Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 23.05.1990, Blaðsíða 72
wgmiHiifrtfe Engum líkur MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. Vestmannaeyjar: Mokafli áhumar Vestmannaeyjum. HUMARVERTÍÐ hefur farið mjög vel af stað hjá Eyjabátum. Mokafli hefur verið og virðist vertíðin ætla að verða mun betri en undanfarin ár. Sæfaxi VE 25, 25 tonna eikar- bátur, er einn Eyjabáta sem stundar humarveiðar. Hann hóf veiðar 15. maí sl. og hefur þegar landað 6 tönnum af 12 tonna humarkvóta sem hann hefur. Um helgina er Sæfaxi var við veiðar ' rétt austur af Eyjum höfðu þeir fyllt öll þau átta kör sem um borð voru undir aflann. Voru þá félag- ar úr Björgunarfélagi Vestmanna- eyja fengnir til þess að skjótast á bát sínum með fleiri kör út í Sæfaxa. Fóru þeir með sjö kör laust eftir kvöldmat og morguninn eftir kom Sæfaxi að landi í Eyjum og hafði þá fyllt þessi sjö kör auk allra annarra íláta sem þeir gátu notað undir aflann. í hveiju kari eru um 200 kg af humri þannig að Sæfaxi kom með um þijú tonn að landi eft- ir stutta veiði- ferð. Velgengni humarbáta þakka sjómenn einmuna veð- urblíðu sem ríkt hefur auk óvenju mikillar humar- gengdar. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Humrinum landað í Vestmannaeyjahöfn. Körin flutt úr Kristni Sigurðssyni, björgunarbát Björgunarfélagsins yfir í Sæfaxa. Ríkisendiirskoðun um Póst og síma 1982-’89: Afkoma fyrirtækis- ins 1,8 milljörðum lakari en vænst var 84% af frímerkjaupplagi frá 1987 óseld AFKOMA Póst- og símamálastofnunar á árabilinu 1982-1989 reyndist 1.780 milljónum króna lakari á verðlagi í janúar 1990 en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Mestu munar um að í fjárlögum var gert ráð fyrir að afskriftir næmu 6 milljörðum króna en í reynd urðu þær 8 milljarð- ar króna. A sama tímabili fóru fjárfestingar stofhunarinnar 1.590 millj- ónum krónum fram úr áætlunum fjárlaga. Þetta kemur fram í nýútkom- inni skýrslu Ríkiscndurskoðunar um Póst- og símamálastofhunina. Fjárfestingar stofnunarinnar á árunum 1982-1989 námu um 7.700 milljónum kr. á verðlagi í janúar 1990. í skýrslunni segir að fjárfest- ingar stofnunarinnar hafi ekki verið innan ramma fjárlaga og voru þær að meðaltali um 21,8% umfram heim- ildir á þessu árabili. Þar er jafnframt bent á að stofnunin hafi ráðist í fjár- festingar sem ekki hafí verið gert ráð fyrir í fjárlögum, eins og lagn- ingu ljósleiðarastrengs til Nesjavalla á síðasta ári. Þá hafi fjárfestingar vegna farsímakerfisins verið meiri en gert var ráð fyrir við íjárlaga- gerð. Póst- og símamálastofnunin hefur á undanförnum árum fengið heimildir hjá samgönguráðuneytinu fyrir fjárfestingum sem ekki eru í fjárlögum. Í skýrslunni vekur Ríkisendur- skoðun athygli á að útibúið í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og söludeildin í Kringlunni séu rekin með halla. Tekjur útibúsins á Keflavíkurflug- velli námu á síðasta ári um 10,5 milljónum kr. en gjöldin voru um 29 milljónir kr., þar af nam húsaleiga 11,8 milljónum kr. Þá er vakin athygli á því að póst- hluti starfseminnar hafi verið rekinn með halla á árunum 1985-1987 en símahlutinn með hagnaði. Bent er á að komið hafi fyrir að frímerkjaútgr áfur hafi ekki nýst vegna þess að gjaldskrár hafi breyst skömmu eftir útgáfu þeirra. Dæmi er tekið af tann- verndarfrímerkinu sem kom út í október 1987. Um 84% af upplaginu eru enn óseld þar sem burðargjald hækkaði frá því verðgildið var ákveð- ið og þar til frímerkið kom úr prent- un. Ríkisendurskoðun telur nauðsyn- legt að gjaldskrársamþykktir liggi fyrir við útgáfu nýrra frímerkja. , ^fengisneysla unglinga: Bjór viðbót við annað áfengi og meira drukkið af sterku BJÓRINN hefur ekki orðið til þess að landsmenn minnki drykkju á öðru áfengi, hann er hrein viðbót við vínneyslu hérlendis. Drykkja á sterku víni hefur aukist, en aðeins dregið úr léttvínsneyslu. Sú þróun hófst þó áður en bjórinn var lögleiddur og líklegt að verð ráði þar talsverðu. Unglingar drekka oftar og meira í hvert sinn eftir að bjór -varð fáanlegur hérlendis. Fyrir þann tíma byrjuðu stelpur fyrr að drekka en strákar, það hefur nú snúist við. Þetta kemur fram í íyrstu niðurstöðum kannana sem gerðar voru á áfengisneyslu fyrir og eftir tilkomu bjórsins. Kannanir Geðdeildar Landspítal- ans á áfengisneyslu og viðhorfi til bjórs voru gerðar haustið 1988 og ári síðar. Spurningar voru sendar í pósti til þúsund manna í hvort sinn og 800 unglingar fengu svipaða spurningalista. Urvinnsla niður- staðna er vel á veg komin hvað ungl- ingana varðar en svör fólks á aldrin- um 20-69 ára eru enn í athugun. Hildigunnur Ólafsdóttir, sem umsjón efur með því síðarnefnda, segir þó "Tist að áfengisneysla unglinga end- urspegli drykkjumynstur fullorðinna. Neysluvenjur breytist fremur hægt og enn sem komið er geri bjórinn ekki annað en auka á áfengisdrykkj- una. Unglingunum sem spurðir voru var skipt í tvo aldurshópa; 13-15 ára .