Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Saga Kópavogs Bókmenntir ErlendurJónsson SAGA KÓPAVOGS. I-IH. 280+247+272 bls. Útg. Lions- klúbbur Kópavogs. 1990 Flestir bæir landsins hafa nú eignast sína sögu. Sameiginlegt eiga þær að vera langar og ýtarleg- ar. Svo er og þessi. En saga Kópa- vogs er unnin með öðrum hætti en títt er. Höfundar eru margir. Hvert hinna þriggja binda er tiltölulega sjálfstætt. Og undirtitillinn, Safn til sögu byggðarlagsins, lýsir mark- miði útgefenda. Ekki mun sem sé hafa verið ætlunin að skrá sam- fellda sögu heldur safna á einn stað sem mestum fróðleik meðan þeir, sem gerst máttu þekkja, væru enn til frásagnar. Sumir eru þeir látnir nú, þegar ritið sér dagsins ljós. Fyrsta bindið er eins konar landafræði, ritstýrt af Árna Waag. Hann er líka meðal höfunda, á þarna, auk inngangs, þátt sem hann nefnir Fuglar, spendýr og fersk- vatnsfiskar. Þáttur Áma er raunar almenns efnis og einskorðast ekki nema að takmörkuðu leyti við land- areign Kópavogs. Fleira er þarna um náttúrufar og mannvistarminj- ar, einnig rakin saga byggðarlags- ins frá fyrri öldum og að lokum greinagóð örnefnaskrá. Umsjón með öðra bindinu hafði Adolf J.E. Petersen en þar gefur að líta hina eiginiegu sögu. Megin- hlutann, Kópavogur 1936-1955, rit- ar Lýður Björnsson. Saga Lýðs er gagnorð og nákvæm, og raunar stórfróðleg. En Lýður gerir meðal annars grein fyrír því hvers konar hræringar ollu því að þéttbýlis- myndun hófst í Kópavogi. Upphaf þein-ar sögu má rekja til kreppuár- anna þegar landeigandinn, ríkið, tók að úthluta Reykvíkingum skik- um til ræktunar í Kópavogi. Búnað- arfélag íslands hafði látið gera skipulagsuppdrátt af svæðinu. Og takmark hins opinbera var »að veita fólki tækifæri til að létta lífsbarátt- una með því að leggja stund á garð- yrkju eða kvikfjárrækt jafnhliða annarri atvinnu«. Af þessu spratt meðal annars götuheitið Nýbýla- vegur sem enn er ein aðalgatan í Kópavogi. Með hliðsjón af allsleys- inu á kreppuárunum má segja að þetta hafi verið álitlegur kostur til að styðja fólk til sjálfsbjargar. En stríðið gerbreytti þessum áformum. Atvinna varð meiri en nóg. Og þar með þvarr áhugi á tómstundabú- skap. Hins vegar fjölgaði svo mjög í höfuðborginni að til vandræða horfði. Margfaldaðist þá eftirspurn eftir húsnæði og byggingalóðum. Þeir, sem fengið höfðu landspildur í Kópavogi, tóku því að byggja á lóðum sínum. Og þar með var í raun hafin sú hraða uppbygging sem síðan hefur staðið óslitið til þessa dags. Ekki fór það fram háv- aðalaust. Þama urðu pólitísk átök sem lengi voru í minnum höfð. Tengdust þau einkum nafni Finn- boga Rúts Valdimarssonar sem snemma hafði sest að í Kópavogi og hreppsbúar völdu til forystu. Er því síst að undra þótt hans sé víðar getið en annarra í riti þessu. Þegar Kópavogur varð kaupstaður kom því eins og af sjálfu sér að hann varð þar fýrstur manna bæjar- stjóri. Kona hans, Hulda Jakobs- dóttir, var hægri hönd hans í því starfi og tók síðar við því sjálf, fyrsta konan sem þess háttar starfi gegndi hérlendis. Þegar saga þess- ara ára er nú rifjuð upp virðist sem deiluefnin hafi ekki alltaf verið stór- vægileg. Það var landsmálapólitíkin sem teygði arma sína til þessarar ört vaxandi byggðar, auk þess sem nálægðin við Reykjavík hafði sín áhrif. Finnbogi Rútur studdist við méirihluta og náði fylgi hans langt út fyrir flokkslínur. Löngu síðar, þegar allt var jafnað, kusu Kópa- vogsbúar þau hjón heiðursborgara, hina fyrstu og einu til þessa. Sam- kennd Kópavogsbúa, t.d. gagnvart nágrannanum Reykjavík, skiist bet- ur ef þessi fortíð er í huga höfð. Fjölskyldur þær, sem settust að í Kópavogi, voru tíðast efnalitlar, en oftar en ekki barnmargar. Setti barnafjöldinn löngum svip á bæinn. Þar sem þarfir þessara ungu borg- ara urðu að ganga fyrir gafst því minna svigrúm til annarra fram- kvæmda fyrstu árin. Kópavogsbúar máttu hafa sig alla við að koma upp skólum handa ungviðinu. »Fyr- ir komu haust,« segir í formála, »sem fleiri börn byijuðu skólanám þar, heldur en í Reykjavík.« Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985, stendur svo á titilblaði þriðja bindis, ritstjórar Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson. Þar er ekki, fremur en fyrirsögnin bendir til, um samfellda sögu að ræða heldur er saga hvers mála- flokks eða stofnunar rakin sérstak- lega, heilbrigðismál, skólamál, skipulagsmál, stjórnun og þar fram eftir götunum. En því er árið 1955 látið ráða kaflaskilum að þá voru Kópavogi veitt kaupstaðarréttindi. Að öðru Ieyti varð þróunin óslitin. I kaupstaðnum unga hélt fólkinu stöðugt áfram að fjölga þar til bærinn var orðinn hinn fjölmenn- asti utan Reykjavíkur. Sögurituram ber saman um að Kópavogsbúar hafí jafnan krafíst sömu þjónustu og nágrannarnir en verið tregir til að greiða hærri skatta sem þeir hafi þó stundum orðið að gera þar eð allt varð að reisa frá grunni á skömmum tíma. Oft hlaut skipulagsmál að bera á góma í byggð sem óx svona hratt. En um þau segir meðal ann- ars: »Finnboga var mjög umhugað að koma á föstum dráttum í fyrsta skipulagi bæjarbyggðarinnar sem fyrst og hafði ákveðnar hugmyndir um meginlínur. Kjarni þeirra var sá, að helstu opinberar bæjarbygg- ingar stæðu á háhálsinum í því sem næst beinni línu, svo sem skólar, kirkja og félagsheimili. Þetta setur sérstakan reisnarsvip á bæjarbyggð Kópavogs.« Félagslíf hefur löngum verið fjöl- breytt og líflegt í Kópavogi. í þeim efnum hafa Kópavogsbúar bæði goldið og notið nálægðarinnar við höfuðstaðinn. Þeir hafa leitast við að sýna fram á, bæði í orði og verki, að menning og sjálfstæð fé- lagastarfsemi geti dafnað víðar en í Reykjavík! Menningar- og félags- málasaga skipar því ærið rúm í riti þessu. Hins vegar fer lítið fyrir persónusögu. Yfir heildina litið er margt já- kvætt um rit þetta að segja. Rit- stjórnin hefði þó mátt vera nokkru strangari. Glöggur handritalesari hefði getað lagfært margt sem bet- ur hefði mátt fara. Samræmis hefði þurft að gæta í mörgum greinum, t.d. við ritun mannanafna. Til að mynda er ekki víst að ófróður átti sig á að Þór Axel Jónsson, eins og hann er nefndur í texta undir daufri mynd, sé sami maður og sá Axel Jónsson sem svo er nefndur annars staðar og víða kemur við sögu. Sölunefnd setuliðseigna hét nefnd á stríðsárunum, ekki varnarliðs- eigna, eins og þarna stendur á ein- um stað. Varnarliðið kom ekki fyrr en með varnarsamningnum 1951. Lausamannsbréf eða lausa- mennskubréf voru kölluð leyfisbréf sem menn gátu keypt um aldamót- in síðustu, ekki lausabréf. Prentvill- ur rakst ég á, allnokkrar. Myndir eru þarna geysimargar og mynda- textar jafnmargir. Meðal annars gefur að líta mynd af bæjarstjórn Kópavogs 1976 með viðeigandi texta (III, 39). Þar hefur fallið nið- ur nafn eins bæjarfulltrúans. Undir annarri mynd (III, 46) stendur: »Guðmundur Gilsson söngstjóri og organisti Kópavogskirkju síðan 1971.