Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 26
Grípandi
málning
á grípandi
verði
tíntvrinn
Síðumúla 15. sími 84533
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
Sjálfstætt fólk -
eða sjálfstæðisfólk?
eftir Guðrúnu
Jónsdóttur
Á undanförnum árum hef ég
sannfærst æ betur um það að Sjálf-
stæðisflokkurinn er í blindgötu. Eitt
sinn var litið til Sjálfstæðisflokksins
sem flokks allra stétta: nú er honum
svo komið að hann sinnir hinum fáu
og fjársterku á kostnað fjöldans.
Og flokkurinn sem eitt sinn hafði
lýðræði að leiðarljósi hefur tileinkað
sér vinnubrögð sem fylgja fámenn-
isveldi. í fyrsta skipti í tvo áratugi
hélt flokkurinn nú ekki prófkjör:
Framboðslistinn var ákveðinn af
fámennri uppstillingarnefnd sem
ekkert lét uppi um störf sín. Lýð-
ræði og valddreifingu var hafnað.
Það hefur ekki borið mikið á
frambjóðendum Sjálfstæðisflokks-
ins í kosningabaráttunni. Þar á bæ
virðast menn líta á kosningar sem
hveija aðra hvimleiða skyldu til að
fullnægja lagabókstaf. Þó héldu
sjálfstæðismenn nokkra fundi og
spurðu hæstvirta kjósendurtveggja
spurninga. I fyrsta lagi: Um hvað
snýst kosningabaráttan í
Reykjavík? Og í annan stað: Hver
eru steínumál Sjálfstæðisflokks-
ins?
Auðvitað vissu reykvískir kjós-
endur ‘ekki hver stefnumál Sjálf-
stæðisflokksins eru. Þau voru ekki
kynnt í áróðursbæklingunum. Þar
var einblínt á hið liðna: minnisvarð-
ann í Tjörninni til dæmis.
Og það skyldi þó aldrei vera að
sjálfstæðismenn lumuðu á öðru
álíka trompi og ráðhúsinu? Ekki
grunaði menn fyrir síðustu borgar-
stjórnarkosningar að til stæði að
reisa ráðhús í Tjöminni. Hver bað
um ráðhúsið? Það var ekki fólkið í
borginni. En það skyldi þó aldrei
vera að eftir kosningar verði hafist
handa við að fylla upp í Tjörnina —
til að búa tii ráðhústorg sunnan við
ráðhúsið? Spyr sá sem ekki veit.
Þegar sjálfstæðismenn spurðu
kjósendur hver stefnumál flokksins
væru, þá varð reykvískum kjósend-
um eðlilega svarafátt. Stefnan sú
arna hefur aldrei verið kynnt. Hitt
virtist þó öllu lakara að frambjóð-
endur Sjálfstæðisflokksins höfðu
ekki heldur hugmynd um stefnu-
málin. Málefnafátæktin var alger.
En loksins, loksins! Fjórum dög-
um fyrir kosningar birtist „loforða-
listi“ Sjálfstæðisflokksins í viðhafn-
arauglýsingum. Flokkurinn vill að
fólkið í borginni fái fjóra daga til
að kynna sér stefnumálin. Og það
er verið að kjósa til næstu fjögurra
ára!
Það sem vantar
Loforðalisti sjálfstæðismanna er
athyglisverð lesning. Það er til
dæmis afráðið að ráðhúsið verði
vígt hinn 14. apríl 1992 — kl. 15.
Hins vegar er ekki stafkrók að finna
um heildarstefnu í málefnum aldr-
aðra Reykvíkinga. Það er ekki
minnst á gamla fólkið á biðlistun-
um eftir húsnæði og hjúkrun. Úr-
ræðaleysi Sjálfstæðisflokksins
gagnvart neyð gamls fólks er al-
gert. Enda virðist áhuginn vera
takmarkaður.
í loforðalistanum er ekki minnst
einu orði á húsnæðismál, sem þó
brenna sérstaklega á ungu fóllri.
Reykjavíkurborg virðist hér eftir
sem hingað til ætla að hunsa kaup-
leigukerfið, sem þó gerir ungu fólki
kleift að fá húsnæði án þess að
ieggja allt undir. Sjálfstæðismenn
í borgarstjórn virðast ekki hafa
kynnt sér nýsamþykkt lög sem
marka tímamót í húsnæðismálum.
Hins vegar stendur í loforðalist-
anum að „áfram verður tryggt að
lóðaframboð svari eftirspurn".
Þetta er beinlínis rangt. Sjálfstæð-
ismenn hafa ekki tryggt nægar
lóðir fyrir fjölbýlishús. Þess vegna
eru yfirlýsingar þeirra um gott
ástand í lóðamálum út í hött.
