Morgunblaðið - 24.05.1990, Síða 78

Morgunblaðið - 24.05.1990, Síða 78
m>, I ÍAM .12 HUOA.GUTMMI'? niGAJaVT'JOMOM 78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Heilsugæslan dýrari en sérfræðiþj ónusta? eftir Harald Dungal og Sigurð Orn Hektorsson Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um kostnað hins opin- bera af heilsugæslu og læknisþjón- ustu utan spítala. Þessar umræður hafa vaknað vegna tilrauna heil- brigðisyfírvalda til að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisyfirvöld hafa upplýst, að kostnaður vegna sérfræðilækn- isþjónustu hafi aukist verulega á undanförnum árum. Samtímis hef- ur kostnaður við heilsugæslu nán- ast staðið í stað, miðað við fast verðlag. Á undanförnum árum og áratug- um hafa verið reistar heilsugæslu- stöðvar sem ætlað er það hlutverk að veita læknisþjónustu og heilsu- vernd. Segja má að heilsugæslu- stöðvamar séu útstöðvar heil- brigðiskerfísins, þar sem veitt er heildræn og samfelld heilsu- gæsla/læknisþjónusta. Markmið heilbrigðisyfírvalda er, og hefur verið, að samskipti sjúkra við heil- brigðiskerfíð hefjist að jafnaði á heilsugæslustöð eða hjá heimilis- lækni. Þetta fyrirkomulag á sér ekki síst ýmsar faglegar forsendur, sem ekki verða raktar hér. Enn fremur er þetta fyrirkomulag talið hag- kvæmara og talið leiða til spamað- ar. í Reykjavík hefur uppbygging heilsugæslústöðva gengið hægt, en jafnan verið mikið og vaxandi framboð á sérfræðilæknisþjónustu. Þetta ójafnvægi, þ.e. vanbúin heilsugæsla/heimilislæknisþjón- usta annars vegar og mikið fram- boð sérfræðilæknisþjónustu hins vegar, skýrir líklega mikla notkun sérfræðilæknisþjónustu á Reykjavíkursvæðinu. Nú nýverið reyndu stjómvöld að hemja vax- andi kostnað af sérfræðiþjónr ustunni með því að koma á tilv- ísanakerfi á þeirri forsendu að þjón- usta heimilis- eða heilsugæslu- lækna sé hagkvæmari en sérfræð- inga. Nýlega ritaði Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi og fulltrúi í Heil- brigðisráði, grein í Morgunblaðið, þar sem hann kemst að þéirri niður- stöðu að þjónusta heilsugæslu- stöðva væri verulega dýrari en þjónusta sérfræðinga. Undirritaðir eru sérfræðingar í heimilislækning- um, og undanfarin fjögur ár höfum við ásamt þremur öðmm heimilis- Iæknum rekið einu einkareknu heil- sugæslustöðina á íslandi í dag. Á þessum árum höfum við safnað reynslu og ýmsum upplýsingum, sem við teljum skylt að birta nú almenningi. Þessari upplýsingar virðast hnekkja niðurstöðu borgar- fulltrúans. Þjónusta á heilsugæslustöðvum er mun flóknari, yfírgripsmeiri og samfelldari en á einkastofnum flestra sérfræðinga. Eins og Jó- hann Ág. Sigurðsson rekur í grein sinni í Morgunblaðinu 31. janúar sl., „ ... er útilokað að bera saman rekstrarkostnað heilsugæslustöðv- ar við einkarekna læknastofu og miða við hver samskipti við sjúkl- inga“. Nefna má til dæmis eftirfar- andi þætti í þjónustu heilsugæslu- stöðva, sem óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverðan kostnað: * Vitjanaþjónusta lækna. * Opnunartími og aðgangur að lækni frá 8-17 alla virka daga. * Vaktþjónusta á kvöldin. * Vitjanir hjúkrunarfræðinga vegna ungbarnaeftirlits. * Heimahjúkrun. * Umfangsmikil símaþjónusta lækna og hjúkrunarfræðinga ... .. . o.s.frv. Þannig mætti lengi telja. Slík þjónusta, sem sífellt fer vaxandi, hlýtur að sjálfsögðu að vera kostnaðarsöm, enda þótt hún leiði væntanlega til sparnaðar, þeg- ar á heildina litið. Við teljum því engan vegin sann- gjamt að bera saman kostnað við samskipti á heilsugæslustöðvum annars