Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 Nýtt fyrirkomulag á gæð- ingakepppninni hjá Fáki Hestamot helgarinnar: Sex hestamót voru haldin um helgina Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Vaskur og Sveinn tryggðu sér larseðilinn á Landsmótið í gæðinga- keppninni hjá Andvara um helgina. ________Hestar____________ Valdimar Kristinsson HÁANNATÍMI hestamanna er nú hafinn og rekur hvert hesta- mótið annað á næstu vikum. Um helgina voru haldin mót á sex stöðum bæði íþróttamót og gæð- ingakeppnir. Þá eru einnig hald- in úrtökumót fyrir Landsmótið á Vindheimamelum en mörg fé- lög slá þeim saman við gæðinga- keppnir sínar. Hjá íþróttadeild Harðar var hald- ið íþróttamót á Varmárbökkum og bar þar helst til tíðmda að ungur og efnilegur knapi, Eysteinn Leifs- son, skaut sér eldri og reyndari mönnum aftur fyrir sig í stiga- keppni mótsins. Af öðrum úrslitum má nefna að Trausti Þór Guð- mundsson sigraði í tölti á Muna frá Ketilsstöðum með 98 stig og í fimmgangi á Jörva frá Höfða- brekku og gæðingaskeiði á Kvisti frá Hornafirði, Lúther Guðmunds- son sigraði í fjórgangi á Þrá frá Þrándarstöðum og Brynjar Gunn- laugsson sigraði í víðavangshlaupi á Steingrími. Keppt var í fyrsta skipti í ungmennaflokki og varð þar stigahæstur Snorri Dal Sveins- son en hann sigraði í tölti á Prins frá Sauðárkróki og í hlýðni B á Evan. í fimmgangi sigraði Brynjar Gunnlaugsson á Fasa frá Dæli og í fjórgangi sigraði Hákon Péturs- son á Stjarna frá Ármóti. I ungl- ingaflokki varð stigahæst Theód- óra Mathiesen en hún sigraði í tölti á Hvin frá Haugi og í íjórgangi á Boða frá Guðnastöðum. í barna- flokki sigraði Guðmar Þór Péturs- son í tölti og ijorgangi á Limbó frá Holti og einnig í hlýðni A. Jómfrúr- bikarinn sem veittur er þeim kepp- anda sem flest stig hlýtur af þeim sem keppa í fyrsta sinn hlaut Pjóla Viktorsdóttir. í barnaflokki var veittur hliðstæður bikar sem ekki hefur hlotið nafn en er kallaður milli manna Binna-bikarinn eftir gefandanum sem er Binni frá Álfs- nesi. Binna-bikarinn hlaut Sölvi Sigurðarson. Hart barist hjá Fáki Nýtt form var nú reynt á gæð- ingakeppni Fáks og hófst fyrri hluti keppninnar á laugardag. Breyting- arnar felast í því að nú er gæðinga- keppnin tvískipt þannig að í undan- keppninni var öllum fijáls þátttaka en 24 efstu hestar í hvorum flokki fá að mæta aftur til leiks á Hvíta- sunnumótinu þar sem hestarnir verða endurdæmdir og fimm efstu fara í úrslit. Gæðingakeppnin er um leið úrtaka fyrir Landsmót og sendir Fákur 10 hesta úr hvorum flokki. Um helgina fór sem sagt fyrri hluti keppninnar fram en of langt mál yrði að telja upp alla þá sem fara á hvítasunnumótið. í Á-flokki varð efstur með 8,73 Svartur frá Högnastöðum, eigandi Magnús Torfason en knapi var Sigurbjörn Bárðarson, í B-flokki varð efstur Kjarni frá Egilsstöðum eigandi Haraldur Siggeirsson en knapi var Sævar Haraldsson. Kjarni hlaut í einkunn 8,72. Er þetta fyrirkomu- lag óneitanlega spennandi og vafa- lítið munu margir fylgjast spenntir með þegar ný dómnefnd dæmir þessa hesta á nýjan leik. Alls voru 89 hesta dæmdir og hlutu 67 þeirra einkunn yfir átta.. Hestur í 24. sæti í B-flokki var með 8,18 en í A-flokki með 8,21 þannig að ljóst er að margur góður hesturinn situr eftir og víst er að margur knapinn situr eftir með sárt ennið. Frúar-Jarpur með yfirburði hjá Andvara Á Kjóavöllum héldu Andvara- menn gæðingakeppni sína sem var um leið úrtaka fyrir Landsmót. Andvari er ekki mannmargt féiag og má því aðeiris senda tvo hesta í hvorn flokk. í B-flokki gæðinga hafði Frúar-Jarpur frá Grund mikla yfirburði og hlaut í einkunn 8,60 sem hefði dugað honum í annað sætið hjá Fáki ef einkunnir væru samanburðarhæfar