Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990 61 Höfum lækkað skuldir og aukið tekjur bæj arfélagsius — segir Hilmar Baldursson bæjarstjóri í Hveragerði Selfossi. „ÞO MIKIÐ sé eftir enn þá hefur staðan lagast verulega. í allri umræðu um þessi mál vill það gleymast sem vel er gert,“ sagði Hilmar Baldursson bæjastjóri í Hveragerði, en bæjarfélagið hefur að undanförnu fengið nokkra umQölIun í fjölmiðlum vegna fjár- hagsstöðu bæjarsjóðs. I Hveragerði búa tæplega 1.600 manns. Hilmar sagði að talað hefði verið um að of lítið væri fram- kvæmt og að skuldirnar væru of háar. En á fyrri hluta kjörtíma- bilsins hefðu framkvæmdir verið miklar. 1987 voru framkvæmdir í gangi við íþróttamannvirki og gatnagerð og 1988 var lokið við byggingu grunnskólans. „I lok ársins 1988 og síðan 1989 snerum við okkur alfarið að skuldunum til að ná þeim niður. í árslok 1988 voru heildarskuldir á núvirði 267,1 milljón en eru í dag 218,2 milljónir. Ef tekjur hefðu hækkað í sam- ræmi við verðbólgu hefðu þær átt að vera 109 milljónir 1989 en urðu 118,5 milljónir. Okkur tókst því að hækka tekjurnar og lækka skuldirnar. Stjórnunarkostnaður var gagn- rýndur fyrir að vera of hár en hann var til kominn að stórum hluta vegna misræmis milli sveit- arfélaga í færslum á þessum lið. Hér var til dæmis allt framlag til héraðsnefndar Árnessýslu fært sem stjórnunarkostnaður en aðrir færðu slíkt undir liðinn mehning- armál vegna þess að framlög til nefndarinnar fara' til slíkra verk- efna. Að raungildi hefur stjórnun- arkostnaður núna lækkað um 45%. Rekstrarkostnaður í heildina hefur lækkað á milli áranna 1988 og 1989 um 32 milljónir og áform- að er að halda framkvæmdum í lágmarki. Þetta ár ætlar að gefa möguleika á góðum árangri í þessu efni vegna lágra vaxta. Það er gott iag núna að ná skuldunum niður með lágum vöxtum og sæmilegum friði í þjóðfélaginu. Við munum halda áfram að minnka rekstrarkostnað í sam- vinnu við forstöðumenn bæjar- stofnana og starfsmenn bæjarins en ekki með neinum valdboðum. Þetta hefur gengið mjög vel með góðu samstarfi. Það eru ekki nein valdboð sem gilda í þessum efnum heldur gott samstarf. Menn hafa lagt sig fram um að hag- ræða og það er ljóst að unnt er að ná enn betri árangri í þessu efni. Við munum bæta eiginfjárstöð- una það mikið að við þurfum ekki að taka lán fyrir neinum fram- kvæmdum. Ennfremur hafa menn sett sér það mark að taka fyrir Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hilmar Baldursson bæjarstjóri í Hveragerði á skrifstofii sinni. fá verkefni í einu og ljúka þeim. Það er fyrst núna unnt að gera raunhæfa áætlun um greiðslu skulda og framkvæmdir næstu fjögur árin, eins og lögboðið er að gera. ) Hveragerði á sér trygga framtíð. Þá skoðun byggi ég á því að þeir tveir þættir sem búast má við að skili mestu inn í þjóðar- búið eru orkumál og ferðamál. í þeim efnum búum við vel hér í Hveragerði. Framtíðin er trygg, náist að halda vel á spöðunum í þessum málaflokkum. Hér eru möguleikar á raforku- framleiðslu og miklir möguleikar í nýtingu jarðhitans. Hins vegar stefnum við að því að fara hægt í sakirnar í þessum efnum og gæta vel að umhverfinu," sagði Hilmar Baldursson bæjarstjóri í Hveragerði. - Sig. Jóns. Hafinfirðing- ar í skógrækt í