Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
51
Gpípandl
málning
á grípandi
verði
(Oltiiriaa
Síðumúla 15, stmi 84533
Landsþing JC
í Hveragerði
eftir Guðna Þór
Jónsson
Um hvítasunnuhelgina verður
29. landsþing JC-hreyfingarinnar
haldið á Hótel Örk í Hveragerði.
Þingið er haldið af JC-Reykjavík.
JC eða Junior Chamber barst hing-
að til lands fyrir þijátíu árum og
í dag eru um fimm hundruð manns
á aldrinum 18-40 ára i JC-hreyf-
ingunni.
JC er alþjóð-
leg hreyfing
ungs fólks sem
vill á hlutlausan
hátt þjálfa sig
og þroska án til-
lits til stjórn-
málaskoðana,
trúarbragða eða litarháttar. JC er
starfandi i rúmlega 90 þjóðlöndum.
Á íslandi eru starfandi 19 félög
víðsvegar um allt land. Félögin
hafa unnið mörg góð byggðarlags-
verkefni sem hafa verið gagnleg
og vakið mikla athygli í byggðar-
laginu. JC-hreyfingin tók m.a. þátt
í Yrkjuverkefninu í samvinnu við
skógræktarfélögin. Markmið JC-
hreyfingarinnar er að byggja upp
einstaklinginn, þjálfa hann og
þroska og gera hann hæfari til að
takast á hendur hin ýmsu verk-
efni. Þjálfunina fá JC-menn með
því að sækja íjöldamörg stjórnun-
arnámskeið, sitja í nefndum og
læra skipuleg vinnubrögð, sem
síðan nýtast þegar út í þjóðfélagið
er komið.
Heiðursgestur við setningarat-
höfnina á landsþinginu verður for-
seti íslands, frú Vigdís Finnboga-
dóttir. Setningarathöfnin fer fram
fimmtudaginn 24. maí kl. 17.00
og eru allir JC-félagar hjartanlega
velkomnir.
Landsbréf hf. er styrktaraðili
landsþingsins. Á landsþinginu
verður boðið uppá algjörlega ný
námskeið, sniðin sérstaklega fyrir
þetta þing. Eitt af þeim er kynn-
ingarnámskeið á eðli og starfsemi
verðbréfamarkaða og er þetta
myndbandanámskeið. Það er ekki
vitað til þess að svona námskeið
hafi verið haldið hér áður og er
þetta því einstakt tækifæri sem
JC-félögum er boðið upp á.
Kjörorð þingsins eru sótt í ein-
merku tímamót til að skoða tilgang
og markmið hreyfingarinnar.
Þekkt andlit í þjóðfélaginu munu
koma og taka þátt í pallborðsum-
ræðum í tilefni kjörorðanna.
Einn þáttur í þjálfun JC-manna
er að þjálfa sig í ræðumennsku og
munu á landsþinginu fara fram
tvær keppnir, önnur á milli tveggja
einstaklinga, svonefnt rökræðuein-
vígi, og hin er á milli tveggja aðild-
arfélaga en það er mælsku- og
rökræðukeppni. Hjörtur M. Jóns-
son og Þröstur Lýðsson munu
keppa í rökræðueinvígi og er um-
ræðuefnið „Legg tii að höfuðborg
íslands, Reykjavík, verði stækkuð
með innlimun Kópavogs og Mos-
fellsbæjar“. Verður keppnin efa-
laust hörð.
JC-Bros í Reykjavík og JC-
Kópavogur munu keppa í mælsku-
og rökræðukeppninni og er um-
ræðuefnið „Er rétt að takmarka
fjölda ferðamanna á íslandi?“.
Ný landsstjórn verður kosin á
þessu landsþingi fyrir starfsárið
1990/91. Hlynur Árnason er við-
takandi landsforseti JC-hreyfing-
arinnar en kosning til stjórnar
JC-íslands mun fara fram á þing-
inu.
Ágæti lesandi. Eins og áður
hefur komið fram er JC þjálfunar-
hreyfing og markmið okkar er að
þjálfa ungt fólk til forystustarfa
og í þeim anda munum við vinna.
IJöfundur er blniíafuUtrúi
JC-ísland.
UTI
MÁLNING
DAGUR ALDRAÐRA
í REYKJAVÍK
B-listinn í Reykjavík býður eldri borgurum til fagnaðar og
kaffiveitinga í Glæsibæ á uppstigningardag fimmtudaginn
24. maí kl. 15.00.
Sigrún Magnúsdóttir
Steingrímur Hermannsson
Elín Sigurvinsdóttir
Sigfús Halldórsson
Steinunn Finnbogadóttir
Johannes Kristjánsson
Kristján Benediktsson
Ávarp: Kristján Benediktsson, fv. borgarfulltrúi.
Söngur: Elín Sigurvinsdóttir v/ undirleik Sigfúsar Halldórssonar.
Ávarp: Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi.
Lokaorð: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra.
Kynnir: Steinunn Finnbogadóttir forstöðukona.
Vinsamlega hafið samband í síma 680962 eða 679225 ef ykkur vantar akstur
eða frekari upplýsingar.
Framsóknarfélögin í Reykjavík
kunnarorð JC-hreyfingarinnar og
er það gert í tilefni þess að íslenska
JC-hreyfingin á 30 ára afmæli á
árinu. JC-menn vilja nota þessi
Guðni Þór Jónsson
„Eins og áður hefiir
komið fram er JC þjálf-
unarhreyfíng og mark-
mið okkar er að þjálfa
ungt fólk til forystu-
starfa og í þeim anda
munum við vinna.“