnæði, barnaheimili og öldr- unarpláss. Þær ætla einfaldlega að opna gullkistumar. í ungdæmi mínu heyrði ég sögu af manni sem nefndur var Vel- lygni-Bjarni. Hann laug svo hratt að sagt var að trúgjörnustu menn hefðu ekki undan að trúa. Svipað gildir hér. I græðgi sinni að ná völdum yfír skattpeningum, ná vinstrimenn oft miklum hraða 1 lygi, loforðum og yfírboðum. Fæstir láta glepjast. En sá sem er svangur, fátækur og kannski svo ungur að muna ekki stjórnartíma vinstri- manna kann ef til vill að leggja eyrun við. Félagshyggjumenn klúðra alls- staðar fjármálum. Ef svo ólíklega vildi til að vinstraliðið kæmist til valda er alltaf hægt að grípa til þess að hækka skatta. A stjórn- artíma þeirra í Reykjavík tókst þeim að hækka alla skatta, koma borgar- sjóði og borgarfyrirtækjum í skuldastöðu, fólk flúði úr borginni í eina skiptið í sögunni, fyrirtæki flúðu úr borginni þar sem þau fengu ekki einu sinni lóðafyrirgreiðslu (þeir úthlutuðu einni iðnaðarlóð öll 4 árin). Uppáhaldsverkefnum sínum sinntu þeir illa: þeir byggðu enga leiguíbúð. Dagheimilisplássum fjölgaði lítið, þeir keyptu ónýta strætisvagna og svona mætti áfram tfiljá. Hvernig mætti auka streitu í Reykjavík? Svar: Með því að láta glepjast af ábyrgðarleysi óvandaðra stjórn- málamanna. Óvissa er eitt af því sem eykur álag og þar með streitu meira en flest annað. Það er vart til erfíðari staða en að vera villtur, hvort sem menn eru uppi á heiði í þoku eða þeir þurfa að þola óútreiknanleg eða óorðheldin stjórnvöld. Þetta þekkja íslendingar mæta vel. Óáreiðanlegir viðskiptahættir íslenska ríkisins markast mjög af vinstri stfl. Kæmust smáflokkar til valda í Reykjavík má hiklaust reikna með vettlingatökum, óreiðu og óvissu. Þeir efnaminni yrðu enn fátækari og ósjálfstæðari. Þeir efnameiri myndu í versta falli flýja. Fyrirtæki sem dirfast að sýna reisn og góðan efnahag yrðu skattlögð miskunnar- laust. Hitaveita Reykjavíkur sem Reykvíkingar komu upp með ærn- um kostnaði og fyrirhöfn yrði varn- arlaus fyrir öfund og ásælni. Einka- fyrirtæki myndu flýja til. næstu byggða eins og gerðist 1978-1982. Borgin yrði fátækari og við öll með. Venjulegt heiðarlegt fólk færi í vörn gagnvart skattaræningjum. Menn myndu hætta að sjá árangur erfiðis síns. Öruggustu bjargráðin yrðu þau að segja sig til sveitar. Sú markvissa uppbygging sem hér á sér nú stað í allri félagsþjónustu ekki síst fyrir böm og aldraða myndi fljótlega stöðvast þegar döm- urnar yrðu komnar á botn í gullkist- unni. Þá tækju lánin við og Reyk- víkingar eins og íbúar margra apn- Framlag Reykjavíkurborgar til Vinnuskólans var 93 milljónir króna á sl. ári. Þess ber að geta að gert er ráð fyrir því í reglugerð, sem nú er í undirbúningi, að starfsemi Vinnuskólans verði undanþegin virð- isaukaskatti og þykir engum mikið, annað hefði verið hneyksli. Vinnuþjálfiin fyrir unglinga félagslega illa stadda Á undanförnum mánuðum hafa ýmsir aðilar sem tengjast málefnum unglinga með einum eða öðrum hætti, fundað reglulega um atvinnu- horfur unglinga, sem eru félagslega illa staddir. Þessir unglingar hafa átt við ýmsa erfiðleika að glíma í skóla og vinnu, og eru illa í stakk búnir til að fóta sig á vinnumarkaði eða í frekari námi. Niðurstaða þessara umræðna varð sú að íþrótta- og tómstundaráð og Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar, Einholtsskóli og Námsflokkar Reykjavíkur myndu bjóða 10-15 unglingum sem eru 16 ára og eldri vinnuþjálfun. Hér er um tilraunaverkefni að ræða sem vonir eru bundnar við að geta skilað ár- angri. Vinnuþjálfunin skiptist í þrjá meginþætti. í fyrsta lagi þriggja vikna fræðslunámskeið, þar sem reynt verður að taka á sérstökum erfiðleikum einstaklinganna, svo sem ólæsi og vinnufælni. Beitt verð- ur hópefli, reynt að stuðla að sjálfs- þekkingu og sjálfstrausti. Fjallað verður um einstaklinginn í samfélag- inu, vinnumarkaðinn og réttindi og skyldur. Farið verður í heimsóknir á vinnustaði og fólk úr atvinnulífínu kemur í heimsókn. í öðru lagi munu unglingarnir vinna við sumarstörf á vegum Reykjavíkurborgar til ágúst- loka. Og í þriðja lagi mun vinnuþjálf- unin ljúka með fræðslunámskeiði og ráðgjöf um vinnu við hæfí eða skóla- göngu. Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur umsjón með vinnuþjálfuninni, en starfsmenn þeirra hafa mikla þekkingu og reynslu í vandamálum þessara ungl- inga. llöfundur er formaður atvinnumálanefndar Reykjn víkurborgar og skipar 11. sætilista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar. Ingólfur S. Sveinsson „Vinstri stjórnmála- menn eiga það sameig- inlegt að markaðssetja öfimdina í áróðri sínum. I öðru orðinu er talað til þeirra sem eru í þröngri stöðu með ein- hverjum hætti — vantar fé, húsnæði, barna- heimili eða heilsu. í hinu orðinu er talað um þá ríku eins og rétt- lausan óþurftarlýð sem tími sé kominn til að ræna.“ arra sveitarfélaga færu að glata fé sínu í vexti og afborganir. Ábyrg (jármálastjórn eða rugl Helsta skýringin á ijárhagslegri velggpgni ,Iýeykjalyíjty,v,,undu'i stjórn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.