Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Borð fyrir þrjá eftirJón Óttar Ragnarsson Það er ánægjulegt að Björn Björnsson, dagskrárgerðarstjóri Stöðvar 2, skuli nú flytja varnar- ræðu sína í fjölmiðlum. Þar á slík umræða heima og skapar gott tækifæri til þess að skýra fyrir áskrifendum stöðvarinnar hvað vakti og vakir fyrir Stöð 2. Björn vandar mér ekki kveðjurn- ar, enda átti ég ekki von á því. Ég sagði honum upp störfum þann 1. desember sl., ekki fyrir að vera einlægur stuðningsmaður innlendr- ar dagskrárgerðar, það erum við báðir, heldur af öðrum ástæðum. Ástæðan var sú að allir fram- kvæmdastjórar Stöðvar 2 sem höfðu unnið með honum frá upp- hafi, að honum einum undanskild- um, voru komnir á þá skoðun að dagskrárgerðin sem hann stjómaði væri gagnslítil af ástæðum sem ég vona að skýrist í þessari grein. Atvinnugrein, ekki föndur Stórkostlegasta verkefni íslensks sjónvarps á komandi árum er að byggja upp öflugan íslenskan dagskráriðnað í samráði við mark- aðinn. Fæstir gera sér grein fyrir þvi að hér í landinu er nú þegar fjöldi frábærra fyrirtækja (Sýn, Saga Film, ísfilm, Plús Film, Samver o.m.fl.) sem eru margbúin að sanna að þau framleiða þætti sem em a.m.k. eins góðir (oft miklu betri) en það sem stöðvarnar gera sjálfar. Stefna Stöðvar 2 sem var mörk- uð og hrint í framkvæmd 1. desem- ber sl. var sameiginleg ákvörðun yfirgnæfandi meirihluta fram- kvæmdastjóra Stöðvar 2 og fólst í því að fara með stóran hluta af þáttagerðinni út á markaðinn til að bæta skipulagið. Björn varð undir í þessum átök- um og hefur ekki gleymt því. En hann gleymir því að ef einkastöð gerir þetta ekki, þá gerir það eng- inn, enda er þetta stefna 99% allra einkastöðva í heiminum, einfald- lega af því að hún er sú eina sem virkar til frambúðar! Það sem gerðist var í fyrsta lagi að Bjöm afsannaði endanlega að hann réði við verkefnið. í öðru lagi var markaðurinn tilbúinn í slaginn og í þriðja lagi dró Ríkissjónvarpið sína dagskrárgerð til baka inn í eigin smiðjur, þvert á stefnu Hrafns Gunnlaugssonar. Sjónvarpsiðnaður En hvers vegna í veröldinni ætti sjónvarpsstöð að láta aðra fram- leiða fyrir sig obbann af sínu inn- lenda efni? Fyrir því eru margar ástæður. I fyrsta lagi er sjónvarpsstöð ekki góður staður fyrir hugmyndavinnu. Hún er eins og járnbrautarstöð þar sem fréttir og málefni líðandi stundar, pólitík og hvers kyns kreppur dynja yfir daglega og draga úr einbeitingu þeirra sem stjóma. í u lagi er hér aragrúi hæfí- leikafólks, í fjölda fyrirtækja sem hugsa sjálfstætt, með tengsl við atvinnulíf og menningu sem ekki finnast á neinum einum stað, og því meiri von á frjóum hugdettum ef margir gera tilboð í sömu vöru, en þegar einn aðili situr að henni. Einungis með því að virkja mark- aðinn getur þessi öflugi miðill tryggt þessu frábæra dagskrár- gerðar- og tæknifólki, sem við eig- um í hrönnum, varanlega lífsaf- komu ekki aðeins frá mánuði til mánaðar, heldur um alla framtíð. Loks geta þeir bestu sigrað! í þriðja lagi emm við á Stöð 2 fólk einkaframtaks. Björn vann á Ríkissjónvarpinu, þar sem honum var að vísu sagt upp störfum, en þar á hann heima. Það sjónarmið að einoka hugmyndaflæði er ríkis- einokunarhugarfar sem er ekki sæmandi á einkastöð. Þvert á móti eiga einkaframtaks- menn að byggja upp öflugan