Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 85
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
85
starfi en hún var menntuð sem
hjúkrunarfræðingur.
Ég man þegar ég kom fyrst inn
á litla fallega heimilið hennar og
Guðjóns á Hringbrautinni þar var
mikil móðir og húsmóðir á ferð og
seinna þegar þau byggðu sér hús
í Melseli hafði nágranni hennar á
orði að aldrei hefði hann fyrr hitt
konu sem var eins og hún, uppi á
þaki að smíða og ekki bara það,
hún flísalagði, hannaði og vann
garðinn sinn, hún virtist bókstaf-
lega geta allt þó að hún væri í fullu
starfi sem hjúkrunarfræðingur.
Eins og ég sagði fyrr var hún
mannkostakona með mikinn metn-
að fyrir sína hönd og annarra og
fórum við fjölskylda mín og ég ekki
varhluta af því.
Ég mun ávallt minnast allra
þeirra stunda sem við áttum með
henni og fjölskyldu hennar þó sér-
staklega heimboðanna á jóladag
sem voi-u mér og fjölskyldu minni
- sérstaklega kær.
Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd
Björgvins Andra og barnannaokkar
þakka Sigrúnu samfylgdina.
Ástvinum hennar sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð
blessi minningu Sigrúnar Sigur-
jónsdóttur. Sigrún Júlíusdóttir
Kveðja frá félögum í Borð-
tennisdeild KR
Á morgunn verður borin til graf-
ar Sigrún Siguijónsdóttir móðir
okkar besta félaga, Tómasar Guð-
jónssonar.
Við, félagar í Borðtennisdeild
KR, viljum með fáeinum orðum
minnast hennar sem í okkar hópi
var alltaf kölluð mamma hans
Tomma.
Við eigum þar sameiginlegt að
hafa all oft verið gestkomandi á
heimili þeirra„ hjóna Sigrúnar og
Guðjóns þegar þau bjuggu á Hring-
braut 54.
Það eru góðar minningar sem
við eigum frá þeim tíma. Mamma
hans Tomma hafði einstakt lag á
því að láta okkur líða sem við vær-
um hluti af fjölskyldunni og sú til-
finning að vera gestkomandi varð
alltaf víðsíjam.
Það var sama þó komið væri á
matmálstíma, alltaf var pláss fyrir
einn enn í eldhúskróknum á Hring-
brautinni.
Eftir að þau fluttu upp 'i Melsel
fækkaði heimsóknum okkar, en
þegar við birtumst var enn sem
fyrr vel tekið á móti okkur.
Við munum minnast mömmu
hans Tomma með söknuði og við
vitum að söknuður ykkar, Guðjóns,
Didda, Tomma og Kötu, er sár,
þegar þið nú þurfið að horfa á bak
henni í blóma lífsins eftir harða
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Megi
góður Guð veita ykkur styrk á þess-
ari sorgarstundu.
Guðmundur Mariusson,
Hjálmtýr Hafsteinsson, Jó-
hannes Hauksson.
meðfæddra eiginleika. Osjaldan
leitaði ég aðstoðar hjá honum við
burð, lækningu á doða eða gera að
sárum. Hvort kallað var á nóttu eða
degi skipti ekki máli, Hallgrímur
brá ævinlega skjótt við og aldrei
vildi hann taka greiðslu fyrir ómak-
ið. Hermína hefur sagt mér að hún
og fjölskyldan hafi talið sjálfsagt
að hann færi að heiman til þessara
starfa hvenær sem væri og hvernig
sem á stæði.
Áhugi Hallgríms á lífríki nátt-
úrunnar var mikill. Hann þekkti
urmul blóma og grasa og fékk
bækur um þau efni hjá bróður
sínum, Geir Gýgja náttúrufræðingi.
Hallgrímur var ágætur fjármað-
ur og hélt fé sínu mjög til beitar
og er hann síðastur allra fjármanna
sem ég þekki sem stóð yfir fé i haga.
Hallgrímur vann ýmis störf fyrir
sitt sveitarfélag. Hann var í hrepps-
nefnd í nokkur ár, forðagæslumað-
ur til fjölda ára og refaveiðar stund-
aði hann í Sauðadal í Torfalækjar-
hreppi í áratugi.
