Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Þegar skerðingar verða hækkanir og svik efiidir eftir Sigurjón Þ. Arnason Ákveðins misskilnings virðist oft gæta um Lánasjóð íslenskra náms- manna. Margir virðast halda að lán- in séu gjafalán sem ekki séu borguð til báka. Staðreyndin er hins vegar sú að lánin eru að fullu verðtryggð og nær allir greiða öll sín lán 100% til baka. Enda eðlilegt að svo sé, þetta er leið fyrir ungt fólk í lang- skólanámi að færa tekjur framtíðar til nútíðar á meðan verið er að afla sér þekkingar og færni til að gagn- ast þjóðfélaginu. Jafnframt er vert að taka fram að áður en námsmaður fær lán þarf hann að sýna fram á að hann standist þær kröfur sem skólinn gerir um námsárangur, á meðan verður hann að framfleyta sér á almennum bankalánum þ.e. ef hann á ekki góða að. Hins vegar er rétt að til skamms tíma voru námslánin óverðtryggð og brunnu upp í óðaverðbólgunni á sama hátt og húsnæðisstjómarián í eina - Núverandi lög um lánasjóðinn, sem eru frá 1982, tryggja að lánin eru greidd til baka. Hvers vegna alltaf læti í kringum lánasjóðinn Það eð lánin voru í eina tíð ekki verðtryggð og fremur stutt er síðan að núverandi kerfi var komið á veld- ur því að enn sem komið er þarf ríkið að leggja nokkra fjármuni í sjóðinn uns hann nær jafnvægi og verður gegnumstreymissjóður. Sumir stjómmálamenn hafa séð ofsjónum '•-^ýfir því fjármagni sem rennur í sjóð- inn og ekki verið tiibúnir til að bíða og leyfa kerfínu að jafna sig. Með því að skera niður fjármagn til sjóðs- ins er honum gert ókleyft að sinna hlutverki sínu sem er að tryggja öll- um jafnan rétt til náms óháð efnahag og búsetu. Er búið að leiðrétta skerðingu Sverris? Ástæða þess að ég sting hér niður penna er að nauðsynlegt er-að skýra hvaða breytingar hafa verið gerðar og hvers vegna námsmenn fullyrða að þeir hafi verið sviknir. Það að tala bara um kaupmátt námslána og að þau hafi hækkað svo og svo mik- ið segir alls ekki alla söguna. Það skiptir líka máli hveijir möguleikar námsmanna eru á að fá lán. Þetta er ekki ósvipað því að hækka hús- næðisstjórnariánin en breyta síðan úthlutunarreglunum svo mikið að þegar íbúðarkaupendur koma og sækja um lán þá komast þeir að því að lánin tii þeirra hafa í raun lækk- að, sérstaklega ef þeir eru duglegir að vinna. Samkomulagið við Svavar Námsmenn og menntamálaráð- herra gerðu með sér samkomulag um hvernig leiðrétta ætti rúmlega þriggja ára gamla skerðingu náms- lána. En fyrir síðustu alþingiskosn- ingar hafði Svavar, sem þá var óbreyttur þingmaður, gefið stór lof- orð um að kjör námsmanna yrðu leið- rétt ef hann fengi að ráða. Þegar Svavar varð svo menntamálaráð- herra kröfðu námsmenn hann efnda og eftir töluvert basl tóks að fá ráð- herra að samningaborðinu. í samkomulaginu fólst að leiðrétta átti framfærslugrunn námslána í þremur áföngum en á móti sættust námsmenn á að auka tillit til tekna við útreikning lána. í stað þess að 35% umfram ákv. upphæð kæmu til frádráttar láni skyldi nú miðað við 50% tekna. Ýmsir urðu til þess að benda á að óráðlegt væri að gera samninga sem þessa þar sem ráð- herra væri ekki treystandi og ólíklegt væri að hann stæði við sinn hluta samkomulagsins. Niðurstaðan er eins og marga grunaði, samkomulag- ið var svikið. Skerðingar Svavars Ríkisstjórnarfulltrúarnir í stjórn LÍN hafa þvingað í gegn stórtækar breytingar á úthlutunarreglum sjóðs- ins sem eiga að spara tæpan hálfan milljarð í ár og á næsta ári. Það