Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 24.05.1990, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 57 * Islensk málnefind: Norrænir málræktar- menn læra hér íslensku NOKKRIR af forystumönnum í norrænu málasamstarfi og starfs- mönnum norrænu málnefiidanna eru komnir hingað til að læra íslensku. íslensk málnefiid gengst fyrir námskeiði handa starfsféög- um sinum á Norðurlöndunum, alls 12 manns frá Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð. Þar á meðal eru allir starfsmenn Norrænn- ar málstöðvar í Ósló nema einn, sem er íslendingur. Meðal gestanna eru nafnkunnir fræðimenn og háskólakennarar í norrænum málum. samstarfi og norrænni málpólitík. Á þeim vettvangi hafi áherslan verið lögð á gagnkvæman skilning þeirra í frétt frá íslenskri málnefnd segir, að námskeiðið sé einstæður viðburður í norrænu málnefnda- Morgunblaðið/Einar Falur Erla Ruth Harðardóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir i hlutverkum sínum. Eldhestur á ís í Borgarleikhúsinu NYTT leikrit eftir Elísabetu Jökulsdóttur verður frumsýnt í Borgar- leikhúsinu næstkomandi laugardag. Leikritið nefhist Eldhestur á is. Frjálsi leikhópurinn Eldhesturinn setur verkið upp. Þrjár leikkonur taka þátt í sýn- ingunni, Vilborg Halldórsdóttir, Erla Ruth Harðardóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Leikstjóri er Sigríður Margrét Guðmundsdóttir. Leikmynd, búninga og lýsingu ann- ast Elísabet 0. Ronaldsdóttir. Helgi Björnsson semur tónlist í verkinu og leikur ásamt hljómsveitinni, Síðan skein sól. í leikritinu eru þrjár persónur Hún, Hin og Glerbúinn. Grunntónn þess er um ástina. Hún er ástfang- in en Hin virðist hafa gefist upp á ástinni. Mosfellsbær: Stjómmálaaflið Eining í Mos- fellsbæ gekkst fyrir undir- skriftasöfiiun meðal íbúa Mos- fellsbæjar gegn urðun sorps í Alfsneslandi í Kjalarneshreppi um síðustu helgi. Félagsmála- ráðherra var afhentur listinn síðastliðinn þriðjudag en á hann höfðu 1001 íbúi ritað nafii sitt. Undirskriftum var safnað við tvær verslanir í bænum auk þess sem gengið var í hús. I áskorun til félagsmálaráðherra á undir- skriftalistanum segir m.a.: „Ný- lega var samþykkt hjá Skipulags- stjórn ríkisins aðalskipulag fyrir Kjalarneshrepp. Félagsmálaráð- herra, Jóhanna Sigurðardóttir, mun undirrita það og staðfesta á næstu dögum. Þar er endanlega staðfest að Álfsnesland í Kjalar- neshreppi verður notað til sorpurð- unar. Við undirritaðir íbúar í Mos- fellsbæ hvetjum félagsmálaráð- herra til að samþykkja ekki aðal- skipulagið þar sem með því er frek- lega gengið á rétt íbúa nágranna- sveitarfélags og þvert á vilja þorra þeirra.“ sem tala dönsku, norsku og sænsku. Af íslands hálfu hafi hins vegar verið bent á að hversu vel sem ís- lendingar læri þessi samskiptamál vanti mjög á gagnkvæman skilning ef aðrar þjóðir geri sér ekkert far um að kynnast íslensku máli og málefnum. Norræn málstöð er sameiginleg- ur vettvangur málnefndanna og óskuðu framkvæmdanefnd hennar og starfsmenn eftir því að íslensk málnefnd stæði fyrir íslenskunám- skeiði handa þeim. Gestirnir eða stofnanir þeirra kosta ferðir og uppihald, og stofnanir veita viku- leyfi á fullum launum, en íslensk málnefnd ber kostnað af sjálfu námskeiðshaldinu. Námskeiðið stendur yfír dagana 21.