Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 68

Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 68
68 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990 ©1989 Universal Prest Syndicale „ þe/'r Xttu f/ytja. joun frttotí J&núar— frá eraut ódjr&rcx." Þetta er erfitt tilfelli. Hann heldur því fram að hann sé óbilaður ... Með morgnnkaífinu Hvað ætti ég að nefna ef pabbi og mamma spyrja mig um hvað það sé í fari þínu sem dró mig að þér? Tillitsleysi í umferðinni Til Velvakanda. Eg er reykvísk stúlka rétt um tvítugt. Ég hef verið á bíl síðan ég fékk bílpróf fyrir rúmum þrem- ur árum. Ég ek núna á litlum fólksbíl með utanbæjarnúmeri. Hef ég einnig verið á R-númeri. Aldrei hefur mér liðið eins illa í umferð- inni og að keyra um í bíl á Reykjavíkursvæðinu með utanbæ- jarnúmeri. Það er svoleiðis svínað á manni og flautað, það skiptir ekki máli ef ég er með börn í bílnum. Hinn 15. maí var ég að keyra Hverfisgötuna og var þá stödd hægra megin á akreininni. Þegar ég nálgaðist gatnamót Smiðjustígs og Hverfisgötu byijaði bíllinn til vinstri við mig, auðvitað, að beygja til hægri að mér. Ég neyddist auð- vitað til að beygja til hægri og hægja á mér — því ekki vildi ég negla, því þá hefði ég fengið bíl aftan á mig. Ég flautaði á hann en ekki virtist sem hann heyrði í mér svo að ég hékk á flautunni. Hinn bíllinn var ljósdrapplitur Volvo og ætlaði ökumaðurinn auð- sjáanlega að fara í stæði sem hann sá. Með þeim afleiðingum að ég var næstum búin að aka á bíl sem kom frá Smiðjustíg og beið eftir því að komast inn á Hverfisgöt- una. Ekki veit ég hvort maðurinn hélt að ég ætlaði að taka stæðið eða hvort hann hefur nokkuð litið í spegilinn til að athuga hvort væri í lagi að beygja. Með því að hafa stefnuljós á bílnum getur maður sýnt öðtum í umferðinni hvað maður ætlar að gera, með því að gefa stefnuljós í tíma en ekki hvað maður er að gera, með því að gefa stefnuljós um leið og maður gerir eitthvað. En svo eru það sumir sem virðast vera búnir að gefa öll sín stefnuljós. Hvernig væri nú að fara að sýna kurteisi og" þolinmæði í umferðinni. Frekar myndi ég vilja missa mínútu úr lífi mínu en að missa lífið á einni mínútu. E.L.A. Gerum borgina okkar snyrtilega Til Velvakanda. Tökum höndum saman og ger- um borgina okkar snyrtilega. Hreinsun í kringum hús og í görð- um borgarinnar er hafin af fullum krafti og veitir ekki af, því sum- Þakkir Til Velvakanda. Við konurnar sem dvöldum að Frumskógum 5, dagana 4. til 13. maí, viljum senda Helgu og Gísla Sigurbjörnssyni og starfsfólki þeirra okkar bestu þakkir fyrir all- ar góðgerðir og gott viðmót, er við urðum aðnjótandi. Megi gæfan fylgja ykkur og staðnum um ókomna tíð. Þakklátar konur Víkveiji Fleiri en Víkveiji hafa líklega tekið eftir þvi, að borgaryfir völd hafa ekki tekið af skarið um heiti útsýnishússins á Öskjuhlíð, sem oft er nefnt Perlan manna á meðal og hefur verið kallað það hér á síðum blaðsins. Ástæðuna fyrir því að ekki hefur verið tekið af skarið í þessu efni má ef til vill rekja til samképpni um þetta fallega nafn á milli borg- arstofnana. Eins og kunnugt er stendur Hitaveita Reykjavíkur að því að reisa útsýnishúsið og hefur Jóhannes Zoéga, fyrrum hitaveitu- stjóri, haft umsjón með verkinu. Rafmagnsveita Reykjavíkur hef- ur hins vegar borið veg og vanda af varðveislu og uppbyggingu við Elliðaárnar, sem hafa löngum verið kallaðar perla Reykjavíkur og borið nafn með rentu. Telur Víkveiji líklegt að forráðamenn rafmagns- veitunnar