Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Hafiiargörður; Yiljum framkvæma meira með minni tilkostnaði - segir Jóhann G. Bergþórsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksms JÓHANN G. Bergþórsson, efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Hafnarfírði við bæjarstjórnarkosningarnar á laugardag segir að losarabragur hafi verið á fjármálasfjórn HafnarQarðarbæjar á kjörtímabilinu, sem nú er að ljúka. Hann segir að sjálfstæðismenn vilji bæta rekstur bæjarfélagsins og treysti sér til að framkvæma meira með minni tilkostnaði en gert hafi verið á undanförnum Morgunblaðið/Bjarni Jóhann G. Bergþórsson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafharfirði. árum. Jóhann G. Bergþórsson er bor- inn og barnfæddur Hafnfirðingur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Islands og lauk verk- fræðiprófí í Danmörku. Hann starfaði í eitt ár í Danmörku að prófi loknu en tók síðan við starfi deildarverkfræðings hjá Hafnar- fjarðarbæ. Þar starfaði hann í fjögur ár þar til hann stofnaði eigin verkfræðistofu í bænum 1973. Árið 1979 hóf Jóhann þátttöku í virkjunarframkvæmdum við Hrauneyjafoss og stofnaði verk- takafyrirtækið Hraunvirki og síðar Hagvirki árið 1981. Jóhann segist ekki hafa tekið þátt í pólitísku starfi fyrr en árið 1970, en þá hafi hann tekið sæti í iðnþróunamefnd Straumsvíkur- svæðisins fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. Árið 1974 hefði hann svo tekið þátt í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Hafnarfirði og lent í áttunda sæti. Hann hefði síðan verið varamaður Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjóm til 1982 og meðal annars setið í rafveitu- nefnd og skipuiagsnefnd, en þar hafi hann verið formaður frá 1978 til 1986. Formaður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Hafnarfirði hafi hann verið frá 1979 til 1982. „Ég dró mig að mestu út úr þessu starfi 1982 enda var ég aðallega á fjöllum á þessum tíma vegna virkjunarframkvæmdanna. Árið 1986 var ég hins vegar beð- inn að taka aftur sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins og var þá stillt upp í fjórða sæti. Frá því ári hef ég setið sem bæjarfulltrúi og átt sæti í bæjarráði og ýmsum nefnd- um bæjarins. Samhliða þessu hef ég sinnt rekstri fyrirtækis míns og fleiri fyrirtækja og þannig kynnst af eigin raun útgerð, fisk- vinnslu, fiskeldi, matvælafram- leiðslu, véismiðjurekstri, fram- leiðslu rafeindabúnaðar og fiug- rekstri." Sjálfstæðismenn hafa verið í minnihluta í bæjarstjórn Hafnar- fjarðar á því kjörtímabili sem nú er að Ijúka. „Við í minnihlutanum höfum gagnrýnt fjármálastjórn meirihlutans harðlega og flutt afar víðtækar, rökstuddar breyt- ingartillögur við afgreiðslu fjár- hagsáætlana bæjarins en á þær hefur ekki verið faliist. Jafnframt höfum við gert athugasemdir við undirbúning einstakra fram- kvæmda og hvemig að þeim hefur verið staðið en við teljum að í mörgum tilvikum hafi fjármunum verið eytt langt umfram það sem nauðsynlegt hefði verið. Til dæm- is hefði átt að viðhafa útboð oftar en gert hefur verið. Við höfum almennt verið sammála meirihlut- anum um að ráðast í þessar fram- kvæmdir en hins vegar hefur oft verið ágreiningur um leiðir." Listi sjálfstæðismanna í Hafn- arfirði var valinn í opnu