Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 81
- 000 r JAM ! í1' IDAŒ íTl/Jfi T'1 QT(1A J8MU0aOM MORGUNBLAÐIÐ FlMMTÚDAGUR 24. MAI 1990 m Húsnæðismál í Hafiiarfirði eftir Sigurð T. Sigurðsson í Morgunblaðinu 10. mars sl. er grein eftir mig þar sem ég ræði um hinn mikla húsnæðisvanda í Hafn- arfirði og slæleg viðbrögð stjórn- valda gagnvart honum. Þó ég beini orðum mínum aðallega til félags- málaráðherra, Jóhönnu Sigurðar- dóttur, sem er æðsti maður hús- næðismála í landinu, þá undanskilur það ekki aðra ráðherra og alþingis- menn ábyrgð á málinu. Eitthvað hefur umsögn mín um dapran þátt núverandi stjórnvalda í lausn húsnæðisvandans farið fyrir bijóstið á Grétari J. Guðmundssyni, aðstoðarmanni félagsmálaráðherra, þar sem hann segir í grein í Morg- unblaðinu 20. mars sl. að ástæða sé til að leiðrétta ótrúlegan miskiln- ing, sem fram komi í grein minni. Hann reynir síðan með talnaleik og meðaltalsútreikningi að draga ijöður yfir þá staðreynd að hjá lág- tekjufólki í Hafnarfirði ríkir neyðar- ástand í húsnæðismálum. Grétar virðist telja það afrek að húsnæðisyfirvöld heimiluðu að byggja 127 félagslegar íbúðir á árunum 1987 til 1989, en að okkar dómi sem til þekkjum hefði þurft að byggja þrefalt fleiri íbúðir á fyrr- greindu tímabili. í staðinn fyrir 127 íbúðir hefði þurft að byggja 400 íbúðir. Húsnæðisvandinn í Hafnarfirði verður ekki leystur með talnaleik og meðaltalskjaftæði um íbúðir sem nú þegar eru fullsetnar nema það sé hugmynd Grétars að troða fleiri en einni fjölskyldu í hveija íbúð. Og þegar hann í grein sinni getui um einstakan árangur núverandi félagsmálaráðherra í húsnæðismál- um, þá gleymir hann að geta þess að aldrei fyrr, frá því að byijað var að byggja félagslegar íbúðir í Hafn- arfirði, hafa jafnmargar húsnæðis- lausar fjölskyldur verið á biðlista hjá stjórn verkamannabústaða eins og einmitt nú. Það virðist því au- glóst að hinn einstaki árangur í húsnæðismálum láglaunafólks, sem Grétar er að miklast af, nær ekki til okkar Hafnfirðinga og það sýnir einnig að lánum til félagslegra íbúð- arbygginga er ekki úthlutað með tilliti til umsókna og þarfa á hveij- um stað eins og Grétar heldur fram, heldur er þeim stýrt eins og hveijum Krabbameinsfélagið: Vorhappdrætt- ið fellur niður Hið hefðbundna vorhapp- drætti Krabbameinsfélagsins, sem dregið er í 17. júní, verður ekki haldið að þessu sinni. Svo skammt er síðan krabbameins- samtökin leituðu til landsmanna um þátttöku í Þjóðarátaki gegn krabbameini og svo almenn og rausnarleg voru viðbrögðin að ákveðið var að e&ia ekki til fjár- öflunar með happdrætti á þessu vori. Einnig var höfð hliðsjón af því að framlög hafa verið að berast til Þjóðarátaksins með giróseðlum frá fólki sem ekki náðist til aðal- söfnunardagana. Vonast er til að þessi ákvörðun mælist vel fyrir og efli enn þá miklu velvild og stuðning sem krabbameinssamtökin njóta meðal þjóðarinnar. Minnt er á að framlögum til Þjóðarátaks verður fyrst og fremst varið til sérstakra verkefna á veg- um krabbameinssamtakanna en happdrættið stendur eftir sem áður undir ýmsum mikilvægum þáttum í starfsemi þeirra. Hausthapp- drætti Krabbameinsfélagsins verð- ur því haldið eins og venjulega og veltur mikið á að það fái sem best- ar undirtektir. öðrum pólitískum fyrirgreiðslumál- um. í ávarpi verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði 1. maí sl. segir m.a.: „Húsnæðismálin hljóta ætíð að