Morgunblaðið - 24.05.1990, Side 88
88
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990
„Menningarveisla“ í Malmö
Malmö, borgin handan við sundið, gengst fyrir stórri norrænni hönnunar-
kynningu í sumar. Sýningin mun standa frájúníbyrjun til september
Hönnun
Stefán Snæbjörnsson
Baltíska sýningin 1914
og NordForm 90
Kveikjan að þessari stóru nor-
rænu hönnunarsýningu á rætur í
baltísku sýningunni 1914, sem
Malmö gekkst þá fyrir og vakti á
sínum tíma mikla athygli. Hug-
myndin nú var í upphafi að minn-
ast þessarar sýningar á 75 ára
afmæli hennar árið 1989. Þegar
undirbúningur hófst 1987 fyrir
NordForm-sýninguna varð brátt
ljóst að fyrirvarinn var of stuttur
fyrir svo yfirgripsmikla sýningu
og því ákveðið að sýningin stæði
sumarið 1990.
Malmö kallaði norrænu „hönn-
unarfélögin", þar á meðal Form
ísland, til ráðuneytis um undir-
búning og skipulag sýningarinnar
og hefur það starf nú staðið í nær
4 ár. NordForm 90 á að kynna
það besta sem nú er gert í nor-
rænni hönnun og tekur sýningin
til byggingarlistar, iðnhönnunar,
listiðnaðar, samskiptahönnunar
og flestra annarra sviða sem
tengjast hönnun í nútímaþjóðfé-
lagi Norðurlanda. Sýningin býður
jafnframt upp á margháttaða
kynningu á list, hvaða nafni sem
nefnist, tónlist, leiklist, myndlist
og ekki síst umhverfislist, svo sem
innréttingu gatna og torga þar
sem „maðurinn" lifir og hrærist.
Malmö
Malmö hefur lengið ver „hlið“
Svíþjóðar að meginlandinu. Stað-
setning borgarinnar syðst á
Skáni, steinsnar frá Kaupmanna-
höfn, hefur gert hana mikilvæga
í sambandi við samgöngur. Þetta
átti þó einkum við á fyrri tímum
þegar allar samgöngur við meg-
inlandið voru um landveg og sjó.
Malmö, sem þýðir í raun „sand-
hæð“, hefur af þessum ástæðum
gegnt mikilvægu sögulegu hlut-
verki, lengi var borgin undir
dönsku krúnunni, en ekki er til-
efni til að fjalla nánar um þá sögu
hér.
NordForm 90
Sýningin NordForm 90 verður
staðsett á „Hjálmarsbryggju"
(Hjálmarekajen), sem er and-
spænis viðlegukanti flugbátanna
sem ganga milli Malmö og Kaup-
mannahafnar. Á þesssu hafnar-
svæði hefur Malmö reist sýningar-
hallir, leiksvið, útisvæði, veitinga-
sali og margt annað sem verður
rammi um sýninguna.
Megin uppistaðan á sýningunni
eru þrír sýningarskálar:
Skáli I
Þessi skáli hefur verið byggður
sérstaklega til að rúma listiðnað-
arsýningu Norðurlandanna. Ljóst
er að í þessum skála mætast þeir
norrænir listiðnaðarmenn sem
hæst ber í dag, allir eru þeir starf-
andi, og verk þeirra öll frá síðustu
árum. Fulltrúar íslands í listiðnað-
arsýningunni verða: Ásgerður
Búadóttir, textílhönnuður, Guð-
brandur J. Jezorski, gullsmiður,
Hólmfríður Árnadóttir, textíl-
hönnuður, Jón Snorri Sigurðsson,
gullsmiður, Kolbrún Björgúlfs-
dóttir, leirlistamaður, Málfríður
Aðalsteinsdóttir, textflhönnuður,
Sigrún Ólöf Einarsdóttir, gler-
listamaður, Sören S. Larsen, gler-
listamaður, Borghildur Óskars-
dóttir, leirlistamaður, Guðný
Magnúsdóttir, leirlistamaður,
Jens Guðjónsson, gullsmiður, Jón-
ina Guðnadóttir, leirlistamaður,
Leifur Breiðljörð, myndlistarmað-
ur, Ragna Róbertsdóttir, textíl-
hönnuður, Sigurlaug Jóhannes-
dóttir, textilhönnuður.
Útilistaverk
Framan við listiðnaðarskálann
er tijágarður, þar sem komið verð-
ur fyrir einu listaverki frá hveiju
landanna fimm. Að þessu sinni
var ákveðið að fela einum listiðn-
aðarmanni frá hveiju landi að
senda tillögur um verk sem reist
skyldi í útigarðinum. Það er
Hansína Jensdóttir, gullsmiður og
myndhöggvari, sem þar verður
fulltrúi Islands.
Raðhús
Malmö efndi til samkeppni
meðal norrænna arkitekta um
raðhús tíunda áratugarins. Eitt
raðhús var valið frá hveiju land-
anna og hafa Malmö og sam-
starfsaðilar þegar látið byggja
þessi hús. Guðmundur Jónsson,
arkitekt, varð hlutskarpastur 10
íslenskra arkitekta, sem sendu til-
lögur til samkeppninnar. Tvö
íslensk fyrirtæki hafa tekið að sér
að innrétta raðhúsið. Þau eru:
GKS hf. og Brúnás hf. Form ís-
land og Arkitektafélag íslands
hafa leitað til nokkurra fyrirtækja
um fjárhagslegan stuðning við
þetta verkefni. Áður hefur verið
fjallað um raðhúsið í Morgunblað-
inu.