er því kiént þegar ráðherra lýsir því yfir í fjölmiðlum að hann sé búinn að standa við géfin fyrirheit og leið- rétta námslánin en gleymir að segja að samhliða hefur úthlutunarreglun- um verið breytt svo mikið að erfið- ara er fyrir marga að fá lán en áð- ur, sérstaklega fyrir þá sem vilja bæta kjör sín með því að vinna af dugnaði yfir sumartímann. Skerðingarnar felást í eftirfarandi: 1) Tekjutillit er hækkað í 75% (var 35% fyrir rúmu ári) sem þýðir að allar tekjur umfram ákveðið mark koma 75% til frádráttar láni. Þetta þýðir að námsmaður sem vinnur vel yfir sumartímann eða leggur á sig vinnu samhliða námi fær lægri lán en áður. Með þessu er verið að refsa þeim sem eru duglegir jafnframt sem reglurnar ýta undir skattsvik. Allir vita að námslán eru í raun of lág til að hægt sé að framfieyta sér og sínum á þeim, því skiptir það náms- menn miklu máli að geta unnið af dugnaði yfir sumartímann og þannig bætt kjör sín. Þessi breyting á að spara sjóðnum 300 milljónir. 2) Meðallán vegna bóka- og efnis- kaupa lækka um 36%. Þetta á að spara sjóðnum 115 milljónir. 3) Aukið tillit til tekna maka. Reglunum var breytt þannig að nú hljóðar úthlutunarreglan svo: „Helm- ingur af tekjum maka umfram fram- færslu (nú 48.832) og allar tekjur umfram tvöfalda framfærslu koma til frádráttar láni til námsmanns." Með þessari breytingu er verið að kroppa peninga af láglaunafólki og spara þannig í sjóðnum. Auk þess sem þetta þýðir að námsmaður verð- ur fjárhagslega háður maka sínum. Þessi breyting á að skila sjóðnum 60 milijónum. 4) Lán til einstaklinga sem ekki búa í eigin húsnæði eða leiguhús- næði er lækkað um tæp 10.000 á mánuði. Þetta á að skila sjóðnum 120 milljónum. 5) Reglur um möguleika á sumar- lánum eru stórlega þrengdar. Nams- menn með fjölskyldu í námi erlendis hafa einkum nýtt sér þessa heimild. Það borgar sig-ekki að flytja heim með alla íjölskylduna í tvo til þijá mánuði yfir sumartímann, betra er að flýta námslokum og stunda nám um sumarið. Nú hefur að mestu ver- ið lokað fyrir þennan möguleika. Þegar hefur þetta valdið fjölda náms- manna stórtjóni. í mjörgum tilvikum hefur námsmaður ekki atvinnuleyfi Sigurjón Þ. Árnason „Hann hefur ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði og því er ekki hægt að tala um sátt um lánasjóðinn meðan skoðanir náms- manna eru virtar að vettugi og samningar við þá sviknir.“ í því landi sem hann dvelur (t.d. USA) og verður því að fara heim tii íslands ef hann fær ekki lán yfir sumartímann. Það er dýrt að rifta leigusamningi á húsnæði sem búið .er að gera fyrir sumarið auk þess sem farmiði heim til íslands og út aftur fyrir heila ijölskyldu er ekki gefins. Hvað á vesalings námsmað- urinn svo að gera þegar hann kemur heim, varla leggst hann upp á ætt- ingja með alla fjölskylduna? Oþolandi er að hægt sé svona fyr- irvaralaust að kippa stoðunum undan fjölda Ijölskyldna. Þessi breyting á að skila sjóðnum 60 milljónum. Nokkur dæmi Staðreyndin er þess vegna sú að í stað þess að efna gefin loforð og samninga hefur ráðherra svikið það samkomulag sem hann gerði við námsmenn. Þar sem ráðherra var með nokkur dæmi í sínum skrifum, máli sínu til stuðnings, þá er við hæfi að ég geri slíkt hið sama, en ég ætla ekki að segja bara háifa söguna, heldur söguna til enda. Nið- urstaðan verður þá líka önnur og óhagstæðari fyrir námsmenn: I útreikningum er gert ráð fyrir eftirfarandi forsendum: Framfærsla yfir sumarmánuðina: 