Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990
Hvemig borg - umbúða-
borg - kastalaborg?
eftirElínu G.
Ólafsdóttur
Spurninguna er hægt að skilja á
ýmsan hátt og svara á ýmsa vegu.
Hægt er að velta fyrir sér hvernig
borg maður sjálfur vill, hvernig
borg meirihlutinn vill og hvernig
borg Kvennalistinn vill.
Hvað varðar núverandi meiri-
hluta er svar mitt það að hann sé
á góðri leið með að koma hér upp
því sem ég vil kalla „umbúðaborg";
borg þar sem síaukin áhersla er
lögð á umbúðir og ytra útlit í stað
innihalds eða raunverulegra
lífsgæða. Þegar ég tala um raun-
veruleg lífsgæði á ég m.a. við að
börnum, gömlu fólki, einstæðum
mæðrum og öðru láglaunafólki sé
raunverulega borgið í þessari borg
okkar. En er Reykjavíkurborg í
raun borg allra sem innan borgar-
markanna búa?
Skyggnumst ögn á bak við
orðið borg
Borg þýðir m.a. kastali, virki og
loks kaupstaður eða bær. Bæir risu
iðulega í útlöndum umhverfís kast-
ala lénsherra. Hér var því öðruvísi
farið. Hér risu lágreist, látlaus hús
við höfnina, lífsvonina; lágreist hús
sem nú víkja hvert af öðru fyrir
kastalabyggingum. Borg þýðir
einnig, bæði að fornu og nýju,
byrgi, þ.e. umluktur staður þar sem
þeim er borgið sem innan borgar-
markanna eru.
Er Reykjavíkurborg í raun og
sann byrgi fyrir alla sem hér búa?
Er hún borg fyrir hina fátæku og
smáu? Eða er þessi borg einungis
að verða byrgi hinna efnameiri,
hinna sterku, kastalagerðarmanna
sjálfra og þeirra líka? Mér sýnist
meirihlutinn, með dyggum stuðn-
ingi vondrar ríkisstjórnar, stefna
markvisst í átt til lénsskipulags og
gagnslausrar kastalagerðar. Kast-
alagerðarmenn lifa svo í vellysting-
um pragtuglega á meðan þorri fólk
hreinlega sveltur bæði andlega og
líkamlega. Biiið milli ríkra og fá-
tækra eykst hér í borg.
Fátækt spurning um
siðferði og samfélag
Vitur maður sagði eitt sinn að
fátækt væri fyrst og fremst spurn-
ing um siðferðisstig samfélags,
spurning um það hvort líða á eða
láta fátækt viðgangast án íhlutun-
ar. Eða hvaða fár er hér á ferð?
Eru menn á harðferð í átt til sér-
hagsmunastefnu og sjálfdæmis í
málum, þar sem þarfir þorra fólks
og vilji er að vettugi virtur. Ætlum
við að láta aukna stéttaskiptingu
og ranglæti viðgangast hér í
Reykjavík á meðan kastalagerðar-
menn böðlast áfram. Böðlast áfram
og byggja og byggja kastala sjálf-
um sér til dýrðar á kostnað fjöld-
ans? Ætlum við sem ekki erum
sátt við þetta að horfa hlutlaus á
og dæmast þar með siðlaus lýður
sem brýtur siðalögmál og eyðir
raunverulegum verðmætum; raun-
verulegum verðmætum sem í fólki
býr. Umbúðir og kastalar skapa
ekki verðmæti, fólk skapar verð-
mæti. Kvennalistinn vill byggja upp
andlega og líkamlega vellíðan fólks
hér í stað slaufa á innantómar
umbúðir. Blómlegt andlegt líf fólks
er forsenda raunverulegrar velmeg-
unar og framþróunar.
Stórhugur og framkvæmdaþor
Af hálfu meirihlutans hefur orð-
um eins og stórhugur, fram-
kvæmdaþrek og skilvirkni mikið
verið flaggað. Ég segi fram-
kvæmdaþor og skilvirkni í stjórnun
birtast ekki með jákvæðum hætti í
þessari borg okkar. Ef skilvirkni í
stjórnun er það að þjösnast áfram
með hausinn á undan sér og fram-
kvæma það sem enginn þarf á að
halda og ekki nema brot af því sem
nauðsynlegt er til að öllum líði
bærilega, þá verður að endurskil-
greina hugtakið. Ef það er ekki
stórhugur að byggja upp dagvistir,
úrræði fyrir gamalt fólk og ungl-
inga og að greiða fólki mannsæm-
andi laun þá verður einnig að endur-
skilgreina það hugtak.
