Morgunblaðið - 23.05.1990, Page 70
70
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990
+
ÍÞRÚmR
FOLK
■ SIGURÐUR Hjörleifsson, sem
var aðstoðarmaður Lazlo Nemeths
þjálfara íslandsmeistara KR í
körfuknattleik í vetur átti í viðræð-
um við forráðamenn Snæfells í
Stykkishólmi um helgina. „Það
hefði verið gaman að fara á fornar
slóðir og taka við þjálfun Snæ-
feils,“ sagði Sigurður við Morgun-
blaðið, en hann bjó í Stykkishólmi
í 15 ár. „Samningar tókust því
miður ekki en ég vona að liðinu
gangi vel næsta vetur,“ sagði Sig-
urður. Snæfell vann sig upp í úr-
valsdeildina nú í vor.
■ RUUD Gullitt verður í byijun-
arliði AC Mílanó gegn Benfica í
úrslitaleik Evrópukeppni meistara-
liða í dag í Vínarborg. Það var
tilkynnt í gær, en leikmaðurinn
hefur átt við þrálát meiðsli að stríða
lengi. Leikurinn verður í beinni út-
sendingu ríkissjónvarpsins.
■ DAVID Linigan, miðvörður
Norwich er að öllum líkindum á
leiðinni til Arsenal sem ætlar að
borga 1,25 milljónir sterlingspunda
fyrir hann.
■ GRAEME Sou-
ness stjóri Glasgow
Rangers kaupir
líklega miðvallar-
leikmanninn Gary Mcallister frá
Leicester á 1,2 milljónir punda.
■ MAGIC Johnson var í gær
kjörinn besti leikmaður NBA-deild-
arinnar. Þetta er í þriðja sinn sem
Johnson nær þessum eftirsótta titli
og er það kannski
nokkur sárabót eftir
slæmt gengi Los
Angeles Lakers í
úrslitakeppninni.
■ PORTLAND Trail Blazers,
sem sló Los Angeles Lakers út í
2. umferð í NBA-deildinni, byrjaði
vel gegn Phoenix Suns í fyrsta
leiknum í úrslitum Vesturdeildar-
innar. Portland sigraði 100:98 í
æsispennandi leik en það var Kevin
Duckworth sem gerði sigurkörf-
una 17 sekúndum fyrir leikslok.
Clyde Drexsler var stigahæstur í
liði Portland með 20 stig en Tom
Chambers gerði 28 stig fyrir gest-
FráBob
Hennessy
íEnglandi
Frá Gunnari
Valgeirssyni í
Bandaríkjunum
■ BOB Weiss var í gær ráðinn
þjálfari Atlanta. Hann var aðstoð-
arþjálfari Orlando Magic í fyrra
var áður hjá San Antonio
"Spurs.
■ PAT Riley segist ekki ætla að
hætta hjá Lakers þrátt fyrir að
Ijölmiðlar hafi gert því skóna að
hann sé á förum. „Við unnum flesta
leiki í deildinni en gekk ekki vel í
úrslitakeppninni. Þetta getur gerst
hjá hvaða liði sem er og við því er
ekkert að gera,“ sagði Riley.
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
Útlendingar í herbúð-
ir Víkings og Fram
GuðmundurGuðmundsson endurráðinn þjálfari Víkings
Guðmundur Guðmundsson,
landsliðsmaður í handknatt-
leik, var í gær endurráðinn þjálfari
Víkings. Hann tók við þjálfun liðs-
ins á miðju síðasta keppnistímabili
eftir að Júgóslavinn Slavko Bambir
var látinn hætta. Guðmundur held-
ur áfram að leika með liðinu.
Ljóst er að erlendur leikmaður
verður bæði í herbúðum Víkinga
og Framara næsta vetur. Víkingar
eru með augastað á Júgóslava en
ætla einnig að skoða víðar og Júgó-
slavi og Tékki eru inni í myndinni
hjá Frömurum. Það verða því að
minnsta kosti þrír útlendingar með
íslenskum liðum næsta vetur því
2. deildarlið Hauka hefur þegar
gengið samningi við tékkneska
landsliðsmanninn Peter Baumruk.
Þess má og geta að Víkingar
ætla í æfingabúðir í haust, annað
hvort til Vestur Þýskalands eða
Svíþjóðar, til að undirbúa sig fyrir
íslandsmótið.