í loforðalistanum er heldur ekki
minnst einu orði á fíkniefhavanda
ungs fólks. Ekki orð um forvarnar-
starf. Ekki orð um aðstoð við ung-
menni sem þurfa hjálpar við.
Og sjálfstæðismenn ætla ekki
heldur að bæta almannavarnir í
Reykjavík, ef marka má tossalist-
ann. Álmannavarnir eru í lamasessi
\ Reykjavík. Það þurfti óhapp í
Áburðarverksmiðjunni til að vekja
athygli á því. Hvað þarf að gerast
til að öryggi Reykvíkinga verði eitt
af áhugamálum sjálfstæðismanna?
Svona mætti lengi áfram telja
það sem ekki rúmast á loforðalista
sjálfstæðismanna. Raunar er listinn
harla flausturslegur og því líkast
sem hann hafi verið settur saman
í nokkurri skyndingu — kannski
þegar Reykvíkingar báðu vinsam-
legast um að fá að sjá stefnu Sjálf-
stæðisflokksins?
Og um hvað er svo kosið?
En frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins spurðu líka um hvað kosn-
ingabaráttan snerist. Mér vitanlega
hafa þeir ekki svarað þeirri spurn-
ingu.
Kosningarnar á laugardaginn
snúast um það, hvort Sjálfstæðis-
flokkurinn verður í yfírburðaað-
stöðu í borgarstjórn. Þær snúast
um það, hvort flokknum verður
veitt sterkt aðhald. í Reykjavík
þarf trausta stjórn og kröftuga
stjórnarandstöðu. Ella heldur Sjálf-
stæðisflokkurinn áfram að hunsa
vilja fólksins. Þess vegna þarf að
Guðrún Jónsdóttir
„Hins vegar stendur í
loforðalistanum að
„áfram verður tryggt
að lóðaframboð svari
eftirspurn“. Þetta er
beinlínis rangt. Sjálf-
stæðismenn hafa ekki
tryggt nægar lóðir fyrir
flölbýlishús. Þess vegna
eru yfirlýsingar þeirra
um gott ástand í lóða-
málum út í hött.“
efla einn lista til mótvægis við
Sjálfstæðisflokkinn. Það eru göm-
ul sannindi, að of mikii og langvar-
andi völd spilla og stöðnun fer að
ríkja í hugsun og framkvæmd.
Hvaða listi er þá best fallinn til
að veita Sjálfstæðisflokknum þetta
aðhald, sem flokkurinn — og borgin
— þarfnast svo sárlega. Skoðana-
kannanir sýna ótvírætt, að æ fleiri
Reykvíkingar eru þeirrar skoðunar
að einungis H-listi Nýs vettvangs
sé fær um að veita þetta aðhald.
En það munar um hvert at-
kvæði!
Höfundur er arkitekt og skipar
4. sæti H-Iista Nýs vettvangs.
Iþróttir í Reykjavík næstu árin
eftir Júlíus Hafstein
í ljósi þeirra þjóðfélagsbreytinga
sem hafa orðið á síðustu árum hef-
ur komið í ljós mikill áhugi fólks á
öllum aldri til að stunda hverskonar
íþróttir sér til ánægju og heilsubót-
ar. Þetta hefur m.a. komið fram í
aukinni aðsókn að sundstöðum,
skíðasvæðum, golfvöilum og
íþróttahúsum svo eitthvað sé nefnt.
Borgaryfirvöld hafa komið til móts
við þennan áhuga m.a. með lengd-
um opnunartímum í mannvirkjum
borgarinnar, uppbyggingu nýrra
mannvirkja og stórauknum styrkj-
um til félaga og samtaka sem vinna
að þessum málum.
Laugardalurinn
í Laugardalnum er miðdepill
íþróttastarfs í borginni. Þar eru
stærstu mannvirkin, Laugardals-
sundlaugin, írþóttahöllin og vellim-
ir. Nú er verið að byggja vélfryst
skautasvell austan við Laugardals-
höllina, svell sem er í fullri stærð
fyrir skautaíþróttir. Svellið verður
tekið í notkun síðar á þessu ári og
reiknað er með að byggja yfir það
á næstu árum. Þá er gert ráð fyrir
því í framtíðinni að byggja frekari
íþróttamannvirki sunnan og suð-
austan við Laugardalshöll en þar
er frátekið land til þessarar starf-
semi, hér er t.d. um að ræða mjög
stórt íþrótta-, sýninga- og ráð-
stefnuhús. Nokkuð hefur verið
óljóst með framtíð fijálsra íþrótta
í Reykjavík. Nú er ákveðið að leggja
fullkomið gerviefni af bestu tegund
á hlaupa-, kast- og stökkbrautir
aðalleikvangs í Laugardal. Verkið
mun hefjast í sumar með því að
stækka brautirnar og efnið síðan
lagt niður á næsta vori.
