Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 17 Um lóðamál eldra fólks í Reykj avík eftirÁrmann Órn Ármannsson Stundar borgarstjórn lóðarbrask á kostnað eldra fólks? Það orkar ætíð tvímælis hvort svara skuli rakalausum óhróðri eða láta sem vind um eyru þjóta. Minni- hlutaflokkarnir í Reykjavík hafa nokkrum sinnum á umliðnum árum, og þó einkum nú fyrir kosningar, talið það bera vott um spillingu borgaryfirvalda í Reykjavík að lóð- um til byggingar íbúða fyrir eldra fólk hefur verið úthlutað til bygg- ingarfyrirtækja ásamt áhugasam- tökum fólksins sjálfs. Síðan eiga byggingarfyrirtækin að hafa selt umræddar íbúðir á okurverði eins og þeir orða það. Þar sem það fyrirtæki, sem ég veiti forstöðu, Ármannsfell hf., er annað þeirra fyrirtækja sem starfað hafa á þessu sviði í Reykjavík, þyk- ir mér að athuguðu máli rétt að koma örfáum staðreyndum í þessu máli á framfæri. I fyrsta lagi hafa Samtök aldr- aðra frá upphafi sjálf óskað eftir samstarfi við okkar fyrirtæki og gerðu það að eigin frumkvæði. Sjálfstæðismenn hafa aldrei verið ráðandi í þeim samtökum. Reyndar hef ég aldrei hugsað út í hvar í flokki þeir stæðu í pólitík, því við erum ekki að fást við þá hluti. En svo vill til að núverandi formaður samtakanna er fyrrverandi ráð- herra Alþýðuflokksins, og á lista Nýs vettvangs í komandi borgar- stjórnarkosningum. I öðru lagi hafði varaborgarfull- trúi Framsóknarflokksins, Alfreð Þorsteinsson, forgöngu um að gerð var könnun á meðalverði íbúða fyr- ir eldra fólk á vegum Reykjavíkur- borgar. Sú könnun var framkvæmd af Verkfræðistofu Stanleys Páls- sonar hf., sem er eitt virtasta eftir- lits- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði „í fyrsta lagi hafa Sam- tök aldraðra frá upp- hafi sjálf óskað effcir samstarfí við okkar fyr- irtæki og gerðu það að eigin frumkvæði. Sjálf- stæðismenn hafa aldrei verið ráðandi í þeim samtökum.“ byggingariðnaðar, og enginn dreg- ur í efa að vinnur fullkomlega sjálf- stætt og óháð. Úr þeirri könnun kom íbúðarverð Ármannsfells hf. mjög vel út og þótti engum ástæða til athugasemda. í þriðja lagi: Ármannsfell hf. hefur nú hafið byggingu fjölbýlis- húss fyrir félagasamtökin Réttar- holt, sem eru samtök eldra fólks í Fossvogs- og Bústaðahverfi. Eftir að hönnun var nægilega komin á veg var gengið frá nákvæmri kostn- aðaráætlun og hún yfirfarin og samþykkt af Verkfræðistofu Stanl- eys Pálssonar hf. Framkvæmdir era þar komnar í fullan gang fyrir nokkru enda þótt áhugamannasam- tökin Réttarholt hafi enn ekki getað gengið svo frá sínum fjármálum að Ármannsfell hf. hafi fengið greitt fyrir þær. Það stendur sem betur fer til bóta en nú kemur í ljós einn af þeim kostum sem borgarstjórn hefur séð við þessar saméiginlegu úthlutanir. í fjórða lagi. Rétt þykir í þessu sambandi að nefna að t.d. síðasta haust keypti stjórn Verkamannabú- staða 29 íbúðir í byggingu af Ár- mannsfelli hf. Ekki munu sjálfstæð- ismenn ráða þeirri stjórn. (Ég held að formaðurinn sé í Framsókn, án þess mér komi það við.) Þær íbúðir sem era í par- og raðhúsum era um 25% dýrari en meðalfermetra- verð okkar í íbúðum fyrir aldraða og þóttu nokkuð dýrar þar til ná- kvæmlega hafði verið farið yfir- kostnaðaráætlun af stjórn Verka- mannabústaða og Húsnæðisstofn- unar. Það er nú svo með fermetra- verð, sem gjarnan er beint borið saman, að fjölmargir þættir gera þennan samanburð oft marklítinn. Hér er hvorki staður né stund til Ármann Örn Ármannsson þess að rekja það en hönnun húsa og lóða er sem betur fer mjög