Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 1
120 SIÐUR B/C
116. tbl. 78. árg.
FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hernámssvæði
Israels:
Bandaríkin
vilja ræða
eftirlit SÞ
*
Israelsstjórn and-
víg hugrnyndinni
Washington. Reuter.
Bandaríkjamenn eru reiðu-
búnir að ræða þann möguleika
að senda eftirlitssveitir Samein-
uðu þjóðanna til hernámssvæða
Israels. Kom þetta fram á irétta-
mannafundi James Bakers ut-
anríkisráðherra Bandaríkjanna í
Washington í gær. Oryggisráð
SÞ kemur saman á morgun til
að fjalla um málið. Israelsstjórn
heíur þegar lýst andstöðu við
hugmyndina um eftirlitssveitir.
„Við höfum ávallt verið andvígir
slíkum hugmyndum," sagði Avi
Panzner, talsmaður Yitzhaks
Shamirs forsætisráðherra, „því að
þær stofna sjálfræði okkar í hættu.
Við vonum að Bandaríkjamenn beiti
sér gegn þessu.“
Arabaríki fóru fram á fund Ör-
yggiráðsins og er tilefnið hin mikla
ólga á hernumdu svæðunum í kjöl-
far þess að geðveikur gyðingur
myrti sjö Palestínumenn á sunnu-
dag. 21 Palestínumaður og einn
gyðingur hafa fallið í átökum síðan
og rúmlega 800 manns særst. Yass-
ir Arafat, leiðtoga Frelsissamtaka
Palestínu, verður boðið að ávarpa
fundinn. Hann ætlar að leggja til
að Sameinuðu þjóðirnar sendi eftir-
litssveitir til hernumdu svæðanna.
Fastlega er búist við að fundur
Öryggisráðsins verði í Genf en ekki
í New York vegna þess að Banda-
ríkin neita að veita Arafat vega-
bréfsáritun.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sumarstemmning á Lækjartorgi
Eystrasaltslöndin:
Vcrkíalli Rússa í Eistlandi
aflýst að beiðni Gorbatsjovs
Baker neitaði því á fréttamanna-
fundinum að stjórn sín hefði boðist
til að opna landið fyrir sovéskum
gyðingum. Aðstoðarmaður Hosni
Mubaraks, forseta Egyptalands,
sagði í gær að George Bush Banda-
ríkjaforseti hefði tjáð egypskum
starfsbróður sínum að svo væri.
Baker sagði að ekki yrði tekið við
fleiri en 70.000 gyðingum á þessu
ári en það væru þó 20.000 fleiri
en árið 1989.
Sjá viðtal við sendiherra ísra-
els á íslandi á bls. 46.
Litháar vilja fresta gildistöku nýrra laga - Gorbatsjov ræðst harkalega á Jeltsín
Moskvu, Reuter.
RÚSSNESKIR verkamenn í Eistlandi bundu í gær enda á þriggja
daga verkfall sem hafið var í mótmælaskyni við sjálfstæðisáform
Eistlendinga. Að sögn talsmanna verkfallsmanna bárust þeim skila-
boð frá Mikhail S. Gorbatsjov Sovétforseta þar sem hann lýsti stuðn-
ingi við sjónarmið þeirra en hvatti þá jafnframt til að hefja aftur
vinnu vegna hins alvarlega efnahagsástands í Sovétríkjunum. Verk-
fallið lamaði helstu höfn Eistlands og olli miklum samgöngutruflun-
um. Ákveðið var að verða við ósk forsetans en verkfallsmenn áskilja
sér rétt til að heija aðgerðir að nýju.
Þing Litháens bauðst í gær til
að fresta gildistöku allra laga sem
sett hafa verið eftir sjálfstæðisyfir-
lýsinguna 11. mars gegn því að
Moskvustjórnin hæfi viðræður um
sjálfstæði landsins. Talsmaður
Bandarískir vísindamenn:
Tímamótauppgötvun í ofttrleiðni?
Lundúnum. Reuter.
BANDARÍSKIR vísindamenn segjast hal'a gert tímamótauppgötvun,
scm geti rutt brautina fyrir fjöklaframleiðslu ofurleiðara og þannig
valdið byltingu í hátækniiðnaði.