Guðmundur Guðmundsson.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Morgunblaöið/Einar Falur
Kjartan fylgist með félögum sínum
í Hafnarfirði á sunnudaginn.
Kjartan
handar-
brotinn
Kjartan Einarsson, framherji
KA, er ekki fingurbrotinn eins
og talið var í fyrstu heldur handar-
brotinn. Það kom í ljós við nánari
rannsókn. Hann fylgdist með félög-
um sínum af bekknum er þeir
mættu FH í fyrsta leik mótsins
Hafnarfirði á sunnudaginn, og enn
er óvíst hvort hann getur verið með
gegn Valsmönnum á föstudaginn.
Kjartan meiddist í leiknum gegn
Fram í meistarakeppninni í fyrri
viku og er með hægri hendina í
gifsi.
Rúnar í fjögurra
leikja keppnisbann
Rúnar Kristinsson, landsliðs-
maður í KR, var í gær úr-
skurðaður í fjögurra leikja bann
af aganefnd KSI, en hann var sem
kunnugt er rekinn af velli í fyrsta
leik KR á íslanasmótinu í ár; gegn
Víkingi á laugardaginn var, fyrir
að slá til og sparka í Aðalstein
Aðalsteinsson.
Þetta mun vera lengsta bann
sem leikmaður í 1. deild hefur
veríð úrskurðaður í. *
Rúnar missir því af leiknum
gegn Stjörnunni í Garðabæ á
morgun, auk KR-ÍBV 2. júní,
Þór-KR 6. júní og KR-Fram 12.
júní.
I úrskurði sínum styðst aga-
nefnd við 3. grein starfsreglna
fyrir nefndina, þar sem segir:
„Hafi dómari vísað leikmanni af
leikvelli fyrir ofsalega framkomu
eða alvarlega grófan leik, skal
refsa viðkomandi með leikbanni í
allt að 6 leikjum. Ef um ítrekun
er að ræða, skal refsingin vera
minnst 6 leikja bann.“
Leikur KA og Vals
verður í Reykjavík
Leikur íslandsmeistara KA og Vals í 2. umferð 1. deildarkeppninnar,
sem átti að vera á Akureyri á föstudagskvöldið, hefur verið færður
á Valsvöllinn og hefst kl. 20. „Við getum því miður ekki boðið upp á
neitt nema malarvöll ennþá og viljum helst ekki spila nema við topp að-
stæður. Við óskuðum því eftir því að þetta yrði heimaleikur Vals og það
var samþykkt," sagði Stefán Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar
KA, við Morgunblaðið.
Fjórir fyrstu leikir meistaranna í deildinni verða því á útivelli. Þriðji
leikur þeirra verður gegn Akurnesingum á Skaganum laugardaginn 2.
júní og sá fjórði gegn Fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 7. júní.
2. umferð 1. deildarinnar hefst á morgun með þremur leikjum; Fram
og ÍA ríða á vaðið á Laugardalsvelli kl. 16.00 og kl. 20.00 eru tveir leikir
á dagskrá: Stjarnan og KR mætast í Garðabæ og IBV og Þór í Vest-
mannaeyjum. Á föstudag leika svo Víkingar og FH, auk Vals og KA.
GETRAUNIR
100 milljóna HM-seðill!
Fyrsta sinn í sögu happdrættis í heiminum sem keppt er um sameigin-
legan vinnigspott í mörgum gjaldmiðlum
STÓRT skref var stigið hjá íslenskum getraunum í gær er
fyrsta seðlinum í sameiginlegri HM-getraun ísiands, Svíþjóð-
ar og Danmerkur var rennt ígegn af Sveini Björnssyni, for-
seta íþróttasambands íslands. Þetta er í fyrsta sinn í sögu
happdrættis í heiminum sem keppt er um sameiginlegan vinn-
ingspott í mörgum gjaldmiðlum.
slenskár getraunir í samvinnu
við „tippara“ í Svíþjóð og Dan-
^rnörku hafa opnað sameiginlegan
vinnigspott fyrir heimsmeistara-
keppnina á Italíu. Að sögn Há-
kons Gunnarssonar, fram-
kvæmdastjóra Islenskra get-
rauna, má búast við að potturinn
fari yfir 100 milljónir íslenskra
króna. Þátttakendur í hveiju landi
fyrir sig borga seðilinn í eigin
»mynt. Næstu þijár vikurnar verð-
ur því tippað allt frá Kiruna í
norðri til Borgundarhólms í suðri
og frá Stokkhólmi í austri til Pat-
reksfjarðar í vestri.
