Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 94

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 94
94 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 KNATTSPYRNA / 1. DEILD „Hétt ég ætti ekki eftir að leika aftur í 1. deild“ - segirÁrni Sveinsson fyrirliði Stjörnunnar Arni Sveinsson hefur ástæðu til að brosa þessa dagana. Hann er fyrirliði nýliðanna úr Garðabæ, Stjörnunnar, sem nú eru í 2. sæti og er markahæstur í deildinni ásamt Ríkharði Daðasyni með tvö mörk. Hann segir sjálfur að þetta hafi komið sér nokkuð á óvart: „Fyrir þremur árum hélt ég að ég ætti ekki eftir að leika aftur í 1. deild en þetta hefur gengið betur en við þorðum að vona,“ sagði Árni. Hann segir að Stjarnan eigi góða möguleika á að halda sæti sínu: „Það er alltaf eðlilegt að spá nýliðum botnsæti og þetta hef ég líklega gert sjálfur þegar ég var á Skagan- um. En við ætlum að afsanna það og Stjarnan er með gott og vel spil- andi lið. Mér líst ágætlega á leikinn gegn KR-ingum og ef við náum upp stemmningu getum við vel staðið í þeim. Árni féllst á að spá í leikina í dag og á morgun. Hann sagðist búast við hörkuleik hjá ÍBV og Þór. „Þeim var spáð á botninn en ég held að það búi meira í liðunum en þau sýndu í 1. umferð." Hann sagðist einnig eiga von á spennandi leik Fram og ÍA, enda yfirleitt skemmtilegir leik- ir. „Ég sá Skagamenn gegn Val og þeir eru með gott lið..“ Árni sagðist vera nokkuð viss um að FH-ingar sigruðu Víkinga á morgun. „FH-ingar eru sprækir og léku vel gegn KA. Ég hef að vísu ekki séð Víkinga en skilst að þeir hafi verið óheppnir að tapa fyrir KR. Leikur Vals og KA ætti að vera jafn og liðin ættu að geta meira en þau sýndu í fyrstu leikjunum," sagði Árni Sveinsson. Morgunblaöið/Guðmundur Svansson Landslidsmenn Stjörunnar. Sveinbjöm Hákonarson, Magnús Bergs, Lárus Guðmundsson og Ámi Sveinsson hafa leikið samtals 91 landsleiki. KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN Detroit óstöðvandi Iþróttir í dag og á morgun ÞRÍR leikir verða í 1. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu í dag. Fram og í A eigast við á Laugardals- FELAGSLIF Krakkamót Víkings Víkingar standa fyrir hinu árlega Pepsi-móti fyrir 6. flokk í knatt- * spyrnu í dag, fimmtudag. Leikið verður á gamla Víkingsvellinum frá kl. 9-19. Kaffiveitingar verða í fé- lagsheimilinu. Landsbankahlaupið Frjálsíþróttasamband íslands og Landsbankinn gangast sameigin- lega fyrir hinu árlega Landsbanka- hlaupi á kosningadaginn, laugar- daginn 26. maí. Þetta er í fimmta sinn sem slíkt hlaup er haldið og er það ætlað 10-13 ára börnum. Hlaupið fer fram á öllum þeim stöð- . ura á landinu þar sem Landsbank- inn hefur útibú, en í Reykjavík fer það fram í Laugardal. Alls er hlaup- ið á 27 stöðum og hefst hlaupið í Laugardal kl. 11, en á landsbyggð- inni eru upplýsingar um hvenær það hefst gefnar í útibúunum. Öll börn fædd 1977, 1978, 1979 og 1980, um 17.000, hafa fengið sent sérstakt boðsbréf frá Lands- bankanum um að taka þátt í hlaup- inu og eru þau hvött til að skrá sig tímanlega. Skráning fer fram í öll- um útibúum bankans. Fjöldi barna hefur þegar látið skrá sig og eru þau svo mörg að ljóst er að þátttak- an í ár verður mun meiri en nokkru sinni fyrr. í gær höfðu t.d. 1.500 - - börn skráð sig í Reykjavík, en þar hlupu um 200 í fyrra! Börnum er því bent á að mæta á vettvang eigi síðar en hálftíma áður en hlaupið á að hefjast svo nægur tími gefist til að raða í riðla og afhenda rás- merki. Fijálsíþróttasambandið sér um skipulag hlaupsins. Keppendum er skipt í riðla eftir kynjum og aidri þannig að