Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 19 Kópavogur og Seltjarnarnes: Ohagstæður samanburð- ur fyrir félagsmálabæinn eftirBirnu Friðriksdóttur Bæjarstjómarkosningar eru skammt undan og nú er hart barist um atkvæði kjósenda. A-flokkarnir hafa mynda hér meirihluta síðastlið- in 12 ár og biðja nú bæjarbúa að meta verkin. Ef skoðaðar eru stefnuskrár flokkanna, má sjá að áhugamálin skarast á mörgum svið- um. Öll viljum við góðan bæ og gott mannlíf. Stjómun og rekstur bæjarins miðar að þessu og málið snýst um það hvemig mönnum ferst þetta úr hendi. Mikið hefur verið deilt um fjár- hagsstöðuna. Á kosningaári em það furðuleg vinnubrögð af hálfu meiri- hlutans, að hafa ekki haft tiltækar upplýsingar fyrir bæjarfulltrúa og frambjóðendur um fjárhagsstöðu bæjarins. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins hafa látlaust í rúma tvo Suðurland: mánuði reynt að fá upplýsingar sem nauðsynlegar eru til þess að reikna út stöðuna. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra virðist hafa haft greiðari aðgang að bókhaldi bæjar- ins en bæjarfulltrúar minnihlutans. Nu loksins, nokkrum dögum fyrir kosningar, liggja reikningar bæjar- sjóðs fyrir og síðan hefur komið í ljós að enn geta menn verið að þrátta um skuldastöðuna. Á kosn- ingafundi sem sjónvarpað var frá Félagsheimili Kópavogs þ. 20. maí leyfði Guðmundur Oddsson sér eina ferðina enn að bera saman skuldir og /íe/Wartekjur. Ekki nóg með það, hann bar saman skuldir ársins 1989 og áætlaðar heildartekjur ársins 1990! Hann er ekkert einn um það, þeir gera þetta meirihlutafulltrúam- ir. Þeir bera líka saman skuldir og óseljanlegar og óveðhæfar eignir bæjarins. En samkvæmt upplýsing- um frá félagsmálaráðuneytinu er nettóskuld hveiju sinni: skuldir, að frádregnum kröfum, sem hlutfall af sameiginlegum tekjum þess árs. Ég fer hér með fram á að félags- málaráðuneytið upplýsi þjóðina og fulltrúa meirihlutans í Kópavogi sérstaklega um þetta. Kosningabaráttan hefur mjög einkennst af orðaskaki og árásum á forystumenn flokkanna. Við kon- urnar höfum sloppið þokkalega, enda lítið gefið höggstað á okkur. Þó fór svo á dögunum, að undir- rituð leyfði sér að kroppa ofurlítið í goðsögnina um félagsmálabæinn Kópavog. Bomar vom saman tölur um fjölda leikskólaplássa og vernd- aðra þjónustuíbúða fyrir aldraða í Kópavogi annars vegar og á Selt- jarnarnesi hins vegar. Miðað við fólksijölda var þetta óhagstæður samanburður fyrir félagsmálabæinn Kópavog. Þetta var afgreitt sem hreinasta bull. Guðmundur Odds- son, efsti maður á lista Alþýðu- flokks, sagðí á kosningafundi sem útvarpað var úr Félagsheimili Kópa- vogs, að ég vissi ekkert um hvað ég væri að tala, þessar tölur væri ekkert að marka, af því að Kópavog- ur sé með svo mörg heilsdagspláss — ef þeim væri skipt í hálfsdags- pláss yrði útkoman allt önnur. Ef sú aðferð er notuð, er skipting plássa eftirfarandi. 8-9 tíma pláss: Seltjamames 46x2 = 92 4-5 tíma pláss: Seltjamarnes 148 Samtals: 240 Vegna tilrauna með breytingar á þremur heimilum er erfitt að gera nákvæma uppskiptingu á heils- og hálfsdagsplássum í Kópavogi, þar sem þeim er fækkað og 6 tíma plássum bætt inn. Verið er að þróa þetta fyrirkomulag og ljóst að nýt- Birna Friðriksdóttir „Til þess að standa Sel- tir ningum j afiifætis þyrfti þessi tala að vera 960 og bætt nýting þar- afleiðandi að jafngilda 105 plássum. Hún gerir það ekki.