Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 23.05.1990, Qupperneq 58
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 58 Sigurður K. Ársæls- son - Minningarorð Fæddur 13. janúar 1979 Dáinn 14. maí 1990 Ekkert megnar að lýsa þeim sársauka sem heltók okkur er sú harmafregn barst, að ungur sonar- sonur okkar, Sigurður Kristinn Ar- sælsson, væri dáinn. Elsku drengurinn hann Siggi, þessi blíði, rólegi og ljúfi drengur er allur, aðeins 11 ára gamall. Hann hringir ekki oftar í ömmu né kemur í heimsókn til okkar. A vordögum lífs hans er ljósið skyndilega slökkt, líf hans í þessum heimi er á enda, án nokkurs fyrir- boða. Dauðinn er óvægur þar sem hann fer um og spyr ekki að aldri. Og þótt við spyrjum aftur og aftur: Ó, Guð, hví þurfti þetta að gerast? fáum við það eina svar að „Drottinn gaf og Drottinn tók“. Hvað er það ljós, sem lýsir fyrir mér þá leið, hvar sjón mín enga birtu sér? Hvað er það ijós, sem ljósið gjörir bjart og lífgar þessu tákni rúmið svart? Hvað málar „ást“ á æsku brosin smá og „eilíft líf“ í feiga skörungs brá? Hvað er þitt Ijós, þú varma hjartans von, sem vefur faðmi sérhvern tímans son? Guð er það ljós. (M. Joch.) Sigurður Kristinn fæddist 13. janúar 1979, yngri sonur Ingunnar Sigurðardóttur og Ársæls Baldvins- sonar, en fyrir áttu þau soninn Óskar Þór. En þrátt fyrir að leiðir skildu og Sigurður Kristinn fylgdi móður sinni og nyti umhyggju hennar og fósturföður sem reyndist honum afar vel, brá aldrei skugga á samband hans við föður sinn og Óskar, stóra bróður, samstaða þeirra og samband var kærleiksríkt svo af bar. Og ekki má gleyma litlu systur og litla bróður, sem fá nú ekki notið lengri tíma með elskuleg- um bróður sínum. Hulda Sædís, frænka hans og jafnaldra, mun sakna frænda síns og kveður kæran leikfélaga. Ég bið Guð að hugga og styðja mömmu hans og pabba, systkini og fósturföður, ömmu og afa úr Dölunum og gefi þeim styrk til að standast þessa sorgarraun. Ó, Guð, gefðu að minning litla drengsins sé það Ijós þitt sem lýsir og yljar okkur ástvinum hans, þá löngu daga og nætur sem framund- an eru. Við kveðjum nú litla drenginn okkar um stund, í þeirri trú að við hittumst öll að lokum aftur. Guð blessi hann og varðveiti. Amma og Bragi afi Það er einhver sárasti harmur sem hent getur, þegar hraust og heilbrigð börn eða ungmenni, full af starfsfjöri með allt lífíð framund- an að ætla má, eru skyndilega hrif- in burt fyrir fullt og allt yfir á ann- að tilverustig. Þetta máttum við svo átakanlega reyna þegar við fréttum að kvöldi dags þann 14. maí sl., að ungur vinur okkar og frændi, Sigurður K. Ársælsson, hefði þá fyrir stundu hrapað í klettum norð- an Helguvíkur hjá Keflavík og beð- ið bana nær samstundis. Fyrst í stað neitar maður að trúa slíkri frétt í von um að hún reynist illur draumur, misheym eða hugarburð- ur, en blákaldur veruleikinn verður ekki lengi umflúinn. Hver hefði trú- að því að morgni, að heimurinn yrði þessu sólskinsbarni fátækari, áður en þessi bjarti vordagur í gró- andanum væri að kvöldi kominn? Þá nótt sem í hönd fór áttu margir erfitt með svefn og sumum reyndist hugurinn ekki þjáll við próflestur næstu daga. En lífið heldur áfram á einum stað þótt það slokkni á öðrum. Ekkert líf er til einskis í þessum heimi. Að fæðast hefur sinn tilgang og að deyja hefur líka sinn tilgang. Við trúum því að þeir, sem ungir kveðja þennan heim, séu kall- aðir til æðri og meiri starfa í öðrum heimi. Sigurður litli var sonur Ingunnar Sigurðardóttur frá Köldukinn í Haukadalshreppi og Ársæls Bald- vinssonar, strætisvagnastjóra, sem ættaður er úr Stykkishólmi. Hann fæddist í Reykjavík og ólst upp þar og í Keflavík og um tíma átti hann heima í Reykjahlíð _við Mývatn. Systkini hans voru Óskar 14 ára og Sigrún Björk á þriðja