Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 23

Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUIt 23. MAI 1990 23 MEÐAL ANNARRA ORÐA Að sigra í §órða sæti eftir Njörð P. Njarðvík Þegar söngvararnir Sigríður Beinteinsdóttir og Grétar Örvars- son komu heim úr frægðarför til Júgóslavíu, settust þau við hljóð- nemann í sjálfri þjóðarsál íslend- inga á annarri rás Ríkisútvarps- ins. Og ekki stóð á hlustendum. Dálítið var samt einkennilegt að heyra fólk hringja til að óska þeim til hamingju með sigurinn. Slíkt tal misbýður manni sannast að segja bæði í hugsun og máltil- fínningu. Sá sem tekur þátt í keppni sigrar ekki í fjórða sæti. Það yrði þá að vera hvort tveggja í senn undarleg keppni og undar- legur sigur. Annað mál er að standa sig vel, en það hljómar kannski ekki nógu borginmann- lega á dögum stærilætis. Tíminn hefur eftir útvarps- stjóra (8. maí), „að þjóðarstoltið hefði leiftrað meðan á útsendingu stóð og hjörtu landsmanna slegið í takt við Stjórnina í Zagreb“. Ef þetta er rétt eftir haft, þá eru þessi ummæli merkileg fyrir tvennt. Annað er spádómsgáfan og innsæið. Ég fann til að mynda ekki að þjóðarstolt mitt ykist fyrir framan sjónvarpið þetta kvöld, og ekki þjáðist ég heldur af hjartslætti. Hitt er að hvetju stoltið beinist. Ég hef lengi stað- ið í þeirri trú að menningarstolt Ríkisútvarpsins væri fólgið í öðru en dægurlagaflutningi. Ég hef að vísu tekið eftir því og kannski fleiri, að ákveðnir hlutar af dag- skrá Ríkisútvarpsins eru farnir að draga dám af dagskrám svo- kallaðra fijálsra ljósvakafjöl- miðla (svo að notað sé nú hát- íðlegt orð). En ég er þeirrar skoð- unar að það sé ekki hlutverk ríkisútvarps að taka þátt í sam- keppni í lágkúru. Um viðbrögðin við úrslitum í söngvakeppni Evróvision langar mig mest til að segja eins og Steinn Steinarr: „Hvaða læti eru þetta?“ Hamingjan hjálpi okkur, ef íslenska lagið hefði sigrað. Hvað héfði þá verið sagt? Söngvakeppni eða söngvarakeppni? Það er fleira athugavert við umfjöllun Evróvisions-keppnina og viðbrögð við úrslitum. Það virðist til dæmis hafa gleymst um hvað er verið að keppa. Þetta er nefnilega, eða á að vera, söngvakeppni, keppni um „besta“ lagið. Sigurvegarinn í keppninni getur þess vegna ekki verið söngvari, heldur lagið sjálft og höfundur þess. Þetta hefur gleymst svo rækilega, að í „sig- ur“vímunni gleymdust höfundar lags og texta, þeir Hörður Ólafs- son og Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, rétt eins og þeir væru ekki til, eins og ÓHT bendir á í Þjóðviljanum (8. maí). Nú er ef til vill rétt að taka fram, að ég er ekki að sakast við þau Sigríði og Grétar. Þau sungu ágætlega og stóðu sig vel. En það var athyglisvert að heyra álit þeirra á orsökum vel- gengninnar. Þau lögðu til dæmis áherslu á búninga og bar saman um að dansþjálfun þeirra hefði haft mikið að segja. Með þessu er í raun verið að segja, að söng- ur, sviðsframkoma, búningar og gerð myndbanda sem dreift var fyrir keppnina, ráði úrslitum. Með öðrum orðum: Ekki lagið sjálft, heldur umbúðir þess. Þetta er vitaskuld ekki einhlítt, en aug- ljóst er þó að freklegur þáttur þessarar keppni er yfirborðslegur og innihaldslítill hávaði þeirrar gerviveraldar sem því miður er að verða einkenni á sjónvarpi nútímans. Af þeim sökum er brýnt að skoða dagskrárgerð sjónvarps æ gagnrýnni augum, og krefjast þess að þeir sem þar eru í forystu, fari að velta fyrir sér í alvöru tilgangi starfs síns. Útþurrkun séreinkenna Eitt af því sem forystumenn sjónvarpsins þurfa að íhuga, er hvort ástæða sé til að halda áfram þessari söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, og hvort ástæða sé fyrir íslenska sjónvarp- ið að taka þátt í henni, þótt hún sé haldin. Áður var vikið að yfír- borðsmennskunni. Hún er í raun hluti af eðlinu. Af