Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990
17
sjálfstæðismanna er sú gamaldags
siðfræði að eyða ekki um efni fram.
Næsta skýring er kurteisi. Sjálf-
stæðismenn bera virðingu fyrir
eignum annarra, laða þannig að sér
fólk og fyrirtæki og lækka skatta.
Við gerð árlegrar fjárhagsáætlunar
eru skattarnir ákveðnir fyrst —
síðan útgjöld og framkvæmdir.
Borgarstjórnarmeirihluti sjálfstæð-
ismanna hefur það sem aðalsmerki
sitt að segja satt, greiða skuldir,
stofna ekki til nýrra og lofa aðeins
því sem hægt er að efna. Allt þetta
ásamt áræðni, dugnaði og heil-
brigðum metnaði, leggur grundvöll-
inn að því að Reykjavík er góð borg
að búa í.
Dömumar, sem nefndar voru í
upphafi þessarar greinar, reyna að
sýnast aðlaðandi með því að brosa
blítt í sjónvarpinu. Vafalaust höfðar
það til áhorfenda að báðar hafa þær
áður flutt þar trúverðugt efni frétt-
ir og fleira. Uppstilling þeirra er
stundum svo óaðfinnanleg að vottar
fyrir geislabaugum. Stöku sinnum
sjást þær þó í sjónvarpinu óviðbún-
ar, umvafðar eigin tóbaksreyk. Sem
sérstakar áhugamanneskjur um
streituvamir væri vel að þær byrj-
uðu á sjálfum sér.
Reynsla mín af að leiðrétta
streituástand og þann lífsstíl sem
leiðir til streitu segir að styrkir og
niðurgreiðslur séu sjaldnast hin rök-
rétta aðferð til þess. Almenn þekk-
ing ásamt ábyrgð á eigin lífi dugar
flestum best. Abyrgð og frelsi er
eitt. Frelsi einstaklinga til að velja
og hafna í lífinu yfirleitt ásamt al-
mennu (stjómmálalegu) öryggi svo
sem friðhelgi eignarréttarins gagn-
vart skattaræningjum eru grund-
vallarforsendur eðlilegs lífs.
Höfundur er læknir í Reykjn vík.
Hann skipar 20. sæti framboöslista
sjálfstæðismanna iReykjavík.
Skattakóngarnir þrír
að aðstöðugjöld sem reykvísk fyrir-
tæki greiða nýtist ekki íbúum borg-
arinnar, að útsvar hækki, ásamt
öðrum tekjustofnum. Af þessari
skattatilhneigingu vinstrimanna
hafa Reykvíkingar reynslu frá
stjómarárum þeirra í borginni
1978-82, þegar öll möguleg og
ómöguleg ráð voru notuð til þess
að skattleggja Reykvíkinga eins og
kostur var. Sjálfstæðismenn sneru
þessari óheillaþróun við strax 1982
er borgarbúar veittu þeim meiri-
hlutastuðning að nýju. Og nú ríður
á miklu að gefa þessu fólki ekki
færi aftur til þess að sóa fjármunum
Reykvíkinga í botnlausa hít vinstri-
mennskunnar með samsvarandi
skattafári. Við Reykvíkingar skul-
um standa vörð um hagsmuni borg-
arinnar okkar og það gerum við
best með því að styðja Sjálfstæðis-
flokkinn til áframhaldandi meiri-
hlutastjórnar undir traustri forystu
borgarstjórans Davíðs Oddssonar,
gegn sundurþykku liði vinstriflokk-
anna.
Höfundur er borgarfulltrúi og
skipar 7. sætið & lista
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
eftir Júlíus Hafstein
i.
í margar aldir máttu íslendingar
gjalda Danakonungum skatt. Höfðu
þeir hér umboðsmenn sem gengu
hart eftir því að skatturinn yrði
greiddur og þýddi þá -fekkert að
æmta eða skræmta — skattinn
skyldi greiða með góðu eða illu. Sem
betur fer er þessi tími liðinn, en í
nútímanum eigum við engu að síður
harðdræga skattheimtumenn, líkt
og Danakonungar áður. En í dag
heita þeir Steingrímur, Jón Baldvin
og Ólafur Ragnar, og þeir eru for-
ystumenn í stjórnmálaflokkum, sem
leggja ríkari áherslu á pólitíska for-
sjá um málefni fólks, en eðlilegt
getur talist. En afleiðing þessarar
forsjárhyggju er sú að þeir eru vilj-
ugri en ella að leggja skatta á al-
menning til þess að standa undir
pólitískri stýringu á málefnum fólks
í smáu sem stóru.