ári. Nú síðast átti hann heima að Einholti 1 í Keflavík ásamt systur sinni, móður og stjúpföður. Samband móður og sonar var alltaf mjög náið og innilegt og er harmur hennar og söknuður því meiri en orð fá lýst. Systir hans litla átti jafnan þar sem hann var öruggt athvarf og leikfélaga, þegar móðirin þurfti að sinna störfum sínum innan heimiiis eða utan. Ungum var honum falið ábyrgðar- starf við gæslu og umönnun þessar- ar litlu systur, sem hann leysti af hendi af mikilli trúmennsku. Hon- um gat móðir hans ávallt treyst fyrir öllu heima við, ekki síst ef hún þurfti að bregða sér að heiman um stundar sakir. Einnig var samband hans við föður og bróður mjög kært og er söknuður þeirra því mikill. Okkur sem eftir þreyjum verður það stundum huggun harmi gegn að rifja upp síðustu sporin. Það var alltaf svo bjart yfír þessum dreng, sagði einhver. Hann var svo yfír- vegaður og rólegur og svo fullorð- inslegur í öllum háttum að maður trúir því vart, að hann hafi bara verið ellefu ára, sagði annar. Þegar ungur vinur hans þurfti að dveljast á sjúkrahúsi um lengri tíma, lét hann aldrei hjá iíða að nota hvert tækifæri sém bauðst til að gleðja hann með heimsóknum og þægja honum einhveiju lítilræði. Síðustu dagana hafði hann af hugsjón og eigin frumkvæði efnt til hlutaveltu ásamt félaga sínum til styrktar þessu ágæta sjúkrahúsi þar sem vinur hans hafði komist til góðrar heilsu. Honum entist ekki aldur til að skila ágóðanum en móðir hans lét það verða sitt fyrsta verk þegar hún hafði náð áttum eftir hið skelfilega áfall, að ljúka þessu ætlunarverki sonarins látna. Þannig hrannast upp minning- arnar. Ovíða undi hann sér betur en hjá afa og ömmu við búskapinn í Köldukinn og þangað stefndi hug- ur hans á vorin, enda ævinlega nógu að sinna í leik og störfum. Við minnumst líka ljúfra heimsókna hans, hve nærgætinn og hugulsam- ur hann var við systur sína og hve fagurt var samband þeirra mæðg- ina. Allt eru þetta perlur á bandi minninganna, sem geymdar verða í þakklátum huga. Ef ég hef vakið undrun einhverra vina minna með því að mæla svo mörgum orðum eftir jafn ungan dreng og Sigurð litla, þá bið ég virða mér til vorkunnar að ekki var auðvelt að sitja auðum höndum, þegar dóttir mín syrgir einn sinn besta frænda og leikbróður frá bernskudögum. Ég og fjölskylda mín vottum öll- um aðstandendum innilega samúð. Trú þú. Upp úr djúpi dauða drottins rennur fagrahvel. Einar H. Kristjánsson Sofðu sofðu góði sefa grátinn þinn, vef ég ijúflings ljóði litla drenginn rainn.' Svífur yfir sundi sár og þungur niður, þey, þey, þey, í blundi þér er búinn friður. (Guðm. Guðm.) Eliefu ára og kvaddur burt en 'skilur eftir djúpa minningu um hæglátan góðan dreng, sem ætíð var boðinn og búinn að hjálpa mömmu með litlu systur. Hann Siggi minn-, sagði sú stutta alltaf. Hann gaf okkur dýrmætar perlur á alltof stuttri ævi sinni. Megi góður Guð styrkja móður hans, föður, bróður og litlu systur. Gerða Einarsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem) Á svo kaldan og óvæginn hátt erum við minnt á hverfulleika tilver- unnar. Aðeins 11 ára og búinn að kveðja fyrir fullt og allt. Hver er eiginlega tilgangurinn að taka þennan litla elskulega glókoli frá okkur. Glókoll sem var svo rólegur en óskaplega duglegur, duglegur að hjálpa mömmu sinni, duglegur að passa litlu systur, duglegur í skóianum, vandvirkur við allt sem þurfti að gera. Fyrir 6 árum dvaldi Siggi litli á okkar heimiii í 3 mánuði ásamt móður sinni Ingunni og stjúpföður, Reyni Sigurðssyni. Það var varla að maður heyrði að barn væri á heimilinu svo rólegur og góður sem hann var. Það verða þung sporin er við fylgjum Sigga litla hinsta spölinn og felum hann Guði. En í hjörtum okkar allra sem þekktum Sigga litla eigum dýrmætar minningar sem