vera eitt stærsta hagsmunamál verka- fólks og þá sérstaklega félagslegar íbúðarbyggingar, en neyðarástand ríkir nú í þeim málum hér í Firðin- um. Á þriðja hundrað umsókna liggja nú fyrir óafgreiddar hjá verkamannabústöðum og yfir tvö hundruð aðilar hafa sótt um 15 kaupleiguíbúðir, sem verið er að hefja byggingu á. Menn skyldu ætla að stjórnvöld gripu inn í þegar saman fer neyðarástand í húsnæðis- málum og atvinnuleysi eins og ver- ið hefur hér í Hafnarfirði síðustu misserin. En því miður hafa þau haldið að sér höndum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir frá verkalýðsfé- lögunum um úrbætur. Með átaki í byggingu félagslegra íbúða, þar sem gert væri ráð fyrir a.m.k. 200 leigu- og eignaríbúðum, mætti gera tvennt samtímis; draga úr atvinnuleysinu og bæta verulega úr húsnæðisvandræðum láglauna- fólks.“ Húsnæðisekla lágtekjufólks er blettur á þessu þjóðfélagi og því miður hafa stjórnvöld staðið sig illa með úrbætur í þeim málum. T.d. sótti stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði um lán til að byggja 120 félagslegar íbúðir á árinu 1990. Fjármagn fékkst aðeins fyrir 40 íbúðir á 15 mánaða byggingartíma. Sigurður T. Sigurðsson „Húsnæðisekla lág- tekjufólks er blettur á þessu þjóðfélagi og því miður hafa stjórnvöld staðið sig illa með úr- bætur í þeim málum.“ Þarna var umbeðið fjármagn skorið niður um 73%. Þetta er alveg ótrú- leg afgreiðsla og auðséð að hús- næðismál launafólks hafa ekki þann forgang hjá stjórnvöldum sem þau ættu að hafa, en önnur minni áríð- andi látin ganga fyrir. Ég kalla ráðamenn þjóðarinnar til ábyrgðar á þessuu ófremdar- ástandi og minni þá á eftirfarandi tillögu sem samþykkt var á 15. þingi Verkamannasambands ís- lands síðastliðið haust: „15. þing Verkamannasambands íslands lýsir yfír áhyggjum sínum vegna hús- næðisvanda launafólks og okur- Ieigu, sem íjölmargar fjölskyldur verða að greiða til þess að hafa þak yfir höfuðið. T.d. er algengt að 3ja herbergja íbúð á höfuðborgarsvæð- inu sé leigð fyrir um og yfir 40.000 krónur á mánuði. Það er ljótur blett- ur á þjóðfélaginu þegar verkafólki með 37-45 þúsund krónur í dag- vinnulaun á mánuði er gert að keppa um húsnæði á slíkum leigu- markaði. Því beinir þingið þeim ákveðnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hafa sem fyrst forgöngu um stórt átak í byggingu félagslegs íbúðar- húsnæðis í þeim byggðarlögum sem þörfin er mest og aflétta þannig þeirri neyð sem ríkir í húsnæðismál- um.“ Ég vona að Grétar J. Guðmunds- son, aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra, verði ánægður með þessa grein, því hún er skrifuð til að upp- lýsa bæði hann og aðra um hvernig húsnæðisástandið er í raun og veru. Höfundur er formaður Verkamannafélagsins Hlifar í Hafnarfírði. TZiitancb Heílsuvörur nútímafólks UTIFLISAR Vegna hagstæðra innkaupa getum við boðiö gegnheilar útiflísar á ótrúlegu verði. 20x20, fullt verð 2.573. Nú á kr. 1.796 m2 30x30, fullt verð 2.900. Nú á kr. 1.966 m* Ávallt ódýrar flísar! # AiFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR SKÚTUVOGI 4 SÍMI 686755 STUDENTABLOM Blómaval skartar gífurlegu úrvali í afskornum blómum og blómaskreytingum. Undanfarið hafa skreytingameistar- arnir lagt áherslu á stúdentablóm og stúdenta- skreytingar. Fjölbreytni og fagmennska i fyrirrúmi Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: ■■ (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.