Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 Skipulagsbreyt- ingar SIS: Jákvæð við- brögð lánar- drottnanna ÓLAFUR Sverrisson, formaður stjórnar Sambands íslenskra samvinnufélaga, segir að lánar- drottnar Sambandsins hafi í við- ræðum undanfarna daga tekið ágætlega undir hugmyndir um þær skipulagsbreytingar á Sam- bandinu sem nú eru til umræðu innan stjórnarinnar. Sljórnin stefnir að því að halda fund í næstu viku, þar sem reynt verð- ur að móta endanlegar tillögur að skipulagsbreytingum, sem lagðar verði fyrir aðalfúnd Sam- bandsins, í byrjun júnímánaðar. íviorgunDiaoio/ öjami Fjölmenni á útifíindi sjálfstæðismanna Fjölmenni var á útifundi sjálfstæðismanna, sem haldinn var á Lækjartorgi í blíðskaparveðri í gær. Ræðumenn voru Anna K. Jónsdóttir, varaborgarfulltrúi og Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar. Kom fram í máli þeirra, að í borgarstjómarkosning- unum á laugardag yrði kosið um það hvort samhentur meirihluti sjálfstæðismanna færi áfram með völd í borginni eða við tæki margklofinn fylking vinstri manna. Fundarstjóri á útifundinum var Ólafur B. Thors og bar hann fundarmönnum kveðju Davíðs Odds- sonar borgarstjóra, sem ekki komst á fundinn vegna veikinda. Hvatti Ólafur borgarbúa til að veita Sjáflstæðisflokknum brautar- gengi í kosningunum og sagði að reynslan frá valdatíma vinstri manna í borginni 1978 til 1982 mætti ekki endurtaka sig. Reynt að ná Berg’vík upp Báturinn er ellefti plastbáturinn sem ferst á undanförnum þremur árum Sjóslysanefnd hefur hug á að láta ná Bergvík RE 41 af hafs- botni svo kanna megi orsakir þess að hún sökk á Faxafióa að- fararnótt þriðjudags. Áhöfninni, Kapella séra Friðriks: Borgarstjóri tekur fyrstu skóflustungu DAVÍÐ Oddsson borgarstjóri, tekur í dag kl. 16 fyrstu skóflu- stunguna að kapellu til minn- ingar um séra Friðrik Frið- riksson, sem reist verður á Hlíðarenda við Öskjuhlíð. Athöfn verður við minnisvarða sr. Friðriks. Þar verða flutt ávörp, karlakórinn Fóstbræður syngur og biskup íslands flytur bæn. í íþróttahúsi Vals flytur m.a. Gylfi Þ. Gíslason, fyrrver- andi menntamálaráðherra ræðu um séra Friðrik. Komið hefur verið á fót styrkt- armannakerfi og er stefnt að því að tvö til þijú hundruð einstakl- ingar leggi mánaðarlega fram eitt þúsund krónur. tveimur mönnum, var bjargað. Engar skýringar hafa fúndist á óhappinu en báturinn hafði að- eins verið við veiðar frá því í september. Bergvík er ellefti plastbáturinn sem ferst á undan- förnum þremur árum. Sjópróf hafa ekki farið fram þar sem skipstjórinn er enn á spítala. Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sjóslysanefndar, seg- ir menn vera uggandi vegna fjölda þeirra báta er hafa farist. Mann- björg hefur orðið utan einu sinni er einn maður fórst. Haraldur Blöndal, formaður Sjóslysanefndar, segir að leit sé ekki enn hafin að bátnum. Forvitnilegt sé að komast að orsökum slyssins en m.a. hamli fjárskortur því að leit hefjist. „Það kostar tugi, jafnvel hundruð þús- undir króna að ná bátnum upp og skoða hann. Við munum leita til hagsmunaaðila; m.a. tryggingarfé- laga og samgönguráðuneytisins með fjárhagsaðstoð. Aðspurður um mögulegar skýringar á slysinu sagði Haraldur ómögulegt að full- yrða nokkuð en röng hleðsla eða bilun hefðu verið nefndar sem líklegar orsakir. Bergvík RE 41 var rúmlega sex tonna plastbátur, smíðaður í Búð- ardal eftir teikningum frá Bret- landi. Að sögn Guðlaugs Jónssonar sem smíðaði bátinn var Bergvík sjó- sett fyrir ári og fór í fyrsta róður í september. Að sögn Olafs Aðal- steinssonar, skoðunarmanns hjá Siglingarmálastofnun, samþykkti stofnunin Bergvíkina sem fískibát, til nota allt árið. Báturinn var ör- yggisprófaður og vélbúnaður hans athugaður, þar með talin sjóinntök og lokur. Báturinn var raðsmíðaður og í þeim tilfellum er hver og einn bátur ekki velti- og hallaprófaður heldur er látið er nægja að prófa fyrsta bát úr smíði og síðan velja báta af handahófi til prófunar. Að sögn Ólafs hefur nokkrum sinnum verið reynt að ná bátum upp sem sökkva. í þeim tilvikum sem það hefur tekist, hefur komið í ljós að ekki hafi verið um galla að ræða. Þó hefur ekki fundist viðhlítandi skýring á skipskaða sem varð á svipuðum slóðum og Bergvík fórst. Þar var um að ræða nokkru stærri bát sem sökk fyrir 2-3 mánuðum og þrátt fyrir prófanir stofnuninnar hefur engin skýring