Morgunblaðið - 23.05.1990, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1990
69
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
_ FRÁ MÁNUDEGI
n TIL FÖSTUDAGS
Þessir hringdu .. .
Lágmarkið að halda
deildunum opnum
E.P. hringdi:
„Nú berast þær fréttir að Öld-
runardeild Borgarspítalans verði
lokað vegna sumarleyfa. Gamla
) fólkið verður ýmist senda heim
eða komið fyrir annars staðar eft-
ir því sem hægt er. Það eru marg-
ar fjölskyldur sem eiga mjög er-
fitt með að taka við þessu gamla
fólki eða geta það alls ekki. Er
það ekki spor afturábak þegar
verið er að loka þessum deildum
sem búið er að byggja upp? Hver
er ábyrgur fyrir þessu? Verður
þróunin sú að það verði settar upp
einka-öldrunardeildir fyrir þá sem
eiga mikla peninga og hafa efni
á að greiða fyrir sig og sína. Það
er lágmarkið að halda þeim deild-
um opnum sem búið er að byggja
upp. Ég hef heyrt að ekki sé
hægt að manna þessar deildir en
hvers vegna er það ekki hægt?
Þetta er bara að færa kostnaðinn
yfir á aðrar stofnanir og einstakl-
inga.“
Dýr myndataka
Svava Árnadóttir hringdi:
„Ég fór með son minn í ferm-
ingarmyndatöku í vor. Ég bað um
hálfa myndatöku sem kostar
7.000 kr. Heil myndataka kostar
11.200 kr. Fyrir þessar 7.000 kr.
fékk ég sex myndir og ekkert
annað. Mér hafði skilist að ég
fengi einnig plastmöppu með
mynd af syni mínum við kirkjuna
en þegar til kom var mér sagt
að ég þyrfti að greiða aukalega
fyrir hana, 1.100 kr. Þetta kalla
ég ekki sanngirni heldur hreina
okurstarfsemi. Vil ég benda fólki
á að athuga vel sinn gang áður
en það skiptir við ljósmyndastof-
ur.“
Sorpböggmnarstöðin
Ibúi í Grafarvogi hringdi:
„Ögmundur Einarsson flutti
miklar lofræður um Sorpböggun-
arstöðina í Morgunblaðinu fyrir
nokkru. Ég kæri mig ekkert um
þessa böggunarstöð í Grafarvogin
en hann má mín vegna reisa hana
í Laugarnesinu. Eins mætti reisa
hana við Ægisíðuna þar sem
borgarstjórinn býr.“
Köttur
Svartur og hvítur, lítill högni
er í óskilum í Hafnarfírði. Upplýs-
ingar í síma 50994.
Kettlingar
Þrír angórublandaðir kettling-
ar, vel vandir, fást gefins. Upplýs-
ingar í síma 673055.
Lítil læða, átta vikna , snjóhvít
og vel vanin fæst gefins. Upplýs-
ingar í síma 31059.
Hjól
Nýlegt 12 gíra karlmannshjól
fannst í Kópavogi. Upplýsingar í
síma 45605.
Högni
Rauðbröndóttur eins árs högni
þarf að komast á nýtt heimili.
Upplýsingar í síma 71533.
Hjól
Nýju Murray karlmannsreið-
hjóli var stolið aðfaranótt laugar-
dags fyrir framan Kapplaskjóls-
veg 51. Þeir sem kynnu að geta
gefið upplýsingar eru beðnir að
hringja í síma 612235.
Funda á bjórstofum
Jón hringdi:
„Ég rekst fyrir skömmu á til-
lögu frá Nýjum vettvangi þar sem
lagt er til að Reykjavíkurborg
auki framlög til S.Á.Á. Ég hef
tekið eftir því að Nýr vettvangur
heldur gjarnan fundi á ölkrám og
bjórstofum og fannst því viðeig-
andi að þessi tillaga kæmi frá
þeim. Það skyldi þó ekki vera að
þeir telji sig ná best til fólks sem
er undir áhrifum."
Veski
Svart seðlaveski, með skilríkj-
um og mörgum myndum, tapaðist
í Tunglinu föstudaginn 18. maí.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að hringja í síma 53978.
Fyrirmyndin er glögg o g skýr
Til Velvakanda.
