Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
+
Móðir okkar,
SIGURJÓNA SOFFÍA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Freyjugötu 17B, frá Saltvfk á Kjalarnesi,
andaðist á Borgarspítalanum 21. maí.
Hulda Ragna Magnúsdóttir,
systur, tengdadóttir,
börn og barnabörn.
Maðurinn minn,
SKJÖLDUR EYFJÖRÐ STEFÁNSSON,
lést á Borgarspítalanum aðfaranótt sunnudagsins 20. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd barna, barnabarna og fósturbarna,
Guðlaug Magnúsdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín,
ÁSTA JENNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
Bústaðavegi 75,
andaðist á Borgarspítalanum 22. maí. Jarðarförin auglýst síðar.
Sveinn H. M. Ólafsson
+
Móðir okkar og tengdamóðir
GUÐRÚN EIRÍKSDÓTTIR,
andaðist í Landspítalanum 21. maí.
Guðrún Egilsdóttir, Björn Björnsson
Sigurður Egilsson, Guðbjörg Valdimarsdóttir.
+
Ástkær móðir, amma og langamma,
GÍSLÍNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR
frá Baldurshaga,
Vestmannaeyjum,
andaðist 21. maí á Sólvangi, Hafnarfirði.
Sesselja Andrésdóttir,
Arndfs Friðriksdóttir, Ingimundur Helgason,
Andrés Haukur Friðriksson, Helga Pétursdóttir
og barnabarnabörn.
+
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
INGIMUNDUR GUÐMUNDSSON
fyrrverandi verkstjóri,
Langholtsvegi 96,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 21. maí.
Ástríður Guðmundsdóttir
og börn.
+
Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA DAGBJÖRT ÞÓRARINSDÓTTIR,
Hátúni 47,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 25. maí kl. 15.00.
Andrew Þorvaldsson,
Sigrún Andrewsdóttir, Grétar Áss Sigurðsson,
Kristín Andrewsdóttir, Kristján Jóhannsson,
Hulda Hjálmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir mín, tengdamóðir og amma okkar,
INGVELDUR STEFÁNSDÓTTIR
frá Kleifum í Gilsfirði,
sem andaðist 16. maí sl., verður jarðsungin miðvikudaginn 23.
maí kl. 13.30 frá Bústaðakirkju.
Stefán Guðbergsson, Sigríður Hjartar,
Hjörtur Stefánsson,
Bergur Stefánsson,
Hlynur Stefánsson.
Baldvin L. Sigurðsson
frá Hælíivík - Minning
Hinn 12. þ.m. lést á Vífilsstaða-
spítala Baldvin Lúðvík Sigurðsson
og hafði hann dvalið þar síðustu
þrjá mánuði. Þar með var lokið
miklu veikindastríði sem segja má
að staðið hafi síðustu 20 árin.
Baldvin fæddist 26. janúar 1928
í Hælavík á Hornströndum, sonur
hjónanna Stefaníu Halldóru Guð-
mundsdóttur og Sigurðar Sigurðs-
sonar, sem þar bjuggu. Þau hjónin
áttu þrettán börn, sjö dætur og sex
syni og eru nú fimm bræðranna
látnir.
Baldvin ólst upp á þeim tímum
er unglingar áttu ekki margra kosta
völ, þó svo að hugur stæði til náms;
því að lífsbaráttan var hörð og
óvægin. Enda ungur að árum er
hann tók hverja þá vinnu er til féll,
til sjós eða lands og þótti hvarvetna
hinn besti starfskraftur.
Árið 1952 hóf hann sambúð með
Halldóru Guðmundsdóttur. Átti hún
þá fyrir soninn Sævar Jensson sem
Baldvin gekk í föðurstað. Árið 1956
gengu þau svo í hjónaband.
Þau Halldóra og Baldvin eignuð-
ust sjö börn og eru þau; Anna
María, nemi í Háskóla íslands, gift
Hrafni Karlssyni, vélvirkja, og eiga
þau þrjú börn. Garðar, bókmennta-
fræðingur, kvæntur Kristínu Við-
arsdóttur, kennara, og eiga þau
eitt barn. Baldvin, sjómaður,
kvæntur Bjarneyju Ingvarsdóttur
og eiga þau tvö börn og eru búsett
á Reyðarfirði. Hafþór sem á tvö
börn, Stefán, Arnór og Þórir.