milli móta. Eig- andi er Jóhanna Geirsdóttir en knapi var Halldór Svansson. í öðru sæti varð Glæðir frá Þorleifsstöð- um með 8,34, eigandi hans er Hólmbjörg Vilhjálmsdóttir en knapi var Orri Snorrason. í þriðja sæti varð svo Ljónas frá Skarði með 8,27, eigandi hans _og knapi var Sveinn Ragnarsson. I A-flokki varð hlutskarpastur með 8,44 Vaskur frá Birkistað, eigandi og knapi Sveinn Ragnarsson. í öðru sæti Fjölvi frá Hvammstanga með 8.40, eigandi hans er Sveinn Ragnarsson en knapi var Hinrik Bragason. I gæðingakeppni unglinga sigraði Norðdal, eigandi og knapi var Sig- urður G. Halldórsson með 8,12, annar með 8,08 varð Jökull frá Minni-Borg, eigandi og knapi Kristín Þ. Jónsdóttir og í þriðja sæti með 8,05 varð Drago, eigandi Anita Oddsdóttir en knapi Björn Karlsson. í barnaflokki sigraði Mjölnir frá Djúpadal með 8,35, eig- andi er Halldór Svansson en knapi Sigurður Halldórsson. í öðru sæti varð Freydís frá Bringu með 8,15, eigandi Höskuldur Hildibrandsson, knapi Þórdís Höskuldsdóttir og í þriðja sæti varð Prestur frá Kirkjubæ með 8,09, eigandi og knapi Kristjana Vignisdóttir. Eins og áður sagði sendir And- vari tvo keppendur í hveijum flokki og mæta því tveir efstu keppendur af framantöldum á Landsmót fyrir hönd Andvara. Kim Larsen: DANSKI rokkarinn Kim Larsen er kominn til landsins í annað sinn ásamt hljómsveit sinni Bellami. Þeir halda þrenna tónleika hérlend- is; á Akranesi, Akureyri og í Hafnarfirði en þeir munu verða fyrstir til tónleikahalds í nýju íþróttahúsi FH. Það tekur um 3500 manns í sæti en alls rúmar húsið tæp 6000 manns. Á blaðamannafundi sem haldinn var á Gauk á Stöng á laugardags- kvöldið afhenti Jónatan Garðarsson vhjá Steinum hf. Larsen gullplötu fyrir nærfellt 4.000 eintaka sölu á plötunni Yummi Yummi hér á landi. - Aðspurður um hvað drægi Lars- en hingað til lands, sagðist hann ekki geta svarað því. „Það er bara eitthvað sem lokkar," sagði Larsen og lagði áherslu á orðið eitthvað. „Jú, það eru hverirnir - í óeigin- legri merkingu," bætti hann við og vildi ekki útskýra orð sín nánar. Kim Larsen kemur hingað frá Noregi og að loknu tónleikahaldi hér fer hann til Kaupmannahafnar þar sem hann heldur tónleika fyrir um 50.000 manns. Tónleikar Kim Larsens og Bell- ami verða í FH-húsinu í Hafnarfirði í kvöld, miðvikudag og á Akureyri 25. maí. Morgunblaðið/KGA ‘Kim Larsen lék fyrir troðfúllu húsi á Gauk á Stöng á laugardags- kvöldið. Fyrstu tónleikarnir í nýja FH-húsinu Mótmæli gegn sorpurðun ítrek- uð í Mosfellsbæ Á aukafundi Bæjarráðs Mos- fellsbæjar liinn 18. maí sl. var eftirfarandi samþykkt gerð sam- hljóða: „í ljósi þeirrar umfjöllunar sem orðið hefur að undanförnu um sorp- böggunarstöð í Gufunesi, vill Bæj- arráð Mosfellsbæjar enn og aftur ítreka mótmæli sín gegn urðun sorps í Álfsnesi. Bæjarráð krefst þess af stjórn Sorpeyðingar höfuð- borgarsvæðisins b.s. að sorpbögg- unarstöðin verði byggð á lóð byggð- arsamlagsins í Hafnarfirði, og að sorpið verði urðað í Ti’ygghólamýri við Krísuvík, fjarri mannabyggð. Bæjarráð Mosfellsbæjar telur að með þessu geti skapast friður í öll- um aðildarsveitarfélögum SHS um þetta mikilvæga mál.“ Wélagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Skíðadeild KR AðÍlfundur verður haldinn mánudaginn 28. maí kl. 20.00 í félagsheimili KR við Frostaskjól. Stjórnin. ÚTIVIST GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SjMI/SÍMSVASI 14606 Himalaya - Nepal Útivist skipuleggur ævintýraferð til Nepal í október í haust. Hag- stætt verð. 4 sæti laus. Þeir sem hafa áhuga hafið samband við skrifstofu sem allra fyrst. Kvöldganga Miðvikud. 