„Tívolístemmning"
Undir stjórn sjálfstæðismanna
ríkir hér reins konar „tívolístemmn-
ing“ og ævintýramennska sem ég
tel ekki við hæfi og alls ekki meðan
brýn úrlausnarefni eru óleyst. Nú
segja menn - kotungshugsunar-
háttur. Það hefði aldrei neitt verið
framkvæmt á umliðnum öldum eða
árum ef allir sem stjórna hugsuðu
svona. Má vera, en hvers virði eru
falleg virki, kastalar eða jafnvel
kirkjur ef þær hýsa fólk sem ekki
er hamingjusamt. Flest tignarleg-
ustu mannvirki í heimi eru reist
Sjálfstæðisflokksm
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavik er boðað til fundar á
Hótel Borg kl. 17.00 stundvíslega í dag,
miðvikudaginn 23. maí.
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins flytur rasðu:
Sókn Sjálfstæðisflokksins.
Að fundi loknum verður fjölmennt á útifund sjálfstasðismanna á
Lækjartorgi.
FULLTRUARAÐ
SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA
í REYKJAVÍK.
xii)
fyrir blóð, svita og tár hinna
gleymdu í þjóðfélaginu — „hinna
smáu“ — þeirra sem varla skilgrein-
ast í sögunni sem stórhuga, dæm-
ast því eflaust smá í sniðum. Þetta
er samt fólkið sem skapaði dýrðina
í raun.
Sparifötin og litlu börnin
Litlum börnum finnst gaman að
vera í sparifötum. Helst vilja þau
vera í þeim alla daga. Það er samt
svó að flest vel siðuð börn finna
ekki til sín eða líður vel í ptjáli sínu
ef næsta barn er illa skætt og illa
klætt. Tekjur Reykjavíkur hafa á
kjörtímabilinu aukist jafnt og þétt
— sprottið nánast eins og fíflar í
túni. Þar hefur hvort tveggja komið
til, staðgreiðsla skatta, sem skilað
hefur borginni verulega auknum
tekjum og stöðug fjölgun íbúa. í
ljósi þessa skulum við velta fyrir
okkur eftirfarandi:
Hvernig borgarstjórn er það sem
gerir ekki sérstakar ráðstafanir til
að mæta auknu atvinnuleysi sem
hér er nú? Það felst mikii niðurlæg-
ing í því að vera atvinnulaus.
Hvernig borgarstjórn er það sem
greiðir minna til skólauppbyggingar
en húsbyggingar ofan í Tjörninni?
Ráðhúss sem fólk sér enga þörf
fyrir og alls ekki vill á þessum frið-
helga stað.
Hvernig borgarstjórn er það sem
lætur gamalt fólk, veikt og jafnvel
illa áttað bíða árum saman eftir
úrræðum, jafnvel húsnæðislaust
fólk í brýnum vanda.
Hvernig borgarstjórn er það sem
lætur börn vera langtímum saman
á biðlistum eftir dagvistum, eða þar
til farið er að tala um þau sem töl-
ur á blaði. Hugsið ykkur á sama
tíma er varið milljarði í „delluverts-
húsið“ á hitaveitutönkunum.
Hvernig borgarstjórn er það sem
lætur skólabörn búa við sundurslit-
inn skóladag, margsetnar stofur,
illa eða alls ófrágengna skóla og
skólalóðir og enga næringu, nema
úr nærliggjandi sjoppu, sem undar-
lega oft er staðsett nánast á skóla-
lóðinni.
Hvernig borgarstjórn er það sem
svarar ekki margítrekuðu ákalli
ungmenna um tómstundaúrræði í
fjölmennum hverfum og miðbæn-
um. Af hverju er aldrei hlustað
nema á eigin óskir?
