Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAI 1990
61
Höfum lækkað skuldir og
aukið tekjur bæj arfélagsius
— segir Hilmar Baldursson bæjarstjóri í Hveragerði
Selfossi.
„ÞO MIKIÐ sé eftir enn þá hefur staðan lagast verulega. í allri
umræðu um þessi mál vill það gleymast sem vel er gert,“ sagði
Hilmar Baldursson bæjastjóri í Hveragerði, en bæjarfélagið hefur
að undanförnu fengið nokkra umQölIun í fjölmiðlum vegna fjár-
hagsstöðu bæjarsjóðs. I Hveragerði búa tæplega 1.600 manns.
Hilmar sagði að talað hefði
verið um að of lítið væri fram-
kvæmt og að skuldirnar væru of
háar. En á fyrri hluta kjörtíma-
bilsins hefðu framkvæmdir verið
miklar. 1987 voru framkvæmdir
í gangi við íþróttamannvirki og
gatnagerð og 1988 var lokið við
byggingu grunnskólans.
„I lok ársins 1988 og síðan
1989 snerum við okkur alfarið að
skuldunum til að ná þeim niður.
í árslok 1988 voru heildarskuldir
á núvirði 267,1 milljón en eru í
dag 218,2 milljónir.
Ef tekjur hefðu hækkað í sam-
ræmi við verðbólgu hefðu þær átt
að vera 109 milljónir 1989 en
urðu 118,5 milljónir. Okkur tókst
því að hækka tekjurnar og lækka
skuldirnar.
Stjórnunarkostnaður var gagn-
rýndur fyrir að vera of hár en
hann var til kominn að stórum
hluta vegna misræmis milli sveit-
arfélaga í færslum á þessum lið.
Hér var til dæmis allt framlag til
héraðsnefndar Árnessýslu fært
sem stjórnunarkostnaður en aðrir
færðu slíkt undir liðinn mehning-
armál vegna þess að framlög til
nefndarinnar fara' til slíkra verk-
efna. Að raungildi hefur stjórnun-
arkostnaður núna lækkað um
45%.
Rekstrarkostnaður í heildina
hefur lækkað á milli áranna 1988
og 1989 um 32 milljónir og áform-
að er að halda framkvæmdum í
lágmarki. Þetta ár ætlar að gefa
möguleika á góðum árangri í
þessu efni vegna lágra vaxta. Það
er gott iag núna að ná skuldunum
niður með lágum vöxtum og
sæmilegum friði í þjóðfélaginu.
Við munum halda áfram að
minnka rekstrarkostnað í sam-
vinnu við forstöðumenn bæjar-
stofnana og starfsmenn bæjarins
en ekki með neinum valdboðum.
Þetta hefur gengið mjög vel
með góðu samstarfi. Það eru ekki
nein valdboð sem gilda í þessum
efnum heldur gott samstarf. Menn
hafa lagt sig fram um að hag-
ræða og það er ljóst að unnt er
að ná enn betri árangri í þessu
efni.
Við munum bæta eiginfjárstöð-
una það mikið að við þurfum ekki
að taka lán fyrir neinum fram-
kvæmdum. Ennfremur hafa menn
sett sér það mark að taka fyrir
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hilmar Baldursson bæjarstjóri í Hveragerði á skrifstofii sinni.
fá verkefni í einu og ljúka þeim.
Það er fyrst núna unnt að gera
raunhæfa áætlun um greiðslu
skulda og framkvæmdir næstu
fjögur árin, eins og lögboðið er
að gera. )
Hveragerði á sér trygga
framtíð. Þá skoðun byggi ég á
því að þeir tveir þættir sem búast
má við að skili mestu inn í þjóðar-
búið eru orkumál og ferðamál. í
þeim efnum búum við vel hér í
Hveragerði. Framtíðin er trygg,
náist að halda vel á spöðunum í
þessum málaflokkum.
Hér eru möguleikar á raforku-
framleiðslu og miklir möguleikar
í nýtingu jarðhitans. Hins vegar
stefnum við að því að fara hægt
í sakirnar í þessum efnum og
gæta vel að umhverfinu," sagði
Hilmar Baldursson bæjarstjóri í
Hveragerði.
- Sig. Jóns.
Hafinfirðing-
ar í skógrækt
í tileftii skógræktarátaksins
„Landgræðsluskógar — átak
1990“, planta Hafiifirðingar 60
þúsund trjáplöntum í Seldal sem
er rétt við Hvaleyrarvatn. Ymis
félagasamtök taka þátt í þessu
átaki með Skógræktarfélagi Hafii-
ai-fjarðar og Skátafélagið Hraun-
búar plantar tijám í Seldalnum í
dag, uppstigningardag, og verður
hafist handa kl. 13.
