Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 33 Sumaráætlun Flugleiða: Ferðum flölgað -samstarf við fyrirtæki úti á landi SUMARAÆTLUN innanlandsdeildar Flugleiða gekk í gildi síðastlið- inn mánudag og hefur starfsemin aldrei verið umfangsmeiri. AUs er boðið upp á 160 þúsund sæti i flugi til tólf staða innanlands auk Færeyja og Grænlands. Innanlandsáætlunin var kynnt fulltrúum Qöl- miðlanna með nýstárlegum hætti þegar Flugleiðir bauð þeim til Hafiiar í Hornafirði í síðustu viku en þaðan hélt hópurinn upp á Vatnajökul á vegum Jöklaferða hf. Flugleiðir leggja nú meiri áherslu en áður á eins til tveggja daga skoð- unarferðir út á land. Ferðirnar eru seldar í samvinnu við heimamenn á hverjum stað sem sjá um allt skipu- lag skoðunarferða. Um þrjátíu manna hópur hélt í slíka ferð í síðustu viku á Vatnajök- ul. Ekið var í rútu upp brattar hlíðar Skálafellsjökuls, upp að jökulrótum þar sem skipt var um farartæki og haldið á vélsleðum upp á jökulinn sjálfan. Það voru Jöklaferðir hf. sem hófu að skipuleggja slíkar ferð- ir 1985 og var það talið vonlaust fyrirtæki á sínum tíma. Tryggvi Árnason, hjá Jöklaferðum, sem stjórnaði leiðangrinum, sagði að 2.000 manns hefðu bókað sig í jöklaferðir í sumar en auk ferða á jökulinn er farið í bátsferð um Jök- ulsárlón. Fyrirtækið ætlar að byggja hótel á Þormóðshnútum í hlíðum Miðfellseggjar í sumar og bjóða upp á eins til fjögurra daga ferðir um jökulinn á vélsleðum eða snjóbílum. Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækisins uppi hugmyndir um að reisa kláf sem flytti ferðamenn af jöklinum en kostnaður við slíkan kláf er talinn nema um 14 milljón- um króna. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, sagði að Jöklaferðir hf. væri dæmi framtak heimamanna sem hefði borið ávöxt. Aukin eftir- spurn í ferðir á Vatnajökul hefði gert Flugleiðum kleift að ijölga ferðum til Hafnar í Hornafirði. Þar hefur daglega verið haldi uppi flugi en í sumar verður auk þess haldið uppi ferðum tvisar á dag tvisvar í viku. „Fyrirtæki í ferðaþjónustu úti á landi hjálpa okkur að fjölga ferð- um á smærri staði en það er Flug- leiðum og heimamönnum til góðs. Sumar þessar ferðir hafa lengi ver- ið vinsælar meðal erlendra ferða- manna og má þar t.d. nefna Mý- vatnsferð. Frá Sáuðárkróki er farið í Drangey og hafa helmingi fleiri bókað sig þangað en á sama tíma í fyrra. Frá Húsavík er farið í þjóð- garðinn í Jökulsárgljúfrum og frá Egilsstöðum er farið í spennandi dagsferð um Hérað og niður á Seyð- isfjörð," sagði Einar Sigurðsson. Siglt um Jökulsárlón. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson Símaskráin komin út í 157 þúsund eintökum SÍMASKRÁIN 1990 er komin út og verður aflient símnotendum á póst- og símstöðvum um land allt næstu daga gegn framvísun sérs- takra afhendingarseðla, sem póstlagðir hafa verið, og er afhending þegar hafin. Upplag símaskrárinnar að þessu sinni er um 157 þúsund eintök. Brot skrárinnar er óbreytt frá því sem verið hefur undanfarin ár en blaðsíðutalið eykst um 40 síður frá því í fyrra og er nú 904 síður. I skrána fóru um 280 tonn af pappír. Sama útlit er á skránni nú og í fyrra. Mynd af Lagarfljóti og Snæ- felli prýðir forsíðuna að þessu sinni. Sú nýung var tekin upp í fyrra að bjóða skrána innbundna í hörð spjöld með plasthúð og reyndist það mun vinsælla en reiknað hafði verið með í upphafi. Verður þetta endurtekið nú og byrjað með mun stærra upplag af skránni innbundinni en þá var gert. Aukagjald fyrir að fá símaskrána innbundna er kr. 175. Skrá yfir farsíma, bæði sjálfvirka og handvirka, samtals um 9.000 eru nú á bls 751-785 eða fyrir aft- an almennu símaskrána og skrá um bæi í sveitum, sem hafa síma, en þeir eru 6.000 talsins. Nýja símaskráin tekur gildi frá og með 1. júni nk. Með aðalskránni eru gefnar út sérstakar svæðaskrár eins og und- anfarin ár og verða þær til sölu á póst- og símstöðvum um leið og afhending símaskrárinnar fer fram. Símnotendum er bent á að kynna sér símaskrána sem fyrst eftir að þeir hafa fengið hana í hendur til að auðvelda sér notkun hennar og