Arnór hefur alist upp hjá föður-
systur sinni Sigurborgu og hennar
manni, Jóhanni Björgvinssyni, í
Grænuhlíð við Reyðarfjörð.
Þau hjón Halldóra og Baldvin
urðu fyrir þeirri þungu sorg að
missa tvo af sonum sínum af slys-
förum með aðeins fimm vikna milli-
bili; Sævar sem tók út af bát sem
hann var á og drukknaði og Þórir
yngsta barn þeirra aðeins 17 ára
er fórst í bílslysi. Varð þétta þungt
áfall, ekki bara þeim hjónum heldur
einnig öllum nánustu ættingjum.
En lífíð heldur áfram þó vinir og
Haraldur Runólfs-
son bóndi — Minning
Fæddur 27. apríl 1902
Dáinn 16. mars 1990
Við systkinin vorum fyrir nokkru
viðstödd greftrun Haraldar bónda
Runólfssonar í Hólum á Rangárvöll-
um. Sú athöfn fór fram við bæjar-
tóftir gamla Næfurholts, þar sem
stórfjölskylda þeirra Næfurholts-
systkina hefur helgað sér fjöl-
skýldugrafreit. Við höfum aldrei
verið við eins fallega, sterka og ein-
falda athöfn. Þar lagðist allt á eitt,
einstakt staðarval sem almættið
klæddi hvítri skikkju og kórónaði
síðan með heiðskírum himni yfir
fjallasal þeirra Næfurholtssystkina.
Athöfnin sjálf var sterk í einfald-
leik sínum, allt var hreint og tært
eins og snjóbreiðan sem huldi jörð-
ina. Aðeins nánustu skyldmenni,
vinir og nágrannar voru viðstödd.
Tveir frændur hins látna sungu
nokkur falleg ættjarðariög og sálma
og ungur kvenprestur, Halldóra
Þorvarðardóttir, jarðsetti. Að
síðustu kom kveðja til líkmanna frá
Haraldi bónda, en hann hafði mælt
svo fyrir að líkmenn skyldu skála
yfir moldum sínum og var það gert.
Við erum svo lánsöm að afasyst-
ir okkar, Guðný heitin Guðnadóttir,
reisti sér lítið sumarhús, Birkilaut,
í landi Næfurholts og Hóla árið
1944. Það varð til þess að við og
margt skyldfólk okkar kynntumst
Haraldi og konu hans Guðrúnu
Laufeyju Ofeigsdóttur og systkin-
um hennar í Næfurholti. Þau kynni
sem frænka okkar heitin skóp við
þetta heiðursfólk hefur verið okkur
öllum til mikillar gæfu.
Haraldur var fæddur 27. apríl
1902 í Mykjunesi í Holtum í Rang-
árvallasýslu. Foreldrar hans voru
hjónin Runólfur Einarsson bóndi og
Sigríður Magnúsdóttir. Haraldur
réðist ungur sem vinnumaður að
Næfurholti, en þar bjuggu þá hjón-
in Ófeigur Ófeigsson og Elín Guð-
brandsdóttir. Eftir lát Ófeigs bónda
gerðist Haraldur bústjóri Elínar og
var það um margra ára skeið. Þau
Ófeigur og Elín áttu fímm börn og
er Guðrún Laufey þeirra elst, þá
Ófeigur, síðan tvíburarnir Jónína
og Geir og yngst var Ragnheiður,
en hún er nú látin.
Þau Haraldur og Guðrún felldu
hugi saman og gengu í hjónaband
1929. Þau eignuðust sjö börn. Þau
eru: Ófeigur sem dó í bernsku,
Sverrir bóndi í Sefsundi kvæntur
Svölu Guðmundsdóttur, Elín Björk
sem var gift Gunnari Klemenssyni
bónda í Svínhaga, sem nú er látinn,
en seinni maður hennar er Magnús
Klemensson á Hellu, Klara Hall-
gerður gift Heiðmundi Klemenssyni
bónda á Kaldbak, Sigríður Erla gift
Klemensi Erlingssyni búsett á Sel-
fossi, Ester Helga ógift og býr í
Hólum, Guðrún Auður sem býr í
Hólum með manni sínum Kristjáni
Gíslasyni.
Haraldur og Guðrún reistu nýbýl-
ið Hóla í landi Næfurholts árið 1943
og hafa búið þar síðan. Þau hafa
alla tíð lifað í ástríku hjónabandi
og samheldni fjölskyldunnar verið
mikil, enda börn þeirra flest búið í
Hólum eða á nærliggjandi bæjum.
