Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 AKUREYRI Sundlaug Akureyrar: Tillaga 1. Gert er ráð fyrir að sundlaugarkerið muni vera í sama horfl og það er í dag. Sunnan núverandi sundlaugar er gert ráð fyrir barnalaug, í henni er vatnsrennibraut og þá er áætlað að koma upp heitum potti fyrir börn og endurbættri sólbaðsaðstöðu. HALLDÓR Jóhannsson lands- lagsarkitekt hefur lagt fram þrjár tillögur að framtíðar- skipulagi Sundlaugar Akur- eyrar, en fyrstu hugmyndir að einskonar vatnagarði við sund- laugina voru settar fram árið 1985 í tengslum við endurskipu- lagningu tjaldstæðisins. Hall- dór vinnur nú að frekari út- færslu að skipulagi vatnagarðs upp út tveimur tillagna sinna og er búist við að það verði til- búið eftir um það bil mánuð. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar Akureyrar sagði að áhugi væri fyrir því að fara út í framkvæmdir við Sundlaug Akur- eyrar á komandi árum í framhaldi af því að lokið er byggingu sund- laugar í Glerárhverfi. Páll Stefánsson varaformaður íþróttaráðs sagði ljóst að nauðsyn- legt væri að endurskipuleggja sundlaugarsvæðið, enda sund- laugin orðin gömul. Þar sem mik- il umræða hefði átt sér. stað um uppbyggingu íþróttamála í bæn- um og einnig um bætta aðstöðu fyrir ferðamenn hefði verið óskað eftir því að fá fram tillögu um framtíðarskipulag svæðisins og nú hefðu verið kynntar í íþróttar- áði þrjár grunnhugmyndir að eins konar vatnagarði. „Mér líst afar vel á þessar hug- myndir og með þeim er verið að koma til móts við hinn aimenna borgara. Öll aðstaða til sundiðk- unar verður stórbætt og í mínum huga verður þetta eitt stærsta Tillaga 2, en samkvæmt henm er gert ráð fynr nýrn 25 metra laug í stað þeirrar sem fyrir er. Þá er þar einnig busllaug fyrir börnin og gert ráð fyrir aðstöðu til veitingasölu auk annars. baráttumál sjálfstæðismanna á komandi kjörtímabili," sagði Páll. Björn Jósep Arnviðarson bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði uppbyggingu vatnagarðsins eitt af þeim málum sem flokkurinn leggði mikla áherslu á. „Við mun- um taka það til rækilegrar skoð- unar að hefjast handa við þessar framkvæmdir sem allra fyrst, þetta er mjög nauðsynlegt m.a. til að bæta aðstöðu fyrir ferða- menn og einnig fyrir bæjarbúa sjálfa,“ sagði Björn Jósep, en hann sagði að auðvelt væri að áfanga- skipta verkinu, þannig að stefnt væri að því að hefja fyrstu fram- kvæmdir innan ekki langs tíma. Næsta skref í málinu verður að gera kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna og einnig að ákveða áfangaskiptingar varðandi þær. Tillaga 3 gerir ráð fyrir algjörum endurbótum á svæðinu. Sýndur er glerskáli við hlið núverandi húsnæðis laugarinnar, yfirbyggð lítil laug sém tengd er út í busllaug, sem aftur tengist út í keppn- islaug. Sunnar á svæðinu eru leiklaugar, en þar er gert ráð fyrir mjúku yfirborði sem hentar yngstu notendunum, en í þeirri laug yrðu einnig margskonar leiktæki. Tillögiir að framtíðar- skipulagi vatnagarðs Leikfélag Akureyrar Miöasölusími: 96-24073 Myndhópurinnn opnar sýningu í Gamla Lundi á morgun. Sýning í Gamla Lundi HIN árlega sýning Myndhópsins fríl kl. 14-20. A sýningunni verða verður opnuð í Gamla Lundi á um 50 myndverk af ýmsum toga. morgun, uppstigningardag kl. 14. Þeir sem sýna eru Hörður Jörunds- son, Aðalsteinn Vestmann, Guðrún Sýningin verður aðeins opin í fjóra Lóa Leonards, Alice Sigurðsson, daga, eða fram til sunnudags 27. Gréta Berg, Iðunn Ágústsdóttir og maí og verður opið sýningardagana Georg Hollanders. 17 EftirTryggva Emilsson/ Böðvar Guðmundsson 20. sýning miðvikud. 23. maí kl. 20.30 21. sýning föstud. 25. maíkl. 20.30 22. sýning sunnud. 27. maíkl. 20.30 Síðustu sýningar Esso-mót KA1990 Síðustu forvöð að tilkynna þátttöku er 25. maí til Sveins í síma 96-25885, Magnúsar í síma 96-26260 eða Gunnars í síma 96-22052. Knattspyrnudeild KA. Jarðirnar Reykir og Ytra-Krossanes keyptar BÆJARSTJORN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær kaup á tveimur jörðum, annars vegar Reykjum I í Fnjóskadal og hins vegar Ytra-Krossanesi. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar sagði að Akureyrar- bær hefði virkjunarsamning á Reykjum og svo væri litið á að á svæðinu væru framtíðarmöguleikar Akureyringa í vatnsöflun. Því hafi verið mjög skynsamlegt að festa kaup á jörðinni þar sem hún hafi verið til sölu. Kaupverð jarðarinnar er 16,5 milljónir króna. Varðandi Ytra-Krossanes, sagði Sigurður að fyrst og fremst væri verið að ná landinu til bæjarins, en gert væri ráð fyrir að svæðið yrði notað til uppbyggingar í bæjar- landinu. Kaupverð Ytra-Krossanes er 11,6 milljónir króna. Reyndu að ná prófverkefnum TVEIR piltar, nemendur við Verkmenntaskólann á Akureyri, voru staðnir að verki er þeir fóru inni í skólann í fyrrinótt. Að sögn lögreglu viðurkenndu piltarnir að tilgangurinn með inn- brotinu hafi verið að ná í prófverk- efni. Kennari var staddur í skólan- um umrædda nótt og lét hann vita um atburðinn. Piltarnir komust út, en náðust skömmu síðar. Síðasti fiindur bæjar- stjórnar á kjörtímabilinu FJÖLMÖRG mál lágu fyrir síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyrar, sem haldinn var í gær. Áður en fundurinn hófst minntist Sigurður J. Sig- urðsson forseti bæjarstjórnar Guðmundar Jörundssonar útgerðar- manns, en hann sat í bæjarstjórn Akureyrar á tímabilinu 1950-’58 og Magnúsar E. Guðjónssonar fyrrverandi bæjarstjóra. Á fundinum var m.a. samþykktur inoksturs sem fór verulega fram út samningur um héraðsnefnd Eyja- fjarðar og lýstu bæjarfulltrúar yfir ánægju sinni með þann samning. Þá var einnig samþykkt að fresta fram- kvæmdum upp á um 40 milljónir króna þar til við endurskoðun fjár- hagsáætlunar í ágúst, m.a. vegna skekkju sem upp kom við uppgjör á staðgreiðslu og einnig vegna snjó- áætlun. Einnig var samþykkt 2,6 milljón króna aukafjárveiting til at- vinnu fyrir fatlaða í sumar og lánveit- ing til VMA vegna framkvæmda við skójann. Á fundinum voru afgreiddar at- hugasemdir við nýtt aðalskipulag, en alls bárust 12 athugasemdir við skipulagið. t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.