Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
57
*
Islensk málnefind:
Norrænir málræktar-
menn læra hér íslensku
NOKKRIR af forystumönnum í norrænu málasamstarfi og starfs-
mönnum norrænu málnefiidanna eru komnir hingað til að læra
íslensku. íslensk málnefiid gengst fyrir námskeiði handa starfsféög-
um sinum á Norðurlöndunum, alls 12 manns frá Danmörku, Finn-
landi, Noregi og Svíþjóð. Þar á meðal eru allir starfsmenn Norrænn-
ar málstöðvar í Ósló nema einn, sem er íslendingur. Meðal gestanna
eru nafnkunnir fræðimenn og háskólakennarar í norrænum málum.
samstarfi og norrænni málpólitík. Á
þeim vettvangi hafi áherslan verið
lögð á gagnkvæman skilning þeirra
í frétt frá íslenskri málnefnd
segir, að námskeiðið sé einstæður
viðburður í norrænu málnefnda-
Morgunblaðið/Einar Falur
Erla Ruth Harðardóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Bryndís Petra
Bragadóttir i hlutverkum sínum.
Eldhestur á ís í
Borgarleikhúsinu
NYTT leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur verður frumsýnt í Borgar-
leikhúsinu næstkomandi laugardag. Leikritið nefhist Eldhestur á is.
Frjálsi leikhópurinn Eldhesturinn setur verkið upp.
Þrjár leikkonur taka þátt í sýn-
ingunni, Vilborg Halldórsdóttir,
Erla Ruth Harðardóttir og Bryndís
Petra Bragadóttir. Leikstjóri er
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir.
Leikmynd, búninga og lýsingu ann-
ast Elísabet 0. Ronaldsdóttir. Helgi
Björnsson semur tónlist í verkinu
og leikur ásamt hljómsveitinni,
Síðan skein sól.
í leikritinu eru þrjár persónur
Hún, Hin og Glerbúinn. Grunntónn
þess er um ástina. Hún er ástfang-
in en Hin virðist hafa gefist upp á
ástinni.
Mosfellsbær:
Stjómmálaaflið Eining í Mos-
fellsbæ gekkst fyrir undir-
skriftasöfiiun meðal íbúa Mos-
fellsbæjar gegn urðun sorps í
Alfsneslandi í Kjalarneshreppi
um síðustu helgi. Félagsmála-
ráðherra var afhentur listinn
síðastliðinn þriðjudag en á hann
höfðu 1001 íbúi ritað nafii sitt.
Undirskriftum var safnað við
tvær verslanir í bænum auk þess
sem gengið var í hús. I áskorun
til félagsmálaráðherra á undir-
skriftalistanum segir m.a.: „Ný-
lega var samþykkt hjá Skipulags-
stjórn ríkisins aðalskipulag fyrir
Kjalarneshrepp. Félagsmálaráð-
herra, Jóhanna Sigurðardóttir,
mun undirrita það og staðfesta á
næstu dögum. Þar er endanlega
staðfest að Álfsnesland í Kjalar-
neshreppi verður notað til sorpurð-
unar. Við undirritaðir íbúar í Mos-
fellsbæ hvetjum félagsmálaráð-
herra til að samþykkja ekki aðal-
skipulagið þar sem með því er frek-
lega gengið á rétt íbúa nágranna-
sveitarfélags og þvert á vilja þorra
þeirra.“
sem tala dönsku, norsku og sænsku.
Af íslands hálfu hafi hins vegar
verið bent á að hversu vel sem ís-
lendingar læri þessi samskiptamál
vanti mjög á gagnkvæman skilning
ef aðrar þjóðir geri sér ekkert far
um að kynnast íslensku máli og
málefnum.
Norræn málstöð er sameiginleg-
ur vettvangur málnefndanna og
óskuðu framkvæmdanefnd hennar
og starfsmenn eftir því að íslensk
málnefnd stæði fyrir íslenskunám-
skeiði handa þeim. Gestirnir eða
stofnanir þeirra kosta ferðir og
uppihald, og stofnanir veita viku-
leyfi á fullum launum, en íslensk
málnefnd ber kostnað af sjálfu
námskeiðshaldinu.