Paul Chu og samstarfsmenn
hans í Houston-háskóla í Texas
skýra frá því I breska vikuritinu
Nature, sem kemur út í dag, að
þeir hafi búið til litla stöng úr frum-
efnunum yttríum, barín og kopar,
sem geti leitt rafstraum án nokk-
urs viðnáms. Stöngin er 0,5 sm að
lengd og 0,3 sm að breidd og segja
vísindamennirnir að fræðilega séu
1 éngjn takmörk fyrir því( hversu
langír slíkir ofurleiðarar geti orðið.
Þó verði þess langt að bíða að kíló-
metra langir kaplar af þessari teg-
und verði framleiddir.
Rafstraumur berst miklu hraðar
með ofurleiðurum en sú tækni, sem
nú er notuð, býður upp á. Ef
vísindamönnum tækist að full-
komna þá yrði hægt að framleiða
ofurhraðvirkar tölvur og geysilega
hraðfara lestir, auk þess sem orku-
framleiðsla yrði mun ódýrari en nú
er. Ýmis ríki hafa varið samanlagt
um 450 milljónum Bandaríkjadala
(27,5 milljörðum ísl. kr.) í rann-
sóknir á ofurleiðni og talið er að
sala á ofurleiðurum geti numið 36
milljörðum dala (2.200 milljörðum
ísl. kr.) á ári um aldamótin, verði
hægt. að hefja fjöldaframleiðslu á
þeim. Talið var í fyrstu að ofur-
leiðni væri aðeins möguleg við al-
kul (+273 gráður á Celsius) en á
undanförnum árum hafa fundist
efni sem veita ekkert viðnám gegn
rafstraumi við mun hærra hitastig
(alltl að +150 gráðúr á Celsiús).1' >
þingsins sagði í símaviðtali við
iíeuters-fréttastofuna að með þessu
vildu þingmenn sýna góðan hug og
vilja til að semja við Sovétmenn.
„Eitt er þó ljóst; við munum ekki
falla frá sjálfstæðisyfirlýsingunni,“
bætti talsmaðurinn við. Efnahags-
þvinganir Moskvustjórnarinnar
valda æ meiri erfiðleikum í Litháen,
einkum eldsneytisskortur. Algirdas
Brazauskas aðstoðarforsætisráð-
herra segir á hinn bóginn að eina
kjarnaknúna raforkuver landsins
komist aftur í gagnið í vikulokin
eftir viðgerð og muni það bæta stöð-
una.
Gorbatsjov forseti ávarpaði þing
Sósíalíska sovétlýðveldisins Rúss-
lands, stærsta og fjölmennasta Sov-
étlýðveldisins, í gær og gagnrýndi
harðlega málflutning umbóta-
sinnans Borís Jeltsíns, er býður sig
fram til forseta í lýðveldinu. I ræðu
sinni á þriðjudag sagði Jeltsín að
miðstýringaráráttan væri aðalorsök
skelfilegrar efnahagsóreiðu í
landinu. Gorbatsjov sagði að tillög-
ur Jeltsíns um aukið sjálfræði Rúss-
lands líktust helst ákalli um upp-
lausn Sovétríkjanna; þingmaðurinn
vildi gera Rússland brottrækt úr
heimi sósíalismans. „Orðið sósíal-
ismi kom aldrei fyrir í máli hans.
Hann notaðj ekki ,einu sinni orðin
sósíalískur og sovóskur er hann
Reuter
Mikhaíl Gorbatsjov ávarpar þing
Sovétlýðveldisins Rússlands í
gær.
nefndi lýðveldið á nafn ... Fyrir
okkur Rússa, fyrir alla landsmenn,
er sósíalíski kosturinn, vald sovét-
anna, ekki aðeins orð. Þetta eru
grundvallargildi okkar,“ sagði for-
setinn.
Júríj Masljúkov, aðstoðarforsæt-
isráðherra Sovétríkjanna, sagði á
blaðamannafundi í gær að stjórn-
völd myndu leggja umbótaáætlun,
þar sem kveðið er á um breytingar
í átt til markaðskerfis, fyrir Æðsta
ráðið í dag. Fari svo að þingmenn
felli tillögurnar álítur Masljúkov að
ríkisstjórnin eigi að segja af sér.
Hann sagði stjórnina reiðubúna að
bera tiljögurnar undir þjóðarat-
kvæði....... .