þá sérstaklega er mikið liggur við. I því sambandi er vakin athygli á skrá yfir öryggis- og neyðarsíma á kápusíðu og síðu 1, svo og kaflan- um frá Almannavörnum ríkisins á bls. 893-904. Skrá um ný og breytt símanúmer á 91-svæðinu á meðan prentun stóð yfir er á bls 37-40. Ný götu- og númeraskrá yfir höfuðborgarsvæðið er einnig komin út og verður til sölu á afgreiðslu- stöðum stofnunarinnar. Verð henn- ar er kr. 1.200. Slík skrá kom síðast út fyrir tveimur árum. Ritstjóri símaskrárinnar er Agúst Geirsson símstjóri í Reykjavík. (Fréttatilkynning) Dvalartíma í Kjarvals- stofu í París úthlutað NÝLEGA var dvalartíma í listamannaíbúðinni Kjarvals- stofii í Cité International í París úthlutað fyrir tímabilið frá 1. ágúst 1990 til 30. júlí 1991. Fjölmargar umsóknir bárust. Þeir sem munu dvelja í þess- ari listamannaíbúð Islendinga eru: Atli Heimir Svein’sson, tón- skáld, í ágúst og september 1990. Thor Vilhjálmsson, rit- höfundur, í október og nóvem- ber 1990. Guðjón Bjarnason, myndlistarmaður, í desember 1990 og janúar 1991. Pétur B. Luthersson, hönnuður, í febrúar og mars 1991. Hafsteinn Aust- mann, myndlistarmaður, í apríl og maí 1991. Kjartan Ólason, myndlistarmaður, í júní og júlí 1991. Listamannaíbúðin er í eigu Reykjavíkurborgar (60%), íslenska ríkisins (30%) og Seðlabanka íslands (10%). Úthlutunarnefnd skipa nú: Elín Pálmadóttir, Herdís Þor- valdsdóttir og Ragnheiður Jóns- dóttir. Gary McBretney sellóleikari, Selma Guðmundsdóttir píanóleik- ari, Valur Pálsson kontrabassaleikari, Rut Ingólfsdóttir fiðluleik- ari og Sarah Buckley lágfiðluleikari. Þau flytja Silungakvintett- inn á VestQörðum næstu daga. Kammersveit Reykjavíkur: Silung-akvintett- inn á Vestfjörðum KAMMERSVEIT Reykjavíkur er þessa dagana í tónleikaferð um landið. Nýlokið er velheppnaðri ferð um Austurland þar sem haldnir voru þrennir tónleikar. Um næstu helgi njun Kammersveitin heimsækja Vestfirði. Á efnisskrá í Vestfjarðaferð- inni verður Píanókvartett í g- moll eftir W.A. Mozart, „TengsT* eftir Hjálmar H. Ragnarsson við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar, sem verður flutt á ísafirði, en sönglög eftir Eyþór Stefánsson, Árna Thorsteinsson o.fl.'á öðrum tónleikum ferðarinnar, og að lok- um verður fluttur hinn þekkti og vinsæli „Silungakvintett" eft- ir F. Schubert. Einsöngvari í ferðinni verður Jóhanna V. Þórhallsdóttir en hljóðfæraleikarar verða Selma Guðmundsdóttir píanóleikari, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari, Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari, Sarah Buckley lágfiðluleikari, Gary McBretney sellóleikari og Valur Pálsson kontrabassaleik- ari. Tónleikarnir verða sem hér segir: Á ísafirði, fimmtudaginn 24. maí, uppstigningardag, kl. 21 í sal frímúrara, föstudaginn 25. maí kl. 20.30 í félagsheimil- inu, Þingeyri, laugardaginn 26. maí kl. 16 í Matsal Hjálms, Flat- eyri og sunnudaginn 27. maí kl. 16 í félagsheimilinu, Bolung- arvík. Félag íslenskra tónlistar- manna veitti Kammersveitinni styrk til ferðarinnar. (Fréttatilkynning.) Lánskjaravísitalan: Verðbólgan mælist 6 % LANSKJARAVISITALAN fyrir júnímánuð verður 2.887 stig, og er það 0,49% hækkun frá maívísi- tölunni, samkvæmt útreikningi Seðlabanka íslands. Umreiknað til árshækkunar sam- svarar þessi hækkun vísitölunnar 6% verðbólgu. Hækkun hennar síðustu þrjá mánuði samsvarar 6,2% verðbólgu og 12,5% ef litið er til sex mánaða. Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 16,6% á síðustu tólf mánuðum. y M /PZ&æ? . / / %\ ^(oY'n STÚDENTASTJARNAN HÁLSMEN MEÐ KEÐJU KR. 2.980,- ♦^Jcn cgOsksp LAUGAVEGI 70 SÍMI 24910 VIÐ LEGGJUM HEIMINN AD F0TUM ÞER rtprn EVROPA Amsterdam kr. 24.650,- París kr. 28.720,- Búdapest kr. 44.330,- New York kr. 47.380,- San Fransisco kr. 57.910,- Chicago kr. 61.280,- ASIA Bangkok kr. 81.510,- Dehli kr. 74.630,- Tokyo kr. 95.780,- AUSTURSTRÆTI 17, 2. HÆÐ SÍMI: 62 22 OO Á EIGIN VEGUM EN FARSEÐLUM FRÁ VERÖLD Royai Duich Aítiínc* Thc worlti’s favountc airlinc. ~jkPr ////S4S FLUGLEIÐIR MtS'
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.