Námskeiðið stendur yfír dagana
21.-26. maí, þ.e. út þessa viku.
Kennslustundir eru fjórar á dag.
Kennari er Halldór A. Sigurðsson
dósent.
Sunnudaginn 27. maí verður svo
haldinn í Reykjavík fundur i fram-
kvæmdanefnd Norrænnar mál-
stöðvar, sem íslendingar urðu aðilar
að í fyrra. Áður höfðu íslendingar
átt fulltrúa í stjóm stöðvarinnar frá
stofnun hennar 1978. Stjómin kem-
ur saman einu sinni á ári en fram-
kvæmdanefndin heldur 3-4 fundi
árlega til skiptis í aðildaríkjunum.
Hún hefur ekki áður komið saman
til fundar á íslandi nema í tengslum
við norræn málnefndaþing.
Á fundinum næstkomandi
sunnudag verður m.a. rætt um
kynningu íslenska stafrófsins og
íslenska nafnsiði í grunnskólum á
Norðurlöndum.
wm
Ík*?Æ
mé
Hraftihildur Guðmundsdóttir og Viðar Gunnarsson í hlutverkum sinum.
„Abraham o g ísak“
flutt í Háteigskirkju
Um þessar mundir standa yfir í Háteigskirkju æfingar á kirkjuópe-
runni „Abraham og ísak“ eftir John Speight. Texti óperunnar er tek-
inn úr bibliunni og einnig eru notaðir gamlir sálmar úr safiii Bjarna
Þorsteinssonar. Operan, sem tekur um það bil 40 mínútur í flutningi,
verður frumflutt á Listahátíð 4. júní.
Níu söngvarar og þrettán hljóð-
færaleikarar taka þátt í sýningunni,
en hljómsveitarstjóri er Guðmundur
Oli Gunnarsson. Leikstjóri er Geir-
laug Þorvaldsdóttir en Snorri Sveinn
Friðriksson hefur hannað leikmynd
og búninga. Lýsingu annast Árni
Bajdvinsson.
í hlutverki Abrahams er Viðar
Gunnarsson, en ísak syngur Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir. Aðrir söngv-
arar eru Sigríður Gröndal, Signý
Sæmundsdóttir, Þorgeir Andrésson,
Sigrún V. Gestsdóttir, Elísabet Wa-
age, Sigursveinn Magnússon og
Halldór Vilhelmsson.
Að sýningunni standa nokkrar
söngkonur í Háteigssókn, Háteigs-
kirkja og Listahátíðarnefnd.
Þetta mun vera fyrsta íslenska
kirkjuóperan sem samin hefur verið
og er hún framlag Háteigskirkju á
Listahátíð.
(Fréttatilkynning)
gg
• •
Sorpurðun í Álfs-
neslandi mótmælt
Kosið á laugardag:
Norðurlanda-
búar hafa
kosningarétt
Norðurlandabúum, sem átt
hafa lögheimlli hér á landi sam-
fellt í þrjú ár miðað við 1. dcsem-
ber síðastliðinn, er heimilt að
kjósa i sveitastjórnarkosningum
hér á landi.
Að sögn Berglindar Ásgeirsdótt-
ur, ráðuneytisstjóra í félagsmála-
ráðuneytinu, er kveðið á um kosn-
ingarétt Norðurlandabúa í sveita-
stjórnarlögum, en ákvæði þar að
lútandi byggja á norrænum samn-
lÉSa
M
tes
m
mm
n'iCi.j'n
'MM
m
'iég
AKSTURA KJORDAG
m
mgL
m
ms»
SjálfstœÖisflokkinn i Reykjavik vantar sjálfboöaliöa á bifreiö
til aksturs ákjördag, laugardaginn 26. maí.
Upplýsingar og skráning á skrifstofu SjálfstœÖisflokksins i
Valhöll, Háaleitisbraut 1, eða ísima 82900frá kl. 9.00 til
22.00 alla virka daga ogfrá kl. 13.00 til 18.00 um helgar.
Sjálfstæðisflokkurínn
í Reykjavík
xH;
Borgarstj ómarkosningar
26. maí 1990