sjón- varpsiðnað. Oháðu fyrirtækin úti á markaðnum eiga þá sjálf efnið og geta selt sýningarrétt á öðrum svæðum. Við eigum nefnilega að hætta að vera svo smáir í sniðum að efast um að útflutningur sé næsta skref. Hvað vakir fyrir Stöð 2? Sameining Stöðvar 2, Sýnar og íslenska útvarpsfélagsins eru mestu tímamót í sögu íslenskrar fjölmiðlunar frá því að Morgunblað- ið var stofnað á sínum tíma. Það er ekki mitt hlutverk að svara fyrir núverandi meirihluta- eigendur þessa nýja fyrirtækis. Hins vegar hefi ég heyrt þeirra sjónarmið og skii þau á þann veg að þeir ætli sér að hefja merki þáttagerðar, úr hálfri stöng í fulla í áföngum. Tilgangurinn með því að fara með dagskrárgerðina „út úr húsi“ er fyrst og fremst að bæta innlendu þættina og nú er frábært lag, ein- mitt þegar Ríkissjónvarpið er eina ferðina enn að hrifsa verkefnin af þessum fyrirtækjum og hyggst treysta alfarið á eigið hugvit. Ríkisfyrirtæki eru þekkt fyrir að vera sífellt að reyna að fínna upp hjólið. Það er búið að fínna það upp. Reynsla allra stöðva í heimin- um er að þær fá besta efnið með því að virkja skapandi listamenn og fagmenn úti á markaðnum og Iáta þá sérhæfa sig. Mér er sem ég sæi ABC reyna að framleiða Tvídranga Davids Lynch, Siguijóns Sighvatssonar o.fl. innanhúss. Það hvarflar ekki að neinum heilvita manni. Þetta er einfaldlega hugmynd sem verk- taki úti á markaðnum skilar tilbún- inni á spólum inn í hús. Jón Óttar Ragnarsson „Kjarni málsins er sá að það er óþolandi með öllu að innlend dag- skrárgerð sé aðeins borð fyrir tvo, þar sem annar aðilinn er sjón- varpsstjóri og hinn dag- skrárgerðarstjóri sem kemst upp með að ein- oka innlenda dagskrár- gerð innan frá.“ Borð fyrir tvo Björn hefur gert nokkra góða hluti í dagskrárgerð, þ. á m. sína eigin þætti, Áfanga. Hann var líka góður í Heilsubælinu á sínum tíma. En á milli þessara tvídranga voru fáar týrur og nokkur fíaskó sem hvar sem er hefðu þýtt sjálfvirkan brottrekstur. Borð fyrir tvo — sem hann stóð fyrir sjálfur — var svo lélegt, með sínum yfirgengilega fýlleríshúmor og handritsleysi að þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir fannst enginn sem gat bjargað þessu klámhöggi þrátt fyrir fokdýra fjárfestingu í leik- mynd sem Björn gerði sjálfur (ágætlega!). Islensk dagskrárgerð er flagg- skip íslensks sjónvarps, en til þess þarf hún að vera góð og virkja alla þá hæfíleika sem til eru hveiju sinni. Þetta var aðeins dæmi um hvernig Birni mistókst það sem öðrum tókst, t.d. Páli Magnússyni og Goða Sveinssyni, með þrotlausri vinnu. Björn gleymir að allar ákvarðan- ir um dagskrárgerð voru ræddar og skráðar í vikulegar fundargerðir til að reyna að forða honum frá slíkum uppákomum, enda ber stjórnendum skylda til að tryggja að fé frá áskrifendum sé varið þannig að það nýtist sem best og sem flestum. Hitt er auðvitað annað mál, að enginn nema ríksihyggjumaður ætlast til þess í einkafyrirtæki að stjórnendur viti á hveijum tíma hversu mikið verður til í kassanum eftir sex mánuði. Þeir sem ekki þola slíkt „óskipulag“ ættu að vinna hjá ríkinu. Til þess er það!! Borð fyrir þrjá Kjami málsins er sá að það er óþolandi með öllu að innlend dag- skrárgerð sé aðeins borð fyrir tvo, þar sem annar aðilinn er sjónvarps- stjóri og hinn dagskrárgerðarstjóri sem kemst upp með að einoka