Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
60
Kveðjuorð:
Guðmundur Jörunds■
son útgerðarmaður
Vinur minn, sem hér er kvaddur
hinstu kveðjunni, lagði á úthafið
mikla um hádegisbilið þann 14.
maí sl. Hann hefur örugglega ekki
þurft að setja stefnuna út í kortið,
þaðan af síður að notast við rad-
ar, ioran eða gírókompás. Eg tel
það víst að hans einlægi trúar-
styrkur og dulræna reynsla hafi
vísað honum leiðina til ljóssins á
ströndinni fyrir handan hafið.
Hann hefur ekki þurft á öðrum
siglingatækjum að halda. Hann
var ekki hár í loftinu þegar fór
að bera á því að hann var gæddur
dulargáfu í ríkum mæli. Dulræn
fyrirbrigði hafa fylgt mannkyninu
frá fyrstu tíð, þau hafa alltaf ver-
ið manninum merkilegt umhugs-
unarefni. Draumar og dulrænar
sýnir hafa sett líf og lit á hvers-
dagslífið, einkum og sérílagi á
afskekktum stöðum og í stijálbýli.
Menn hafa leitast við að ráða úr
þeim merkingu duldra örlaga. Ta-
lið er að óvíða sé eins mikið um
dulræna hæfileika og hér á landi.
Fjöldi fólks hefur einhveijar dul-
rænar gáfur, berdreymi, hugboð
eða skyggni. Vinur minn fór ekki
varhluta af þessari gáfu og hefur
ritað merka bók um reynslu sína
í þessum efnum, „Sýnir og sálfar-
ir“, en bókin kom út á sjötugsaf-
mæli hans árið 1982.
Sumarið 1949 var ég sem
stráklingur um borð í togaranum
Skutli frá ísafirði á síldveiðum
fyrir Norðurlandi. Það hafði verið
allgóð veiði um daginn út af Tjör-
nesi. Um kvöldið þurftum við að
skreppa til Húsavíkur með veikan
mann. Það var lónað útá, en róið
í land á öðrum herpinótabátnum.
Við bryggjuna lá Sæborgin frá
Hrísey, alveg á nösunum. Það
hafði verið háfað í dallinn svo út
af flaut, sannkölluð síldarhleðsla
svo vart var borð fyrir báru. Ung-
ur maður hljóp léttilega ofan úr
brú og framí lúkar. „Þama sérðu
hann Guðmund Jörundsson, einn
yngsta og aflamesta skipstjórann
á síldveiðiflotanum," sagði félagi
minn, sem stóð við hliðina á mér
í nótabátnum.
Mig óraði ekki fyrir því þá, að
leiðir okkar Guðmundar ættu eftir
að liggja saman um áratuga skeið.
Hann var mikill mannkostamaður
og drengur góður og okkur varð
vel til vina.
Guðmundur fæddist að Botni í
Grenivíkurprestakalli (Þorgeirs-
firði) þann 3. nóvember 1912.
Faðir Jörundur Jörundsson út-
vegsbóndi (f. 20. júní 1885, d. 24.
nóvember 1961) sonur Jörundar
Jónssonar útvegsbónda (f. 25. des-
ember 1826, d. 1. október 1888)
en hann keypti jörðina Syðstabæ
í Hrísey árið 1862 og rak þar
búskap og umfangsmikla útgerð,
einkum hákarlaveiðar, til æviloka.
Annálaður sjósóknari og aflamað-
ur. Var löngnrm kenndur við þær
veiðar, sem voru honum einna
hugleiknastar og nefndur „Há-
karla-Jörundur“. Hann var tví-
kvæntur. Kona I (5. október
1853); Svanhildur (f. 17. júlí 1834,
d. 10. ágúst 1875) Jópsdóttir á
Bakka í Svarfaðardal Jonassonar.
Börn þeirra er upp komust: Jó-
hannes hafnsögumaður og útgerð-
armaður í Hrísey, Sigtryggur í
Hringsdal á Látraströnd, Björn
útgerðarmaður í Hrísey, Loftur fór
til Vesturheims. Kona II (8. nóv-
ember 1876): Margrét (f. 3. mars
1849, d. 22. ágúst 1921) Guð-
mundsdóttir á Moldhaugum, Arnf-
innssonar. Börn þeirra er upp
komust: Svanhildur átti Pál út-
gerðarmann Bergsson í Hrísey,
Sigrún átti Odd skipstjóra Sig-
urðsson s.st., Guðmundur útgerð-
armaður og skipstjóri í Þorgeirs-
firði, Aðalsteinn verkstjóri á Akur-
eyri, Þorgerður átti Jón Bergsson
í Ólafsfírði, Jörundur útgerðar-
maður í Hrísey. Ennfremur ætt-
leiddi Jörundur son seinni konu
sinnar, Þorstein vegaverkstjóra.