23. maí. Stardalur - Tröllafoss. Brottför kl. 20.00 frá BSÍ - bensínsölu. Verð kr. 600,-. Sjáumst! Útivist. ....SAMBAND ÍSLENZKRA ^jBjr KRISTNIBOÐSFÉLAGA Samkoma í kvöld í kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58 kl. 20.30. Ræðumaður: Páll Frið- riksson. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Sunnud. 27. maíkl. 13. Göngudagur Ferðafélagsins Ferðafélagið efnir til göngudags í 12. sinn og að þessu sinni I Heiðmörk, sem er einmitt 40 ára á árinu. Farið verður í stutta og létta fjöl- skyldugöngu (ca. 2 klst.) frá skógarreit F.l. Síðan verður pylsugrill (hafið pylsur með), sungið við gítar- og harmónlku- undirleik og farið í leiki. Þetta verður sannkallaður fjölskyldu- dagur í Heiðmörk. Brottför frá Umferðarmiðstöft- inni, austanmegin, kl. 13.00. Verð 500 kr. en frítt fyrir börn 15 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Þátttakendur geta einnig kom- ið á eigin bílum (ekið hjá Sil- ungapolli eða Rauðhólum) að Ferðafélagsreitnum. Mætið hvernig sem viðrar og kynnist Ferðafélaginu. Tilvalið að skrá sig í félagið á staðnum. Þátttakendur fá afhent ókeypis barmmerki F.í. og merki göngu- dagsins ásamt sérriti Ferðafé- lagsins um Heiðmörk. Laugardaginn 26. maí verður hjólreíðadagur: Brottför frá Ár- bæjarsafni kl. 13.30 og hjólað í Heiðmörk (Heiðmerkurhringur). Þátttökugjald 200 kr. Kjósið ferðir F.í. Ferðafélag Islands. UTIVIST GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606 Um hvítasunnuna: Þórsmörk - Goðaland Nú eru Básarnir að vakna til lífsins eftir vetrardvalann og til- valið að fagna nýju sumri á þessu óviðjafnanlega svæði. Fararstjóri: Fríða Hjálmarsdóttir. Fimmvörðuháls - Básar Gengiö frá Skógum yfir hálsinn í Goðaland. Um 9 klst. gangur. Fararstjóri. Lovísa Christian- sen. Snæfellsnes - Snæfellsjökull Gist á Hellissandi og lögð áhersla á að skoða nesið utan- vert. Gengið á jökulinn og með- fram ströndinni - Öndverðarnes - Svörtuloft - Dritvík og skoðuð gilin við norðurrætur jökulsins. Sundlaug á staðnum. Strandbál og grillveisla. Fararstjórar: Ingi- björg Ásgeirsdóttir og Sigurður Sigurðarson. Breiðafjarðareyjar - Helgafellssveit Sigling um Suðureyjarnar. Geng- ið í land í nokkrum eyjum. Farið í Berserkjahraun og gengin göm- ul slóð frá Hraunsfirði í Kolgrafa- fjörð og aö sjálfsögðu verður gengið á Drápuhlíðarfjall og Helgafell. Fararstjóri: Þorleifur Guðmundsson. Skaftafell - Öræfajökull Góð gisting í Freysnesi. Fyrir þá sem ekki fýsir að fara á jökulinn: Jökulsárión og Múlagljúfur. Síðari daginn verður gengið i Bæjastaðarskóg en einnig boðið uppá fjallgöngu á Kristínartinda. Fararstjórar: Egill Pétursson og Reynir Sigurðsson. í Útivistarferð eru allir veikomnir. Sjáumst. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Fimmtudagurinn 24. maí - Afmælisgangan Reykjavík - Hvítárnes 4. ferð. Vilborgarkelda - Kárastaðanes. Kl. 13.00 er brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Gangan hefst við Vilborgarkeidu þar sem síöustu göngu lauk og verður gengið þaöan að Kára- staðanesi. Þægileg gönguleið. Verð kr. 1.000,-. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Spurning ferðagetraunar 4. ferðar: Hvað heita tvær stærstu eyjarnar á Þingvallavatni? Verið með! Þátttakendur í fyrstu þrem- ur ferðunum voru 309. Helgarferðir 25.-27. maí - Eyjafjallajökull - Selja- vallalaug og Þórsmörk i ferðinni verður gengið yfir Eyja- fjallajökul og komið niður hjá Seljavallalaug. Góð æfing fyrir Öræfajökul um Hvítasunnuna. Gist tvær nætur í Þórsmörk, Skagfjörösskála/Langadal. Einn- ig verður bpðið upp á gönguferð- ir um Mörkina fyrir þá, sem ekki ganga yfir jökulinn. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu FÍ, Öldugötu 3. Brottför kl. 20. Ferðafélag íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.