ög 16-19 ára. Heimtur á svörum urðu mjög góðar, yfir 81% í fyrri könnun og 77% í þeirri síðari. Asa Gúðmuridsdóttir, sem- annast- úr- vinnsluna, ségir ýmislegt hafa komið á óvart: „Nokkuð mikið hefur verið um bjórdrykkju unglinga áður en farið var að selja bjór í landinu. Eft- ir það hefur ekki dregið úr neyslu stálpaðra unglinga á sterku víni, heldur hefur hún aukist um 6%. Vínmagnið sem unglingamir segjast drekka í hvert sinn er ótrúlega mik- ið og raunar hægt að gera ráð fyrir einhveijum ýkjum þar.“ Þegar spurt var „hefur þú drukkið áfengi síðustu 6 mánuði,“ svöruðu 78% eldri krakkanna játandi fyrir tilkomu bjórs en 84% eftir að bjór fór að fást hér. Sérstaklega var spurt um bjór og í ljós kom að 70% eldri strákanna hcfðu drukkið hann fyrir lögleiðslu, en 85% eftir það. Sam- svarandi tölur fyrir eldri stelpurnar eru 54% og 77%. Af yngri krökkum sögðust 23% hafa drukkið bjór þegar fyrr var spurt og,34% árið eftir. Strákar í-eldri hópnum drekka oftar eftir tilkomu bjórsins; 66% þeirra að minnsta kosti mánaðarlega en talan var 50% árið áður. Olvunar- áhrif verða algengari eftir að bjórinn kemur til sögunnar. Þessa gætir mest hjá yngri stelpunum og eldri strákunum. I fyrri könnun höfðu 33% stelpnanna fundið á sér síðasta hálfa árið, en 46% í seinni könnun. Hlið- stæðar tölur fyrir eldri strákana eru 60% og 71%. Könnunin frá síðasta hausti sýnir að yfir 40% 16-19 ára stráka drekka meira en fjórar dósir í senn þegar þeir fá sér bjór. Hvað magn sterkra vína varðar segja 62% yngri stelpn- anna að þær drekki hálfa flösku eða meira í senn. Þetta er mikil breyting frá fyrra ári þegar 36% stelpnanna héldu því sama fram. Neysla léttra vína minnkaði talsvert milli áranna 1988 og 1989, sérstaklega hjá strák- um. Fyrra árið kvaðst 71% eldri stelpnanna hafa drukkið léttvín ný- lega, en seinna árið 60% þeirra. Af eldri strákum sögðust 58% hafa drukkið léttvín fyrir lögleiðslu bjórs en 39% síðasta haust. Flugstöðin: Arnarflug borið út fáist leiga ekki greidd „GREIÐI Arnarflug ekki skuld vegna húsaleigu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar getur komið til þess innan fárra daga að bera þurfi félagið út,“ segir Pétur Guðmundsson flugvall- arstjóri á Keflavíkurflugvelli. Hann segir að ítrekað hafi verið reynt að semja við Arn- arflugsmenn vegna vangold- innar húsaleigu og þeir hafi fengið viðvörun um útburðinn. Pétur Guðmundsson segir að ógreidd leiga fyrir aðstöðu Arn- arflugs í flugstöðinni sé á fimmtu milljón króna. Um sé að ræða afgreiðslubása í innritunarsal og skrifstofur á annarri hæð í bygg- ingunni. „Það hefur ekkert gengið að innheimta þetta,“ segir Pétur, „við höfum teygt okkur eins langt og mögulegt er. Skuldin er nú komin til innheimtu hjá lögfræðingi og ef hún fæst ekki greidd, hlýtur að koma til út- burðar.“ Gosdrykkir hækka hjá Vífilfelli ASÍ hyggst biðja Verðlagsstofiiun að kanna málið VERÐ á gosdrykkjum frá verksmiðjunni Vífilfelli hækkaði að mcðal- tali um 7% þann 17. maí. Dósagos frá verksmiðjunni hækkaði úr 37,33 krónum í 40 krónur í heildsölu. Heildsöluverð á hálfum lítra af Kóki hækkaði úr 43,58 krónum í 46,65 krónur og einn og hálfur lítri hækkaði úr 106,67 krónum í 113,34 krónur. Leiðbeinandi útsöluverð á dósagosi er nú 60 krónur en var áður 56 krón- ur. Að sögn Lýðs Á. Friðjónssónar framkvæmdastjóra Vífilfells má rekja hækkunina nú til þess að verð- lag á framleiðslu verksmiðjunnar hélst nokkuð stöðugt á síðasta ári en þá lagðist bæði vörugjald og skila- gjald á gosdrykki frá verksmiðjunni. Áuk þess sagði Lýður að hráefni og vörukostnaður hefði hækkað töluvert frá því í nóvember í fyrra þegar síðasta hækkun tók gildi. Samkvæmt upplýsingum Ven lagsstofnunar hafa aðrar goí drykkj averksmiðj ur ekki hækka verð á sínum framleiðsluvörum. Ásmundur Stefánsson, formaði ASÍ, sagði í samtali við Morgunblac ið að hann myndi fara þess á le við Verðlagsstofnun í dag að kanna yrði hvaða forsendur lægju að bal þessum hækkunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.