fjöl- breytt hér á landi og við viljum halda því. Að síðustu þetta: Ármannsfell hf. hefur stundað íbúðabyggingar um aldarfjórðungsskeið og hyggst halda því áfram. Verklegar fram- kvæmdir við næsta byggingar- áfanga, 52 íbúðir, fyrir Samtök aldraðra, heijast í næsta mánuði. Fyrirtækið er stolt yfir því trausti sem eldri Reykvíkingar hafa sýnt því með þessum byggingarfram- kvæmdum og hyggst ekki bregðast því trausti. Með von um að kosningaskjálft- inn renni fljótlega af mönnum. Höfundur er framkvæmdastjóri Ármannsfells hf. Hótel KEA greiði ekkju dánarbætur BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt eigendur húss Hótels KEA við Hafnarstræti á Akureyri til að greiða ekkju og tveimur börnum hennar um 2,1 milljón króna í skaðabætur vegna slyss sem varð í húsnæðinu í nóvember 1986 með þeim hætti að eiginmað- ur konunnar, faðir barnanna, féll út um dyraop á 5. hæð hótelsins og niður í port þess og beið bana. Hann var þá gestur á hótelinu. Vegna vinnu við viðbyggingu hafði verið reist bráðabirgðastigahús úr timbri við hótelið. Það var á þess- um tíma notað sem neyðarútgangur og dyr að því merktar sem slíkar. Á hurð fyrir þeim var búnaður sem felldi hurðina að stöfum en plasthlíf sem átti að vera yfir neyðarlæsing- unni hafði verið fjarlægð til að auð- velda umgang að vinnusvæðinu. Á móti dyranum af gangi 5. hæðar hótelsins út í stigahúsið var vöruop á stigahúsinu með vængjahurðum á útvegg og opnuðust þær út. Framan við hurðimar var opið beint niður á steypt planið. Slagbrandur var fyrir hurðunum en engar viðvaranir við þær. í niðurstöðum dómsins segir að þegar litið sé til ástands og fyrir- komulags í stigahúsinu, meðal ann- ars umbúnaðar vöraopsins, og haft í huga að hótelrekstri fylgir umferð fjölda fólks sem dvelur um skamman tíma á staðnum og er því ókunnugt staðháttum og jafnframt að sala áfengis er þáttur í rekstri hótelsins, hafi sú ráðstöfun að fjarlægja plast- hlífina, sem vera átti yfir neyðarlæs- ingunni, sérstaklega þegar litið sé til þess að ekki varð við snúið að stigapallinum og inn á hótelganginn, verið svo vítavert athæfi að fella verði á eigendur hússins fébóta- ábyrgð í málinu að 2A hlutum en rétt þótti að stefnendurnir bæra þriðjung tjónsins. Dóminn kváðu upp Auður Þor- bergsdóttir borgardómari, Bragi Þorsteinsson verkfræðingur og dr. Ragnar Ingimarsson verkfræðingur. VARIO <0> IÐNLAIMASJOÐUR Iðnlánasjóður kt. 540172-0139 Ármúla 13a, Reykjavík Skuldabréfaútboð 2. flokkur 1990 Heildarfjárhæð kr. 285.000.000. Utgáfudagur 5. apríl 1990 Flokkur Gjalddagi Upphæð 2.A.A 1990 ■ 05.04.1996 65.000.000 2-fl.B 1990 05.04.1998 65.000.000 2.11.C 1990 05.04.2000 77.500.000 2-fl.D 1990 05.04.2002 77.500.000 Skuldabréfin eru verðtryggð skv. lánskjaravisitölu. Grunnvísitala er 2859 Nafnvextir 6% Ávöxtim yfir hækkun lánskjaravísitölu er nú 6,5-6,75% Umsjón: Verðbréfamarkaður íslandsbanka hf. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26 ® GAMMA/4 ProMinent Skömmtunardælur Eigum fyrirliggjandi skömmtunar- dælur og fylgihluti fyrir allar tegundir af vökvum t.d. klór, hreinsiefni, áburð- arlausnir o.s.frv. Útvegum einnig sjálfvirk stýritæki fyrir klór, sýrustig og leiðni. Helstu notkunarstaðir: fiskvinnsla, matvælaiðnaður, sundlaugar og heitir pottar, gróðurhús, efnaiðnaður og annars staðar þar sem nákvæmrar skömmtunar er krafist. Það borgar sig að velja það besta. Einkaumboð á íslandi: Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI84670 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.