Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 26

Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 Endurnýjun bátaflotans í Vestmannaeyjum: Milljarða endurnýjun, gámaútflutningur, blönduð veiði og vinnsla MIKIL endurnýjun hefur átt sér stað á bátaflota Vestmanneyinga á undanförnum þremur árum. Reyndar hefur það verið segin saga alla þessa öld að útvegsbændur í Eyjum hafa að öllu jöfnu verið með elsta bátaflota á landinu og haft að leiðarljósi góða nýtni á tækjum, en Eyjamenn hafa um leið gætt þess að hafa ætíð góð tæki í höndunum og auðvitað þykir ekki annað boðlegt í stærstu verstöð landsins sem lengst af hefur verið kölluð Gulikista Islands. Að minnsta kosti segja Eyjamenn að ef það borgi sig ekki að gera út í Vestmannaeyjum þá er það vita vonlaust annarsstaðar á iandinu. Það hefúr vakið athygli hve mikill kraftur hefúr verið i athafhamönn- um í Eyjum og útvegsbændum þar almennt á sama tíma og útgerð víða annarsstaðar á landinu hefur átt í vök að verjast og atvinnu- leysi hefúr verið all víða á landsbyggðinni. Þetta má fyrst og firemst þakka harðfylgi og útsjónarsemi athafnamanna í Eyjum. Aðalsteinn Sigurjóns- son bankastjóri ís- landsbanka. Tugir báta í Eyjaflotanum hafa ýmist verið endumýjaðir á sl. þremur árum, gamlir bátar úr- eltir og nýir smíðaðir í stað- inn og all margir nýir bátar hafa verið keyptir til Vestmannaeyja. Það hefur að mati allra sem til þekkja ráðið miklu í þessari þróun að Aðalsteinn Sigur- jónsson bankastjóri íslandsbanka hefur sýnt atvinnurekstrinum í Eyj- um fullan skilning og staðið vel við bakið á mönnum sem hafa oft á tíðum þurft að taka mikla áhættu til þess að halda flotanum í sem bestu horfi. Reyndar hafa sumir haldið því frám að það hafi verið offjárfest í endurnýjun bátaflotans í Eyjum og jafnvel sjálfur forsætis- ráðherrann, Steingrímur Her- mannsson, snupraði Eyjamenn sl. vor þegar hann sagði að Eyjamenn ættu að borga skuldir sínar og láta vera að endurnýja báta sína. A Eyjamönnum má heyra að þessi ummæli eru geymd en ekki gleymd því að síst allra sjávarplássa á landinu sé ástæða til þess að væna þá um að skulda meira en aðrir. Það hefur verið haft eftir Aðalsteini bankastjóra í Eyjum, en hann stýrði áður Útvegsbankanum þar, að það sé á engan hátt offjárfesting að skapa mönnum tækifæri með því að láta þá hafa góð tæki í hendurn- ar, því sjósókn eigi ekki að byggj- ast á aflóga kláfum. Það er nefni- lega þannig með þessa menn sem þora og vilja að þeir taka mesta áhættuna sjálfir ef eitthvað fer úr- skeiðis, en vegna atorku þeirra hef- ur atvinnustaðan í Vestmannaeyj- um verið sterkari en annarsstaðar á landinu og gjaldeyrisöflun örugg- ari fyrir þjóðarbúið í heild. Það hefur einnig verið helsti styrkur Vestmannaeyja hve samsetning at- vinnurekstrarins er margbrotin, m5ð bæði stórum og smáum eining- um. „Það skiptir öllu máli að hér sé stöðug end- urnýjun á báta- flotanum, að tækin séu í lagi, bæði gagnvart mannskapnum og eðlilegTÍ framþróun í veiðum og vinnslu," sagði Haraldur Gíslason framkvæmda- stjóri og útvegsbóndi um þróun mála í Vestmannaeyjum á undan- förnum árum. „Við hefðum kosið að þessi endurnýjun hefði verið jafnað á lengri tíma, en í kvóta- kerfí eins og við búum við þá ræð- ur framboð og eftirspurn. Framboð- ið var til staðar og þá var að nota tækifærið þar sem þörfín var fyrir hendi, því við vorum komnir með lang elsta bátaflota á landinu. Það er eðiilegt að nota tækifærin þegar þau koma upp og rök eru fyrir Gislason hendi. Eina viðmiðunin sem við höfum er að sjálfsögðu það að grundvöllurinn sé í lagi og hann hefur verið meira og minna