48.832. Fram- færsla næsta vetur (6,4% hækkun): 51.957. Meðalbókakostnaður fyrir skerðingu: 23.000. Meðalbókakostn- aður eftir skerðingu: 14.600. Námsmaður sem býr ekki í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði: Árstekjur Samningur Niðurst. Lækkun 50.000 350.329 248.407 29,09% 100.000 350.329 228.343 34,82% 150.000 326.603 190.483 41,57% 200.000 301.603 153.343 49,16% 250.000 276.603 115.843 58,12% 350.000 226.603 40.843 81,98% 405.000 199.103 0 100,00% Námsmaður í leiguhúsnæði: Arstekjur Samningur Niðurst. Lækkun 100.000 490.613 482.213 1,71% 150.000 488.861 479.585 1,90% 200.000 463.861 442.085 4,69% 250.000 438.861 404.585 7,81% 400.000 363.861 292.085 19,73% 600.000 263.861 142.085 46,15% 700.00 213.861 67.085 68,63% 800.000 163.861 0 100,00% Námsmaður sem er einstætt for- eldri með eitt barn. Árstekjur Samningur Niðurst. Lækkun 100.000 724.420 716.020 1,16% 150.000 724.420 716.020 1,16% 200.000 724.420 716.020 1,16% 250.000 709.292 693.328 2,25% 400.000 634.292 580.828 8,43% 600.000 534.292 430.828 19,36% 700.000 484.292 355.828 26,53% 800.000 434.292 280.828 35,34% Nárasmenn eru sárir, sviknir og svekktir Eins og sést af þessum dæmum skiptir máli að segja alla söguna og hvernig lánamöguleikar námsmanna eru háðir þeim tekjum sem þeir afla sér. Það er mikið óheillaspor að hækka tekjutillitið, duglegu fólki er refsað fyrir að vinna vel. Það væri ósanngjarnt gagnvart ráðherra að segja að hann hafi ekki gert neina góða hluti í lánasjóðnum, hins vegar stendur eftir að hann hefur ekki staðið við þau fyrirheit sem hann lofaði og því er ekki hægt að tala um sátt um lánasjóðinn með- an skoðanir námsmanna eru virtar að vettugi og samningar við þá svikn- ir. Höfundur er formaður Stúdentaráðs. Fimmtudaginn 12. apríl ritar menntamálaráðherra, Svavar Gests- son, grein í Þjóðviljann þar sem hann hreykir sér af því að hafa leiðrétt skerðingar sem gerðar voru á námsl- ánunum fyrir tæpum fjórum árum. Hönnun nýrrar íþróttahall- ar í Kópavogi gagnrýnd Misskilningur og rangar forsendur, seg- ir Valdimar Harðarson arkitekt hússins GUNNAR I. Birgisson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn- arkosningunum í Kópavogi, hef- ur gagnrýnt hönnun íþróttahall- arinnar sem fyrirhugað er að reisa í Kópavogi í tengslum við heimsmeistaramótið í hand- knattleik 1995. Gunnar segir meðal annars að brunavarnir og of stutt bil milli sætaraða brjóti í bága við reglu- gerðir. Af þessum sökum þurfi að stækka það með miklum til- kostnaði. „Fáránleikinn í málinu var að gera samning við ríkið um hugmynd sem menn vissu ekki hvað myndi kosta mikið,“ sagði Gunnar í samtali við Morgunblað- ið. Valdimar Harðarson arkitekt, einn hönnuða hússins, sagði í samtali við Morgunblaðið að gagnrýni Gunnars væri byggð á misskilningi og röngum forsend- um. Hann sagði þetta hús byggt á sönpji hönnun og önnur hús, sem __________________L__________ reynist vel, eins og í Kaplakrika. Valdimar segir að brunavarnif verði leystar með bráðabirgðaráð- stöfunum, þar sem hönnunin sé miðuð við 4.500 manns með full- komnum brunavörnum, en á með- an mótið stendur taki það 7.000 manns. „Samkvæmt byggingareglu- gerð eiga að vera 80 sentimetrar frá aftari brún sætis til aftari brúnar næstu sætaraðar. Þarna eru 58 sentimetrar," segir Gunn- ar. í öðru lagj segir hann sjónlínur frá áhorfendapöllunum inn á völl- inn vera verulega skertar, tals- verður hluti áhorfenda sjái ekki allan völlinn. „í þriðja lagi er brunavörnum áfátt,“ segirGunnar. „I bygginga- reglugerð segir að útgangar skuli vera einn sentimetri fyrir hvern sem er inni í húsinu. Þegar leikirn- ir verða hvað fjölmennastir verða þáijtja, á milli, .sjö þú^upþ.og sjö t þúsund og fimm hundruð manns í húsinu, þannig að opin þurfa að vera samtals milli 70 og 75 metr- ar í þvermál. í núverandi hönnun er aðeins talað um 16 metra.