Foreldrar eru hvattir til að koma
með skátunum og eins eru eldri skát-
ar hvattir til að líta við í Seldal og
aðstoða. Skógræktarfélagið leggur
til áhöld og er ekið að Seldalnum
meðfram Hvaleyrarvatni og eftir
nýjum vegi fyrir er.danum á vatninu
og að Seldal.
(Fréttatilkynning)
Frá gróðursetningarferð Hraunbúa í Krýsuvík sl. sumar.
■ FJÓRIR listar eru í framboði
við sveitarstjórnarkosningar hér á
Vopnafírði um næstu helgi og eru
það sömu listar og buðu fram við
kosningamar fyrir fjórum árum.
Það er Sjálfstæðisflokkur, Fram-
sóknarflokkur, Alþýðubandalag
og Óháðir kjósendur. Töluvert er
um mannabreytingar á listunum frá
síðustu kosningum og því ljóst að
nýir fulltrúar munu koma til með
að stjórna bæjarmálum Vopnfirð-
inga næsta kjörtímabil. Sjö efstu
sæti framboðslistanna skipa eftir-
farandi: D-listi Sjálfstæðisflokks:
1. Steindór Sveinsson, trésmíða-
meistari. 2. Ásta Ólafsdóttir skrif-
stofumaður. 3. Guðjón Jósefsson,
bóndi. 4. Heiðbjört Björnsdóttir,
húsmóðir. 5. Helgi Jóhann Þórð-
arson, umboðsmaður. 6. Alexand-
er Árnason, rafvirkjameistari. 7.
Þórður Helgason, vinnuvélastjóri.
G-listi Alþýðubandalags: 1. Aðal-
björn Björnsson, yfirkennari. 2.
Sigrún Oddsdóttir, kennari. 3.
Ólafúr K. Ármannsson, fram-
kvæmdastjóri. 4. Hólmfríður
Kristmannsdóttir, fiskverkakona.
5. Sigurður Sigurðsson, sjómaður.
6. Harpa Hóhngrímsdóttir, kenn-
ari. 7. Ómar Þröstur Björgólfs-
son, tæknifræðingur. B-listi Fram-
sóknarflokks: 1. Kristján Magn-
ússon, sjómaður. 2. Friðbjörn
Haukur Guðmundsson, bóndi. 3.
Anna Pála Víglundsdóttir, hús-
móðir. 4. Ólafur K. Sigmarsson,
skrifstofumaður. 5. Hafþór Ró-
bertsson, skólastjóri. 6. Haukur
Georgsson, bóndi. 7. Sverrir Jörg-
ensson, vörubílstjóri. H-listi
Óháðra kjósenda: 1. Ingólfúr
Sveinsson, iðnverkamaður. 2. Ell-
ert Árnason, skrifstofumaður. 3.
Sigurður P. Alfreðsson, bóndi. 4.
Erla Runólfsdóttir, fiskverkunar-
kona. 5. Kristinn H. Þorbergsson,
forstöðumaður. 6. Gunnar S. Guð-
mundsson, vélvirkjameistari. 7.
Kolbrún Gísladóttir, fiskverka-
kona. - B.B.
Inga Backman
Jóhannes
Svavar
Guðmundur
USTA- OG MENNINGARHÁTÍD
G-listans ííslensku Óperunni
Uppstigningardag, 24. maíkl. 20.30.
Húsiðopnarkl.20.
Kynnir: RagnheiðurÁsta Pétursdóttir.
Setning: Sigurjón Pétursson
Stutt ávörpflytja: Ástráður Haraldsson, Guðrún Kr. Óladóttir, Sig-
þrúður Gunnarsdóttir, Birna Þórðardóttir, Guðrún Ágústsdóttir og
SvavarGestsson.
Tónlistog söngflytja: Kolbeinn Bjarnason, BjartmarGuðlaugsson,
Inga Backman, ÓlafurVignir Albertsson, EinarGunnarsson, Hólm-
fríður Sigurðardóttir, Hreiðar Pálmason og djass-kvartett Guðmundar
Ingólfssonar.
Eftirhermur: Jóhannes Kristjánsson
Ljóðalestur: Viðar Eggertsson
Maddama Karen Krusenstjerna og frú Soffía Eggerts
komaíheimsókn.
FJÖLMENNUM Á BARÁTTUHÁTÍÐINA
Sigþrúður Viðar
Bjartmar Birna
GERUM REYKJAVÍK AD FÉIAGSLEGRI FYRIRMYNDARBORG!