Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 79

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 79
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 79 Afbrotaforvamaráð íslands eftir Carl Henrik Rörbeck Nýlega hefur verið leitt í ljós, að búðarhnupl hefur aukist um helming á einu ári á Reykjavíkursvæðinu. Fjöldi annarra afbrota, til dæmis ávísanafals, ofbeldi og innbrot í bíla hefur aukist á svipaðan hátt, þó varla alveg eins mikið. Þetta eru skelfilegar tölur í eins litlu þjóðfélagi og okkar, sérstaklega ef litið er til orða Árna Guðmunds- sonar, Securitas hf., að „mörg börn virðast telja þjófnað í verslunum eðlilegan hlut í þroskaferli sínum." Með afbrotavarnir í huga var nýtt embætti stofnað undir stjórn lög- reglustjóra Reykjavíkur á árinu 1988. Þar starfa nú 3 lögreglumenn og- munu 3 bætast við að sögn yfir- manns deildarinnar, Ómars Smára Ármannssonar aðalvarðstjóra. I Kringlunni var stofnaður starfs- hópur 2. feb. sl., með þátttöku versl- unarstjóra og stjórnstöðvar Kringl- unnar að beiðni Ómars Smára, í þeim tilgangi að sameina öfl þeirra í herferð gegn búðarhnupli. Þessi starfshópur hefur þegar gefið út bækling, sem er þýddur meira eða minna beint úr dönsku, með leiðbeiningum fyrir hina al- mennu starfsmenn verslananna og búið til plaköt með textanum: „Hnupl hækkar vöruverð — verum öll á verði.“ Snýr það að viðskipta- vinunum-, sem þarf að upplýsa um, að þetta vandamál, sem á fagmáli kallast „rýrnun“, er orðið svo alvar- legt, að það hefur þegar stofnað til- veru margra fyrirtækja í hættu. Beina og óbeina afleiðingin er hækkandi vöruverð og aukin opinber útgjöld. Þetta framtak lögreglunnar og Kringlunnar er í sjálfu sér ágætt. En það er bara alls ekki nóg. Það sem mér finnst sérstaklega gagnrýnisvert er, að opinbert við- horf virðist vera, að búðarhnupl sé vandamál verslananna og afbrota- forvarnir séu lögreglumál. Þetta er þjóðfélagslegt vandamál sem snertir okkur öli og það sem okkur vantar mest er opinber umræða, sem getur hugsanlega veitt okkur svör við spurningum eins og: Af hveiju fer siðgæði hrakandi? Hvernig getum við bætt menntakerfið? Hvernig get- um við unnið með börnum og ungl- Norskur kór syngur með Þröstum og Steftii NORSKI karalkórinn Eggklevi mannskor frá Þrændalögum er nú í söngferð hér á landi og heldur þrenna tónleika, ásamt karlakórun- um Þröstum úr Hafnarfirði og Steftii í Mosfellsbæ. Tvennir tónleikar verða í dag, Stefnir einnig fram. uppstigningardag: í Víðistaða- Flutt verður fjölbreytt úrval nor- kirkju í Hafnarfirði klukkan 16 og skra laga. Aðgöngumiðar verða í Langholtskirkju klukkan 20.30, seldir við innganginn. ásamt Þröstum. í norska kómum eru 26 söng- Þriðju tónleikarnir verða í Hlé- menn og halda þeir af landi brott garði í Mosfellsbæ á mörgun föstu- á sunnudag. dag klukkan 20.30 og þar kemur ingum? Hvernig getum við bætt dómskerfið? Þó að mér finnist engan veginn danska þjóðfélagið til fyrirmyndar, þar sem t.d. danska skattakerfið, sem ýmsir hér á,iandi eru mjög hrifn- ir af, hefur breytt meirihluta dönsku þjóðarinnar í falsara, þá eru til tvö atriði sem mér finnst tilefni til að nefna hér, og sem gætu þjónað sem fyrirmynd fyrir okkur í afbrota- varnamálum: 1. Stofnunin „Afbrota- forvarnaráð Danmerkur", sem eftir- taldir aðilar eiga þátt í: Félag lög- fræðinga, Félag