Jörundur Jörundsson, faðir
Guðmundar, kvæntist 9. júní 1908
Maríu Friðriku (f. 9. júní 1886,
d. 18. október 1940) Sigurðardótt-
ir skútuskipstjóra frá Skarðsdal í
Siglufírði Gunnlaugssonar og k.h.
Kristínar Antonsdóttur. Hún þótti
afar dulræn en flíkaði því lítt.
Guðmundur telur líklegt að hann
hafí erft sína dulrænu hæfileika
frá henni Kristínu ömmu sinni.
Þau María og Jörundur fluttu
til Þorgeirsfjarðar giftingarárið
sitt (1908) og ráku þar útgerð og
búskap til eigin nota. Árið 1915
flyst Jörundur með fjölskylduna
búferlum til Hríseyjar og rekur
þaðan útgerð á vélbátum og stærri
skipum ásamt síldarsöltun, er
hann rak í félagi við Guðmund son
sinn.
Þeim Maríu og Jörundi varð 6
barna auðið, þau eru: Jenný átti
Kristófer Guðmundsson í Hrísey,
Sigríður átti Júlíus kaupmann og
útgerðarmann Oddsson s.st., Guð-
mundur, sem hér er kvaddur, Sig-
urður Valgeir stýrimaður, lést af
skotsárum, er þýski kafbáturinn U
37, undir stjórn Nicolais Clausen
kafbátsforingja gerði hina fólsku-
legu árás á línuveiðarann Fróða
11. mars 1941, Þorsteinn drukkn-
aði 14 ára og Þorgerður átti Hilm-
ar Garðarsson skrifstofustjóra.
Guðmundur var aðeins 13 ára
þegar hann hóf róðra með föður
sínum á 10 lesta báti, mb. Höfr-
ungi EA 415. Vorið 1930 var
Guðmundur vélstjóri á mb. íslandi
EA 383, það var aðeins 6 lesta
bátur með 15 ha. Bolinder-vél.
Faðir hans sem var formaður á
bátnum veiktist af liðagigt og gat
ekki farið í róður, Fól hann nú
Guðmundi syni sínum sem aðeins
var 17 ára að aldri formennskuna.
Þann 22. maí 1930 hlaut Guð-
mundur eldskírnina í eftirminni-
legum róðri, sem hann greinir frá
í bók sinni „Sýnir og sálfarir" bls.
20-24.
Guðmundur reyndist strax afla-
sæll og úrræðagóður formaður.
Hann tók vélstjórapróf 1931. Það
mun hafa verið ári síðar sem hann
réðst til Siguijóns Einarssonar á
bv. Garðari frá Hafnarfirði. Sigur-
jón var þjóðkunnur aflamaður og
farsæll skipstjóri. Það hefur verið
góður skóli að vera með Siguijóni
á Garðari, enda tókst með þeim
ævarandi vinátta og síðar gerðist
Siguijón skipstjóri á togara Guð-
mundar, bv. Jörundi EA 335, og
var þar í 3 ár eða þar til hann
hætti á sjónum.
Guðmundur lauk prófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík vorið
1936 með góðri einkunn. Sama
vor keypti hann ásamt föður sínum
línuveiðarann Sæborgu, 70 lesta
gufuskip. Og þar með hefst út-
gerðarsaga Guðmundar Jörunds-
sonar. Sú umfangsmikla saga
verður rakin af öðrum hér í blað-
inu.
Fyrstu kynni okkar Guðmundar
hófust sumarið 1950 en þá var ég
loftskeytamaður á bv. ísborg frá
ísafírði. Töluðum við þá saman í
talstöðvum skipanna. Það var svo
seinnipart vetrar árið 1961 er ég
var ásamt skipstjóra mínum,
Helga Kjartanssyni, að hætta
störfum á togaranum Uranusi, en
skipið hafði verið í klössun frá þvi
um haustið. Við Guðmundur vor-
um að tala saman í síma. Hann
sagði mér meðal annars að Þor-
steinn Auðunsson skipstjóri á bv.
