Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1990, Blaðsíða 16
Yf 16 oeer iam ,t>s huoagiitmmw gig/.iíi/'iohom MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 1990 I HXTCi ItllJ ÓDÝRASTI KOSTURINN Höfum fengið aukasæti fyrir flug og bíl og getum boðið vikulegar brottfarir LUXEMBORG._... frákr 30.320,- Miðvikudagar - föstudagar - laugardagar - 2 vikur flokkur A KAUPMANNAHÖFN frákr 31.720,- Föstudagar - 2 vikur flokkur A FRANKFURT_____________ frákr 32.600,- Laugardagar — 2 vikur flokkur A LONDON________________frákr 34.300,- Föstudagar - 2 vikur flokkur A PARÍS................frá kr. 34.800,- Föstudagar — 2 vikur flokkur A SALZBURG.............frákr 39.100,- Föstudagar - 2 vikur flokkur B ÍTALÍA________________frákr 42.500,- 28. maí - 18. júní og 8. júlí - 3 vikur flokkur A Staögreiðsluverð pr. gengi 1.4.90. Miðað er við 4 saman í bíl FERÐASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S.624040 FLUGLEIDIR » Metsölublaó á hverjum degi! ih co Hver segir ósatt? eftir Ólínu Þorvarðardóttur Kosningabarátta er sérkennileg lífsreynsla. Sumpart skemmtileg og krefjandi, en á vissan hátt hættuleg sálartetrinu. Einkum og sér í lagi þegar menn gleyma sér svo í hita leiksins, að eðlileg átök um málstað og málefni snúast upp í blóðug mannvíg þar sem engu er eirt, hvorki æru né einkalífi. Þá eru hlut- irnir teknir að snúast upp í and- stæðu sína: tilgangurinn farinn að helga meðalið. Þannig haga sjálf- stæðismenn sér í þeirri kosninga- baráttu sem nú er háð í Reykjavík. Baráttuaðferðir þeirra minna óþægilega mikið á aðferðir Ric- hards gamla Nixon sem voru af- hjúpaðar um leið og Watergate- hneyklsið. Hans aðferð var einfald- lega þessi: „Let them deny it“ eða m.ö.o. „látum þá bara þræta“. Þetta þýðir á mannamáli: Ötum andstæð- inginn auri og persónuníði, hann getur aldrei þvegið það af sér þótt logið sé. Þessa dagana hamast sjálfstæð- ismenn gegn andstæðingum sínum. Sá hamagangur einkennist af sárgrætilegri málefnafátækt og beinist að manneskjum en ekki málum. Fólk er vænt um ósann- indi, jafnvel látið að því liggja að eitthvað sé bogið við einkahagi þess og fjölskyldulíf. Á síðum Morgun- blaðsins hafa sjálfstæðismenn auk þess reynt að telja kjósendum trú um það, að öll sú gagnrýni sem beinist að stefnu Sjálfstæðisflokks- ins í borgarmálum sé „lygi“. Það er hinsvegar ekki rökstutt fyrir kjósendum, í hveiju þessi „lygi“ er fólgin — þess í stað er beitt rangind- um og útúrsnúningum til þess að koma höggi á þá sem gagnrýna. Ég get vel skilið það að málefna- leg gagnrýni frambjóðenda Nýs vettvangs fari fyrir brjóstið á sjálf- stæðismönnum — hún gerir það vegna þess að hún er sönn. Sann- leikanum er hver sárreiðastur. Mannorð og starfsheiður einstakra frambjóðenda fer líka í taugarnar á sjálfstæðismönnum, og því reyna þeir af fremsta megni að hnekkja æru þeirra og heiðri með því að kalla þá „lygara“. Það gefur auga- leið að slíkar baráttuaðferðir taka sinn toll af þeim sem fyrir verða, enda geta menn trauðla setið þegj- andi undir röngum ásökunum. Því fer mikill tími og orka í að koma leiðréttingum og athugasemdum á framfæri; athugasemdum sem sjaldan hljóta jafn virðulegan sess á síðum Morgunblaðsins og ásakan- imar. Af málflutningnum mætti hinsvegar ætla að einn allsheijar lygavefur hafi nú verið spunninn í kringum Sjálfstæðisflokkinn, að all- Ólina Þorvarðardóttir „ Af málflutningnum mætti hinsvegar ætla að einn allsherjar lyga- vefur hafí nú verið spunninn í kringum Sjálfstæðisflokkinn, að allir þeir sem gagnrýna — einstaklingar, hópar og fjölmiðlar — séu lyg- arar upp til hópa. Allir aðrir en sjálfstæðis- menn. Þetta er ærið til- efíii til þess að ræða hér lítillega nokkur „lygi- mál“ sem reifuð hafa verið undanfarið.