-26. maí, þ.e. út þessa viku. Kennslustundir eru fjórar á dag. Kennari er Halldór A. Sigurðsson dósent. Sunnudaginn 27. maí verður svo haldinn í Reykjavík fundur i fram- kvæmdanefnd Norrænnar mál- stöðvar, sem íslendingar urðu aðilar að í fyrra. Áður höfðu íslendingar átt fulltrúa í stjóm stöðvarinnar frá stofnun hennar 1978. Stjómin kem- ur saman einu sinni á ári en fram- kvæmdanefndin heldur 3-4 fundi árlega til skiptis í aðildaríkjunum. Hún hefur ekki áður komið saman til fundar á íslandi nema í tengslum við norræn málnefndaþing. Á fundinum næstkomandi sunnudag verður m.a. rætt um kynningu íslenska stafrófsins og íslenska nafnsiði í grunnskólum á Norðurlöndum. wm Ík*?Æ mé Hraftihildur Guðmundsdóttir og Viðar Gunnarsson í hlutverkum sinum. „Abraham o g ísak“ flutt í Háteigskirkju Um þessar mundir standa yfir í Háteigskirkju æfingar á kirkjuópe- runni „Abraham og ísak“ eftir John Speight. Texti óperunnar er tek- inn úr bibliunni og einnig eru notaðir gamlir sálmar úr safiii Bjarna Þorsteinssonar. Operan, sem tekur um það bil 40 mínútur í flutningi, verður frumflutt á Listahátíð 4. júní. Níu söngvarar og þrettán hljóð- færaleikarar taka þátt í sýningunni, en hljómsveitarstjóri er Guðmundur Oli Gunnarsson. Leikstjóri er Geir- laug Þorvaldsdóttir en Snorri Sveinn Friðriksson hefur hannað leikmynd og búninga. Lýsingu annast Árni Bajdvinsson. í hlutverki Abrahams er Viðar Gunnarsson, en ísak syngur Hrafn- hildur Guðmundsdóttir. Aðrir söngv- arar eru Sigríður Gröndal, Signý Sæmundsdóttir, Þorgeir Andrésson, Sigrún V. Gestsdóttir, Elísabet Wa- age, Sigursveinn Magnússon og Halldór Vilhelmsson. Að sýningunni standa nokkrar söngkonur í Háteigssókn, Háteigs- kirkja og Listahátíðarnefnd. Þetta mun vera fyrsta íslenska kirkjuóperan sem samin hefur verið og er hún framlag Háteigskirkju á Listahátíð. (Fréttatilkynning) gg • • Sorpurðun í Álfs- neslandi mótmælt Kosið á laugardag: Norðurlanda- búar hafa kosningarétt Norðurlandabúum, sem átt hafa lögheimlli hér á landi sam- fellt í þrjú ár miðað við 1. dcsem- ber síðastliðinn, er heimilt að kjósa i sveitastjórnarkosningum hér á landi. Að sögn Berglindar Ásgeirsdótt- ur, ráðuneytisstjóra í félagsmála- ráðuneytinu, er kveðið á um kosn- ingarétt Norðurlandabúa í sveita- stjórnarlögum, en ákvæði þar að lútandi byggja á norrænum samn- lÉSa M tes m mm n'iCi.j'n 'MM m 'iég AKSTURA KJORDAG m mgL m ms» SjálfstœÖisflokkinn i Reykjavik vantar sjálfboöaliöa á bifreiö til aksturs ákjördag, laugardaginn 26. maí. Upplýsingar og skráning á skrifstofu SjálfstœÖisflokksins i Valhöll, Háaleitisbraut 1, eða ísima 82900frá kl. 9.00 til 22.00 alla virka daga ogfrá kl. 13.00 til 18.00 um helgar. Sjálfstæðisflokkurínn í Reykjavík xH; Borgarstj ómarkosningar 26. maí 1990
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.