Morgunblaðið birti 16. maí sl.
ritgerð eftir Jón Á. Gissurarson.
Fyrirsögnin er „Rýnt í skýrslu
áfengisvarnaráðs árin 1988 og
1989“.
Þegar þessi grein er lesin kemur
í ljós að hún er byggð á skýrslu
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis-
ins. ATVR og Áfengisvarnaráð eru
tvær óskyldar stofnanir og ber
hvorug ábyrgð á hinni.
Jón Gissurarson segir sem rétt
er að áfengissalan fyrstu 3 mánuði
1990 var minni en sömu mánuði
1989. Það er af því að bjórsalan í
mars 1989 gerir allan samanburð
ómerkan. Hins vegar neitar Jón sér
um að bera saman fyrsta ársfjórð-
ung 1988 og 1990.
Jón segir: „Mönnum verður að
lærast að búa í sambýli við áfengið
án þess að tjón hljótist af.“ Þetta
hafa menn heyrt frá því sögur hóf-
ust þó lítinn árangur hafi borið.
Jón segir að tóbaksvarnanefnd
hafi á örfáum árum tekist að snúa
Ökumenn:
Verið vakandi, virðið rétt gang-
andi fólks. Foreldrar, við kenn-
um börnum okkar að nota
gangbrautir, gerum við það
sjálf. ' ______
ýnt I sKyrsiuAfengisvaiT^
arraðs arm 1988 og-1989
fftirJón Á. I cnjnj „
I efíirJónÁ.
'Pissurnrson
k ‘ ,ey «■ ífenfhstólu á
JWhvftiirtJuKvH'i. áhafnaáfenfps
h'™ I’4 né bruRgs. (Kaunar
telur fetapi tíaJlup. þennan inn-
flutninjf lltt markirkin. Tnla þa>r
tu(d>úsundir Islendinffa. sem um
keflivikurflugvöll konm. þad sann-
loikanum samkvamit?)
'Jóg' má"' verða að ásókn I btór
yr* mikil I fyrstu lotu. Tvennt kom
“ nýjahrum, hins
Vfu°!lon bjórandstatóinfta. Sefna
mi að jiefr hafi „unnlð að markaðs-
sotnmjtu" bjórs á Islandi ineð ba-o-
alapnp-slnum.
Snúum okkur nú að skýrslu
Afenfosvarnarráðs sem styðst við
»ölu ÁTVR einfönffu. Sú heildar-
tfSSKfttSlffi! SUtSSr^
Ami við áfcnpsinnihaktöldrykkia Itóumno d°'kK,a um lakleP‘ ""**'•■■■“*» veruur aO
§£**' •“ - cSZ TÆ, TíZ 1"'** l!''rí*s' búa 1 sambýli
SS-ír -
I Þann 1. mars 1989 var bann gogn
Klu áfengs bjórj á íslandi fellt úr
di Það hafði þá staðið látlaust frá
V 915 off nu cina togund áfenirn s,
tvlrmt3^ * boð*tó,um lö8um 5a
k Andstæðmfjar bjóra fónj hamför-
j þosaari lagabrcytinfru.
du að neyala hana yrði „hrein við-
l'. v" aðra áfcnffisneyslu. enda
■ i dóm' vciltur bjór meiri
■aðvaldur en sterkustu brenndir
Vykkir.
V Til andsvara urðu fáir, enda tald-
F vaiyar I véum. Helatu rök þeirra
. hfdr, yrð' veikasta tegund
n« luai.i... i_________ .
Jón A. tíisMjrarson
„Mönnum vcrðurað
fylkii
landi =|. .. evnra nnroa. Höruð-
synd þeirrm var áfengisbannið I9IS
^m.hff“m,rKmc"n **u fyrir að loiða'
ú ™ tá alB°ri bngþveiti
'kingart’rjósti áfengisvama á la-
”l;t" *P,,r boirra hratóa. Höfuð-
" ‘JuiaanreyimK lenguT?
iatfar 1989 873, Engu
okki templurum. kemur r
bann, enda orð Magnúsar
*r. dýralæknis. slgikl: „áf
ur ekki úr hoiminum. |
bffgt um stund frá íslar
um." Mönnum vorður að
bua I sambýli við áfrngi á
hljótist af.
