Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 Valfrelsi for eldra! eftir Helgu Margréti Guðmundsdóttur V íkverjavéfréttin Málefni fjölskyldunnar eru ofar- lega á baugi nú þegar hinir ýmsu flokkar keppast við að koma á fram- færi stefnumálum sínum. í þeirri umræðu hafa dagvistar- mál verið ofarlega á baugi og er gott eitt um það að segja en þó finnst mér að einn hópur fólks hafi ekki fengið nægan hljómgrunn hjá frambjóðendum og á ég þar við heimavinnandi húsmæður. En eins og allir vita sinna þær m.a. umönn- unarstörfum, dagvistun barna (umönnun barna) og oft á tíðum dagvistun aldraðra og fatlaðra. Mig langar að vekja sérstaka athygli á grein Rannveigar Tryggvadóttur sem birtist í Morg- unblaðinu 19. maí sl. en kveikjan að þeirri grein eru ummæli „Víkvetja" um vanda barna í dag þar sem sum þeirra ganga meira og minna sjálfala lungann úr degin- „Víkverji" segir, að þeir sem boði þá lausn að börn fái að hafa móður sína heimavinnandi séu líklega ekki uppi á réttum tíma. Ég álít hins vegar að hið óhóflega vinnuálag á mæðrum hér á landi sé tíma- skekkja. Borið saman við Norður- löndin vinna konur hérlendis 20-30 klst. á viku lengur en stöllur þeirra á Norðurlöndum. (Ól. Ólafsson landlæknir á stofnfundi Landssam- taka heimavinnandi fólks 14. okt. sl.) Fólk vill val Ég vil vitna um það hér og nú að í þessu landi eru til mæður sem vilja vera heimavinnandi og sinna sínum börnum sjálfar — sérstaklega mæður ungra barna, en þær hafa ekki skilyrði til þess. Skv. könnun Baldurs Kristjáns- sonar sem hann kynnti á stofnfundi Landssamtaka heimavinnandi fólks hefur atvinnuþátttaka mæðra yngri barna (0-6 ára) dregist saman á síðustu árum og segir það okkur að breyttir tímar eru í vændum hvað varðar vilja kvenna til að vinna utan heimilis á meðan þær eru með ungbörn. Foreldrar þurfa að hafa frjálst val um það hvort þeir kjósa að ann- ast börn sín sjálfir eða láti aðra um það en eins og þetta er í dag þá er ekki um mikið val að ræða. í mörgum tilfellum mætti segja að heimavinnandi fólki sé „refsað". Við það að gerast heimavinnandi missir fólk ýmis sjálfsögð mannrétt- indi eins og það að vera 100% skatt- þegnar. Aðeins 80% af persónufrá- drætti þeirra er millifæranlegur til maka af einhveijum óskiljanlegum ástæðum sem ekki hafa verið skýrð- ar opinberlega og að sjálfsögðu verða þær fyrir tekjumissi. Einnig fá þær lægsta fæðingarorlof og lág- marks bætur í almannatrygginga- kerfinu. Á stofnfundi Landssamtaka heimavinnandi fólks 14. okt. sl. sagði Davíð Oddsson borgarstjóri: „Ég held að við stjórnmálamenn hljótum að fara að beina kröftum okkar í annan farveg en við höfum hingað til gert. Við eigum að nýta það afl sem fyrir hendi er hjá fjöl- skyldunum og ekki eingöngu tala til ijölskyldunnar á tyllidögum held- ur sýna það í verki að við viljum stuðla að því að reglum sé breytt. Þannig að fólki sé kleift að eiga um það val, hvort það vill sinna sínum skyldum heima hjá sér eða annars staðar." Réttindaleysi heimavinnandi Fæðingarorlof til heimavinnandi er það lægsta sem greitt er vegna þeirrar kaldhæðnislgeu rökleysu að ekki sé um tekjumissi hjá þeim að ræða. Varðandi almannatrygginga- kerfið er einnig víða pottur brotinn hvað málefni heimavinnandi varðar en þar er þó einhver von um leiðrétt- ingu eftir að starfshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins hefur Ijall- að um réttarstöðu heimavinnandi fólks en þar er ekki talin ástæða til að leiðrétta • fæðingarorlof eða reglur um persónufrádrátt. Ef kona annast ung börn sín, fatlað barn eða aldraðra á heimili sínu þá er það ekki viðurkennt sem vinnuframlag því hún vinnur ekki fyrir „sannanlegum tekjum". Hún hefur þó sparað þjóðfélaginu stórfé og bæjarfélagið sjúkrahúspláss fyr- ir sjúka aldraða sem hún annast. Ef þessi kona ákveður nú að eign- ast barn þá fær hún lægsta fæðing- arorlof því talið er að hún hafi ekki orðið fyrir tekjumissi. Atvinnurekendur greiða 2% ið- gjald af öllum launum til lífeyris- deildar Tryggingastofnunarinnar. Árið 1988 var sú upphæð 1.978 milljónir króna, en útgjöld Trygg- ingastofnunar vegna fæðingaror- lofs það ár var kr. 606 milljónir. Hvað verður um mismuninn sem þarna myndast? í skýrslu um réttarstöðu heima- vinnandi fólks frá okt. 1989 segir: „Starfshópurinn telur ekki mögu- leika á að breyta ákvæðum um fæðingarorlof að svo stöddu. Fæð- ingardagpeningar eru greiðslur vegna tekjumissis í orlofi, en þær konur sem vinna heima missa ekki tekjur. Líta má á fæðingarstyrk sem almennan rétt fjölskyldu og barna. Starfshópurinn bendir þó á að útgjöld Tryggingastofnunar vegna fæðingardagpeninga greið- ast af 2% iðgjaldi atvinnurekenda á öll laun en ekki eingöngu á laun kvenna. Þannig má imkki því fram, að framlag sem greitt er af eigin- manni heimavinnandi konu nýtist ekki þeirri ijölskyldu.