íslendingar eru fyrstir til að
opna þennan sameiginlegan HM-
vinningspott, en Svíar og Danir
opna sölukerfi sitt í næstu viku.
Sala á HM-seðlinum verður í
gangi hér á landi í þijár vikur,
eða til kl. 14.55 laugardaginn 9.
júní. Daginn áður, föstudaginn
8. júní, mun liggja fyrir hver heild-
arvinningsupphæðin er í Svíþjóð
og Danmörku þar sem sölu lýkur
á miðvikudegi og fimmtudegi í
sömu viku. Þessi seðill er sá fyrsti
sem fer í gegnum hið fullkomna
sölukerfi Islenskrar getrspár þar
sem notað er þráðlaust farsíma-
samband en ekki hefðbundið
símasamband.
Hugmyndin að samstarfi um
norrænan stórpott fyrir HM 1990
kviknaði hjá danska getraunafyr-
irtækinu Dansk Tipstjeneste og
var kynnt á fundi forráðamanna
norrænu getraunafyrirtækjanna í
Stokkhólmi fyrir ári síðan. Hug-
myndinni var vel tekið af hálfu
Islands, Danmerkur og Svíþjóðar.
Norðmenn vildu ekki samstarf og
Finnar urðu að hætta við þátttöku
í byijun þessa árs vegna ósveigj-
anlegra reglna um happdrætti þar
í landi.
Á HM-seðlinum eru 13 leikir,
en hingað til hafa getraunaseðlar
Islenskra getrauna verið með 12
leikjum. Þrír vinningsflokkar eru
í boði, en þeir hafa venjulega ver-
ið tveir, fyrir 12 og 11 rétta.
Greitt verður nú fyrir 13 rétta að
sjálfsögðu, en þar verður sameig-
inlegur vinnigspottur með Dönum
og Svíum. Ennfremur verður
greitt fyrir 12 og 11 rétta leiki.
Hver röð kostar 20 krónur.
Ríkissjónvarpið mun sýna 36
leiki frá HM á Italíu í beinni út-
sendingu. Þess má geta að sjón-
varpið sýnir níu leiki beint af þeim
13 sem eru á fyrri HM-seðlinum.
URSUT
Vináttuleikir í knatt-
spyrnu
London, Englandi.
England-Úruguay...................1:2
John Bames (51.) - Santiago Ostolaza
(27.), Jose Perdomo (62.)
■Mark Barnes var eitt hið glæsilegasta
sem gert hefur verið á Wembley, að mati
Ray Clemence, fyrrum landsliðsmarkvarðar
Englands, sem var á meðal þula breska
sjónvarpsins. Barnes fékk háa sendingu að
vítateig, tók boltann á bijóstið og um skaut
síðan um leið og boltinn snerti völlinn, óveij-
andi skoti efst í markið.
Tel Aviv, ísrael.
Israel-Argentína..................1:2
Diego Maradona (35.), Claudio Caniggia
(67.) - Tal Banim (37.)
Poznan, PóUandi.
Leeh Poznan-Kólumbía..............1:1
GOLF
Arneson-skjöidurinn
Hin árlega keppni um Arneson skjöldinn
fer fram í Grafarholti á morgun, fimmtu-
dag. Ræst verður út kl. 9.00. Leikinn verð-
ur 18 holu höggleikur með forgjöf.
■Á sunnudaginn verður fyrsta opna mótið
í Grafarholti, Lacoste-mótið. Það er einnig
18 holu höggleikur með forgjöf.
BIKARKEPPNIN
Fylkismenn
í 2. umferð
Fylkismenn komust í 2. umferð
bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi
er þeir sigruðu Grindvíkinga 2:1 á
heimavelli sínum í Árbæ. Guðmund-
ur Baldursson kom heimamönnum
á bragðið með laglegu marki um
miðjan fyrri hálfleik. Skoraði með
skoti frá vítateig, og Kristinn Tóm-
asson bætti öðru marki við snemma
í síðari hálfleik með skoti við víta-
teigslínu. Grindvíkingar sóttu í sig
veðrið eftir mark Kristins en náðu
þó aðeins að skora einu sinni. Þar
var Einar Daníelsson að verki.
+