vegar og stofuviðtöl sér- fræðinga hins vegar, af ástæðum sem að ofan greinir. Þær tölur sem borgarfulltrúinn birti yfír kostnað við hver samskipti við heilsugæslu- stöðvar gáfu okkur samt sem áður tilefni til að reikna kostnað við hver samskipti við Heilsugæsluna Álftamýri til samanburðar við tölur borgarfulltrúans. Að búa sér til forsendur Borgarfulltrúinn gefur sér ýmsar forsendur í grein sinni, sem ekki byggja á raunverulegum, fyrirliggj- andi, tölulegum stærðum. Hann segir: „Til þess að kanna til hlítar heildarkostnað annars vegar og heildarkostnað hins opinbera vegna einkarekinna 'stofa sérfræðinga hins vegar, hef ég valið að líta á þijár heilsugæslustöðvar í Reykjavík, þar sem tekist hefur að afla sem flestra nauðsynlegra gagna.“ Árni valdi Heilsugæslustöð Arbæjar, Hlíðasvæðis og Miðbæjar. Nú mætti ætla að borgarfulltrú- inn myndi þessu næst leggja fram, máli sínu til stuðnings, raunveru- legar tölur sem kostnað vegna „Með stofnun og rekstri Heilsugæslunnar Alfta- mýri hefur verið gerð tilraun með rekstrar- form, sem er frábrugðið opinberum rekstri ann- arra heilsugæslustöðva í Reykjavík. Ekki hefiir, svo okkur sé kunnugt, verið sýnt fram á að þetta rekstrarform sé dýrara en hinn opinberi rekstur.“ þessara þriggja stöðva. Ekki gerir hann þó tilraun til að meta raun- verulegan kostnað af þessum stöðvum, heldur kýs hann að nota í útreikningum sínum kostnað vegna nýjustu heilsugæslustöðv- anna í Reykjavík, þ.e. við Hraun- berg 6 og við Vesturgötu 7, sem hvorug hefur verið tekin í notkun. Stöðin við Hraunberg 6 er engan vegin sambærileg við hinar þijár, því um er að ræða kennsluheilsu- gæslustöð, gjörólíka að gerð og búnaði og miklu fullkomnari að öllu Ieyti en stöðvarnar þijár eða nokkrar aðrar heilsugæslustöðvar á landinu. Árni heimfærir síðan áætlaðan heildarstofnkostnað nýju heilsugæslustöðvanna á Arbæjar-, Miðbæjar- og Hlíðastöðina. Þannig býr hann til tölur yfír rekstrar- kostnað heilsugæslustöðvanna, sem eiga sér ekki stoð í raunveru- leikanum. Það er auðvitað hægt að hag- ræða tölum til þess að komast að ákjósanlegri og „einfaldari“ niður- stöðu, ef menn gefa sér forsendur með þessum hætti. Hins vegar liggja fyrir þekktar tölur um kostn- að við rekstur heilsugæslustöðvar í Reykjavík, þar sem unnt er að komast að niðurstöðu, sem byggð er á forsendum tölulegra upplýs- inga, þar sem engin útgjöld eru falin. Heilsugæslan Álftamýri Heilsugæslan Álftamýri er eina einkarekna heilsugæslustöðin á ís- landi í dag. Hana reka fimm sér- fræðingar í heimilislækningum. Á stöðinni er veitt öll þjónusta, sem venjulega er veitt á heilsugæslu- stöðvum: almenn læknishjálp og heilsuvemd. Með samningi við Reykjavíkurborg 1986 varð stöðin hverfísstöð fyrir Háaleitis- og Teigahverfí, en að öðru leyti er stöðin rekin samkvæmt samningi heimilislækna utan heilsugæslu- stöðva. íbúar hverfísins, um 7400 að tölu, fá þar læknisþjónustu, ungbamaeftirlit, mæðraeftirlit og heimahjúkrun auk sérstakrar kvöldvaktarþjónustu. Auk þess sinnir stöðin þúsundum Reyk- víkinga, sem búa utan hverfísins, en á stöðinni eru alls skráðir rúml. 12.000 manns. Kostnaður hins opinbera vegna Álftamýrar- stöðvarinnar Tölur um kostnað liggja allar fyrir, hvað varðar Heilsugæsluna Álftamýri. Samkvæmt yfírliti yfír starfsemina 1988 vom samskipti alls 21.276, að frátöldum símtölum. Lítum nú á kostnað hins opin- ’bera 1988. Hann skiptist í tvennt: Annars vegar greiðslur frá Reykjavíkurborg vegna heilsu- verndar og hins vegar greiðslur frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur vegna lækningastarfsemi. Allur kostnaður hins opinbera vegna Heilsugæslunnar Álftamýri 1988 MiHj.kr. ljGreiðslur frá Rvíkurborg: Rekstrarframlag 1,444- Launakost. og akstur hjúkrunarfr. 