inn- lenda dagskrárgerð innan frá. Stöð 2 ber ekki aðeins skylda til að byggja upp góða dagskrá, held- ur gegnir hún gífurlegum skyldum við atvinnulífíð og þjóðfélagið. Hún stýrir því hvernig þessi atvinnu- grein þróast og hvernig framtíð blasir við því mikla hæfíleikafólki sem hún ól upp. Héðan í frá á dagskrárgerð fyrir íslenskt sjónvarp að vera borð fyrir þijá — fyrir sjónvarpsstjóra, dag- skrárgerðarstjóra og fulltrúa mark- aðarins. En ég skil Björn vel að vilja ekki missa þessi völd. Honum til huggunar er leikmyndin hans góða ennþá til. Þar getur hann setið við borð fyrir tvo ... aleinn! Höfundur er fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. Viðurkennir ósannindin eftir Harald Blöndal Frú Ragnheiður Davíðsdóttir rit- ar grein í Morgunblaðið 22. maí og viðurkennir ósannindi sín í skrif- um um umferðarmál. Síðan heldur hún áfram í sama dúr. Hef ég því miklar efasemdir um þýðingu þess að rökræða við hana um umferðar- mál. Það er hins vegar nauðsynlegt að leiðrétta enn rangfærslur frúar- innar. Umferðarnefnd Reykjavíkur lét gera könnun árið 1988 á umferðar- slysum. Niðurstöður þessarar könnunar voru m.a.: 1. Slysum á bömum hefur fækkað, bæði hlutfallslega og í raun. 2. Slys á bömum em minni hluti heildarslysa í Reykjavík en annars staðar á landinu. 3. Stærsti hluti slysa á börnum virðist vera utan við þann tíma, sem ætla má að þau séu á Ieið í og úr skóla. Samkvæmt könnuninni slasast flest bömin eða 51% á tímabilinu 16.00 til 24.00. Af börnum sem eru yngri en 6 ára slasast 57% á ferð í bifreiðum, en 30,3% barna á aldr- inum 6 til 9 ára. Af þessu má draga þann lærdóm, að mjög stór hluti slysa á börnum verði meðan þau eru að leik eða á ferð með foreldrum sínum í bíl, og utan venjulegs skóla- og dagheim- ilatíma. Fjöigun dagheimila mun þess vegna ekki hafa nein áhrif á tíðni þessara slysa. Kenning frú Ragnheiðar um að fleiri dagheimili fækki slysum stenst þess vegna ekki. Ein leið til þess að draga úr slys- um barna er að tryggja börnum eðlileg leiksvæði í nágrenni sínu, svo að gatan verði ekki leikvöllur- inn. Þá þurfa foreldrar að brýna það fyrir börnum sínum að nota þessi leiksvæði, jafnvel þótt ganga þurfí smáspöl. Hvað þýðir þetta? í röksemdafærslu sinni kemst frú Ragnheiður svo að orði, og eru þessi orð sérstaklega útdregin í greininni til þess að leggja áherslu á þau: „Til upplýsingar fyrir Harald Blöndal skal enn ítrekað, að böm sem njóta verndar og gæslu lenda síður í umferðarslysum en þau, sem eru innan veggja skólanna eða dag- vistarheimilanna.“ Þessa setningu skil ég ekki. Ég hef engan hitt, sem skilur þessa setningu. Á hún við að böm í skól- um og á dagheimilum njóti ekki verndar og gæslu? Og ef svo er, af hveiju vill hún þá fleiri dagheim- ili? Getur frú Ragnheiður ætlast til þess að kjósendur skilji það, sem hún sjálf getur ekki komið orðum að? Enn með svarta tungu En svo virðist, sem frú Ragn- heiður geti ekki sagt satt um um: ferðarmál (frekar en frú Ólína). í greininni segir hún orðrétt: „ .. .„er óskiljanleg sú afstaða meirihluta Umferðamefndar að samþykkja ekki eða fresta fjöl- mörgum tillögum í þessum efnum. Undirrituð hefur vissu fyrir því, að á síðasta ári voru aðeins settar nið- Halldór Blöndal „Af þessu má draga þann lærdóm, að mjög stór hluti slysa á börn- um verði meðan þau eru að leik eða á ferð með foreldrum sínum í bíl, og utan venjulegs skóla- og dagheimila- tíma. Fjölgun dagheim- ila mun þess vegna ekki hafa nein áhrif á tíðni þessara slysa. Kenning frú Ragnheiðar um að fleiri dagheimili fækki slysum stenst þess vegna ekki.