Hallgrímur átti marga góða
hesta enda þurfti hann á þeim að
lialda á sínum tíðu ferðalögum.
Hann tamdi þá sjálfur og tókst það
vel. Einn af hans gæðingum var
Helga Dagbjört Þórar-
insdóttir — Minning
Fædd 25. maí 1914
Dáin 18. maí 1990
Á morgun, föstudaginn 25. maí,
verður gerð frá Neskirkju í
Reykjavík útför Helgu Dagbjartar
Þórarinsdóttur, er andaðist á heim-
ili sínu í Reykjavík 18. maí sl. Þar
verður kvödd mikil sæmdar- og
heiðurskona á þeim degi er hún
hefði orðið 76 ára gömul. Söknuður
fyllir huga fjölmargra ástvina og
skyldmenna, venslafólks, vina og
kunningja. Bjartar minningar og
einlægt þakklæti fyrir öll samfylgd-
arárin mun þó verða hið sterka afl
í bijóstum okkar er kynntumst
Dagbjörtu náið. Því breytir hvorki
líf né dauði.
Dagbjört fæddist í Þernuvík við
ísafjarðardjúp. Hún var dóttir hjón-
anna Sigrúnar Sigurðardóttur og
Þórarins útvegsbónda Guðmunds-
sonar, er þar bjuggu. Foreldrarnir
fluttust síðar til Ógurvíkur. Nöfnin
sín tvö fékk hún frá frænku sinni
Dagbjörtu Kolbeinsdóttur frá Ögri
og eigihmanni hennar, Helga Kr.
Jónssyni útvegsbónda frá Snæfjöll-
um. Sigrún og Þórarinn vom bæði
tvö af sterkum vestfirskum ætt-
stofnum. Þau eignuðust 10 börn
og var Dagbjört með þeim elstu.
Tvö barnanna dóu ung en átta kom-
ust á legg. Einn sonurinn drukkn-
aði liðlega tvítugur 1934 og á sama
ári tók hafið einnig heimilisföður-
inn, en Sigrún lifði allmörg ár eftir
það. Börnin þeirra héldu tryggð við
Vestfirðina og bjuggu þar lengst
af, flest á ísafirði. Sigríður systir
Dagbjartar lést þar fyrir 17 árum
og Margrét sem þar hafði búsetu
um angan tíma lést fyrir 2 árum í
Reykjavík, en þangað flutti hún
eftir lát manns síns. Eftir lifa af
systkinunum tveir bræður um átt-
ætt, Óskar og Ásgeir, og yngri syst-
rnar.Kristín og Rósa. Öll búa þau
nú í Reykjavík.
Dagbjört naut ekki langrar
skólavistar frekar en títt var á
hennar uppvaxtarárum til sveita,
aðeins takmarkaðrar uppfræðslu
farkennara í sveitinni. En hún nam
það sem henni var kennt og meira
til. Á heimili samhentra foreldra
sinna naut hún tilsagnar í heimilis-
haldi oggóðum siðum. Ung fór hún
í vist á fjölmennu heimili við Djúp-
ið. Það var einnig góður skóli fyrir
unga stúlku. Hún tileinkaði sér
vöndð vinnubrögð, hógværð og
þrautseigju. Þess naut hún alla tíð
síðar á lífsleiðinni sem og allir þeir
sem höfðu við hana samskipti og
urðu aðnjótandi hjartahlýju hennar
og hreinlyndis og _ gestrisni. Um
tíma starfaði hún á ísafirði en síðan
lá leið hennar til Flateyrar við Ön-
jarpur ekki stór en harðger og
snöggur, óþægur í tamningu, varði
sig með „kjafti og klóm“. Þennan
hest gerði Hallgrímur að vini sínum.
Hesturinn leyfði engum að beisla
sig eða fara sér á bak öðrum en
Hallgrími. Hesturinn hét Sparijarp-
ur.
Ég átti margar ógleymanlegar
gleðistundir með Hallgrími vini
mínum. Hann var mikill gleðskapar-
maður, þekkti marga og var alls
staðar kærkominn gestur. Hann
gerði nokkuð af því að yrkja, var
sumt af því í léttum dúr en flíkaði
því lítið nema í fámennum hópi vina
sinna. Á sínum yngri árum spilaði
hann oft fyrir dansi á harmoníku
og yar sjálfur mikill dansmaður.