« Með allri virðingu fyrir söng- stjórum og organistum hygg ég að myndin sú muni ekki vera af um- ræddum manni heldur allt öðram Guðmundi. Hvort fieiri slíkar villur hafa slæðst inn í myndatextana veit ég ekki, brestur til þess kunn- ugleika. Myndirnar í ritinu eru annars nokkuð misskýrar og kunna sumar þeirra að vera teknar upp úr öðrum bókum eða blöðum. Tel ég skylt að benda á þessi atriði hér ef ritið skyldi verða endurprentað, eða jafn- vel gefið út aftur, og þá væntanlega aukið. „ svo nærir önd mína hunang fljótanda mál úr munni þínum“ Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímanns- son ÞRJÁR þýðingar lærðar frá mið- öldum, Gunnar Ágúst Harðarson bjó til prentunar, Hið íslenska bókmenntafélag, 1989. Undir lok síðastliðins árs kom út þriðja bókin í ritröðinni Islensk heimspeki undir ritstjórn Þorsteins Gylfasonar. Það er bókin Þijár þýðingar lærðar frá miðöldum. Áður hafa komið út bækumar Sið- ferði og mannlegt eðli eftir Pál Árdal og Einlyndi og marglyndi eftir Sigurð Nordal í þessum flokki. Það hefur ekki farið mikið fyrir þessum bókum í fjölmiðlum, eins og vera ber um hinar beztu bækur. Þær eiga það hins vegar skilið umfram flestar aðrar, að um þær sé hugsað og skrifað af sæmilegri athygli. Þessi nýjasta bók í ritröð- inni er verðug viðbót við þær, sem á undan höfðu komið. Það er markverð staðreynd um sögu íslenzkrar menningar, að þýð- ingar helgar, lög, áttvísi og fræði Ara fróða komust á bók, að því er talið er, á undan íslendingasögum. Það hefur verið viðtekin skoðun á íslandi og víðar, að þær sögur séu og hafí verið markverðasta framlag íslendinga til menningar heimsins. Hlutverk þeirra hefur verið ómælt við mótun þjóðerniskenndar okkar og tilfinningu fyrir sérstöðu okkar í veröldinni. Það er því skiljanlegt, að við höfum hneigzt til að mikla sérstöðu sagnanna og telja þær ein- stæðar, ekki eiga sér neitt sambæri- legt annars staðar. Þegar við bæt- ist, að annar arfur menningar okk- ar er afskaplega fátæklegur, hvort sem það er húsagerð, myndlist eða tónlist, þá verður þessi hneigð enn skiljanlegri. Sé til viðbótar litið til þess, að það eru aðeins 46 ár síðan við urðum sjálfstæð þjóð og 72 síðan við urðum fullvalda, þá skilst enn betur af hveiju við hneigjumst til að mikla fyrir okkur sérstöðu sagnanna. En þótt við séum merkileg þjóð og sögurnar eigi fáar, ef nokkrar, sínar líkar, þá eru þær ekki alger- lega einstæðar; þær spruttu úr til- tekinni bóklegri menningu. Það voru fleiri þjóðir en íslendingar, sem rituðu á eigin þjóðtungu á 12. öld en ekki latínu, eins og rakið er í formála að Þremur þýðingum lærðum. Það má sjá af verkum Hermanns Pálssonar, að fjölda- margt í sögunum og Eddukvæðun- um á sér samsvörun og er kannski náskylt klassískum skáldskap og kristinni siðfræði. Þetta ætti í raun- inni ekki og hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Sú bóklega menn- ing, sem óx og dafnaði á Islandi, var fyrst og fremst kristin miðalda- menning. Það er þess vegna mikil- vægt að átta sig á því hlutverki, sem hinar lærðu þýðingar gegndu í vexti og viðgangi íslenzkrar bók- menningar. Það er ágæt vinnu- regla, þegar maður telur sjálfan sig eða aðra hafa uppgötvað einhver merkileg, kannski einstæð, sannindi að gefa sér, að einhver annar ein- hvern tíma hafi hugsað sömu hugs- un. Frumleikinn sé því kannski eng- inn. Það er sama með íslendinga- sögumar. Það dregur á engan hátt úr snilldinni í þeim, þótt þær hafi átt sér fyrirmyndir og samsvaranir í eldri bókmenntahefð eða frá sama tíma. Snilldin í þeim er alveg sú sama rétt eins og í uppgötvun merkilegra sanninda, sem einhver hefur kannski hugsað áður. Það er ósköp einfaldlega misskilningur, kominn úr rómantíkinni á