fundist. Að- spurður sagði Ólafur að ekki væru á döfinni auknar eða breyttar mæl- ingar á bátum þar sem ekki væri talið að um galla væri að ræða. Kæmi slíkt í ljós kæmi vel til greina að endurskoða skoðunarreglurnar. Ólafur Sverrisson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann hygðist ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem formaður Sam- bandsstjórnar á aðalfundi Sam- bandsins. „Ég held að það sé kom- inn tími til þess að gefa öðrum og yngri mönnum tækifæri til þess að spreyta sig,“ sagði Ólafur. Þeir sem m.a. hafa verið nefnd- ir sem hugsanlegir arftakar Ólafs eru, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins, Sigurður Markússon, framkvæmdastjóri Sjavarafurða- deildar Sambandsins, Þorsteinn Sveinsson, fyrrverandi kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Héraðsbúa, Egilsstöðum, og Hermann Hans- son, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga (KASK), Hornafirði, en enn hafa línur eng- an veginn skýrst hver verði líkleg- asta niðurstaðan í þeim efnum. Ólafur sagði að í þeim viðræðum sem farið hefðu fram við lánar- drottna Sambandsins að undan- förnu, hefði ekkert það komið fram, sem benti til þess að óyfirstíganlegir þröskuldar væru í vegi þeirra skipúlagsbreytinga, sem til umræðu væru, þótt menn væru misjafnlega hrifnir af hug- myndunum. Vegna bilunar i rafbúnaði prentvélar Morgunblaðsins urðu verulegar tafir á prentun og dreifingu þess i gær og eru kaupendur Morgunblaðsins beðnir velvirðingar á því. Málaferli vegna gjaldþrots Kaupfélags Svalbarðseyrar: Aðför og fjámám felld úr gildi í Hæstarétti Bolungarvík: Bæjarfógeta veitt lausn PÉTRI Kr. Hafstein, sýslumanni og bæjarfógeta á ísafirði, var í gær veitt lausn frá embætti bæjarfógeta í Bolungarvík frá og með 25. maí, en hann var settur í það embætti frá 14. janúar síðastliðnum til 31. maí. Hjördís Hákonardóttir borgardómari var sett í embættið frá 25. maí til 1. ágúst næstkomandi, en þá verður skipað í embættið til frambúðar. HÆSTIRÉTTUR hefúr fellt úr gildi aðfararáritun bæjarþings Akur- eyrar á tvær áskorunarstefhur Iðnaðarbanka íslands gegn Jóni Lax- dal, fyrrum stjórnarmanni Kaupfélags Svalbarðseyrar, og eftirfar- andi flámámsgerðir. Frávísunin byggist á gölluðum málatilbúnaði bankans sem gert hafi að verkum að héraðsdómara hafi borið að vísa málinu frá. Þá hafi meðferð málsins í bæjarþingi verið aðfinnslu- verð. Pétur Kr. Hafstein ritaði Óla Þ. Guðbjartssyni, dómsmálaráðherra, bréf 21. maí síðastliðinn þar sem hann baðst lausnar frá embætti bæjarfógeta í Bolungarvík. Nokkr- um dögúmáður háfði fúlltrúi dófns-" málaráðuneytis farið þess á leit við Pétur að hann gegndi embættinu til 1. ágúst og hafði hann fallist á það. 21. maí setti dómsmálaráð- herra síðan Hjördísi Hákonardóttur borgardómara í embættið og baðst Pétur þá lausnar. Bankinn hugðist ganga að Jóni, ásamt tveimur öðrum forsvars- mönnum Kaupfélags Svalbarðs- eyrar, sem tekist höfðu á hendur sjálfsskuldarábyrgð á tveimur skuldabréfalánum til kaupfélagsins, samtals að höfuðstóli um fjórar milljónir króna. Kaupfélagið var tekið til gjald- þrotaskipta 1986. Stefnur bankans beindust að þrotabúinu og ábyrgð- armönnunum en þær voru -aldrei - birtar forsvarsmönnum þrotabúsins og við þingfestingu voru kröfur gegn búinu afturkallaðar. í þingbók var ekki frá þessu greint en málið skráð sem mál Iðnaðarbankans gegn Kaupfélagi Svalbarðseyrar. Þá var stefnufjárhæð ekki sundur- liðuð, vaxtafótar og víxitölu ekki getið, né skammstafanir skýrðar. Þessa galla taldi Hæstiréttur þess eðlis að vísa bæri málunum. frá héraðsdómi. -í dómi -Hæstaréttar er-ekki tekin afstaða til þeirrar fullyrðingar lög- manns Jóns Laxdals, Jóns Oddsson- ar hrl., að þar sem bankinn hafí ekki lýst kröfu sinni réttilega í þrotabúið, kunni hann að hafa misst rétt gegn ábyrgðarmanninum. Þessu hafði verið mótmælt af hálfu bankans. Jón Laxdal hefur einnig sam- kvæmt heimild í gjaldþrotalögum stefnt Sambandi íslenskra sam- vinnufélaga fyrir bæjarþing Reykjavíkur til að fá viðurkennt að draga beri undir skipti þrotabúsins, 2% af hreinni eign SÍS á árinu 1986, en sú hafi verið eignarhlut- deild kaupfélagsins, sem var einn þriggja stofnenda SÍS, í Samband- mu. Þess er vænst að það mál komi til meðferðar í haust. ------------------------------j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.