Árið 1981 fluttu þau hjón í Hnit-
björg, dvalarheimili aldraðra á
Blönduósi. Hallgrímur varð fyrir
áfalli árið 1985 og lamaðist mikið.
Sínu andlega þreki hélt hann til
hinstu stundar. Honum þótti lífið
tilgangslítið þegar hann hætti að
geta starfað og var tilbúinn að
skipta um bústað hvenær sem var.
Utför hans verður gerð frá Þing-
eyrakirkju á morgun, föstudaginn
25. maí. Megi hann hvíla í friði.
Torfi Jónsson, Torfalæk.
undarfjörð. Þar kynntist hún
mannsefni sínu og lífsförunaut til
æviloka í nær hálfan sjötta áratug,
Andrew Þorvaldsyni frá Kropps-
stöðum í Önundarfirði. Ungum og
kröftugum manni úr stórri fjöl-
skyldu greindra atorkumanna og
kvenna við Önundarfjörð. Þau
gengu í hjónaband hinn 7. nóvem-
ber 1936 og bjuggu á Flateyri til
ársins 1963 er þau fluttu til
Reykjavíkur og festu kaup á íbúð
við Hátúnið og hafa búið þar síðan.
Þau voru hvorug hrifin af miklum
breytingum. Festan var þeim í blóð
borin og íhaldsemi þessa hugsjóna-
fólks jafnréttis og bræðralags sér-
stök. Hjónaband þeirra var sérstak-
lega farsælt enda skilningsríkt á
báða bóga. Það var enginn gaura-
gangur á þeirra heimili. Það var
hugsað en talað i hófi og af hóg-
værð. Neikvæðar hliðar mannlífsins
voru sjaldan dregnar fram. Gott var
gert úr öllum málum.
Dagbjört og Andrew eignuðust
fjögur böm, öll á Flateyri. Fyrsta
barn þeirra, Þórarinn, - dó úr
kíghósta mánaðargamalt. Hin þijú
börnin komust öll vel til manns.
Elstur var Þórarinn Guðmundur,
fæddur 1937, síðan Sigrún,fædd
1939,og loks Kristín.fædd 1949.
Barnabörnin eru orðin átta og
barnabarnabörnin fjögur. Dagbjört
og Andrew hafa átt miklu barna-
láni að fagna. Þau hafa orðið traust-
ir og nýtir þjóðfélagsþegnar, aflað
sér menntunar og stofnað sín heim-
ili. Þórarinn lauk háskólaprófi í
stærðfræði og eðlisfræði og stundai
kennslu í um þrjá áratugi og rak
auk þess með félögum sínum traust
og umsvifamikið byggingafyrir-
tæki. Hann lést langt um aldur fram
aðeins 53 ára gamall fyrir rúmum
mánuði án nokkurs aðdraganda úr
hjartaáfalli. Andlát hans var mikið
reiðarslag fyrir alla fjölskylduna og
þá ekki síst Dagbjörtu sem dáð
hafði elskulegan son sinn alla tíð
svo mjög og að verðleikum. Sigrún
lauk námi frá Kennaraskóla íslands
og hefur síðan sinnt kennslu við
grunnskóla Reykjavíkur. Kristín
lauk gagnfræðaprófi og hefur
menntað sig frekar og var um mörg
ár starfandi við auglýsingadeildir
fjölmiðla en rekur nú ásamt eigin-
manni sínum verslun í Reykjavík.