Að sjálfsögðu er enjrim
við templurum. I>eir geta
meinalausu skemmt sór v
bingóspil. en til forystu
gafullur
m liefur reynslar
AA og SÁA hafa hjaipað
hafa orðið áfengtssýkii
en einskorða sUrf siti vlð 1
hafa náð undraverðum d
‘ga hrós skiltð.
En það skortir skelefp
fiamvarðantveit sem fel
fiosta til að skyrya ho-ttul
áfengisneyxlu fylgir, ekki m
ingunt svo sem |>eim.
drykkir sóu hiHtulegri en
heldur með skýrum rökuin ,
anlegum og lóðuðu fólk -
unglmga - til bindindis .
*omi- Tóbaksvamamefnd
Rðður kostur. A örfáum áru
honm lokisl að snú
gegn reykingum svo. að t
dn-pt aaman ár frá ári
Lf henni yrði árrenirt •
tóbaksvömum. kyfn? sð
*ama hugarfar Ragnvart i
almenningsáliti gegn reykingum og
finnst það fyrirmynd. Hvernig hefur
það verið unnið? Hefur mönnum
verið sagt að læra að lifa í sambýli
við tóbakið og neyta þess án þess
að tjón hljótist af? Alls ekki. Þar
er sagt: Notaðu ekkert tóbak. Láttu
það vera. Snertu það ekki.
Þannig telur Jón Gissurarson að
eigi að vinna svo að árangur náist.
Fyrirmyndin er glögg og skýr.
Jón Gissurarson segir í grein
sinni: „Sé heildaráfengismagni
skipt jafnt á alla landsmenn 15 ára
og eldri hefur hún (neyslan) aukist
um liðlega einn lítra á mann milli
ára.“ Þar er hann að tala um hrein-
an vínanda — ekki einn lítra af
bjórnum sínum heldur einn lítra af
óblönduðum vínanda. Svo er að sjá
að honum þyki litlu skipta hvort
neyslan á mann er 4 eða 5 lítrar
vínanda. En það er mikil glám-
skyggni. Og aðalatriði málsins er
það þegar bjórinn kom jókst
vínandaneyslan nokkurn veginn um
einn fjórða.
Svo þakka ég Jóni fyrir að hafa
bent á hvernig vinna skal gegn
áfengisneyslu: Tóbaksvarnanefnd
er fyrirmyndin.
H.Kr.
ERU TVEIR TIGUL-
KÓNGAR í BORÐI?
Til Velvakanda.
Þjóðtrúin segir að þegar setið er
að spilum og þess verði vart að
tveir tígulkóngar eru komnir í borð
þá sé vissara að hætta leiknum, því
eitthvað gruggugt sé á seyði.
Ekki veit ég hvað býr undir blíðu
brosi tálbeitunnar Ólfnu Þorvarðar-
dóttur en ég er nokkurn veginn
viss um að á bak við framboð Nýs
vettvangs leynast tveir flokkskóng-
ar - þeir Ólafur Ragnar Grímsson
og Jón Baldvin Hannibalsson. Þeir
sem vilja kjósa yfir sig skattakónga
vita hvað þeir eiga að gera. Við hin
munum ljá Sjálfstæðisflokknum
fylgi - þar er nefninlega ekki siglt
undir fölsku flaggi!
Björn Jónsson og vinnufélagar
æ* ®
á°Jt
%
i
NYTT SIMANUMER
OLÍUFÉLAGSINS HF
ER 60 33 00
f
s
Olíufélagið hf
3
<
Píartóbar
Lifandi tónlist — Opið til kl. 03
• •
- Oðruvísi staður -
S_
(pyperuhcdhmím
9 ára
Okeypis aðgangur og frír afmæliskokteill
LOFTSTÝRIBÚNAÐUR
Höfum fyrirliggjandi:
• Loftstrokka
• Loftstýriloka
• Tengibúnað
Alltsamkvæmt @stöðlum
Veitum tækniráögjöf og þjónustu
Allar nánari upplýsingar gefur
LANDSSMIÐJAN HF.
VERSLUN:SÖLVHÓLSGÖTU 13 • 101 REYKJAVIK
SÍMI (91) 20680 • TELEFAX (91) 19199