“ ur u.þ.b. tíu umferðaröldur í Reykjavík...“ Rangt er frá skýrt um öll atriði. Á sl. fjórum árum voru samþykktar 72 umferðaröldur í umferðamefnd. Samtals hafa verið samþykktar 164 öldur frá árinu 1972. Aðeins 9 sinn- um hefur verið synjað um umferð- aröldur, en í nokkrum tilvikum hefur öðrum aðgerðum verið beitt, sem skila svipuðum árangri. Það er nefnilega mikil vanþekking hjá frú Ragnheiði að halda, að umferð- aröldur séu einu aðgerðirnar, sem nota má til þess að draga úr hraða. Það má nota ýmsar aðrar aðgerðir, setja miðeyjar í götu, setja þreng- ingar í götu, setja gatnaljós o.s.frv. Og ég vil ítreka enn og aftur, að það er yfírieitt samstaða í umferð- arnefnd Reykjavíkur um afgreiðslu einstakra mála. Árið 1989 bárust umferðamefnd aðeins 15 beiðnir um hraðahindran- ir. í sex tilvikum voru samþykktar öldur (8. stk.). Einu sinni var sam- þykkt upphækkuð steinlögn, öðru sinni var einstefnu snúið við, 4 er- indum var frestað til gerðar hverfa- skipulags og til athugunar á göngu- leiðum skólabarna, en hvort tveggja er í vinnslu. Aðeins þijú erindi fengu ekki stuðning. Frú Ragnheiður lærði það í lög- reglunni, hvernig afla á upplýsinga. Hún notar sér ekki þá þekkingu lengur. Enn fullyrðir hún, að um- ferðaröldur hafí lækkað. Ég nenni ekki að þrasa við hana um þetta. Lesendum til fróðleiks vil ég benda á, að umferðaröldur eiga að vera 10 sm háar. Umferðaröldur eru miðaðar við 30 eða 40 km hraða á klukkustund, og fer það eftir lengd aldnanna. Ég sagði frá því í lítilli athuga- semd við ósannar fullyrðingar frú Ólínu Þorvarðardóttur um umferð- armál, að í núverandi fjárhagsáætl- un væri varið rúmum 73 milljónum til þess að bæta gatnakerfíð og tryggja öryggi vegfarenda. Þrátt fyrir þessar upplýsingar kýs frú Ragnheiður að fara rangt með. Nenni ég ekki að elta frekar ólar við þær rangfærslur. Sjálfskipaður fulltrúi almennings I lok greinar sinnar segir frú Ragnheiður svo rangt frá skoðun- um mínum á gildi umferðaráróð- urs. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að umferðaráróður dragi afskap- lega lítið úr slysum til langframa, þótt slíkur áróður geti haft stundar- gildi. Á ráðstefnu um umferðarmál benti ég á þetta, og hélt þar fram þeirri skoðun minni, að eina raun- hæfa leiðin til þess að draga úr slysum til langframa væri að bæta gatnakerfíð, þ.e. beita verkfræði- legum aðgerðum, og efla löggæslu til þess m.a. að grípa hættulega ökumenn áður en slys hljótast af. Að sjálfsögðu skiptir svo öku- kennslan gífurlega miklu máli. Kjarninn í málflutningi frú Ragnheiðar, að því leyti, sem hann er ekki byggður á ósannindum, er, að hennar skoðanir einar í umferð- armálum séu réttar, og þeir, sem séu ósammála henni vilji fjölga slysum. Þetta hugarfar er hættu- legt og ber vott um ríka þrá til einræðis. Gegn slíku hljóta velvilj- aðir menn að beijast. Höfundur er formaður umferðarnefhdar Reykja víkur og 16. maður á framboðslista Sjálfstæðisfiokksins við borgarstjórnnrkosningarnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.