Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 48

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 Gleðileg fregn - einstök ákvörðun eftir Sigurð Qunnarsson Eitt af þeim mörgu framsýnu og þjóðhollu störfum sem ágætur for- seti okkar, frú Vigdís Finnbogadótt- ir, er þekkt fyrir er áhugi hennar og barátta fyrir því að sameina þjóð- ina um þá þörfu og mikilvægu hug- sjón að auka að nýju gróður landsins okkar fagra. En eins og elstu sagnir herma, og vísindamenn okkar telja nú öruggt, „var ísland viði vaxið milli fjalls og fjöru“, þegar landnám hófst. (Ari fróði.) ‘'■í’orsetinn hefur ekki aðeins hvatt til þessa í ræðu og riti heldur einnig sýnt áhuga sinn í verki með því að gróðursetja ávallt nokkrar tijáplönt- ur er hún fer í kynnisferðir til hér- aða og kaupstaða. Og það sem ekki síst vekur eftirtekt og áhuga allra hugsandi manna er að hún fær alltaf börn og unglinga til að gróðursetja þessar tijáplöntur með sér. Með því vill hún vekja áhuga æskunnar og gera hana virka í því brýna og þarfa hugsjónastarfi að klæða landiðskógi. Og þetta gerir hún af því að hún veit með vissu, m.a. vegna reynslu grannþjóðanna, að þar getur æskan lagt hönd á plóginn með góðum ár- angri eins og þeir fullorðnu. Vegna þessa áhuga og skilnings Vigdísar forseta að virkja hug skóla- æskunnar til ræktunarstarfa, og vegna þess að reynsla síðustu ára- tuga hefur ótvírætt sannað að með aðgæslu og friðun er víða hægt að rækta hér skóg, meira að segja nytja- skóg, og stórauka gróðurlendið, fundu nokkrir aðdáendur hennar upp á þeirri snjöllu og viðeigandi fram- kvæmd að heiðra hana á sextugsaf- mælinu með því að efna til útgáfu vandaðrar og efnismikillar bókar sem vænta má að margir tugir þúsunda vina hennar og aðdáenda kaupi. Auðsætt var að þarna gæti orðið um margra tugmilljóna króna afmælis- gjöf að ræða, m.a. vegna þess að efni og vinna við bókina var gefins. Skyldi forsetinn sjálfur eiga og ráð- stafa því fé sem safnaðist vegna sölu bókarinnar. Það sýnir vel hug forsetans til gróðurverndar og skógræktar að hún lét forgöngumenn málsins fljót Vita að hún mundi veija öllu því fé sem inn kæmi til stofnunar sjóðs til að kaupa tijáplöntur. Og hug sinn til æskunnar og trú á manndóm hennar sýnir forsetinn með því að mæla svo fyrir um að sjóðurinn gefi árlega öllum grunnskólanemendum nokkrar tijáplöntur sem þeir síðan gróður- setji einhvern fagran vordag, á vernduðum stað í nágrenni skólanna, undir stjórn kennara sinna eða ann- arra áhugamanna. Þannig séu miklar líkur til að hægt sé að auka mjög áhuga hinna ungu, sem eiga að erfa landið, á skógrækt og gróðurvernd og á því hve náttúra Islands sé fög- ur og mikils virði. Með þessum fáu línum vill gamall grunnskólastjóri og áhugamaður um skógrækt og gróðurvernd vekja at- hygli á því að hér er örugglega um að ræða ákaflega merka, virðingar- verða og gleðilega ákvörðun hjá for- seta okkar og sýnir glöggt skilning hennar og stórhug á þessu brýna nauðsynjamáli. Það er hafið yfír allan efa að þegar þessi hugsjón forsetans er komin í fulla framkvæmd um land allt — en það ætti að geta orðið inn- an fárra missira — á hún eftir að bera ómetanlega blessunarríkan árangur í þeim tvenna skilningi sem. forsetinn stefnir að og nefnt er hér að framan. Fyrir þetta framtak og fyrir