vitlaus um nokkurt skeið. A þeim tíma sem menn ráðast í að breyta og bæta eins og eðlilegt er þá segir sig sjálft að það gengur fremur vel, en góð- ærin hafa verið svo stutt, því ýmist hefur komið til verðfall, blússandi verðbólga með tilheyrandi kostnað- arhækkunum, sem hefur leitt til þess að menn sitja ósjaldan uppi herra hjó að Vestmanneyingum fyr- ir nokkru varðandi endurnýjun bá- taflotans, en ummæli hans dæmdu hann mest sjálfan. Hann getur svo sem haft skoðun á því hvar borgi sig að gera út og veiða og vinna afla, en ætli reynsian sé ekki heilla- drýgst og það er alveg ljóst að leið- ir eins og Hlutafjársjóður og At- vinnutryggingarsjóður ganga alls ekki upp því þar verður alltaf um mismunun að ræða. Fiskvinnslan í Vestmannaeyjum varð að ganga í þann sjóð, en það réttlætir ekki sjóðinn. Varðandi bátaflotann er það einnig ljóst að hann á undir högg að sækja, það sýna meðaltals- tölur og það er ýmislegt sem þarf að lagfæra. Varðandi þær hugmyndir sem efst eru í umræðunni nú um breyt- ingu á fiskveiðistjómuninni liggur fyrir að við útgerðarmenn erum á móti sölu veiðileyfa og ég er mjög óhress með hugmyndina um úreld- ingarsjóð, hún er hið versta mál. Það að ætla að setja enn meiri Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Frystitogarinn Vestmanney, sem breytt var frá grunni úr togara í frystitogara, en meðfylgjandi myndir eru af nokkrum þeirra tuga Eyjabáta sem hefúr verið breytt á s.I. árum eða nýsmíðaðir. Aflaskipið Katrín fékk snarlega skveringu og andlitslyftingu Nýja og gamla Björgin. Sú nýja var smíðuð í Svíþjóð og er hið glæsilegasta skip með skuldahala áður en þeir vita af, en það þýðir ekki að gefast upp, þetta er okkar atvinna og allir vilja búa vel að sínum atvinnutækj- um.“ „Það sem er að verða dapur- legast í sjávarút- veginum í dag er það að horfa sífellt fram á meiri og meiri skerðingu," sagði Sigurður Einarsson Út- Sigurður Einarsson vegsbóndi í Vestmannaeyjum, „maður horfir fram á 10% skerðingu á þorski á næsta ári og þá er skerðingin orðin 40% á fjórum árum. Það er þetta sem er að fara mjög illa með menn og þetta veldur því að slagurinn er að verða mjög hatrammur. Það er ljóst að við veiðum allt of mikið og höfum aldrei tekið nógu langt skref í friðun. Þess vegna verða stoppin hjá flotanum alltaf lengri og lengri í stað þess að ef höggið hefði verið tekið fyrr þá væru menn á uppleið nú en ekki niðurleið í vandamálinu. Ég veit ekki um neinn sem var ánægður með sinn kvóta fyrir nokkrum árum og ekki hefur það batnað við skerðinguna. Það sem hjálpar stöðunni hér í Vestmanna- eyjum er gámafiskurinn og það að fiskveiðin er mjög blönduð. Einnig það að hér er mikil og góð þjónusta við bátaflotann þannig að einingin er mjög sterk. Það er í ljósi þessa sem menn hér hafa gert meira en víða annarsstaðar í breytingum og nýsmíði fiskiskipa, en það hefði verið betra að taka höggið strax gagnvart ofveiðinni. Forsætisráð- skerðingu og takmörk á og taka hluta af aflanum í einhvem sjóð sem á síðan að afhenda einhveijum mönnum einhversstaðar byggist aðeins á því að taka frá hinum og með þessu er í enn frekari mæli verið að mismuna mönnum. Þessi sjóður er hið versta mál og hin neikvæða umræða um sjávarútveg- inn er mjög slæm fyrir hann. Um- rætt sölugjald er hreinn lands- byggðarskattur fyrir utan það að ég held að þetta dæmi sé ekki fram- kvæmanlegt og því hefur það vart verið hugsað til enda.