Næstu verkefhi
Verið er að ljúka við nýtt íþrótta-
hús í Fella- og Hólahverfi. Það er
sambyggt við sundlaugina í hverf-
inu og mun nýtast skólunum á dag-
inn og íþróttafélögum eftir skóla-
dag. Þetta hús er með áhorfenda-
sæti (stæði) á þijá vegu sem er
nýbreytni.
Annað stórt íþróttahús sem
byggt verður á næstu 2-4 árum
verður í Grafarvogshverfinu, á milli
Foldahverfis og Húsahverfis þ.e. á
nýju íþróttasvæði Fjölnis. Þetta
verður stór bygging með stórum
sal, áhorfendaaðstöðu, veitingasölu
og aðstöðu fyrir iþróttafélagið
Fjölni og sambyggt við húsið verður
sundlaug og það sem til þarf. Þessi
mannvirki eru á hönnunarstigi.
Verið er að undirbúa byggingu
nýrrar sundlaugar í Árbæjarhverfi.
Hún verður staðsett við íþrótta-
svæði Fylkis í Elliðaárdal. Sundlaug
þessi verður með öðru sniði en þær
almenningssundlaugar sem fyrir
eru í Reykjavík. Þessi sundlaug
verður eins og það nefnist í dag,
fjölskyldubaðstaður, þ.e. heitir pott-
ar, sérstakar barnalaugar, renni-
brautir, inni- og útilaug, yfirbyggð-
ur garður, sem jafnframt er veit-
ingastaður, o.s.frv. Reiknað er með
því að taka þetta mannvirki í notk-
un 1993.
Að mörgum fleiri áhugaverðum
verkefnum er verið að vinna og
önnur í athugun.
Samstarf við íþróttafélögin
Samstarf við íþróttafélögin í
borginni er náið. Á hveiju ári veitir
Reykjavíkurborg styrki til íþrótta-
starfsins. Á þessu ári fær íþrótta-
hreyfingin um 240 millj. kr. í styrki
sem skiptast á ýmsa rekstrarþætti
Júlíus Hafstein
*
„ A næsta kjörtímabili
er gert ráð fyrir að
styrkja framkvæmdir
íþróttafélag-anna á fé-
lagssvæðunum með allt
að 500 milljóna króna
framlagi úr borgar-
sjóði.“
og ýmsar framkvæmdir. A því
kjörtímabili sem er að líða hefur
áhersla verið lögð á að bæta aðstöð-
una á íþróttasvæðum félaganna og
hefur borgin veitt 165 millj. kr.
styrk til þess, og hann notaður til
að greiða 80% af framkvæmda-
kostnaði við hvert verk. Annað
áhersluatriði hefur verið að breyta
rekstrarstyrkjum félaganna þannig
að nú er öll húsaleiga félaganna
styrkt að fullu sem áður var 50%.
Þriðja áhersluatriðið hefur verið að
lækka verulega keppnishúsaleigu
og afnema húsaleigu á keppni yngri
aldursflokka. Öll þessi atriði hafa
verið unnin í nánu samstarfi við
íþróttabandalag Reykjavíkur.
500 milljónir til framkvæmda
á félagssvæðum
Þótt ýmislegt hafi verið vel gert
í framkvæmdum á íþróttasvæðum
félaganna eru ótal verkefni fram-
undan. Áherslan sem lögð var á
vellina á þessu kjörtímabili hefur
skilað þeim vel á veg og því svigrúm
til að sinna stærri verkefnum eins
og t.d. íþróttahúsum. Á næsta
kjörtímabili er gert ráð fyrir að
styrkja framkvæmdir íþróttafélag-
anna á félagssvæðunum með allt
að 500 milljónum króna framlagi
úr borgarsjóði. Þetta er stórmikil
breyting frá því sem verið hefur
og mun þegar upp er staðið gjör-
breyta aðstöðu íþróttafélaganna í
Reykjavík.
Að framan er aðeins getið hluta
þeirra verkefna sem unnið er að
og framundan eru. Á þessu má sjá
að verkefnin eru mörg og fjölbreyti-
leg og umsvif mikil. Við ákvarðanir
um helstu framkvæmdir hefur jafn-
an verið haft samráð við Iþrótta-
bandalagið og mun það verða gert
áfram, en Sjálfstæðisflokkurinn
leggur áherslu á sjálfstæði íþrótta-
hreyfingarinnar og vill taka sem
mest tillit til skoðana forystumanna
ÍBR.
Höfundur er borgarfulltrúi og cr
7. maúur á lista
Sjdlfstæðistlokksins.