Narfa væri að hætta skipstjóm
þar. Ég spurði þá Guðmund hvort
ég ætti ekki að útvega honum
góðan skipstjóra og benti honum
á Helga. Eftir að þeir Helgi og
Guðmundur höfðu rætt málin var
ákveðið að Helgi tæki við skip-
stjórn á Narfa í maímánuði 1961.
Heigi hafði gengið út frá því
við Guðmund þegar þeir gerðu
með sér samkomulag að hann
kæmi aðeins með fyrsta stýrimann
og loftskeytamann af Uranusi.
Þeir skipveijar sem væru á Narfa
gætu haldið sínum plássum að
öðru leyti, ef þeim sýndist svo.
En þeir sem fylgdu Helga auk
mín voru þeir Johannes Sigur-
bjömsson fyrsti stýrimaður og
Kristinn Guðmundsson netamað-
ur.
Við fórum í fyrsta túrinn á
Narfa að kvöldi 26. maí. Þegar
ég gekk fram Faxagarðinn renndi
Tryggvi Ofeigsson á bifreið sinni
upp að hliðinni á mér og sagði:
„Þú verður ekki lengi hjá honum
Guðmundi Jörundssyni, en þú
manst að þú getur alltaf fengið
pláss hjá mér aftur á togara eða
skrifstofunni ef ekki vill betur til.
— Vertu blessaður.“
Tryggvi reyndist ekki sannspár
í það skiptið, því ég átti eftir að
vera hjá Guðmundi í mörg ár, eða
þar til ég hætti til sjós.
Helgi aflaði frábærlega vel á
Narfa, og var við toppinn með
afla næstu tvö árin.
Vorið 1962 skall á togaraverk-
fall. Guðmundur var nú aldeilis
ekki á því að láta skipið liggja
lengi aðgerðarlaust bundið við
bryggju. Hann kom því Narfa í
leiguflutninga. Það var haldið
norður á Akureyri og síðan til
Svalbarðseyrar og lestuð úm 300
tonn af kartöflum frá KEA. Farm-
inn fluttum við til Leith, en margt
er skrítið hjá okkur íslendingum,
því gegnt okkur við bryggjuna lá
ms. Gullfoss með öllu meira af
pólskum kartöflum en það magn
er við fluttum út að heiman.
Pólsku kartöflurnar áttu að hafna
á borðum íslendinga. Frá Leith
var haldið til Haugasunds í Noregi
til að sækja síldartunnur sem flytja
átti til íslands. Við fórum tvær
ferðir til Haugasunds og lönduðum
tunnufarminum á Norður- og
Austurlandshöfnum. Verkfallinu
lauk í júlí og þá var haldið til veiða
að nýju.
Guðmundur hafði fengið pata
af því að góður markaður væri
fyrir frosinn fisk í Englandi. Því
afréð hann að láta breyta Narfa
I frystitogara hjá skipasmíðastöð
í Bremerhaven. Eftir áramótin
1963 var fiskað fyrir Englands-
markað og landað í Hull í febrú-
ar. Guðmundur bauð okkur til
kvöldverðar á glæsilegu hóteli þar
í bæ. Þá mun hann hafa haft í
hyggju að kaupa aftur togarann
Jörund, sem hann hafði selt þegar
hann lét smíða Narfa. Jörundur lá
í einhverri höfn í Englandi í hálf-
gerðu hirðuleysi. Hann spurði okk-
ur hvort við værum ekki tilleiðan-
legir til að sækja fyrir sig skipið
meðan Narfí væri í breytingunni
og var það auðsótt mál. En þetta
mun hafa lognast útaf einhverra
hluta vegna. Frá Hull fórum við
til Grimsby og voru vélar og fiysti-
tæki sem setja átti í skipið í Þýska-
landi tekin um borð. Guðmundur
sigldi með okkur til Bremerhaven
og þar sem við vorum heldur fálið-
aðir um borð tók hann eina
stímvakt og var ég með honum á
vakt.