tileftii skógræktarátaksins „Landgræðsluskógar — átak 1990“, planta Hafiifirðingar 60 þúsund trjáplöntum í Seldal sem er rétt við Hvaleyrarvatn. Ymis félagasamtök taka þátt í þessu átaki með Skógræktarfélagi Hafii- ai-fjarðar og Skátafélagið Hraun- búar plantar tijám í Seldalnum í dag, uppstigningardag, og verður hafist handa kl. 13. Foreldrar eru hvattir til að koma með skátunum og eins eru eldri skát- ar hvattir til að líta við í Seldal og aðstoða. Skógræktarfélagið leggur til áhöld og er ekið að Seldalnum meðfram Hvaleyrarvatni og eftir nýjum vegi fyrir er.danum á vatninu og að Seldal. (Fréttatilkynning) Frá gróðursetningarferð Hraunbúa í Krýsuvík sl. sumar. ■ FJÓRIR listar eru í framboði við sveitarstjórnarkosningar hér á Vopnafírði um næstu helgi og eru það sömu listar og buðu fram við kosningamar fyrir fjórum árum. Það er Sjálfstæðisflokkur, Fram- sóknarflokkur, Alþýðubandalag og Óháðir kjósendur. Töluvert er um mannabreytingar á listunum frá síðustu kosningum og því ljóst að nýir fulltrúar munu koma til með að stjórna bæjarmálum Vopnfirð- inga næsta kjörtímabil. Sjö efstu sæti framboðslistanna skipa eftir- farandi: D-listi Sjálfstæðisflokks: 1. Steindór Sveinsson, trésmíða- meistari. 2. Ásta Ólafsdóttir skrif- stofumaður. 3. Guðjón Jósefsson, bóndi. 4. Heiðbjört Björnsdóttir, húsmóðir. 5. Helgi Jóhann Þórð- arson, umboðsmaður. 6. Alexand- er Árnason, rafvirkjameistari. 7. Þórður Helgason, vinnuvélastjóri. G-listi Alþýðubandalags: 1. Aðal- björn Björnsson, yfirkennari. 2. Sigrún Oddsdóttir, kennari. 3. Ólafúr K. Ármannsson, fram- kvæmdastjóri. 4. Hólmfríður Kristmannsdóttir, fiskverkakona. 5. Sigurður Sigurðsson, sjómaður. 6. Harpa Hóhngrímsdóttir, kenn- ari. 7. Ómar Þröstur Björgólfs- son, tæknifræðingur. B-listi Fram- sóknarflokks: 1. Kristján Magn- ússon, sjómaður. 2. Friðbjörn Haukur Guðmundsson, bóndi. 3. Anna Pála Víglundsdóttir, hús- móðir. 4. Ólafur K. Sigmarsson, skrifstofumaður. 5. Hafþór Ró- bertsson, skólastjóri. 6. Haukur Georgsson, bóndi. 7. Sverrir Jörg- ensson, vörubílstjóri. H-listi Óháðra kjósenda: 1. Ingólfúr Sveinsson, iðnverkamaður. 2. Ell- ert Árnason, skrifstofumaður. 3. Sigurður P. Alfreðsson, bóndi. 4. Erla Runólfsdóttir, fiskverkunar- kona. 5. Kristinn H. Þorbergsson, forstöðumaður. 6. Gunnar S. Guð- mundsson, vélvirkjameistari. 7. Kolbrún Gísladóttir, fiskverka- kona. - B.B. Inga Backman Jóhannes Svavar Guðmundur USTA- OG MENNINGARHÁTÍD G-listans ííslensku Óperunni Uppstigningardag, 24. maíkl. 20.30. Húsiðopnarkl.20. Kynnir: RagnheiðurÁsta Pétursdóttir. Setning: Sigurjón Pétursson Stutt ávörpflytja: Ástráður Haraldsson, Guðrún Kr. Óladóttir, Sig- þrúður Gunnarsdóttir, Birna Þórðardóttir, Guðrún Ágústsdóttir og SvavarGestsson. Tónlistog söngflytja: Kolbeinn Bjarnason, BjartmarGuðlaugsson, Inga Backman, ÓlafurVignir Albertsson, EinarGunnarsson, Hólm- fríður Sigurðardóttir, Hreiðar Pálmason og djass-kvartett Guðmundar Ingólfssonar. Eftirhermur: Jóhannes Kristjánsson Ljóðalestur: Viðar Eggertsson Maddama Karen Krusenstjerna og frú Soffía Eggerts komaíheimsókn. FJÖLMENNUM Á BARÁTTUHÁTÍÐINA Sigþrúður Viðar Bjartmar Birna GERUM REYKJAVÍK AD FÉIAGSLEGRI FYRIRMYNDARBORG!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.