“ „Staða út- gerðarinnar hjá okkur er ekki svo slæm ef við fáum að flytja út og uppbygging flot- ans hér í Eyjum undanfarin þijú ár er eingöngu því að þakka hve við erum vel í sveit settir varðandi ferskfisk- útfiutning. Vestmannaeyjahöfn er síðasta höfn úr landi og við erum því alltaf með nýjasta fiskinn og því alltaf hærra meðalverð en aðr- ir,“ sagði Þórður Rafn Sigurðsson skipstjóri og útvegsbóndi um stöðu mála. „Einhveijar takmarkanir eru réttlætanlegar í útflutningi fersks fisks eins og stendur, en hins vegar er það alveg ljóst að Bretlands- markaður er sveitur af fiski frá íslandi og það er sent helmingi of lítið þangað um þessar mundir. Það veldur því að litlu kaupendurnir detta út, þola ekki hæsta verðið og það er ekki skynsamlegt. Þessi mið- stýring er stórhættuieg og eina vit- ið er auðvitað það að menn hafi vit Þórður Rafn Sigurðsson fyrir sér sjálfir. Þeir detta fljótt út sem hafa það ekki, eða hvernig í ósköpunum komumst við áfram áður en þessi miðstýring kom til sögunnar? Með miðstýringunni snarversnaði hagur sjávarplás- sanna nema í Vestmannaeyjum, því þar hafa menn svo blandaðan rekst- ur í sjávarútvegi að sveigjan hefur verið meiri, en hins vegar hvíla mikil lán á fiskvinnslunni. Fersk- fiskútflutningurinn undanfarin ár hefur hins vegar skapað þá stöðu að útgerðin hér stendur betur en víða annarsstaðar. Það segir sig sjálft þegar munurinn á brúttóskila- verði hér heima og erlendis getur numið allt að 56%, 100 kr. erlend- is, en 43 kr. hér heima. Það sjá allir hvað það þýðir. Það getur ekki verið þjóðarhagur að banna okkur að fá helmingi meira fyrir fiskinn óunninn en unninn. Annars er ótrú- leg vitleysa í mörgu og gott er dæmið þegar Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra réðist á okkur Eyjamenn fyrir það að hugsa vel um skipin okkar sem allt bygg- ist á og taka þá áhættu undir ómarkvissri stjórn hans að fjárfesta í betri veiðitækjum í stað þess að einangrast og úreldast. Forsætis- ráðherra hefði betur gleymt að láta þau orð falla í garð Vestmanney- inga að þeim væri nær að borga skuldir sínar en fjárfesta í nýjum og bættum skipum. Það er nefni- lega óvíða á landinu sem útgerðar- menn borga skuldir sínar eins vel og í Eyjum. Forsætisráðherra hefði átt að fagna framtaki og krafti útgerðarmanna í Eyjum í stað þess að heimta eymd og volæði. Éf for- sætisráðherra þolir alls ekki árang- ur þá er fokið í flest skjól, en hitt er ljóst að fiskvinnslan á undir högg að sækja.“ „Ef ég fæ að selja fiskinn út á hæsta verði og ráðstafa öllu mínu eins og ég tel hagkvæmast þá á dæmið að ganga upp með nýsmíðaðan bát, því úr því að þetta slampast nokkurn veginn eins og er á þennan hátt, þótt ég megi ekki vera á veið- um nema hálft árið, þá getur það varla versnað mikið,“ sagði Gísli Valur Einarsson skipstjóri og út- gerðarmaður. „Hitt er annað að það er hrikalegt hvemig komið er í bakið á manni. Það var beðið um forsendur þegar ég og fleiri fengum leyfi til þess að smíða ný skip og farga okkar gömlu skipum. Þá gerðum við rekstraráætlun sem miðaði við 80% útflutning og 20% löndun heima og að við myndum veiða samkvæmt sóknarmarki þar sem við vorum með tiltölulega lítfnn þorsk. Sóknarmarkið hefur alltaf verið að minnka þar sem dögunum fækkar og þar að auki hef ég sókn- armark eftir gamla bátnum sem var 65 tonn, en sá nýi er 123 tonn, þannig að þetta er allt mjög erfitt. Ég bað ekkert um meiri afla, en fékk lán og gerði kaup út á þessar forsendur. Það er því hrikalegt þeg- ar svo er komið að það er úthlutað 1,5 tonni á bát á viku til útflutn- ings, eða þijú kör eins og í síðustu viku þegar Gámavinir fengu alls 24 tonn og þeir hjá Skipaafgreiðsl- unni 12 tonn. A sama tíma áætla umboðsmennirnir úti að senda megi AÐ HRÖKKVA EÐASTÖKKVA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.