“ ir þeir sem gagnrýna — einstakling- ar, hópar og fjölmiðlar — séu lygar- ar upp til hópa. Allir aðrir en sjálf- stæðismenn. Þetta er ærið tilefni til þess að ræða hér lítillega nokkur „lygimál" sem reifuð hafa verið undanfarið, Er það t.d. „lygi“ að í stjómartíð sjálfstæðismanna sl. átta ár hafi meðalbiðtími eftir heilsdagsvist fjórfaldast — þrátt fyrir það að á sama tíma hafí skráningarskilyrðín verið hert með því að banna giftum foreldrum að skrá þar börn sín? Nei. Þetta er sannleikur, skrifaður og skjalfestur í skýrslum Dagvistar barna. Á sama tíma reynir borgarstjóri að halda því fram að nú njóti 80% reykvfskra barna dagvistunar á vegum Reykjavíkurborgar eða styrkt af Reykjavíkurborg. Er þetta satt? Nei. Þetta er ekki satt — ekki einu sinni þó að við miðum einung- is við forskólabörn á aldrinum 3-6 ára, og reynum að setja inn í þetta hlutfall öll börn á einkareknum dagheimilum og í gæslu dagmæðra. Með slíkri velvild er hægt að toga þetta hlutfall upp í 50% ef frá em talin dagvistarheimili sjúkrahú- sanna sem borgin hefur ekkert með að gera en borgarstjóri virðist þó hafa tekið með í reikinginn. Borgarstjóri hefur líka fullyrt að Reykjavík skari fram úr öðrum höfuðborgum á Norðurlöndum hvað varði dagvistarúrræði. Er það satt? Nei, það er ekki satt. Staðreyndin er sú að í Reykjavík njóta einungis 14-18% forskólabarna heilsdags- vistunar á sama tíma og hlutfallið er 41% í Osló og 60% í Stokk- hólmi. Slík er„forysta“ Reykjavíkur í dagvistarmálum. Sjálfstæðismenn segja það „lygi“ að 35 milljónum króna hafi verið varið í framkvæmdir vegna æsku- lýðsmála, og halda því fram að deilt hafi verið með tíu í fram- kvæmdaféð. Þetta er heldur ekki satt, því í sínum útreikningum bæta þeir við heilum málaflokki sem nefnist íþróttir og tómstundir. En til framkvæmda við íþróttamann- virki var varið 314 milljónum króna á árunum 1987-1990. Báðar tölurn- ar er hægt að fá staðfestar í reikn- ingum borgarinnar. íþróttamál eru hinsvegar ekki sami málaflokkur og æskulýðsmál, enda eiga íþrótta- mannvirki að gagnast fleirum en æskunni, þótt vissulega njóti hún góðs af. Lygimálin eru fleiri, og of langt mál að eltast við þau hér. Öll þjóna þau þeim tilgangi að þyrla ryki í augu kjósenda og fela staðreyndir. Já, það er ljótur leikur að standa í pólitík, og vandasamt að halda hreinleika sálar sinnar í þeim at- gangi öllum. Þó er það hægt, ef menn missa ekki sjónar á málstaðn- um og halda sig við það sem máli skiptir. Það sem öllu skiptir núna, er það að láta persónulegt níð ekki blinda dómgreind sína, og hafna þeirri þröngu hagsmunapólitík sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur rekið í ára- raðir. Miklu valdi fyigir mikil spill- ing eins og dæmin sanna. Nýr vett- vangur er aflið sem getur veitt heil- brigt aðhald. H-lista Nýs vettvangs er stefnt gegn þröngum sérhags- munum, í þágu lýðræðis og al- mennrar velferðar. Við erum sterk- asta mótvægið við veldi Sjálfstæðis- flokksins, eins og sannast best á því hvernig hamast er á okkur frá bæði hægri og vinstri. Það er eng- inn vafí á því að H-listi Nýs vett- vangs er „hitt framboðið" í vor. Og það er satt! Höfundur er bókmennta.fræðingur og skipar efsta sæti á H-lista Nýs vettvangs. SKÓRNIR SEM STINGA AF SPORTVAL, HLEMMI BIKARINN, SKÓLAVÖRÐUSTÍG MÚSlK & SPORT, HAFNARFIRÐI SPORTHLAÐAN, ÍSAFIRÐI VERSL. ÓÐINN, AKRANESI SPORTVAL, KRINGLUNNI SÚN, NESKAUPSTAÐ ÚTILÍF, GLÆSIBÆ TORGIÐ, SIGLUFIRÐI BÓKAVERSL. ÞÓRARINS STEFÁNS- SONAR, HÚSAVÍK SPORTHÚSIÐ, AKUREYRI I Rccbóh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.