Hvernig borgarstjórn er það sem
greiðir um 50% sinna starfsmanna
frá 39-57 þúsund kr. í mánaðar-
laun. Eða vita menn ekki af þeim
hundruðum kvenna í vinnu hjá
borginni í skólum, heilbrigðisstofn-
unum og dagvistum sem vart eru
matvinnungar þrátt fyrir fullan
vinnudag?
Heldur fólk að ef við kvennalista-
konur réðum hér í borg væru þess-
ar sömu áherslur og þetta verk-
efnaval? Ég get fullvissað ykkur
um að svo væri ekki.
Það eru ekki konur sem hafa í
áranna rás eða munu á næstu árum
sitja og kýla vömb í „delluvertshús-
inu“. Það verða hvorki konur né
börn sem fylla munu bestu sæti
ráðhússsalarkynna eða njóta þaðan
andakvaksins á Tjörninni.
Nei, allt er þetta gert fyrir kast-
alakarlana, sem hlusta ekki á neitt
nema eiginn vilja. Svona stjórn er
ólíðandi — henni viljum við kvenna-
listakonur breyta. Það getum við
ekki nema með auknum liðsstyrk
og liðsinni ykkar.
Elín G. Ólafsdóttir
„Hvernig borgarstjórn
er það sem lætur börn
vera langtímum saman
á biðlistum eftir dag-
vistum, eða þar til farið
er að tala um þau sem
tölur á blaði. Hugsið
ykkur á sama tíma er
varið milljarði í „dellu-
vertshúsið“ á hitaveitu-
tönkunum.“
Kvennalistinn er
þriðja víddin
Við kvennalistakonur höfum þeg-
ar áorkað töluverðu með sérfram-
boði okkar og áherslum. Við höfum
breytt umræðunni sem snýst í þess-
um kosningum mikið til um hin
mjúku gildi, sem við höfum alla tíð
lagt áherslu á. Við höfum losað um
skilgreiningarnar hægri-vinstri,
verið hin nauðsynlega þriðja vídd.
Við höfum breytt hugmyndum fólks
um starfsaðferðir í stjórnmálum.
Við höfum haft óbein áhrif á fjölg-
un kvenna í stjórnmálaflokkum,
styrkt þeirra stöðu. Við höfum
breytt umræðunni um frið og hern-
aðarbandalög. Við höfum haft áhrif
á umræður um störf og kjaramál
kvenna. Tilvera Kvennalistans ein
og sér hefur því haft ómæld áhrif
á samfélagið og hefur enn. Við
verðum því að efla „V-listann“ en
„V erum við“.
Tekist á við Þránd í Götu
í borgarstjórn höfum við tekist
á við „Þránd í Götu“ og beitt okkur
af einurð til að hafa áhrif á í hvað
peningar borgarinnar fara. Við höf-
um m.a. flutt tillögur um:
★ Bætta fæðingarþjónustu; að
borgin byggi nýtt fæðingar-
heimili.
★ Endurmat á störfum kvenna og
bætt laun og kjör þeirra.
★ Endurskoðun á stjórnkerfí borg-
arinnar og aukið vald borg-
arbúa.
★ 4% af útsvarstekjum renni til
uppbyggingar dagvista, sem
hefði þýtt 19 ný dagheimili.
★ Einsetinn skóla á næstu 5 árum.
★ Atvinnueflingarsjóð fyrir konur.
★ Grundvallarbreytingar á þjón-
ustu við aldraða og fleira mætti
telja.
En betur má ef duga skal.
Konur og karlar, ef borgin okkar
á að verða raunveruleg borg fyrir
okkur öll, þurfum við enn að leggja
gjörva hönd að verki. Kvennalistinn
er eini málsvari kvenna í þessum
kosningum. Við viljum gerbreyta
áherslum í borginni með kvenna-
sýnina að leiðarljósi, til hagsbóta
fyrir alla — börn — konur og karla!
Styðjum V-lista Kvennalistans 26.
maí.
Höfundur er borgarfulltrúi
Kvennalistmís íReykjavík.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, er heiöruöu
mig meÖ skeytum, gjöfum og heimsóknum á
afmcelisáegi mínum 3. maí.
Bestu kveðjur.
Bjarni Eyvindsson,
trésmíöameistari,
Hveragerði.