próf- kjöri, sem fram fór í desember og varð Jóhann þar í efsta sæti. „Það átti sér stað mikil endurnýj- un á listanum í prófkjörinu og aðeins þrír af sex efstu mönnun- um hafa áður setið í bæjarstjórn- inni og enginn lengur eh í fjögur ár. Það er mikil samstaða í þess- um hópi, sem hefur víðtæka þekk- ingu og reynslu að baki og mikinn áhuga á hagsmunamálum bæjar- ins. Helstu baráttumái okkar í kosningunum eru að fjármála- stjórnin verði með öðrum hætti. Á síðasta ári fóru 27% útsvarstekna bæjarins í að greiða vexti, dráttar- vexti og verðbætur af lánum og á þessu ári er útlit fyrir þetta hlutfall verði 50% útsvarstekna. Meginstefna okkar er sú, að nauð- synlegar framkvæmdir verði fjár- magnaðar með samtímatekjum, en átaksverkefni verði fjármögn- uð með iántöku. Á þessu kjörtíma- bili hafa hins vegar verið tekin dýr skammtímalán og að öllu leyti verið losarabragur á fjármála- stjóminni.“ Jóhann segir, að meirihlutinn hafi hækkað gjöld á borð við fast- eignaskatt, en sjálfstæðismenn telji sig hins vegar geta lækkað álögurnar. „Við teljum að það megi gera meira fyrir minna fjár- magn hér í bænum. Ef núverandi meirihluti heldur áfram á sömu braut verður hins vegar innan skamms ekki til neitt fjármagn til framkvæmda. Af þeim sökum óttumst við sjálfstæðismenn áframhaidandi stjóm Aiþýðu- flokksins. Meðal annarra stefnumála Sjálfstæðisflokksins í þessum kosningum er að taka fastar á ákveðnum nauðsynlegum verk- efnum er gert hefur verið; til dæmis málefnum Vatnsveitunnar og Tónlistarskólans. Jafnframt viljum við stuðla að frekari upp- byggingu Iðnskólans, betrum- bæta almenningssamgöngurnar og herða baráttuna gegn fíkniefn- um, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Jóhann G. Bergþórsson að lokum. Mosfellsbær: Leggjum mikla áherslu á trausta Qármálastjóm - segir Magnús Sigsteinsson, forseti bæjarstjórnar „VIÐ viljum stuðla að heilbrigðu og góðu mannlífi hér í Mosfells- bæ og koma til móts við óskir fólksins sem hér býr,“ segir Magn- ús Sigsteinsson, forseti bæjarstjómar í Mosfellsbæ og efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjórnarkosningarnar á laug- ardaginn. Hann segir mikla áherslu hafa verið lagða á trausta Ijármálastjórn í bænum og að nauðsynlegt sé að haldið verði áfram a sömu braut. Magnús Sigsteinsson er inn- fæddur Mosfellingur og hefur alla tíð búið á Blikastöðum. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um í Reykjavík og lagði að því loknu stund á búvísindi í Ási í Noregi og sérhæfði sig í landbún- aðarbyggingum og bútækni. Frá árinu 1968 hefur hann starfað sem bygginga- og bútækniráðu- nautur hjá Búnaðarfélagi Islands. Magnús hóf afskipti af málefn- um bæjarfélagsins árið 1970 er hann tók sæti í skipulagsnefnd. Hann var varamaður í hrepps- nefnd frá 1974 til 1978 og hefur síðan verið aðalmaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Forseti bæjar- stjómar hefur hann verið frá árinu 1982. „Við sjálfstæðismenn höfum lagt mikla áherslu á að fjármála- stjórn bæjarins sé traust og hag- kvæmni sé gætt í rekstri," segir Magnús. „Jafnframt höfum við kappkostað að tryggja bæjarbú- um góða þjónustu. Staðan í dag er líka mjög góð; nettóskuldir bæjarfélagsins eru aðeins um 25 milljónir króna, sem eru um 8,5% af ársveltu. Veltufjárhlutfallið