SkáliII
í skála II sem er 1800 m2 að
flatarmáli verður komið fyrir sýn-
ingu á iðnhönnun. Meginþemað
er „aðgerðin að sitja“. Mörg
hundruð stólum af hinum ólíkustu
gerðum verður þar fyrir komið.
Allt eru það stólar, sem hannaðir
eru á síðustu 10 árum eða svo. í
skála II verður einnig komið fyrir
sýningu á nytjagleri, leir og postu-
líni — eldhúsinnréttingum og
hönnun er tekur mið af hreyfi-
hömluðum. í því sambandi má
sérstaklega nefna finnskt eldhús
fyrir hreyfihamlaða, sem byggist
á svokölluðu hvíslkerfi, þar sem
hlutir hreyfast og vinna eftir
hljóðmerkjum frá notanda. Ýmsar
nýjungar í hönnun er varða heilsu-
gæslu og búnað í því sambandi
verða sýndar í þessum skála. Auk
þess má nefna búnað til íþrótta-
og tómstundaiðkana.
íslenskir hönnuðir sem eiga
verk í skála II eru: Daði Harðar-
son og Hjördís Guðmundsdóttir,
leirkerasmiðir, Inga Elín Kristins-
dóttir, glerhönnuður, Pétur Lút-
hersson, húsgagnaarkitekt, Valdi-
mar Harðarson, arkitekt.
Útísvið
Stórt leiksvið er byggt á staðn-
um. Áhorfendasvæðið rúmar um
10 þúsund áhorfendur, en minni
leiksvið tengjast einnig þessu úti-
rými. Hér gefst ómælt tækifæri
fyrir leikhópa, tónlistarfólk og
aðra til að ná athygli stórra áhorf-
endahópa.
Innrétting götunnar
Malmö bauð til lokaðrar sam-
keppni um tillögur að „innréttingu
götunnar". Arkitektarnir Dagný
Helgadóttir og Guðni Pálsson
voru fulltrúar íslands í þessu sam-
bandi. Tillögur þeira þóttu athygl-
isverðar og hluti tillögunnar verð-
ur framleiddur sem NördForm 90
— eining og notaður á sýningar-
svæðinu.
Paradís
Börnin hafa ekki gleymst.
Byggt verður sérstakt svæði fyrir
börn á öllum aldri. Meginhug-
myndin byggist á vatni, hvaða
þýðingu það hefur og hvernig það
í raun er forsenda lífs. Við erum
leidd í gegnum paradísargarðinn,
með vatninu, sem að lokum fellur
fram af bryggjunni og hverfur í
hafið.
SkáliIII
Skáli III er hannaður af Ieik-
húsfólki frá Landskrona. Hér er
litið til beggja átta, fram og aftur
í tíma. Hugmyndafræðin um „Ask
Yggdrasils, lífstréð“ er kjami
þeirra hugmynda sem að baki býr
þessari stóru sýningu.
Annað
Við bryggjukantinn í skipum
og víða á svæðinu verður komið
fyrir veitingastöðum, sem uppfyllt
geta þarfir þreyttra skoðenda,
yljað um hjartarætur á skánskum
síðkvöldum.
Þátttaka Islands
Þó að hér sé ekki um að ræða
sýningu á vegum Norðurlandar-
áðs má fúslega viðurkenna að
þátttaka íslands í sýningum ráðs-
ins á sviði hönnunar undanfarin
10 ár er ástæða þess að íslandi
er hér boðin full hlutdeild. ísland
hefur í þessu efni, einsog víða í
sambandi við kynningu á norr-
ænni menningu, notið skilnings
og velvildar. Hvað hönnunarsviðin
varðar mætti skilningurinn þó
vera meiri inná við. Form ísland
hefur notið nokkurs stuðnings frá
menntamálaráðuneytinu og iðn-
aðarráðuneytinu í sambandi við
þátttöku í undirbúningi sýningar-
innar. Þá hafa nokkur fyrirtæki
og stofnanir veitt sérstakan
stuðning í sambandi við innrétt-
ingu raðhússins eins og áður er
sagt.
Menntamálaráðherra, Svavar
Gestsson, á sæti í heiðursnefnd
sýningarinnar ásamt öðrum ráð-
herrum frá Norðurlöndum. Þá á
Örn D. Jónsson, formaður Form
ísland, sæti í heiðursnefndinni.
Full ástæða er til að hvetja alla
sem leið eiga um Norðurlönd á
komandi sumri til að leggja lykkju
á Ieið sína og heimsækja Malmö
og NordForm 90.
Höfundur er innanhússarkitekt
og hefur verið fulltrúi Form
Island í undirbúningsnefhd
NordForm 90.
Stórhljómsveitin
UPPLYFTING
heldur uppi fjöri
Snyrtilegur klæðnaður
Nillabar
Jón forseti og félagar halda uppi fjöri
________Qpið frá kl. 18-03._______
omJlni dansarmr
í Ártúni
annað kvöld frá kl. 21.30
-03.00
Hljómsveitin NÝJA-BANDIÐ
Söngkona Kristbjörg Löve
Dansstuðið er í Artúni
Vagnhöfða 11, Reykjavík, simi 685090.
VCmNQAHUS
Danshljomsveitin
okkar
ásamt
Þorvaldi
Halldórssyni
M föstudags- og
jfllaugardagskvöld.