Á Flateyri gerði Andrew lengst
af út sinn eigin fiskibát af mikilli
elju og dugnaði en í Reykjavík vann
hann einkum við iðnaðarstörf. Dag-
björt sinnti auðvitað öllum skyldum
sjómannskonunnar í húshaldi og
barnauppeldi en vann einnig af og
til við fiskvinnslu á Flateyri. I
Reykjavík lét hún sér eigi heldur
nægja að sinna einvörðungu hús-
móðurstarfinu. Hún gat ekki látið
hjá líða að sinna fiskinum lítið eitt
og vann einnig um skeið á sauma-
stofu. Fljótlega hóf hún þó hluta-
starf við heimilishjálp í borginni,
einkum og sér í lagi að aðstoða
eldra fólk. Þar nutu sín vel sem og
á öðrum vettvangi einstæð góðvild
hennar, ósérhlífni og þjónustulund
við að leysa vanda annarra af ein-
lægum huga og hreinu hjarta. Þær
eru vafalaust eigi heldur fáar fjöl-
skyldurnar sem bera hlýjan hug til
hennar og ævarandi þakklæti fyrir
trúa og dygga aðstoð veitta án þess
að telja eftir tíma og fyrirhöfn.
Heimilisfólkið batt tryggðabönd við
hana og þau hafa haldist eftir að
starfinu lauk. Margir bera því hlýj-
an hug til hennar og hafa gert í
gegnum tíðina.
Dagbjört var mikil hannyrða-
kona. Verkin hennar má sjá víða,
bæði á heimili hennar og afkom-
enda sem og fjarskyldra ættingja
og vina. Hún sýndi óhemju þolin-
mæði og þrautseigju við nákvæman
útsaum allt til hinstu stundar. Um
síðustu helgi voru munir eldri borg-
ara sem unnið hafa að hannyrðum
og föndri á vegum þjónustumið-
stöðva Reykjavíkurborgar hafðir til
sýnis. Þar átti Dagbjört fallega hluti
sem hún hafði valið fyrir andlát
sitt á sýninguna. Hún átti þf
ekki kost að sjá uppstillingu þeirra
með öðrum munum í lifanda lífi.
En þeir vöktu aðdáun á sýningunni
og þar var staðfest af leiðbeinend-
um hversu fljót Dagbjört var að
tileinka sér nýjungar í útsaumi á
gamals aldri og hversu natin hún
var við að gefa öðrum góð ráð í
föndurtímunum.
Dagbjört var ekki aðeins vönduð
við útsaumana sína. Hún gekk ekki
í húsmæðraskóla hjá öðrum en
móður sinni og á stórum heimilum
í æsku, en fáir stóðu henni á sporði
í góðri matseld og kökurnar henn-
ar, terturnar, kleinurnar og hveiti-
kökurnar slógu öllu öðru við. Það
var gómsætt heilsufæði. Og í eld-
húsinu hennar eða stofunni nutu
margir góðra veitinga af gestrisni
hennar og sannri hjartahlýju. Þar
var ávallt gengið falslaust til verka,
án yfirlætis, af lítillæti og ein-
lægni. Hjá Dagbjörtu var „kaffi-
stofan" góða alltaf opin, ungum
sem öldnum, með gómsætu heima-
gerðu bakkelsi. Alltaf hlakkaði
maður til árlegu fjölskylduboðanna
á jóladag. Koma í hið rólega og
róandi andrúmsloft á heimilinu
þeirra Dagbjartar og Andrews,
njóta samvistanna við húsráðendur
og gesti og þiggja góðan, íslenskaU
hádegismat og síðan súkkulaði-
drykk með góðgæti. Þetta kunnu
einnig barnabörnin og barnabarna-
börnin að meta, ekki aðeins á jólum
heldur allt árið. Þeim þótti svo sann-
arlega vænt um ömmu sína og
langömmu, ekki bara vegna góð-
gætis í munninn frá henni. Það var
hjartað hennar og góðvild sem náði
til þeirra fyrst og fremst. Oft leit
hún eftir barnabörnum sínum um
lengri og skemmri tíma vegna
starfa eða sumarleyfa foreldranna.
Sú aðstoð og hennar jákvæðu áhrif
á börnin verða aldrei fullþökku(É* ■■
Dagbjört var einstaklega dag-
farsprúð kona, enda komin af harð-
gerðum vestfírskum stofni sem
óblíð náttúruöfl en gjöful fiskimið
höfðu meitlað um aldir. Sjómanns-
konan mátti marga hildina há
heima fyrir þegar húsbóndinn barð-
ist á sjónum við veður og vinda.