er 1,53, sem verður að teljast gott. Með því að tryggja hagkvæmni í rekstri hefur okkur tekist að veija góðum hluta tekna bæjarins til framkvæmda; oft á bilinu 25% til 30%. Það hefur líka átt sér stað mik- ii uppbygging hér í Mosfellsbæ á undanförnum árum og sem dæmi má nefna, að frá árinu 1970 hef- ur fjöldi íbúa fjórfaldast. Hins vegar höfum við reynt að varð- veita ýmis sérkenni byggðarinnar þótt þéttbýlið hafi vaxið. Þannig höfum við lagt mikla áherslu á útivistarmöguleika og skoðun mín er sú, að bærinn sé hrein perla fyrir íþrótta- og útivistarfólk, ékki síst eftir uppbyggingu íþrótta- svæðisins hjá Varmá á síðasta kjörtímabili. Auk þessarar upp- byggingar á vegum bæjarins hef- ur verið úthlutað svæðum til hestamanna, flugáhugamanna og golfáhugamanna og hafa þeir byggt upp þessi svæði sín af mikl- um myndarskap með lítils háttar aðstoð frá bænum. Á síðari árum höfum við lagt mikla áherslu á umhverfísmálin og á þessu kjörtímabili hefur ver- ið lokið við gerð holræsis meðfram Varmá. Eftir að það hefur verið tekið í notkun verður nær allt skólp frá bænum hreinsað í rotþró áður en það fer í út í sjó. Að þessu leyti erum við í fararbroddi sveit- arfélaga í landinu. Jafnframt þessu höfum við sinnt töluvert frágangi opinna svæða í byggð- inni og eins hefur verið reynt að ganga jafnóðum frá slitlagi á göt- um og nú er verið að malbika nýjustu göturnar í bænum. I þessu sambandi má nefna, að mótframboð okkar hér í bæn- um, Eining, hefur reynt að gera sorpurðun í Álfsnesi að kosninga- máli. Staðreyndin er hins vegar sú, að bæði meirihluti og minni- hluti núverandi bæjarstjórnar hafa verið sammála um að mót- mæla áformum um að urða sorpið á þessum stað. Þar af leiðandi er þetta ekki kosningamál heldur sameiginlegt baráttumál." Magnús segir, að meðal helstu stefnumála sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ sé að tryggja að fjár- Magnús Sigsteinsson, forseti bæjarstjómar Mosfellsbæjar. málastjóm bæjarins verði áfram traust. „Meðal þeirra verkefna sem við viljum sinna er að ljúka við íbúðir aldraðra, en stefnt er að því að þær verði teknar í notk- un árið 1992. Við viljum stuðla að áframhaldandi uppbyggingu í miðbæjarkjarnanum, þar sem meðal annars á að rísa skrifstofu- og stjórnsýsluhús, sem hýsa á bæjarskrifstofumar og Héraðs- bókasafn Kjósarsýslu. Um leið þarf að tengja miðbæjarkjamann og íbúðarhverfi með hjólreiða- og göngustígum og er það átak haf- ið. Auk þess viljum við ganga frá götum í iðnaðarhverfinu við Hlíðartún og halda áfram vinnu við deiliskipulag íbúðarhverfis vestan Tangahverfis, en stefnt er að því að úthlutun lóða hefjist þar næsta vor. í húsnæðismálum er það okkar stefna, að sem flestir geti eignast eigið húsnæði, en hins vegar viljum við jafnfram fjölga félagslegum íbúðum á veg- um bæjarfélagsins. Á nýja íbúðar- svæðinu er fýrirhugað að hafa á boðstólum fjölbreytta kosti í hús- næðismálum." Magnús nefnir einnig, að sjálf- stæðismenn hyggist gera átak í uppbyggingu leikvalla, eíla at- vinnustarfsemi í bænum og auka atvinnumöguleika skólafólks. Styðja ötullega við bakið á íþrótta- og æskulýðsstarfi og starfi að menningarmálum, auk þess sem hugsa þurfi fyrir viðbótarhúsnæði fyrir grunnskólann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.