munu gleðja okkur og styrkja í Minning: Gerður Jónsdóttir Fædd 9. október 1906 Dáin 15. maí 1990 Fátt var Gerði Jónsdóttur íjær skapi en mærð og mikið lof. Þó kemur mér fátt annað í hug þegar leiðir okkar skilur um sinn, en lofs- verðir eiginleikar hennar, sem ég er þakklát fyrir að hafa kynnst og notið allt frá því að vegir okkar lágu fyrst saman fyrir nímum ald- arfjórðungi. Þegar ég, ung að árum, fluttist • með eiginmanni mínumn norður í land og hann hafði vígst prestur til þjónustu í Hrísey á Eyjafírði í vetrarbyijun 1963, var Gerður, móðursystir hans, á Akureyri boðin og búin að verða okkur að liði hvenær sem hún gat komið því við. Hún var elst fjögurra systra, fædd á Akureyri þann 9. október 1906. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Júlíus Jónatansson, járnsmiður, sem var fæddur í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og Þórunn Friðjónsdóttir frá Sandi í Aðaldal. Rak Jón járnsmíðaverkstæði á Ak- ureyri um áratugi. Börn þeirra voru fímm: Bolli, sem lést 19 ára að aidri árið 1924, Gerður, Helga, Hlín, tengdamóðir mín sem lést 1973 og Guðrún. Þær systur tvær sem eftir lifa eru búsettar á Akur- eyrí. Indriði.i Indríðason segir um Jón föður Gerðar í Ættum Þingey- inga, að hann hafí verið „verkhag- ur og vandaður maður til orðs og æðis, sérlega vel látinn og virtur“. Kemst hann svo að orði, að þau hjónin hafi verið afbragðs mann- eskjur, hvort á sinn máta og vitnar tii eftirmæla um þau eftir tvö þin- geysk skáld: „Um Þórunni sagði Friðgeir H. Berg svo í minningar- ljóði: Sem dýrasta perla skal í minni mínu sú minning, er lætur þú í arf. Eftir Jón orti Konráð Vilhjálms- son. Þar er þetta: Þar var tiyggð og traust í barmi, trú og von og starfa-gleði, þrotlaus vilji og þróttur í armi, þolinmæði í róu geði allan dag að aftans beði. (Ættir Þingeyinga) Þegar ég les þetta erindi um föður Gerðar, fínnst mér það segja frá þeim mannkostum, sem eg hefi einmitt reynt í fari hennar, Tel ég á engan haiiað þótt ég fullyrði, að enginn hafi látið sér annara um hag okkar hjóna og barna okkar en Gerður frænka. Hún giftist aldrei og var ung að árum þegar það kom í hennar hlut að vejta heimili föður síns forstöðu, -Leftír að móðir hennár Iést aðeins 45 ára að aldri árið 1929. Reyndist hún vaxin þeim vanda og hefur sú reynsla þroskað þær móðurlegu til- finningar sem hún bar til systra sinna og afkomenda þeirra. Hún átti þess kost að nema húsmæðra- fræði og fór á Kvennaskólann á Blönduósi. Minntist hún oft dvalar sinnar þar og sérstaklega varð ég þess vör, hversy traustu vináttu- sambandi hún héit jafnan við skóla- systur sínar. Var það í samræmi við þá fágætu ræktarsemi við vini og vandamenn, sem hún jafnan sýndi. Lengstan starfsferil átti Gerður hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyi'C þar sem hún vann á bók- bandsvinnustofu frá 1915 til ársins 1980. Féll henni það starf næsta vel í hópi góðs samstarfsfólks og undi sér í návist bóka, sem voru eftirlætisdægradvöl hennar. Mörgum mun veitast auðveldar en mér að rekja ævisögu Gerðar Jónsdóttur, en því festi ég þessi kveðjuórð á blað, að ég á henni meira að þakka en flestum mér vandabundnum. Þegar á fyrstu jól- um okkar í Hrísey kom Gerður og dvaidist hjá okkur og upp frá því hefur hún verið jólagestur á heim- ili okkar í 26 ár og aldrei fallið hátíð úr. Undraðist ég oft dugnað hennar og viljafestu, þegar illviðri og ófærð hefðu átt að vaxa aldr- aðri og veikbyggðri konu í augum, en Gerður hélt ævinlega þá áætlun sem hún hafði sett sér, þótt aðstæð- ur væru oft vægast sagt óárenni- iegar. Börnin okkar sögðu ósjaldan: „Jólin byija ekki fyrr en Dæja frænka er komin." Og nú munum við finna til tómleika þegar þessi ljóssins hátíð gengur næst í garð. Þá /munu bjartar minningar um Gerði hrannast að. Hún hefur verið fastur „punktur" í tilveru okkar. Þegar við fluttumst í Laufás sumarið 1966 hringdi Gerður til þess að bjóðast til að gæta barn- anna og létta undir með mér. Og þannig hefur það ávallt verið síðan. Hún lét ekki einungis annt um börnin okkar meðan þau voru í bernsku, heldur var heimili hennar þeim jafnan opið, þegar þau fóru til framhaldsnáms á Akureyri. Það var okkur hjónunum ómetanlegur sorginni, því við grátum yfir því sem var gleði okkar. Guðni og Herdís Elsku Alli, Ingunn, Óskar og Sigrún. Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Guð gaf ykkur lítinn ljósgeisla sem nú er í góðum hönd- um. Oft hefur það verið sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska og það eru orð að sönnu. Þó Sigurð- ur litli hafí ekki verið nema 11 ára gamall, þá skilur hann eftir sig yndislegar minningar í hjörtum okkar allra. Sofí elsku litli frændi rótt. Hans er vel gætt: Því til hans, sem bðmin ungu blessar biðjura hann að lesa rúnir þessar heyrum, hvað hann kenndi hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins dýrðarhendi. (Sb. 1945 - M. Joch.) Linda og börn, Eiríkur og Ijölskylda, Sigurður og fjölskvlda, Kristján og fjölskylda, Hildur og fjölskylda. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Lítill drengur, ljós og fagur, er kallaður frá okkur. Það er erfítt að trúa því en Sigga hefur verið ætlað stærra og meira hlutverk í öðrum heimi. Þegar maður heyrir svona sorgarfrétt hrannast minn- ingarnar upp og þær hjálga manni að líta á björtu hliðarnar. Ég minn- ist Sigga brosandi og blíðan að leik við litlu systur sína sem á kannski hvað erfíðast með að skilja þetta. Ég kynntist Sigga fyrir nokkrum árum er hann og fjölskylda hans flutti í Mývatnssveit og urðu ná- grannar mínir. Ekki leið langur tími er tókst góð og traust vinátta á milli okkar og hefur sú vinátta hald- ist síðan þrátt fyrir lengri vega- lengdir en við höfum átt margar góðar stundir saman bæði hér og í Keflavík. Það fer margt öðruvísi en við ætlum. Fyrir nokkrum dögum var Siggi að ráðgera ferð austur í Mý- vatnssveit í sumar að hitta gömlu félagana sína, en það var önnur ferð sem lá fyrir honum. Elsku Ingunn, Reynir, Óskar og Sigrún litla. Ég finn sárt til þess að vera svona langt í burtu frá ykkur á þessari erfiðu stund. Við sendum ykkur öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét Jónsdóttir styrkur að vita af henni þar, að geta komið við í litlu stofunni henn- ar og þegið hlýjar móttökur þar sem ekkert var til sparað, því rausn og höfðingsskapur voru henni í blóð borin. Hún naut þess að veita og gaf ævinlega með sérstakri alúð. Um hveija gjöf var búið af vand- virkni og smekkvísi og ævinlega fylgdi með kveðja og árnaðaróskir ritaðar á vel valið kort. Sérstaklega er mér minnisstæður vakandi áhugi hennar fyrir því að bömin okkar stæðu sig í námi og starfi og mik- ið gladdi það hana þegar nafna hennar í Laufási hóf söngnám. Sagði hún mér eitt sinn frá því, að það hefði verið draumur sinn, þegar hún var ung, að læra söng. Hún hafði mikið yndi af tónlist og lærði á unglingsárum að spila á orgel. Tónleika sótti hún jafnan á Akureyri, þegar hún gat því við komið og átti sér ófá eftirlætistón- verk. Hún var menningarsinnuð án tilgerðar og yfírborðsmennsku, gaf fagurt fordæmi með einstökum vöndugleik til orðs og æðis. Það var okkur hollur skóli að njóta sam- vista við hana og ég vona sannar- lega, að börnin mín varðveiti þann arf, sem felst í því fordæmi, órofa tryggð, sívökulli umhyggju, sam- viskusemi, æðruleysi og vamm- lausu dagfari. Hún kvaddi þennan heim við vaxandi vorbirtu; óttalaus og án hiks mun hún ganga til fundar við Drottin sinn. Matthildur Jónsdóttir í Laufási.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.