Oft hlýtur angist að hafa farið um
hugann. Slíkt meitlaði góðan stofn
og gerði hann hógværan og um-
burðarlyndan. Það voru rík einkenni
hjá Dagbjörtu. Hún hafði frá unga
aldri unnið hörðum höndum og ekki
kveinkað sér. Síðustu árin hafði hún
átt við hjartamein að stríða sem
ágerðist og reið henni að fullu á
andartaki þar sem hún sat í stólnum
sínum við hannyrðir í stofunni
heima hjá sér eftir að hafa farið í
sína venjulegu gönguferð sér til
hressingar að morgni dags.
Lífshlaupi grandvarrar gæðakonu
var lokið. Hún hóf ferðina á eftir
ástríkum syni sínum rúmum mán-
uði eftir að hann fór í sína hinstu
ferð um páskana og er kvödd í
Neskirkju þar sem hún átti kvöld-
stund á skírdag. Við þökkum henni
samfylgdina og fjarstödd bamaböm
senda henni ástríkar kveðjur. Bless-
uð sé minning mætrar konu.
Grétar Áss Sigurðsson
Pétur Albertsson,
Kárastöðum - Minning
Fæddur 23. febrúar 1929
Dáinn 19. maí 1990
Laugardaginn 19. maí sl. var
fagur vordagur í Borgarfirði og góð
fjallasýn. Síðdegis barst sú fregn
til Borgarness, að Pétur Albertsson
bóndi, Kárastöðum, væri látinn. Það
dimmti í hugum margra.
Mér er minnisstætt þegar ég var
barn og kom að Kárastöðum, sem
er næsti bær við Bjarg, heimili
mitt. Á Kárastöðum bjuggu foreldr-
ar Péturs, Albert Jónsson og Guð-
rún Pétursdóttir. Á heimilinu ríkti
einstök gestrisni og hjálpsemi. Ná-
grannarnir nutu góðs af þessum
eiginleikum. Milli okkar og fólksins
á Kárastöðum var mikill samgang-
ur. Það var ekki ósjaldan, þegar
eitthvert óhapp henti eða aðstoðar
var þörf að hjálp barst frá Kárastöð-
um.
Pétur lauk gagnfræðaprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri. Hann
stundaði síðan búskap á Kárastöð-
um með foreldrum sínum og eftir
að þau létust, bjó hann einn. Sam-
hliða búskapnum hafði hann með
höndum önnur störf. Á seinni árum
gafst Pétri tími til ferðalaga um
óbyggðir landsins, sem hann hafði
mikið yndi af.
Það var fengur í að fá Pétur til
starfa í félagsmálum, því var oft
til hans leitað. Þau störf sem hann
tók að sér voru í öruggum höndum.
Þar fóru saman góðar gáfur og
velvilji í garð annarra.
Pétur átti sæti í varastjórn
Verkalýðsfélags Borgarness í þijú
ár og gegndi um tíma ritarastörf-
um. Hann var endurskoðandi fé-
lagsins um árabil.
Framsóknarflokkurinn átti
traustan stuðningsmann þar sem
Pétur var. Hann átti sæti á listum
flokksins í sveitarstjórnakosningum
og var varamaður í hreppsnefnd
Borgarness um tíma. Pétur var í
áratugi fulltrúi á aðalfundi Kaupfé-
lags Borgfirðinga. Slysavarnamái
voru honum hugleikin og sýnd
hann þar sem annars staðar dugnac
og áræði. Hann gegndi um tíma
formennsku í Björgunarsveitinni
Brák.
Á síðastliðnu sumri veiktist Pétui
af krabbameini og gekkst undii
mikla skurðaðgerð. Hann sagði méi
skömmu eftir aðgerðina að hann
ætlaði að berjast, enda þótt ljóst
væri að það yrði erfið barátta. Pét-
ur sýndi óbilandi kjark og dugnað
í veikindum sínum þar til yfir lauk.
Með Pétri Albertssyni er fallinr.
frá heilsteyptur maður, sem naut
trausts og virðingar allra er kyni’.t-
ust honum.
Ég og fjölskylda mín sendum
aðstandendum samúðarkveðjur.
Jón Agnar Eggertsson
Þú svalar lestraiþörf dagsins
ásídum Moggans!