váti-yggingamanna, Kennarafélag Danmerkur, Spari- sjóðsráð Danmerkur, Tollaembættið, Vinnuveitendasambandið, Verslun- arráð Danmerkur, Dómarafélag Danmerkur, Félag rannsóknarlög- reglumanna, Félag lögreglumanna, Bankaráð Danmerkur, Félag emb- ættislækna, Félag fangelsisstjóra, Félagið „skóli og þjóðfélag", FDB (Sambandið), Póstur og sími, Iðnað- arráð Danmerkur, Umhyggjufélag Danmerkur, íþróttasamband Dan- merkur, Samtök verkalýðsfélaga, félagsmálaráðuneytið, menntamála- ráðuneytið og Samtök félagsmála- ráðgjafa ásamt mörgum fleiri stofn- unum er tilheyra dómsmálaráðu- neytinu og öðrum, þar sem engar samsvarandi stofnanir eru til hér á landi. Það mætti bæta við hérna á Is- landi fjölda stofnana og einstakl- inga, sem hafa áhuga og þekkingu á þessum málum. 2. Refsimeðferð var tekin upp í Danmörku fyrir 6 árum, sérstaklega ætluð fyrir unglinga og þá, sem brutu af sér í fyrsta sinn, kölluð „þjóðfélagsþjónusta". Kemur hún í staðinn fyrir fangelsi, oger kauplaus vinna við eitthvað, sem gagnar þjóð- félaginu sem slíku og eykur tilfinn- inguna fyrir samstarfi og sameigin- legri ábyrgð. Mjög .oft er í Dan- mörku um umhverfisverndarstörf að ræða. Reynslan að undanförnu hefur verið mjög jákvæð. Mér skilst er meðferð afbrota- manna á íslandi sé oftast engin þangað til að óskilorðsbundin fang- elsisdómur kemur til framkvæmda. Það er oftast eftir mörg afbrot. í fyrsta lagi er ófullnægjandi fyrir þjóðfélagið, að hægt sé að fremja marga glæpi án þess að sanngjörn refsing komi til. í öðru lagi eru refs- ingar, þegar þær koma loksins al- gjörlega úreltar og bæta engan, þvert á móti. Það sem mér dettur helst í hug hér á íslandi er skógrækt. Hugsan- legt væri að byggja búðir úti á landi, þar sem unnið væri að skógrækt með ráðgjöf frá skógræktarfélaginu og undir stjórn lögreglunnar og fangelsisyfirvalda. Við skulum gera okkur grein fyr- ir því, að tíminn vinnur ekki með okkur í þessum málum. Höfvndur er öryggismaður. Prufu-hitamælar - 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. Vesturgðtu 16 - Simar 14680-132» Áskriftarsiminn er 83033 þið hengt ykkar ■ I Með handsópvélinni „Hako-Flipper“ ertu 5 sinnum fljótari heldur en með strákústi. Vélin tekur upp í sig óhreinindi sem auð- velt er að losa. hako Nýbýlavegi 18, sími 91-641988. iBESTAt Hvað er GORI viðarvöm? GORI sérhæfir sig í framleiðslu á efni sem ver viðinn gegn sveppum og örverum sem ásækja hann. GORI hentar vel á nýtt tréverk og einnig til viðhalds á eldra tréverki. Myndin sýnir hús þar sem tréverkið er meðhöndlað með GORI 88 yfirborðsviðarvörn sem slettist hvorki né drýpur. GORI meðhöndlun byrjar með grunnun. Nýtt tréverk eða viður sem er mjög veðraður skal grunnast með GORI 22. GORI 22 er olíublönduð viðarvöm og smýgur vel inn í viðinn og ver hann gegn örverum og sveppum. Ö/GOFT I viðarvörn Allt tréverk þarf yfirborðsvörn og viðhald. Viðurinn þarf að vera vatnsfælinn og varinn geislum sólar sem hefur skaðleg áhrif á hann. Þess vegna mælum við eindregið með GORI 88 sem er olíublönduð viðarvöm og hentar mjög vel m.a. til litabreytinga. GORI 22 og 88 er olíublönduð viðarvörn í hæsta gæðaflokki. Við mælum með að þú fjárfestir í gæðum. “Veldu GORI gæðanna vegna“ Útsölustaðir: BYKO Húsasmiðjan hf. og kaupfélögin um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.