“ • Þá kveðst hann telja fordyri vera allt of lítið, „þó svo að sé hægt að telja með alls konar horn og skúmaskot, þangað_ er ekkert hægt að koma fólki. Ég sé ekki heldur hvar á að koma fyrir sjón- varpsmönnum og öðrum frétta- mönnum meðan á ieikjunum stendur. Þetta allt þýðir það, að húsið, sem er 64 sinnum 64 metr- ar, þarf að stækka upp í 70 sinn- um 95, ef farið verður eftir öllum þessum kröfurn." Gagnrýni Gunnars var rædd á fundi bygginganefndar íþrótta- hússins á mánudag. Hann kveðst ekki hafa fengið þar nein haldbær rök gegn henni frá hönnuðum hússins, sem komu á fundinn. Meðal annars ekki við þeirri spurningu, hvað ætti að gera ef eldur brytist út og almenn skelf- ing gripi um sig meðal sjö þúsund áhorfenda. „Síðan lét ég bóka til- lþgU um að;ifá uj^tjaðkomandi aðila, sem hefði reynslu í þessum efnum, til að athuga hvort mínar ásakanir væru á rökum reistar, en henni var hafnað. Fyrir Kópa- vog eru gífurlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Samningurinn við ríkið er um allt of lágt fram- lag þess, 300 milljónir króna og bundið við þá krónutöiu, en þyrfti að vera 700 milljónir. Hvað þá heldur ef þetta bætist ofan á, kostnaðarauki upp á 100 til 200 milljónir," sagði Gunnar Birgis- son. Valdimar Harðarson arkitekt, einn hönnuða hússins, sagði gagn- rýni Gunnars vera misskilning og byggða á röngum forsendum. Hann segir ekki vera rétt að 58 sentimetrar séu ætlaðir í hveija sætaröð, heldur 61. Þá sé ekki rétt að það bijóti í bága við reglu- gerð, ákvæði um 80 sentimetra eigi aðeins við séu bekkirnir með baki. „Þetta er sama breidd og í nýjum gerðum íþróttahúsa, til dæmis í Kaplakrika, Garðabæ, Laugardalshöll og á Seltjarnar- nesi,“ sagði hann. Sjónlínur áhorfenda falla allar innan vallar og sagði Valdimar það vera hreinan misskilning hjá Gunnari að halda öðru fram. „Sjónlínur á neðri sætum eru þær sömu og í Kaplakrikahúsinu og þar þykja þær mjög góðar. í efri sætum eru þær brattari og minna skertar en niðri í sal.“ Um brunavarnir sagði Valdi- mar, að húsið sé hannað með til- liti til fullkominna brunavarna miðað við að það taki 4.500 manns. Á meðan það tekur 7.000 manns, verði öryggismálin leyst með bráðabirgðaráðstöfunum, enda yrði geysidýrt að byggja húsið með tiiliti til fullkominna brunavarna fyrir 7.000 manns. Bráðabirgða flóttaieiðir verði í húsinu, brunavörður og slökkvibíll á staðnum. Tillaga um þetta hefur verið kynnt Brunamálastofnun ríkisins, að sögn Valdimars, en svar hefur ekki borist þaðan. „Það verður enginn í hættu þarna,“ sagði Valdimar. Þá sagði hann að fordyri nægi fyrir 4.500 manna hús, en á með- an leikarnir standi verði hluti skólans nýttur, fólki verði hleypt inn á fjórum stöðum til að upp- fylla kröfur um fordyri. Aðstaða fyrir fréttamenn sagði Valdimar að verði fullkomin, lík þeirri sem er í Kaplakrika. Hann sagði hugmyndina að þessari hönnun grundvallast á að halda öllum stærðum í lágmarki, þar sem ekki þurfi fulla stærð hússins nema í skainnián tíma. ■laí.s.ýji j.g. |.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.