Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
59
i§SSziÉmZÉkgMM
*T;í'>
-S&í&í
KOSNINGA VAKA
Kosningavaka sjálfstæðismanna verður í Súlnasal Hótel Sögu
á kjördag, laugardag 26. maí, frá kl. 23 til 3 eftir miðnætti.
Einsdæmi leikur fyrir dansi.
Ragnar Bjarnason syngur og spjallar um úrslit kosninganna.
Risasjónvarpsskjár verður í hliðarsal, þar sem hægt verður
að fylgjast með kosningasjónvarpi.
Sjálfstæðisfélögin i Reykjavík
Borgarstjómarkosningar
26. maí 1990
'Mhiést'.
Alþjóðlegur reyk-
laus dagur fimmtu-
dagínn31.maí
ÞRIÐJI Alþjóðlegi reyklausi dagurinn er fimmtudaginn 31. maí
nk. Að þessu sinni hefiir Alþjóðaheilbrigðismálastofiiunin (WHO)
helgað hann börnum og ungmennum án tóbaksreyks undir kjörorð-
unum: „Reyklaus uppvöxtur og þroski.“
Blásarakvintettinn „Framton ingen“ leikur í Norræna húsinu.
Norræna húsið:
Sænskur blásarakvintett
BLÁSARAKVINTETTINN „Framtoningen" frá Sollefteá í
Svíþjóð heldur tónleika í Norræna húsinu laugardaginn 26.
maí kl. 16. Á eftiisskránni eru verk eftir Paul Hindemith, Bo
Nilsson, Joonas Kokkonen og György Ligeti.
Kvintettinn skipa Patrik
Wendel, flauta, Gunnar Stál-
hand, óbó, Inge Magnusson,
klarinett, Ingemar Náslund,
horn, og Sixten Lindström, fag-
ott. Þeir stofnuðu kvintettinn
1979 og hafa haldið tónleika víða
í Svíþjóð. Auk þess hafa þeir
heimsótt Færeyjar, England,
Þýskaland og fleiri lönd og hald-
ið tónleika. Á efnisskránni eru
bæði gömul og ný verk allt frá
18. öld til vorra daga.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis.
Það er sjaldgæft að börn undir
12 ára aldri reyki að jafnaði og
reglulegar reykingar meðal ungl-
inga hér á landi eru á hröðu undan-
haldi vegna öflugs forvarnarstarfs
í skólum. Hins vegar er ekki óal-
gengt að þekkingar- og hugsunar-
leysi fi(llorðinna reykingamanna
bitni á börnum. Þannig stofna
barnshafandi konur fóstri sínu í
hættu með tóbaksreykingum,
korna- og ungbörn þjást oftar af
öndunarfæra- og eyrnakvillum ef
reykt er í kringum þau, börn og
unglingar reykja frekar ef systk-
ini, foreldrar eða vinir reykja og
unglingar eru viðkvæmir fyrir
hvers konar óbeinum auglýsingum
.sem hvetja til lífsstíls, sem höfðar
til reykinga, segir í frétt frá skóla-
yfirlækni.
Ungmenni, sem reykja daglega
sígarettur, neyta oftar áfengis og
prófa oftar önnur ávana- og fíkni-
efni en þau, sem ekki reykja. Nem-
endur, sem reykja eru oftar fjar-
verandi frá skóla en þeir, sem
ekki reykja meðal annars vegar
tíðari öndunarfærasýkinga og
kvilla. Þessir nemendur geta dreg-
ist aftur úr í námi, sem aftur eyk-
ur líkurnar á frekari fjarveru frá
skóla og seinna jafnvel fíkniefna-
neyslu. Slíkan vitahring þarf að
koma í veg fyrir. Því fyrr, sem
börn og ungmenni ánetjast
reykingum og reykja reglulega
sem fullorðin því meiri líkur eru á
að þau deyi fyrir aldur fram en
ella vegna krabbameina, lungna-
sjúkdóma, hjarta- og æðasjúk-
dóma og slysa.
Hefur verið áætlað að haldi
núverandi tóbaksneysla áfram í
sama takti og áður, muni um 150
milljónir núlifandi barna í heimin-
um deyja í nánustu framtíð vegna
■ DR. EKKEHARD Wagner,
prófessor í sagnfræði og vararektor
Georg Simon Ohm tækniháskól-
ans í Nurnberg flytur opinberan
fyrirlestur í boði Heimspekideildar
Háskóla íslands á morgun, föstu-
daginn 25. maí, kl. 17.15 í stofu
101 í Odda. Fyrirlesturinn sem
verður fluttur á ensku, íjallar um
stjómmálasögu 20. aldar í Þýska-
landi. Fyrirlesturinn er öljum opinn.
- (Frétt frá Háskóla íslands)
■ ELLIMALANEFND Þjóð-
kirkjunnar minnir sóknarpresta og
söfnuði á Kirkjudag aldraðra í
dag, uppstigningardag. Safnaðar-
fólk er hvatt til að sækja guðsþjón-
ustur dagsins og gera þeim öldnu
kleift að taka einnig þátt í því
kirkjulega starfi sem fram fer á
þessum degi um allt land. Uppá
síðkastið hefur það færst æ í vöxt,
að þeir öldmðu taki sjálfir þátt í
guðsþjónustunni á þessum degi svo
sem með ritningarlestri og kórsöng
í samráði við safnaðarprest. Stuðlar
þessi nýjung mjög að auknu sam-
starfi eldri sem yngri við presta og
starfsfólk kirkjunnar og er það vel.
(Fréttatilkynning)
tóbaksreykinga. Til að koma í veg
fyrir og draga úr beinu og óbeinu
heilsutjóni meðal barna og ung-
menna vegna tóbaksreykinga
verða allir að leggja sitt af mörk-
um, foreldrar, kennarar, heilbrigð-
isstéttir, áhuga- og hagsmuna-
samtök og hið opinbera.
Hér gegnir heilsuvernd í skólum
mikilvægu hlutverki, bæði sem
frumkvöðull, faglegur leiðbeinandi
og samstarfsaðili. Halda verður
uppi stöðugri fræðslu og upplýs-
ingastarfsemi meðal skólabarna
og ungmenna um hvers konar
skaðsémi tóbaksreykinga þar sem
áhersla er lögð á hinar jákvæði
hliðar lífsstíls án tóbaksreykinga.
Gefum sérhveiju barni og ung-
menni kost á að alast upp, vaxa
og þroskast í reyklausu umhverfi,
segir í fréttatilkynningunni.
má
PÉ
.w
T
J