Þremenningamir sjá greinilega
ofsjónum yfir velgengni Reyk-
víkinga í rekstri borgarinnar og
beita allri sinni hugkvæmni til þess
að skattleggja þá umfram aðra
landsmenn í nafni félagshyggjunn-
ar og samneyslunnar, en spytja
ekki hvort hægt sé að ná sama
árangri fyrir minni pening. Þeir
vilja eyðileggja ávinning Reyk-
víkinga af forsjálni sinni við rekstur
borgarinnar um áratuga skeið. Þeir
hafa í reynd afskrifað Reykjavík í
pólitískum skilningi og meta stöð-
una þannig að þeirra flokkar nái
ekki meirihluta við stjórn borgar-
innar. Af þeim sökum vilja þeir allt
til vinna til þess að gera Sjálfstæðis-
flokknum sem erfíðast fyrir í
þróttmiklu starfi í höfuðborginni.
II.
Allir hafa þeir þremenningarnir,
hver með sínum hætti, gert tillögur
um álögur á almenning, sem myndi
bitna með miklum þunga á Reyk-
víkingum. Jón Baldvin hefur lagt
til sérstakan skatt á orkufyrirtæki.
Ragnar vill jafna aðstöðugjöld
reykvískra fyrirtækja út um land
allt, sjálfsagt með einhveijum þeim
hætti að hann geti sjálfur verið í
hlutverki úthlutunarstjórans. Er
þessi hugmynd fjármálaráðherrans
var borin undir Ólínu Þorvarðar-
dóttur, oddvita Nýs vettvangs, taldi
hún að þessi jöfnun aðstöðugjalda
væri ótímabær ráðstöfun. Reyk-
víkingar hljóta því að spyija sig
þeirrar spurningar hvenær Ólína
telur það tímabært að hrinda hug-
myndum Ólafs Ragnars í fram-
kvæmd.
Ástæða er til að ætla, að komist
vinstri meirihluti í þá aðstöðu að
stýra málefnum Reykvíkinga verði
þess ekki langt að bíða að skatta-
svipan verði reidd á loft — að orku-
fyrirtækin verði blóðmjólkuð og
orkuverð hækki stórlega, að skattar
verði lagðir á framkvæmdir borgar-
innar, sem og framkvæmdir ein-
staklinga og fyrirtækja í borginni,
INNI OG
UTI
Falleg furuhúsgögn í
svefnherbergið heima
eða í sumarhúsið gera
umhverfið notalegt og
heimi lislegt.
í garðinn, á veröndina og
í sólstofuna velur vandlát-
ur þolgóð, hörkusterk
húsgögn úr hvítu gervi-
efni, sem þolir veðráttuna
og gulnar ekki með
aldrinum. Húsgögn, sem
gleðja augað og fara vel
með líkamann.
„Þremenningarnir sjá
greinilega ofsjónum
yfir velgengni Reyk-
víkinga í rekstri borg-
arinnar og beita allri
sinni hugkvæmni til
þess að skattleggja þá
umfram aðra lands-
menn í nafiii félags-
hyggjunnar og sam-
neyslunnar, en spyija
ekki hvort hægt sé að
ná sama árangri fyrir
minni pening.“
Júlíus Hafstein
Slíkur skattur hefði þýtt um
400-500 milljóna skatt á orkufyrir-
tæki Reykvíkinga. Steingrímur hef-
ur lagt til í miðstjórn Framsóknar-
flokksins að lagt verði tímabundið
gjald á nýbyggingar og Ólafur
SMIÐJUVEGI 6, KÓPAVOGI SÍMI 44544.
ARMÚLA 1, REYKJAVÍK SÍMI 82555.