3,203 2) Greiðslur frá Sjúkra- samlagi Rvíkur 16,069 A,B,C, og D liðir Kostnaður alls 20,712 Eins og fram kemur í töflunni er allur kostnaður hins opinbera (þ.m.t. allur launakostnaður, fjár- magnskostnaður o.s.frv.) vegna Heilsugæslunnar Álftamýri 20,712 milljónir króna. Samskipti utan símtala 1988 voru 21.276. Kostn- aður á hver samnskipti var því 20,712 millj./21.276 eða 973.50 kr. Til samanburðar fékk Árni í út- reikningum sínum töluna 1.960 kr. í meðalkostnað á hver samskipti við heilsugæslustöðvamar þijár, en eins og áður segir byggðust út- reikningar hans ekki á raunvem- legum kostnaðartölum fyrir þessar stöðvar. Þá reiknaðist borgarfulltrúanum til, að kostnaður hins opinbera á hver samskipti stofusérfræðinga hefði verið 1.530 árið 1989, sem reiknast kr. 1.430 árið 1988, miðað við verðbreytingar á gjaldskrá LR milli áranna. Þess ber þó að gæta, að þessar tölur fela ekki í sér gjald það sem sjúklingur greiðir sjálfur við hveija komu. Rétt mynd af heildarkostnað samskipta fæst með þvi að leggja saman hlutdeild hins opinbera og greiðslu sjúklings. Heildarkostnaður á hver samskipti 1988 Hluti hins Hluti Samtals opinb. sjúkl. Heilsugæslan 973 165 1.138 Álfamýri Sérfræðingar 1.430 550 1.980 Eins og sést í töflunni eru sam- skipti við Heilsugæsluna Álftamýri tæplega helmingi (43%) ódýrari en á einkastofum sérfræðinga. Noti sjúklingur þjónustu Heilsugæsl- unnar Álftamýri er kostnaður hins opinbera samkvæmt útreikningum þessum um 33% lægri, heldur en ef notuð væri þjónusta sérfræð- inga. Niðurstaða í þessari grein höfum við sýnt hvaða niðurstöður fást, þegar reiknaður er saman allur stofn- og rekstrarkostnaður heilsugæslu- stöðvar, sem ekki er rekin af opin- berum aðilum, heldur læknunum sjálfum sem verktökum með sér- stökum samningum við opinbera aðila. Við höfum borið saman kostnað á hver samskipti í heilsu- gæslu við kostnað sérfræðinga, sem reka sjálfír stofur sínar sam- kvæmt verktakasamningum við Tryggingastofnun ríkisins. Við þennan samanburð kom eftirfar- andi í ljós: 1. Heildarkostnaður á hver sam- skipti við Heilsugæsluna Álftamýri eru 43% minni miðað við sérfræð- inga. 2. Kostnaðarhluti hins minni við hver samskipti er 33% ódýrari mið- að við sérfræðinga. Þessi niðurstaða er ótvírætt gagnstæð niðurstöðu borgarfull- trúans. Hvert verður framtíðarrekstrarform heilsugæslunnar? Með stofnun og rekstri Heilsu- gæslunnar Álftamýri hefur verið gerð tilraun með rekstrarform, sem er frábrugðið opinberum rekstri annarra heilsugæslustöðva í Reykjavík. Ekki hefur, svo okkur sé kunnugt, verið sýnt fram á að þetta rekstrarform sé dýrara en hinn opinberi rekstur. Hvort það er ódýrara, skal ósagt látið, enda annarra að dæma. Hins vegar hafa opinberir aðilar fallið frá þessu rekstrarformi, verktakafyrirkomu- laginu. Á Alþingi liggur fyrir frum- varp um breytingu á lögum um heilbrigðisþjónustu, en í frumvarp- inu er ekki gert ráð fyrir lögfest- ingu þessa rekstrarforms, Þar af leiðandi koma einungis tveir eftir- farandi valkostir til greina: a) að ríkið taki við rekstri Heilsugæsl- unnar Alftamýri og henni verði breytt í opinbera heilsugæslustöð eða b) Heilsugæslan Álftamýri verði lögð niður. Höfundar þessarar greinar og aðrir aðstandendur Heilsugæslunn- ar Álftamýri telja hins vegar gild rök fyrir því, að í lögum um heil- brigðisþjónustu