þenn- an glögga skilning á forsetinn skilið hugheila þjóðarþökk. Grunnskólastjórinn gamli getur ekki stillt sig um að bæta hér við að lokum, að þessi hugsjón og ákvörðun forsetans okkar gleður hann og ýmsa samhetja hans og jafn- aldra alveg sérstaklega mikið. Það er vegna þess að þeir kynntust á yngri starfsárum sínum, milli 1940 og 50, hve norsk skólabörn höfðu þá þegar unnið mikið stórvirki á sviði skógræktar og vinna alltaf árlega, vissan dag á vori hveiju, undir stjórn kennara sinna. Við heilluðumst af þessu framtaki skólaæskunnar norsku er við geng- um um víðlenda, stórvaxna skógar- reiti hennar. Þá er heim kom sögðum við sumir frá þessu í ræðu og riti, og hvöttum eindregið til að fræðslu- yfirvöld okkar leyfðu að tekin yrði upp þessi ágæta venja Norðmanna með eldri deildum barnaskólanna og öllum unglinga- og gagnfræðaskóla- nemum. Og sumir okkar hófu þegar tijáplöntun með elstu nemendunum í nágrenni skólans, öllum til mikillar ánægju. Því miður hefur þessi hugsjón okkar reynst torsótt. Þótt nokkuð hafi miðað í áttina síðustu fjóra ára- tugi, fræðsluyfirvöld sýnt aukinn skilning og einstaka skólar staðið þar vel að verki, er enn óralangt frá því að þar sé um samræmt, skipu- legt átak að ræða. Gleði okkar gömlu skólamannanna sem enn erum á lífi og beittum okk- ur lengi fyrir skipulegri skógrækt meðal íslenskra ungmenna að hætti frænda okkar, Norðmanna, er því mikil og djúp. Nú geta þeir loksins Sigurður Gunnarsson „Nú geta þeir loksins sannfærst um, síðustu æviárin, að þessi háleita hugsjón ætti að geta ræst áður en langt líður vegna einstaks áhuga, framsýnar og framtaks forseta Islands.“ sannfærst um, síðustu æviárin, að þessi háleita hugsjón ætti að geta ræst áður en langt líður vegna ein- staks áhuga, framsýnar og framtaks forseta íslands. Mun þess lengi verða minnst með gullnu letri í sögu íslenskrar skógræktar. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Skólastjóri og kennarar á Húsavík við trjáplöntun með 12 ára nem- endum upp við Botnsvatn vorið 1950. TERTUR A KOSNINGANOTT Þegar ég var barn í foreldrahúsum, hafði móðir mín hvorki kæliskáp né frysti, en hún hafði aftur á móti kalt búr, sem stundum á sumrin vildi hitna um of. Eitt sinn hafði hún búið til gómsætan rjómabúðing, sem nota átti daginn eftir. Búðingurinn var í stórri skál, en þar sem hann komst ekki allur í stóru skálina, var hann líka settur í aðra litla. Þessar girnilegu búðingsskálar stóðu á búrhillunni og voru mikil freisting lítilli stelpu, spm byrjaði að pota í minni skálina, setja ögn á fingurinn og síðan upp í sig. Aður en hún vissi af, var allt búið úr skálinni. Hvað var til ráða? Hún tók skálina, þvoði og stakk inn í skáp i þeirri von að enginn myndi að búðingurinn hefði verið í tveimur skálum. Enginn sagði neitt, en daginn eftir þegar farið var að borða búðinginn, hafði hann súrnað í heitu búrinu og var orðinn ógætur. Þá gleymdi ég mér og hrópaði upp yfir mig: „Ég fékk góðan búðing í gær, ég borðaði allt úr litlu skálinni". Foreldr- ar mínir litu strangir á mig, en þegar þau sáu gleðina í svipnum, fóru þeir að hlæja og ég var ekki skömmuð. Ég er raunar enn í dag hróðug yfir að hafa bjargað því sem bjargað varð. Nú þegar kosningar standa fyrir dyrum, er hentugt að eiga þær kökur sem hér eru uppskriftir að, þær súrna ekki í frystinum, en þær má borða meðan beðið er eftir tölum á kosninganóttina. Jarðarberjarúlluterta með ís Rúllutertan er sett inn í skál og ísinn þar inn í. Kakan: 4 eggjarauður 12 msk. sykur 4 msk. kartöflumjöl 4 þeyttar eggjahvítur bökunarpappír á ofnplötuna diskaþurra og 1 msk. sykur ± 1. Þeytið eggjarauður með sykri, þar til allt er ljóst og létt. 2. Sigtið kartöflumjölið yfir deigið og hrærið varlega saman með sleikju. 