“ (Leturbreyt- ing mín.) Fjölskyldan í frjálsu samfélagi í Aldamótaályktun Sjáífstæðis- flokksins segir: „Þeim foreldrum sem kjósa að ala börn sín upp sjálfir en ekki leita á náðir dagvistarheimila er stórlega mismunað þar sem að utanaðkom- andi dagvistun nýtur hárra styrkja. Þannig myndast hvatning til allra foreldra að senda börn sín fremur á dagvistarstofnanir og um leið myndast skortur á dagvistarrým- um. Eðlilegt væri og í samræmi við j afnréttisstefnu Sj álfstæðisflokks- ins að allir foreldrar fengju fjár- hagsaðstoð, hvern kostinn sem þeir veldu. Foreldrar gætu þá sjálfir ákveðið hvort þeir nýttu styrkinn til að hafa börn sín heima eða þeir myndu nota hann til að kaupa pláss á barnaheimili. Slíkt fyrirkomulag er líklegt til að styrkja fjölskyldu- böndin og í annan stað útrýmir þetta misrétti þar sem núverandi kerfi styrkir suma en aðra ekki.“ Lengi býr að fyrstu gerð Undanfarin ár hefur mjög færst í vöxt að mæður hafi börn sín á bijósti og er það skoðun mín að aukin fræðsla og lenging fæðingar- orlofs séu þar mikilvægur hvati. Við það að móðir hefur barn sitt á bijósti myndast ákveðið tilfinninga- samband þeirra í milli sem erfitt getur reynst að ijúfa. Þetta er m.a. ein af ástæðunum fyrir því að mæður ungra barna kjósa æ meira ,að ,vera JieimaviiWAdi-. Jíetta. pfv, um. HVITASUNNUFERÐ í SÓLINA Á MALLORKA Sérstök vikuferð um hvítasunnuna 29. maí til 5. júní (aðeins 4 vinnudagar). Gist verður á hinum frábæru rai|altur hótelum. Og verðin ættu ekki að spilla fyrir: 4 i íbúð 27.900* 3 i íbú& 29.600* 2 í ibúð 34.400* 2 i stúdíó 30.600* Hringdu strax, siðast var uppselt! DAGFLUG *VerS pr mann og miSast vi6 staSgreiSslu. dTidÁtTHC HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMI 28388 OG 28580 Helga Margrét Guðmundsdóttir „Ef kona annast ung börn sín, fatlað barn eða aldraða á heimili sínu þá er það ekki við- urkennt sem vinnu- framlag því hún vinnur ekki fyrir „sannanleg- um tekjum“.“ oft á tíðum ungar konur sem ólust upp á dagvistarstofnunum sjálfar og hafa reynslu af útivinnandi móð- ur. Á sama hátt og kjarninn í trénu býr bernskan í okkur ævina á enda. Við vöxum aldrei frá þeim þörfum sem fram komu á fyrstu árum okk- ar. Þörfin fyrir umhyggju, ástúð og hlýju hefur ekki breyst þrátt fyrir alla jafnréttisbaráttu og breytta þjóðfélagshætti. Við vitum að einstaklingsfrelsi er jafnrétti í reynd, og fátt ógnar því meir en að menn glati hinni siðferðilegu leiðsögn og aðhaldi, sem nauðsynleg er og foreldrar og fjölskylda geta best veitt með kristi- lega lífsskoðun að leiðarljósi. Skyldur sljórnmálamanna Fjölskyldulíf og barnauppeldi er einna mikilvægast í þróunarferli mannsins. Það hlýtur því að vera skylda sjálfstæðismanna sem beita sér fyrir frelsi einstaklingsins að vernda friðhelgi fjölskyldunnar og tryggja þannig mildi og mannúð í nútíma þjóðfélagi. Það er hlutverk stjórnmála- manna að skapa skilyrði fyrir fólk að lifa mannsæmandi lífi og að sjá til þess að þegnum þessa lands sé ekki mismunað. Ég fagna því að Davíð Oddsson oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík og einn virtasti stjórn- málamaður landsins hefur lýst vilja sínum til að rétta kjör heimavinn- andi fólks. Ilöfundiir er heima vinnandi húsmóðirmeð 3 börn ogá sæti í fulltrúaráði Landssamtaka heimavinnandi fólks. Tveir styrkir á leiklist- arhátíðina í Avignon FRANSKA sendiráðið býður tveimur frönskumælandi íslend- ingum á aldrinum 18-25 ára styrk til að sækja leiklistarhátíðina í Avignon, dagana 10.-19. júlí og 21.-30. júlí nk. Leiklistarhátíðin í Avignon, sem er þekktasta leiklistarhátíð í Frakklandi, býður ungum leiklistar- unnendum frá ýmsum löndum að dvelja í 10 daga í Avignon og kynn- ast starfi leikara, leikstjóra og hinna ýmsu leikhópa. Uppihald er þátttakendum að kostnaðarlausu en ferðakostnað greiða þeir sjálfir. Nánari upplýsingar fást hjá Menningardeild franska sendiráðs- .ins^Túngötv,?^ Reykjayík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.