Þrátt fyrir ruddabrælu eftir að
við fórum frá Spurn var komið
besta veður og glaðasólskin dag-
inn eftir. Við Guðmundur vorum
á stímvaktinni eftir hádegið. Hann
var í besta skapi og söng við
raust. Ég stóð við bakborðs-brúar-
gluggann, hálf lumpinn eftir gleð-
skapinn í Hull kvöldið áður. Það
fannst Guðmundi alveg ótækt og
sagði mér að fara niður í skip-
stjóraíbúð og sækja kampavínsfl-
ösku mér til hressingar. Það leið
heldur ekki á löngu þar til við
vorum famir að syngja dúett. Þess
skal getið að Guðmundur var
reglumaður á vín, dreypti einstöku
sinnum á bjórglasi og þá af léttari
tegundum.
Ekki var dvölin hjá okkur sem
heim áttum að fara löng í Bremer-
haven. Við fórum daginn eftir
komuna þangað með togurum sem
þar höfðu verið að íanda, en vél-
stjórarnir urðu eftir ásamt mat-
sveini.
Eftir heimkomuna fór ég að
vinna á skrifstofu útgerðarinnar,
þar voru fyrir auk Guðmundar
hans hægri hönd, skrifstofustjór-
inn Bijánn Jónasson, sem starfaði
með Guðmundi um langt árabil
bæði á Akureyri og í Reykjavík
og fluttist með honum að norðan,
þar var og frú Guðbjörg Hannes-
dóttir, hún vann alla tíð á skrif-
stofu útgerðarinnar og síðast í
hlutastarfi. Það var létt yfír þessu
fólki og Guðmundur ávallt hrókur
alls fagnaðar og stutt í glensið.
I aprílmánuði flugum við út til
að sækja skipið. Guðmundur tók
á móti okkur í Hamborg og ók
okkurtil Bremerhaven. Nokkurtöf
varð á því að verkinu væri að fullu
lokið. Ékki þurftum við að sitja
iðjulausir því næg verkefni voru
fyrir hendi. Guðmundur ræsti okk-
ur snemma á morgnana og kom
okkur til vinnu. Þrátt fýrir ýmsar
uppákomur og tafír af hálfu verk-
taka, sá Guðmundur alltaf ljósu
hliðarnar á málunum og gerði
gott úr öllu.
Þegar við vorum að prufukeyra
frystitækin veiktist Helgi skip-
stjóri skyndilega svo við urðum
að skilja hann eftir á sjúkrahúsi.
Jóhannes stýrimaður tók þá við
skipinu og sigldi því heim og fór
með það á veiðar 11. maí. Guð-
mundur fór út með okkur til að
vera viðstaddur meðan verið væri
að prófa frystitækin. Þá sendi fyr-
irtækið í Englandi tvo tæknimenn
til að fylgjast með frystibúnaðin-
um sem var framleiddur af Hall-
ford-verksmiðjunum í Dartford.
Það var farið suður á Selvogs-
banka og tekin nokkur hol, veiði
var frekar treg. Frystitækin
reyndust í lagi. Því fór Guðmund-
ur í land í Grindavík en við stímuð-
um áleiðis til Vestur-Grænlands.
Það var haldið norður á Nafn-
lausabanka sem er út af Fredriks-
haab. Sunnar var hvergi hægt að
komast á togslóð sökum íss. Við
lentum strax í mokfiskiríi. Frysti-
tækin höfðu engan veginn undan.
Frystigetan átti að vera 22 tonn
á sólarhring en því fór fjarri að
hægt væri að frysta með þeim
afköstum þó nægur væri aflinn.
Þá bilaði eitt frystitækið af 6 svo
ekki var hægt að nota nema 5
frystitæki það sem eftir var af
túrnum. Það var því látið reka á
bankanum langtímum saman með-
an beðið var eftir frystingu.
Þarna á slóðinni var skuttogar-
inn Lord Nelson, samskonar skip
og Guðmundur ætlaði upphaflega
að láta smíða þegar hann réðst í
að láta smíða Narfa. Ráðherra sá
sem fór með þau mál fyrir hönd
ríkisstjórnarinnar hér heima neit-
aði honum um leyfí, til að láta
smíða skuttogara, „íslendingar
hafa ekki efni á experimentum."
(En þá var komin góð reynsla á
skuttogara erlendis, má þar nefna
þýska skuttogarann Sagitta og
enska togarann Fairtry og fleiri
skip.) Norman skipstjóri á Lord
Nelson sagði mér þá að verðfall
hefði orðið í Englandi á frosnum
físki og þeir fiskuðu nú eingöngu
í ís þar sem afli væri svona góð-
ur. Þeir höfðu nefnilega tvær lest-
ir, þ.e. 150 tonna lest fyrir frosinn
físk og aðra 150 tonna lest fyrir
ísaðan fisk, en þetta fyrirkomulag
gat ekki verið á Narfa þar sem
frystitækin urðu öll að vera á bak-
borðssíðunni og trollið tók alla
stjórnborðssíðuna.