Haraldur var dugmikill bóndi en
fékkst einnig við ýmis önnur störf.
Framan af ævinni fór hann á ver-
tíðir og þótti afbragðs róðramaður,
einnig var Haraldur mikil refa-
skytta og mörgum ferðamanninum
hefur hann leiðbeint yfir stórfljót
og öræfi landsins. Hestamaður var
hann ágætur og átti oft marga og
góða hesta.
Það var einmitt á hestum sem
við kynntumst Haraldi fyrst, en
hann feijaði okkur oft frá Skarði
eða Leirubakka á Landi yfir Ytri-
Rangá í Hraunteig, en í jaðri hans
stóð sumarhús Guðnýjar frænku
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærs sonar, bróður,
unnusta og barnabarns,
MAGNÚSAR JÓNS MAGNÚSSONAR,
Brúarholti 5,
Ólafsvík.
Hrönn Héðinsdóttir,
Héðinn Magnússon,
Hafþór Magnússon,
Guðrún Sigurbjörg
Óskar Jacobsen,
Guðrún Magnúsdóttir,
Vigfús Elvan Friðriksson,
Sæbjörn Elvan Vigfússon,
Vigfús Elvan Vigfússon,
Hafrún Elvan Vigfúsdóttir,
Guðmundsdóttir,
Héðinn Hermóðsson,
Hólmfríður Jónsdóttir.
nánir ættingjar hverfi á braut en
minningar sem aldrei gleymast eru
þó huggun í erli dagsins og þannig
er við fráfall Baldvins. Við systkin-
in og aðrir venslamenn stöldrum
við og yljum okkur við minningam-
ar frá æskudögum og samveru-
stundum á hátíðis- og tyllidögum
og ég sendi Halldóru, börnum og
bamabörnum innilegustu samúðar-
kveðjur og þakka allar liðnar stund-
ir.
Guðrún Rósa Sigurðardóttir
okkar.
Haraldur var mjög rismikill, hann
var fríður maður og grannur, hafði
léttar hreyfíngar og augnaráðið var
allt í senn, hvasst og undur blítt,
en fyrst og fremst fjörmikið undan
loðnum augabrúnum. Sögumaður
var hann ágætur og það var mjög
gaman að hlusta á Guðnýju frænku
okkar og Harald taka tal saman,
því bæði voru margfróð og kjarnyrt
og létu ýmislegt fjúka. Haraldur
var mannblendinn og hafði unun
af að taka vel á móti gestum og
fórst það einkar vel með dyggri
aðstoð Guðrúnar konu sinnar, en
flatkökur og ijómapönnukökur
hennar eru óviðjafnanlegar.
Haraldur var mikill ættjarðarvin-
ur og hann elskaði sveitina sína
öðru fremur. Það undrast heldur
enginn sem þekkir til á Rangárvöll-
um og Landmannaafrétti, en þar
átti Haraldur ótalin spor við smala-
mennsku, veiðiskap og tófuleit.
Nábýli við Heklu ægifagra og mis-
kunnarlausa hlýtur einnig að hafa
djúpstæð áhrif á fólk, en aldrei
heyrði ég Harald eða nokkurt Næf-
urholtssystkina kvarta undan því,
þrátt fyrir ýmsar búsifjar sem þau
hafa hlotið af nálægðinni við fjalla-
drottninguna. Ef til vill hefur Einar
Benediktsson haft þetta landssvæði
í huga er hann orti hið fallega kvæði
Fjallaloft, en fyrsta erindi þess er
svona:
Um jörð og hjörð er heiður friðarbjarmi.
Hér hallast byggðin örugg Qalls að barmi,
og býlin hvíla sæl og sumarheit
í sólgljá undir léctum jökulhvarmi.
Hér má sjá íslenskt yfirbragð á sveit,
við eyðisvæðin há og mikilleit.
Okkur systkinin langar að þakka
Haraldi, Guðrúnu og Næfurholts-
systkinunum öllum, þá miklu bless-
un að fá að njóta landsins þeirra
með þeim og samvistanna við þau
sjálf, það hefur gefið okkur mikið.
Legstaður Haraldar Runólfsson-
ar gnæfir yfir sveitinni hans í miðju
túni gamla Næfurholts, þar hvílir
íslenskur bóndi.
Friður sé með honum.
Hildur, Soffia og Páll.