krakkar fædd 1977 og 1978 hlaupa 1500 m og krakkar fædd 1979 og 1980 hlaupa 1100 m. Allir þátttakendur fá viðurkenn- ingarskjal og bol. Þrír fyrstu hlaup- ararnir í hveijum riðli fá verðlauna- peninga. Ennfremur verður dregið um sérstök þátttökuverðlaun sem eru óháð frammistöðu í hlaupinu, kjörbækur með 3.500 króna inni- stæðu Þá verður sparibaukurinn Trausti veittur í þátttökuverðlaun og verða verðlaunahafar valdir á sama hátt. Eftir hlaupið verður boðið til alls- heijar grillveislu. Foreldrar og systkini eru hvött til að koma með og helga daginn samveru fjölskyld- unnar, útiveru og skemmtun. (Fréttatilkynning). Handbottaskóli ÍR Jh Handboltaskóli ÍR hefst 28. maí í íþróttahúsi Breiðholtsskóla. Farið verður í undirstöðuatriði hand- knattleiks auk almennrar líkams- þjálfunar í leikjaformi. Meðal gesta verða Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, Einar Þorvarðarson og Þorgils Ótt- ar Mathiesen. Aðalþjálfari er Guð- mundur Þórðarson. Innritun verður í íþróttahúsi Breiðholtsskóla á föstudag og laugardag frá kl. 11-13. Stúkukvöld KR Vinnie „örbylgjuofn" Johnson var maðurinn á bak við sigur Detroit á Chicago, 102:93, í örðum úrslitaleik Austurdeildarinnar á þriðjudagskvöld. Frá Detroit hefur unnið Gunnari báða leikina og Valgeirssyni stendur vel að vígi iBandaríkjunum þar gem uðið þarf aðeins tvo sigra úr fimm næstu leikj- um til að tryggja sig í úrslit NBA- deildarinnar. Detroit byijaði vel og komst í 20:5 og staðan í leikhléi var 53:38. Chicago náði að bíta frá sér eftir leikhlé og náði að komast í fyrsta sinn yfir í leiknum er staðan var 66:67. En þá var komið að þætti Vinnie Johnson, sem gengur undir nafninu örbylgjuofninn. Hann gaf þann neista sem þurfti og sigur Chicago var verðskuldaður og ör- uggur í lokin. Það munaði miklu að leikmenn Detroit náðu að halda Michael Jord- an niðri. Hann gerði aðeins 20 stig, en hann hefur gert 36 stig að meðal- tali í leik í vetur. Hann náði aðeins að skora úr 5 af 16 skotum sínum og segir það allt um frammistöðu hans. Joe Dumars lék mjög vel fyrir Detroit og var stigahæstur með 31 stig og Vinnie Johnson kom næstur með 18 stig. Eftir tvo fyrstu leiki þessara liða virðist fátt geta komið í veg fyrir að meistararnir frá Detroit leiki til úrslita um NBA titilinn annað árið í röð. Næstu tveir leikirnir fara fram í Chicago, á laugardag og sunnudag. íþróttir í dag og á morgun ÞRÍR leikir verða í 1. deild karla á íslandsmótinu i knattspyrnu í dag. Fram og ÍA eigast við á Laugardals- velli kl. 16.00 og kl. 20.00 leika ÍBV og Þór í Eyjum og Stjarnan og KR í Garðabæ. Á morgun, föstudag kl. 20.00 leika Víkingur og FH á Víkingsvelli og Valur og KA á Vals- velli. Dalvík og Reynir leika í 3 deild á Dalvík í kvöld kl. 20.00. f 4. deild verða tveir leikir á dagskrá í dag; Ernir og Ármann leika á Selfossi kl. 14.00 og Víkveiji og Afturelding á gervigrasinu kl. 20.00. Fyrsta umferðin í 2. deild karla fer fram annað kvöld kl. 20.00. UBK og Víðir leika á Kópavogsvelli, UMFG og UMFT í Grindavík, ÍR og Fylkir á IR-velli, Leiftur og Selfoss á Ólafsfirði og ÍBK og KS í Keflavík. í 3. deild leika Haukar og Þróttur Neskaupstað á Hvaleyrarholtsvelli annað kvöld kl. 20. Á sama tíma eru tveir leikir í 4. deild; Léttir og Árvak- ur leika á gervigrasinu og Valur og Umf. Stjarnan á Reyðarfírði. fpRÚm FOI_K ■ S VEINBJÖRN Hákonarson úr Stjörnunni, sem tók út leikbann gegn Þór, verður með er Stjarnan mætir KR í kvöld á grasvellinum í rio rníihíP ■ LEIKURINN í dag er fyrsti leikur Stjörnunnar á heimavelli í 1. deild. Árni Sveinsson, fyrirliði Sljörnunnar, sagðist