“ ing á klukkustundum er meiri. Dag- vistarfulitrúi upplýsti hins vegar á fundi félagsmálaráðs fyrir skömmu, að plássun hefði í heildina ekki fjölgað. Fyrir þá breytingu, var skiptingin eftirfarandi. 7,5-8-91. pláss: Kópavogur211x2=422 4-5 tíma pláss: Kópavogur 433 Samtals: 855 Til þess að standa Seltimingum jafnfætis þyrfti þessi tala að vera 960 og bætt nýting þarafleiðandi að jafngilda 105 plássum. Hún ger- ir það ekki. Vegna sérstöðu þeirra tek ég skóladagheimilin sérstaklega. Skóladagheimili: Seltjarnames 25 íbúar 4 þús. Kópavogur40 Ibúarl6þús. Guðmundur minn, þessi aðferð dugar ekki heldur. Það var ekki ætlan mín að gera úttekt og samanburð á félagslegri þjónustu í Kópavogi annars vegar og öðrum sveitarfélögum hins veg- ar. Ég var eingöngu að benda á að allir þjónustuþættir eru ekki betri í Kópavogi en alls staðar þar sem sjálfstæðismenn eru í meiri- hluta, eins og þeim A-flokkamönn- um er svo tamt að segja. Hins vegar samþykkti meirihluti félagsmálaráðs og bæjarráðs fyrir tveimur árum eða svo, að fela fé- lagsmálastjóra að gera kostnaðar- samanburð á félagslegri þjónustu í Kópavogi og öðrum sambærilegum sveitarfélögum. Sá samanburður hefur enn ekki litið dagsins ljós og þykir mér það athyglisvert. Er hugsanlegt að útkoman sé ekki eins „hagstæð" fyrir Kópavog og talið var? Það þarf engan að undra þótt A-flokkafólk hafi reiðst yfir grein minni í Morgunblaðinu á dögunum. Það hefur verið fullyrt svo oft, að í þessum málum sé allt betra í Kópavogi en þar sem sjálfstæðis- menn stjórna, og hefur eflaust trú- að því. Ég vil ítreka það sem ég tók fram í fyrri grein, að í Kópavogi er margt vel gert og sumt betur en annars staðar, en ætla ekkert að tíunda það frekar hér. Enda hafa A-flokk- arnir gert það sjálfir, svo þar verð- ur ekki bætt um betur. Á laugardaginn kemur munum við kjósa nýja bæjarstjórn. Hér í Kópavogi býr venjulegt fólk, með venjulegar væntingar til síns um- hverfis. Kópavogsbúar eiga rétt á því, ekki síður en aðrir, að frum- þörfum þeirra sé sinnt, þeim sé skapað snyrtilegt og aðlaðandi umhverfi. Hvort kjósendur í Kópa- vogi hafa miklar áhyggjur af fjár- málum bæjarins veit ég ekki. En viljum við hafa von um annað verk- lag í Kópavogi, þá ráðlegg ég okk- ur öllum að gefa A-flokkunum frí! Höfiindur skipar 3. sæti ú framboðslista Sjálfstæðisflokks í Kópavogi. Kosið tíl Búnaðarþings KOSNINGAR til Búnaðarþings fara frani á vegum hreppabúnað- arfélaganna á Suðurlandi í tengslum við sveitasljórnakosn- ingarnar 26. maí næstkomandi. Tveir framboðslistar komu fram, en það eru B-listi framsóknar- manna og D-listi sjálfstæðis- manna. Kosnir eru fimm fulltrúar á Bún- aðarþing, og höfðu framsóknar- menn þijá, en sjálfstæðismenn tvo. Á lista framsóknarmanna skipa eftirtaldir fimm efstu sætin: 1. Jón Hólm Stefánsson, Gljúfri, 2. Páll Siguijónsson, Galtalæk, 3. Einar Þorsteinsson, Sólheimajáleigu, 4. Halla Aðalsteinsdóttir, Hvolsholti og 5. Pálmi Sigfússon, Læk. Eftirtaldir skipa fimm efstu sæt- in á lista sjálfstæðismanna: 1. Her- mann Siguijónsson, Raftholti, 2. Jón Ólafsson, Eystra-Geldingaholti, 3. Jóhannes Kristjánsson, Höfða- brekku, 4. Helgi Ivarsson, Hólum og 5. Eggert Pálsson, Kirkjulæk. JÓNS MÍMS Miöaverö kr. 1500.- Frítt fyrir 10 ára í fylgd meö fullorðnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.