3. Þeytið hvíturnar og blandið varlega saman við með sleikju. 4. Smyijið deiginu jafnt í bök- unarpappírinn á bökunarplötu. 5. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 190°C, setjið plötuna í ofninn og bakið í 10-12 mínútur. 6. Breiðið úr diskaþurrkunni, stráið á hana sykri, hvolfið síðan kökunni á þurrkuna. n 7. Leggið aðra þurrku yfir og látið kólna. Inn í rúlluna: 'Apundskrukka jarðarbeijasulta 12-15 frosin jarðarber 8. Þíðið jarðarberin til hálfs, meijið síðan með gaffli og setjið saman við sultuna. 9. Smyijið sultunni jafnt á rúll- una og vefjið saman langsum. 10. Setjið stykkið utan um rúll- una. Skálin og það sem fer inn í hana: 1 ávöl meðalstór skál álpappír inn í skálina rúllukakan skorin í sneiðar 1 kg jarðarbeijaís 1 hálfdós niðursoðin jarðarber 11. Þekið skálina að innan með álpappír. 12. Skerið rúlluna í meðalþykk- ar sneiðar og raðið ofan á ál- pappírinn í skálinni. 13. Látið ísinn standa á eldhús- borðinu í 20-30 mínútur. Setjið síðan í blandara eða hrærivélar- skál. 14. Setjið innihald dósarinnar með í þlandarann. 15. Hellið ísmaukinu ofan á rúllukökusneiðarnar í skálinni. Hún þarf helst að vera nokkuð vel full. Setjið síðan filmu yfir skálina og látið síðan í frysti í 3-4 klst. 16. Hvolfið úr skálinni á fat, takið álpappírinn utan af. Skreyting á kökuna: ’/'peli rjóini nokkur fersk jarðarber 17. Þeytið ijómann og sprautið toppa í kringum búðinginn. Sting- ið jarðarbeijum í toppana. Bananaterta Botninn: 200 g marsipan 2 tsk. kaffiduft 1 msk. sjóðandi vatn 2 egg 1 msk. hveiti 1. Setjið marsipanið í hrærivél- arskál og hrærið sundur. Setjið 1 egg í senn út í og hrærið á milli. 2. Leysið kaffið upp í vatninu, kælið og hrærið saman við. 3. Setjið hveitið út í og hrærið saman. 4. Takið springmót og klippið bökunarpappír eftir botninum á því. Setjið deigið á pappírinn. Setjið hringinn á. 5. Hitið bakaraofn í 200°C, blásturofn í 180°C, og bakið í 15 mínútur. Kælið síðan. Fylling í kökuna: 150 g suðusúkkulaði 1 stór banani 2 msk. sykur 'Amsk. sykur 3 msk. banana- eða kaffilíkjör 1 peli ijómi 6. Kælið bakaraofninn niður í 70°C, setjið súkkulaði á eldfastan disk eða skál (ekki úr málmi) bræðið 7 ofninum. Þetta bráðnar á 7 mínútur. 7. Þeytið ijómann, setjið síðan sykur út í. Meijið bananann með gaffli og setjið út í ásamt sítrónu- safa og líkjör. 8. Setjið súkkulaðið út í með sleikju og hrærið saman við. 9. Smyijið þessu á kökubotn- inn. Setjið lok eða skál yfir kök- una og geymið í frysti þar til nota á kökuna. Skreyting: 'Apeli ijómi þurrkaðar bananasneiðar (fást í heilsufæðisbúðum) örlítið rifið súkkulaði 10. Þeytið ijómann og sprautið ofan á kökuna. Stingið þurrkuðum bananasneiðum ofan í tjómann. Setjið rifið súkkulaði á milli ban- anasneiðanna. * F 'I e II K B S 11 1 t 1, .1 A,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.