eiga von á Ijölda áhorfenda. „Það hafa ekki verið mjög margir á leikjum okkar í annarri og þriðju deild en ég er illa svikinn ef það verður ekki vel mætt á morgun," sagði Árni. ■ SIGURÐUR Bjarnason, leik- maður Stjörnunnar í handbolta og fótbolta sem lék með Stjörnunni gegn Þór í fyrstu umferð, leikur ekki meira með 1. deildarliði félags- ins í knattspyrnunni í sumar. Sig- urður hefur ákveðið að taka hand- knattleikinn framyfir knattspyrn- una og er nú að hefja undirbúning með 21 árs landsliðinu í handbolta. ■ GUNNAR Oddsson, leikmaður KR, meiddist í leik KR og Víkings um síðustu helgi og í gær var ekki talið öruggt að hann gæti leikið gegn Stjörnunni í kvöld. Ragnar Margeirsson, sem kom inná sem varamaður gegn Víking, verður líklega í byijunarliðinu í kvöld. Rúnar Kristinsson verður hins vegar ekki með þar sem hann tekur út leikbann næstu fjóra leiki. ■ ELÍAS Friðriksson kemur inn í 16 manna hópinn hjá IBV er liðið mætir Þór í Eyjum í dag. Eins verður Ingi Sigurðsson með, en hann var í leikbanni í fyrsta leiknum gegn Fram. ■ BJARNI Sveinbjörnsson, framheiji Þórs, meiddist í baki í leiknum gegn Stjörnunni og verður ekki með í Eyjum í dag. ■ SÆVAR Árnason kemur því væntanlega inn í byijunarliðið í stað Bjarna, og verður í framlínunni við hlið Árna Þórs Árnasonar. Þess má geta að þeir eru ekki bræður! I JÚLÍUS Tryggvason leikmað- ur Þórs verður í hópnum sem fer til Eyja. Hann hefur verið meiddur og enn ekkert leikið í vor. ■ ALEXANDER Högnason leik- ur með ÍA gegn Fram á Valbjarn- velli í dag kl. 16. Alexander var í leikbanni í fyrsta leik íslandsmóts- ins. ■ MAGNÚS Pálsson úr FH hefur einnig tekið út leikbann og má því leika með FH gegn Víkingum ann- að kvöld. ■ KARL Þórðarson verður hins ekki með. Hann er í Frakklandi þar sem hann leikur í dag afmælis- leik með Laval, liðinu sem hann var atvinnumaður hjá fyrir nokkr- um árum. ■ STEINAR Guðgeirsson og Pétur Arnþórsson meiddust gegn ÍBV og verða ekki með í dag gegn ÍA. Inn í hópinn í þeirra stað koma Marteinn Guðgeirsson og Haukur Pálmason. ■ FRAMARAR vonast til þess að Pétur verði orðinn leikfær fyrir viðureignina við Þór í 3. umferð- inni nyrðra 2. júní. Hið árlega Stúkukvöld KR verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu föstu- daginn 25. maí. Húiið opnar kl. — 19.30. Miðasala er hafin í KR- heimilinu. tATH.: BREYTTUR LEIKUR Leikur VALS og KA fer fram á Valsvelli, Hlídarenda, á morgun, föstudag, kl. 18.00 PILUKAST / NORÐURLANDAMOTIÐ Landsliðið til Svíþjóðar Islenska landsliðið í pílukasti er á förum til Stokkhólms, þar sem ís- lendingar taka í fyrsta skipti þátt í Norðurlandamótinu í pílukasti. „Strákarnir hafa æft vel og mæta nokkuð vel undirbúnir til leiks,“ sagði Óðinn Helgi Jónsson, landsliðsþjálf- ari. Það sem íslensku landsliðsmennina skortir er reynsla á alþjóðlegum mót- um,“ sagði Óðinn Helgi. Landsliðið er skipað þessum mönnum: Kristinn Þ. Kristinsson, Ægir Ágústsson, Guðjón Hauksson, Friðrik Jakobsson, Friðrik Diego, Kristinn Magnússon, Emil Þór Emilsson og Óli Sigurðsson. íslandsmeistaramótið í liðakeppni lauk um sl. helgi. „KLEDA,“ lið lög- reglumanna í Keflavík, varð meist- ari. Liðið hefu'r leikið af miklu öiyggi á keppnistímabilinu. Keflvíkingarnir Óskar Halldórsson og Gunnars Schram urðu íslands- meistarar í tvímenningskeppni. Þess má geta að næsta pílukasts- mót fer fram í Grindavík á laugar- dag. Það er firmakeppni og keppt verður í 501. Það er reiknað með góðri þátttöku í mótinu, sem hefst kl. 13. ‘ J*: I 4 nu f ójj 1 U9. é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.