síðustu öld, að frumleiki sé óskaplega merkilegur eiginleiki skáldverka eða annarrar markverðrar, andlegr- ar iðju. í þessari bók eru þijár þýðingar úr latínu á guðfræðilegum miðalda- ritum. Þær eru Elucidarius, Um kostu og löstu og Um festarfé sálar- innar. I bókinni er einnig itariegur formáli eftir Gunnar Ágúst Harðar- son um klaustur, munklífi og menntir á miðöldum og á íslandi sérstaklega og einnig gerð vönduð grein fyrir hveiju riti fyrir sig, gildi þýðinganna og hvernig textinn er unninn úr handritum. Elucidarius er viðamest þessara rita og er í þremur hlutum. Hann var ætlaður til að leysa úr ýmsum erfiðum spurningum guðfræðinnar við túlkun Heilagrar ritningar, sér- staklega þegar kirkjufeðrunum bar ekki saman. Um kostu og löstu er hagnýtt heimspekirit, sem á að gera mönnum kleift að greina rétt frá röngu og gott frá illu, þegar þeir þurfa að taka ákvarðanir um gerðir sínar. Höfundurinn, Alkvin, hafði verið ráðunautur biskupa og konunga í siðferðilegum efnum. Rit af þessu tæi voru nefnd skuggsjár, vegna þess að í þeim gætu menn skoðað sálu sína, en hefð var fyrir því að líta á Biblíuna sem spegil siðferðislífsins, en sálarlífið og sið- ferðislífíð eru talin eitt og hið sama. Þriðja ritið er síðan Eintal um fe- starfé sálarinnar. Það er eftir Hugo frá Viktorsklaustri og er dulspeki- rit um samband sálar, Guðs og heims. Það er nokkuð átak nútímamanni að setja sig inn í hugsanaganginn í þessum ritum þremur. Það er rétt, sem segir í formála, að þau virka bæði kunnugleg og framandi. Þau era kunnugleg vegna máisins, sem er á þeim, og þau era framandi vegna röksemdanna, hugsananna, sem látnar eru í ljós í þeim. Það eru talin nánast sjálfgefin sannindi nú á dögum, að þekking sé reist á orsakasambandi okkar við umheim- inn: Við þekkjum heiminn vegna þess að hann virkar á skynfærin og boð berast til heilans. Á þeim tíma, er þessi rit voru samin, skildu menn þekkingarhugtakið mun víðari skilningi, en nú tíðkast. Auk þess voru menn reiðubúnir að fall- ast á opinberaða þekkingu, sem flestir hika við nú á dögum. Það eru ýmsir hlutir af þessu tæi, sem maður þarf að minna sig stundum á við lestur þessara rita. Það er rétt að benda lesendum þessarar bókar á, að formáli Gunnars Harð- arsonar er sérlega hjálplegur við að skilja, hvað verið er að gera í þessum samræðum þremur, en öll eru ritin á samræðuformi. Svo er formálinn líka ágætlega skrifaður. Allar þessar þýðingar skipta verulegu máli í íslenzkri hugmynda- sögu. Bara það eitt að koma þessum ritum yfír á íslenzku veldur því, að víða er sett fram ný hugsun. Með þýðingunum er verið að hugsa á íslenzku. En þær eru líka merkileg- ar guðfræðilegar heimildir að ég hygg, án þess ég beri fullt skyn- bragð á það. Þær eru mikilvægar í íslenzkri bókmenntasögu. Þessar þýðingar skipta þó sennilega mestu fyrir íslenzka heimspeki. Þær eru ekki forngripir einvörðungu. í Um kostu og löstu er verið að beita sið- fræði til lausnar mannlífsvanda. Það er enn lifandi spurning í sið- fræði, hvort greininni er yfirleitt mögulegt að segja nokkuð um mannlífíð, aðstoða menn við að leysa úr þeim vanda, sem fylgir hverri mannsævi, hverri kynslóð; hvort eitthvað sé mögulegt, sem á ensku er nefnt „moral expertise", siðferðiskunnátta eða vizka. Alkvin var ekki í nokkrum vafa um, hvern- ig svara ætti þeirri spurningu. Þótt allar þessar þýðingar hafi áður verið gefnar út, þá er þessi bók fagnaðarefni öllum áhuga- mönnum um íslenzka tungu, hugs- un og menningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.