vilji ekki missa af perlu- nafninu til hitaveitunnar. XXX Víkveiji hlustaði af tilviljun á hluta umræðna frambjóðenda til borgarstjórnar Reykjavíkur í út- varpi Rót síðastliðinn laugardag. staðar er engu líkara en að menn losi úr ruslapokum sínum úti á víðavangi, svo mikið er af glerbrot- um, pappírsrusli o.fl. út um allt. Er byggingaverktökum ekki skylt að flytja í burtu dót sitt að verki loknu! Við sambýlishús í nýja miðbænum er stafli af járnadóti sem er búið að vera þar í þijá mánuði frá því að lokið var smíði á garðhýsum í viðkomandi húsi, og úr gluggum nágrannanna lítur þetta út eins og brota.járnshaugur. í vel hirtum garði sama húss hafa garðyrkjumenn verið á hnján- um í fleiri daga við að tína burtu illgresið, en brotajárnið fær að vera kyrrt á sínum stað. Á einum stað er stórþvottur hengdur út á snúrur alla laugar- daga og sunnudaga. Er það ekki skrifar Þar kom fram að allir fjórir fulltrú- ar minnihlutaflokkanna í umræðun- um voru starfsmenn menntamála- ráðuneytisins, en fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins læknir. Starfsmenn menntamáláráðu- neytisins ræddu í smáatriðum um framkvæmd skólamála og létu gamminn geysa um þau málefni sem þeir eru að sinna daglega sem opinberir starfsmenn ríkisins. Læknirinn var hins vegar á annarri bylgjulengd og vildi draga stærri meginlínur í umræðunum. Minntu þessar umræður Víkveija helst á samtalsþætti kennara um auknar fjái’veitingar til skólamála og hve auðvelt er að þrengja svo umræður um sveitarstjórnamál að þau hætta að höfða til þeirra sem hafa almennan áhuga á því hvernig staðið er að stjórn landsmála og sveitarfélaga. Það ætti að vera aðal þeirra sem gefa kost á sér til starfa fyrir meðborgara sína, að þeir ein- blíni ekki á verkefni á sínu verk- sviði. Gangi víðsýnirtil framboðs. xxx Þessar umræður báru hins sömu merki og svipuð samtöl endra rétt að fyrir tveimur eða þremur árum skrifaði Velvakandi (eða Víkveiji) gi-ein um þvott á svölum húsa, og taldi slíkt ekki sjást nema í „slum“ erlendis, og vitnaði í sam- þykktir Reykjavíkurborgar, að slíkt væri óheimilt hér í Reykjavík? Fólk, sem er í blóð borin snyrti- mennska og hirðusemi, á erfitt með að sætta sig við að hafa slíkt fyrir augum að staðaldri. í þessum sambýlishúsum er þvottaaðstaða og þurrkherbergi og þeim mun óskiljanlegra að breiða úr nærfatnaði sínum fyrir augum nágranna. Tökum öll þátt í því að gera Reykjavík að hreinni og fallegri borg. Fagurkeri nær um stöðu Reykjavíkurborgar eftir átta ára borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar. Að mati andstæðinga hans er höfuðvandinn í stjórn borg- arinnar sá, að hinum miklu fjár- munum se.n borgarstjórn hefur til umráða er ekki varið með réttum hætti. Er þetta annar tónn en við eigum að venjast í bæjarfélögum þar sem vinstri menn fara með stjórn mála, því að þar snúast um- ræður fyrir kosningarnar helst um skuldasúpuna og til hvaða ráða eigi að grípa í því skyni að grynnka á skuldunum. Þurfa Reykvíkingar ekki að gera annað en fara yfir Fossvogslækinn yfir í Kópavog til að heimsækja sveitarfélag undir vinstri stjórn sem glímir við mikinn fjáhagsvanda. Víkveiji kýs að búa í bæjarfé- lagi, sem hækkar ekki skatta en menn rífast þó um hvað eigi að gera við tekjuafganginn. Finnst honum þægilegra að búa við þær aðstæður heldur hinar þar sem deilt er um, hvað eigi að skera niður til að borga skuldirnar og skattbyrðin er hærri en í hinu skuldlausa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.