Guðmundur hafði verið forsjáll
og samið um fast verð fyrir aflann
í Englandi og furðaði Norman sig
á því hvernig hann hefði fengið
það í gegn.
Þrátt fyrir allar tafirnar komum
við til Reykjavíkur fyrripart júní-
mánaðar og lönduðum 7 tonnum
af dekki, því nú voru lestirnar
fullar af frosnum fiski. Landað var
í Grimsby 306,6 lestum og fengum
fyrir það £17-142-2-4 umreiknað
í ísl. krónur á þeim tíma kr.
2.061.853,79 plús það sem landað
var heima kr. 23.352,40 eða sam-
tals fyrir túrinn kr. 2.085.206,19.
Þetta þótti viðunandi á þessum
tíma.
Á þessum árum var þorskveiði
farin að tregast á íslandsmiðum.
Samkvæmt samningnum við Breta
máttum við einungis koma með
þorsk, ýsu og lúðu, í aflanum
máttu aðeins vera 5 tonn af karfa,
5 tonn af ufsa og 5 tonn af steinbít.
Það var því ógerlegt að ná þess-
ari aflasamsetningu nema á fjar-
lægum miðum þar sem aflinn var
mestmegnis þorskur. Uppistaðan
í afla togaranna á heimamiðum
var mestmegnis ufsi og karfí. Það
varð því að sækja á Grænland-
smiðin. Það fóru því um og yfír
50 dagar í hvern túr með viðkomu
í Reykjavík, og löndun í Grimsby.
Bretarnir lönduðu ekki frosnum
fiski í rigningu, lokuðu lestum og
fóru heim og komu ekki aftur til
löndunar fyrr en stytti upp. Þetta
olli óhjákvæmilegum töfum.
Helgi skipstjóri kom um borð
eftir veikindin þann 1. júlí 1963
og tók við skipinu. Helgi hélt
áfram að stunda Grænlandsmiðin.
Loftur Júlíusson, sem var skip-
stjóri hjá Salversen-útgerðinni í
Bretlandi á Fairtry-skuttogurun-
um tók sér frí frá störfum ytra
og leysti Helga af áramótatúrinn .
1963-64. Farið var frá Reykjavík
þann 19. desember og fiskað á
bönkum fyrir sunnan Nýfundna-
land og þaðan beint af miðunum
án viðkomu heima og landað í
Grimsby. Skipið kom ekki til
Reykjavíkur fyrr en 20. febrúar.
Helgi skipstjóri kemur aftur um
borð og er með skipið þar til í
febrúar 1965. Á þessu tímabili
stundaði Helgi aðallega Ný-
fundnalandsmiðin og fiskimiðin út
af Nova Scotia, og landaði nokkr-
um sinnum í Þýskalandi.
Þegar Helgi hætti tók Loftur
Júlíusson við skipstjóm á Narfa
þann 27. febrúar og er með skipið
í rúmlega eitt ár.
í janúar 1966 tekst Guðmundi
að gera ramning við Rússa um
kaup á heilfrystum físki og skipti
nú til hins betra. Mjög gott verð
fékkst fyrir fiskinn og mátti hirða
allar tegundir. Áætlað var að landa
aflanum í Arl^angelsk eða Vent-
spils. Fiskblokkirnar áttu að pakk-
ast um borð í pappaumbúðir. Þeg-
ar komið var á miðin við Nova
Scotia, kom í Ijós að eftir að fisk-
blokkunum hafði verið rennt í
umbúðirnar og talsvert af papp-
aumbúðum var í lestinni tókst
ekki að halda nægilegri kælingu
eða mínus 26 gráðum á C. Guð-
mundur hafði því snar handtök
að vanda. Lét hætta að pakka fisk-
inum um borð. Leigði frystihús
Norðurstjömunnar í Hafnarfírði
og samdi við skipshöfnina um að
taka þátt í leigu á frystihúsinu og
væntanlegum pökkunarkostnaði,
á móti kom að hætt var við að
láta skipið.sigla. Við það sparaðist
mikill tími og svo mátti ugglaust