verði heimiluð fleiri rekstraríorm í heilsugæslu en hið ríkisrekna. Að áliti sannfróðra er mikilvægt að geta jafnan borið saman tvö eða fleiri rekstrarform í sérhveiju heilbrigðiskerfi. Von- andi tekur Alþingi afstöðu til þessa í væntanlegri umfjöllun sinni um frumvarpið á þessu þingi. Ilöfimclar eru heimilislæknar við Heilsugæsluna Álftamýri. Ný tilhögun námslána eftir Vilhjálm Ólafsson Ágætu námsmenn. Þið sem nú standið í baráttu við hæstvirtan ráðherra menntamála. Þið sem hafið orðið fyrir stórkost- legri skerðingu á námslánum ykk- ar. Þið sem fáið ekki lengur að vinna á sumrin vegna skerðinga á námslánum. Þið sem horfið fram á að námslánin ykkar verði að engu ef svo fer fram sem horfir, snúið saman bökum og gefið ekk- erteftir. Án ykkar, engin framtíð. Án ykkar menntunar, engar framfarir. En við skulum líta á hina hliðina. Háttvirtur menntamálaráð- herra. Þér sem nú standið í baráttu við ungdóm þessa lands um nokkr- ar krónur er hann telur sig hafa verið svikinn um. Þér sem hafíð þurft að ausa fé í þetta lið sem ekki hefur nennt að vinna fyrir sér á sumrin svo ekki sé talað um með skóla á veturna. Þér sem horfið fram á að lánin verði orðin hærri en sem nemur yðar eigin launum ef svo fer fram sem horfir, (hér á ekki við að segja „snúðu saman baki“ þannig að annað verður að koma í staðinn) þér verðið áð standa fast á yðar sannfæringu. Með yður, glæsileg fortíð. Með yðar fáfræði, mikil afturför. Með þessari áeggjan til beggja deiluaðilja vil ég láta fylgja með eftirfarandi pistil. Þannig háttar til með undirritað- an að hann er að klára sitt fimmta lánshæfa námsár. Ég er ekki far- inn að sjá eina einustu krónu úr þessum lánasjóði _sem þrátt fyrir allt ber nafnið „LÍN“. Ég spyr í fyrsta lagi: Er ég ekki íslenskur? Svar: Jú. í öðru lagi: Hvers vegna fæ ég þá ekki námslán eins og sumir Islendingar? Svar: Vegna þess að ég hef unnið að verðmætasköpun, þjóðinni í hag, á sumrin. í þriðja lagi: Hvað má ég vinna mikið á sumrin til þess að fá fullt námslán? Svar: Bera út Þjóðviljann í einu hverfí. (Þetta er þó háð lítils háttar takmörkunum. Ég verð að taka sumarfrí, minnst einn mán- uð.) Ég spyr í fjórða lagi: Er ekki kominn tími til þess að kasta þess- ari tekjuviðmiðun út í hafsayga? En hvað á að koma í staðinn? Hvers vegna ekki tekjur foreldra eða þá að deila öllu jafnt, óháð tekjum? Þessar tvær tillögur eru álíka mikið út í hött og núverandi fyrirkomujag. Vilhjálmur Ólafsson „Þetta væri hvati til þess að reyna að vera án lána ef menn mögu- lega geta, í stað þess að taka lán hvort sem þörf er á eða ekki.“ Við getum velt fyrir okkur öðr- um kosti. Segjum að tekjutillitið verði látið standa. Þeir sem ekki telja sig geta verið án láns taka það ef þeir eiga á annað borð rétt á því. Ef nemi á hinn bóginn lætur það ógert að taka lán, hvort sem hann hefur átt lánsrétt eða ekki, vegna tekna, þá vinnur hann sér inn bón- us. Á næsta ári verði tekið minna tillit til tekna sem nemur ákveðinni prósentu. Ef nemi tekur ekki lán í þijú ár, þá hafí hann unnið sér rétt til þess að fá lán án tillits til tekna á fjórða ári. Þetta lán verði hagstæðara en hin hefðbundnu lán, jafnvel I formi styrks. Þetta væri hvati til þess að reyna að vera án lána ef menn mögulega geta, í stað þess að taka lán hvort sem þörf er á eða ekki. Þetta mun draga stórlega úr fjárþörf sjóðsins og snúa við þeirri þróun sem orðin er á viðhorfi námsmanna til sumarvinnu. Ilöfundur er nemandi í útvegstækni ogiðnfræði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.