hálfu sjón- varpsstöðva er náttúrlega verið að leita eftir dagskrárefni, sem talið er höfða til fjöldans. I kjöl- farið fylgir afþreyingariðnaður- inn. Keppnin er höfð að forsendu þess að hljómplötuiðnaðurinn geti selt varning sinn. Þess vegna þessi mikla áhersla á söngvarana og ytra pijál. Berum það saman við keppni á klassískum söng. Þar er það söngurinn sjálfur sem gildir og ekkert annað. En þessi söngvakeppni er ekkert nema hluti af iðnaði, leyfí ég mér að segja, og á sorglega lítið skylt við sköpun og list. Víkvetji Morgunblaðsins skrif- ar 8. maí: „Af einhvetjum ástæð- um eru lögin sem flutt eru í keppninni ótrúlega lík. Þjóðir sem búa yfir sterkum séreinkennum, senda lög í þessa keppni, sem bera engin einkenni þessara þjóða. Lögin eru öll eins! Og það veldur því, að Evrópusöngva- keppnin er ekki skemmtilegt sjónvarpsefni." Þetta eru orð að sönnu, en það er ennfremur hægt að draga af þeim þá ályktun, að keppnin sé beinlínis hættuleg smáum þjóð- um. Lögin í keppninni eru læst í ákveðna formúlu, sem fólgin er í því að reyna að þóknast öllum. Það er gert með því að þurrka út séreinkenni. Þessa tilhneig- ingu sjáum við fyrir okkur í því sjónvarpsefni sem framleitt er fyrir alþjóðlegan markað. Berum það saman við ágæta danska sápuóperu að nafni Matador, sem var dönsk í húð og hár. Við eigum ekki að taka þátt í alþjóðlegri keppni sem stuðlar að því að þurrka út þjóðaréin- kenni. Við eigum í staðinn að beita okkur fyrir alþjóðlegri sam- vinnu sem stuðlar að því að styrkja þjóðareinkenni. Við eig- um að reyna að horfa í gegnum blekkingu ytra ptjálsins og láta af rembingi yfir engu. Þótt við séum íslendingar, þá sigrum við ekki í fjórða sæti. Höfundur cr rithöfundur og dósent í íslenskum bókmenntum við Iláskóla Islands. 6 ára börn skólaskyld: Kallar á 80 -lOOnýjar kennarastöður næsta haust SKÓLASKYLDA 6 ára barna og lenging kcnnslutíma í 7 og 8 ára bekkjum kallar á 80-100 nýjar kennarastöður í grunnskólum næsta haust. Að sögn Svavars Gestssonar, menntamálaráð- herra, hefur þetta í for með sér um 45 milljóna króna í aukinn kostnað ríkisins á þessu ári, og rúmlega 100 milljóna króna kostnaðarauka á næsta ári. Samkvæmt breytingu á lögum um grunnskóla, sem samþykkt voru á Alþingi í vor, eru 6 ára börn orð- in skólaskyld. Hingað til hafa um 95% 6 ára barna sótt skóla, og hefur ríkið lagt til eina kennslu- stund á hvert barn, en þessi kennslukvóti hefur dugað til að halda uppi kennslu í 16-20 stundir á viku í fjölmennari skólum. í fá- mennum skólum hefur stundaijöld- inn að mestu ráðist af fjölda barna og fór hann jafnvel niður í 1-2 stundir á viku. Áður en breytingin á grunnskóla- lögunum kom til hafði menntamála- ráðuneytið ákveðið að úthluta kennslustundum til 6 ára barna til samræmis við aðra bekki grunn- skólans næsta haust, og bæta auk þess við einni kennslustund í 7 og 8 ára bekkjum. Vikulegur kennslu- tími 6, 7 og 8 ára barna, sem ríkið stendur straum af næsta vetur, verður því 23 stundir á viku, og ennfremur hefur verið ákveðið að ekki skulu vera fleiri en 22 nemend- ur í hvetjum 6 ára bekk. Við undir- búning fjárlaga fyrir 1991 er að sögn menntamálaráðherra síðan gert ráð fyrir að skólatími yngstu barnanna verði 25 stundir á viku. í bréfi ráðherra til skólastjóra og fræðslustjóra er þeim tilmælum beint til skólanna að tímaukningin hjá yngstu nemendum grunnskól- ans verði notuð til að auka og efla list- og verknám og umfjöllun um náttúru og umhverfí. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! STÚDENTABLÓM Blómaval skartar gífurlegu úrvali í afskornum blómum og blómaskreytingum. Undanfarið hafa skreytingameistar- arnir lagt áherslu á stúdentablóm og stúdenta- skreytingar. Fjölbreytni og fagmennska f fyrirrúmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.