Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990
31
Þau eru ánægð með árangurinn. Sigríður Gísladóttir, Ólafur H. Sverrisson, sveitarstjóri, Sigríður Þórð-
ardóttir og Kristján Guðmundsson, oddviti.
þær framkvæmdir sem höfðu tekið
langan tíma, svo sem byggingu
íþróttahúss, sem var tekið í notkun
síðastliðið haust, skrifstofuhúsnæði
fyrir hreppinn, sem tekið var í notk-
un á dögunum, framkvæmdir við
höfnina, eflingu vatnsveitu o.fl.
„Fólk er mjög ánægt með að
íþróttahúsið sé loksins tilbúið og
er það mikið notað frá morgni til
kvölds,“ sagði Kristján.
Atvinnumál standa vel í Grundar-
firði og vildu þau þakka það miklum
dugnaði atvinnurekenda þar í gegn-
um tíðina. Atvinnulífið einskorðast
að miklu leyti við sjósókn og fisk-
verkun.
Aðspurð um skólamálin sögðust
þau ætla að leggja mikla áherslu á
að stofna framhaldsdeild við grunn-
skólann í tengslum við Fjölbrautar-
skólann á Akranesi. Þá mun far-
skóli Vesturlands taka til starfa á
næstunni. Sigríður Gísladóttir sagði
að því miður ættu þau við sama
vanda að etja og önnur lítil byggða-
lög því að þeir nemendur sem færu
í framhaldsnám kæmu sjaldnast til
baka. „Það hefur líka orðið til þess
að nokkuð er um að fólk sem kom-
ið er yfir miðjan aldur flytjist í
burtu á eftir börnunum sínum,“
sagði hún.
En þrátt fyrir það er margt ungt
fólks í Grundarfírði og fjöldi barna
og hefur ekki verið hægt að anna
eftirspurn eftir leikskólaplássi.
Stefnt að því að auka það.
Læknir var ekki búsettur fyrr en
í júlí 1986 í Grundarfirði. Heilbrigð-
isþjónusta breyttist mikið við það.
Þar er heilsugæslustöð en hún er
til húsa í lítilli íbúð. Er ætlunin að
þrýsta á stjórnvöld um byggingu
nýrrar heilsugæslustöðvar sem allra
fyrst. Ólafur sagði að ríkisvaldið
veitti engu fé til Grundarfjarðar á
þessu ári. Heimahjúkrun er öflug
og einnig er rekið dvalarheimili fyr-
ir aldraða, Fellaskjól, sem sjálf-
stæðismenn vilja styðja við bakið á.
Sigríður Þórðardóttir sagði að
eitt af brýnustu verkefnunum fram-
undan væri fegrun umhverfisins.
„Það er alls staðar hreyfing í þá
átt og við viljum ekki dragast aftur
út.“
Hún sagðist halda að ef það
væri einhvers metið að sveitarfélag
væri vel rekið og peningarnir væru
notaðir til að byggja upp, en ekki
bara til að borga fjármagnskostnað,
ætti þessi meirihluti að halda velli.
Þau sögðu að félags- og menn-
ingarlíf væri gott í Grundarfirði og
fólkið stolt af sínu byggðarlagi og
metnaðarfullt fyrir þe^s hönd. Það
væri bæði jákvætt og harðduglegt
og samstaðan mikil. Sem dæmi má
nefna mikla þátttöku íbúanna í alls
kyns söfnunum og sæi þess víða
merki, s.s. orgelið í kirkjunni, skíða-
lyftan, nýr sjómannaminnisvarði og
fleira.
Þeir Ásgeir Valdimarsson og
Árni Halldórsson skipa 2. og 3.
sæti á lista sjálfstæðismanna fyrir
þessar kosningar. Þeir eru báðir
kunnugir málefnum Grundarfjarðar
og hefur Árni setið í skólanefnd og
Ásgeir í hafnarnefnd hreppsins.
Ólafur sagði að meirihluti hrepps-
nefndar hafi reynt að skipta með
sér verkum eftir málaflokkum, bæði
eftir þekkingu og áhugamálum
hvers og eins.
Kristján sagði að þó svo að inn
kæmu nýir menn yrði haldið áfram
á sömu braut. „Fjármálin verða
áfram aðalatriðið og verður lögð
áhersla á að tapa ekki þessari góðu
stjórn niður. Öðru vísi skapast ekki
möguleikar á að framkvæma í
byggðarlaginu," sagði hann að lok-
um.
JÓHANN HELGASON OG
BJARNI SVEINBJÖRNSSON
LEIKA HUGLJÚF LÖG
FRÍTTÁ BORGARKRÁNA
TIL KL. 24
GAMLA BORGARROKKIÐ
VERÐU í HÁ VEGUM HAFT
DANSAÐ TIL KL, 03
BORÐAPANTANIR í S í M A 11440
VORFAGNAÐUR
SJÁLFSTÆDISMANNA
FIMM TUDA GINN 24. MAÍ
Félög sjálfstæðismanna íHáaleitis-, Smáíbáða-, Bústaða- og Fossvogshverfum
efna tilfjölskylduhátíðarkl. 15.00 á uppstigningardag, fimmtudaginn 24. maí.
Hátíðin verður haldin á Háaleitisbraut 68, á opnu svæði milli Austurvers og
Grensáskirkju.
Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík taka þátt íþessum vorfagnaði.
Kynnir:
Grímur
Sœmundsen,
lœknir.
DAGSKRÁ:
1. Léttsveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur undir stjórn
Sœbjörns Jónssonar hefur leik kl. 15.00.
2. Hátíðin sett: Þórarinn Sveinsson, lœknir.
3. Barnakór skólanna syngur undir stjórn Þorvaldar
Björnssonar, tónmenntakennara.
4. Avarp: Árni Sigfússon, borgarfulltrúi.
5. Pylsu- og Pepsíveisla hefst kl. 15.30 og stendur til
kl. 16.00. Brugðið á leik.
6. Emmess ís-kynning
7. Söngfélag Félags eldri borgara boðar komu vorsins
með söng undir stjórn Kristínar Pétursdóttur, tón-
menntakennara.
8. Hátíðarslit: Guðmundur Jónsson, vélfrœðingur.
Léttsveitin leikur milli atriða.
Allir velkomnir!