Morgunblaðið - 08.06.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 08.06.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. JÚNÍ 1990 Neyðarlög numiii úr gildi í Suður-Afríku Höfðaborg, Durban, París. Reuter. F. W. de Klerk, forseti Suður-Afríku, skýrði frá því á þingi í gær að ákveðið hefði verið að aflétta neyðarlögum sem verið hafa i gildi í landinu í tæp fjögur ár. Ákvörðun þessi mun þó ekki taka til Natal-hér- aðs þar sem blökkumenn berjast af mikili heift. Nelson Mandela, leið- togi Afríska þjóðarráðsins, ANC, sem staddur er í Frakklandi, fagnaði þessum tíðindum í gær en áður hafði hann lýst yfir því að afnám neyð- arlaga myndi engu breyta um nauðsyn þess að áfram yrði haldið áfram e&ahagsþvingunum gegn Suður-Afríku. Neyðarlögunum verður formlega aflétt kl. 22 að íslenskum tíma í dag, föstudag. Afríska þjóðarráðið hafði sett það sem skilyrði fyrir því að hafnar yrðu viðræður við stjórn- völd um framtíð Suður-Afríku að lög þessi yrðu numin úr gildi. P.W. Bot- ha, fyrrum forseti landsins, kom neyðarástandslögunum á þann 12. júní 1986 en samkvæmt þeim hafa öryggissveitir stjórnvalda haft nán- ast óskoruð völd til að handtaka blökkumenn og aðra andstæðinga stjórnar hvíta minnihlutans í Suður- Afríku. Þá hafa lögin einnig tryggt stjómvöldum rétt til að ritskoða fréttir af mótmælum blökkumanna. Lögin réttlætti Botha forseti hins vegar með tilvísun til þess að koma yrði í veg fyrir frekara blóðbað og vígaferli eftir að blökkumenn höfðu risið upp gegn stjóm hans. Þá vildi forsetinn með þessu einnig freista þess að koma í veg fyrir innbyrðis átök blökkumanna. Á þessu ári hafa rúmlega 1.000 manns fallið í Suður- Afríku, flestir í átökum hópa blökku- manna í Natal-héraði. Nelson Mandela, sem staddur er í París, sagði í gær að tilkynning forsetans væri sigur fyrir alla íbúa Suður-Afríku. Hann vék að því að neyðarlög yrðu áfram í gildi í Nat- al-héraði og kvaðst efast um rétt- mæti þeirrar ráðstöfunar. Grimmd- arverkunum þar hefði ekki linnt þótt öryggislöggjöfín hefði verið í gildi í fjögur ár. Fyrr um daginn hafði Mandela, sem er á sex vikna ferða- lagi um Evrópu, Afríku og Banda- ríkin, lýst yfír því að viðhalda bæri efnahagsþvingunum þeim sem vest- ræn ríki hafa beitt Suður-Afríku sök- um kynþáttastefnu stjómvalda þar. Enn hefði lýðræði ekki verið komið á í heimalandi hans og enn hefði ekki verið hróflað við helstu máttarstólp- um kynþáttastefnunnar. Reuter Jacques Chirac, borgarstjóri Parísar, ræðir við Nelson Mandela og eiginkonu hans Winnie i ráðhúsi borgarinnar i gær. Mandela-hjónin eru nú á sex vikna ferðalagi og munu eiga viðræður við ráðamenn i eigi færri en 13 löndum. Fundur utanríkisráðherra NATO: Virða ber hagsmuni Sovét- manna í Þýskalandsmálinu Turnberry í Skotlandi. Reuter. FUNDUR utanríkisráðherra 16 aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) hófst í Turnberry í Skotlandi í gær. Á fundinum kom fram að eining er ríkjandi innan bandalagsins um að taka beri tii- lit til öryggishagsmuna Sovétríkj- anna í viðræðum um sameiningu þýsku ríkjanna tveggja. Athygli vakti að ónefhdir vestur-þýskir heimildarmenn sögðu að sljórn- völd í Bonn hygðust leggjast gegn því að nýtt flugskeyti, sem hugsað er sem mikilvægur liður í lgarn- orkuvörnum bandalagsins í fram- tíðinni, yrði geymt á þýsku land- svæði. Hans-Dietrich Genscher, utanrík- Líbería: Foringi uppreisnarmanna fellur Monrovíu. The Daily Telegraph. ELMER Jo- hnson, helsti herforingi upp- reisnarmanna í Afríkuríkinu Líberíu, féll í bardögum skammt suð- austur af höfúð- borginni Samuel Doe Monrovíu á þriðjudag. Er þetta talið alvarlegt áfall fyrir upp- reisnarmenn sem svarið hafa þess dýran eið að steypa stjórn Samu- els Doe. Emmanuel Bowier, upplýsinga- ráðherra stjórnar Samuels Doe, lagði ökuskírteini Johnsons fram sem sönnun fyrir því að hann hefði verið drepinn. Fréttin fékkst einnig stað- fest eftir öðrum leiðum. Að sögn stjómvalda féll Johnson er hann sótti að síðustu varðstöð stjórnarhersins á Firestone-gúmmíplantekrunni skammt frá höfuðborginni. Upp- reisnarmenn em taldir vera nokkur hundruð en Doe forseti hefur um 1.000 þrautþjálfaða og vel vopnaða lífverði á sínum snærum. Forsetinn hefur verið einráður í Líberíu í tíu ár en hann rændi völdum í apríl 1980 og lét taka þáverandi forseta landsins og 13 háttsetta embættis- menn af lífi. Fyrsta verk Doe var að afnema stjómarskrá Líberíu, sem varð sjálfstætt ríki árið 1847, og banna starfsemi stjómmálaflokka. isráðherra Vestur-Þýskalands, sagði á fundi með blaðamönnum að ráð- herramir væm sammála um að virða bæri öryggishagsmuni Sovétmanna í Þýskalandsmálinu. Kvað hann þessa niðurstöðu fela í sér mikilvæga orðsendingu til Sovétstjómarinnar. Míkhaíl S. Gorbatsjov hefur margoft lýst yfir því að Sovétmenn geti ekki fallist á að Þýskaland eigi aðild að Atlantshafsbandalaginu en sú er krafa Þjóðveija og annarra aðild- arríkja bandalagsins. Sameining Þýskalands og staða þess í Evrópu með tilliti til varnar- og öryggismála var ofarlega á baugi á leiðtogafund- inum í Washington en þær viðræður allar skiluðu engum áþreifanlegum árangri. Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Edúard She- vardnadze, starfsbróðir hans frá Sov- étríkjunum, ræddu málið á ný fyrr í vikunni í Kaupmannahöfn. Mun Ba- ker hafa skýrt frá því á NATO-fund- inum að afstaða sovéska utanríkis- ráðherrans gæfí tilefni til bjartsýni. Á leiðtogafundinum í Washington lagði Bush Bandaríkjaforseti fram áætlun í níu liðum varðandi samein- ingu þýsku ríkjanna og stöðu hins nýja Þýskalands með tilliti til örygg- ismála í Evrópu. Ónefndur banda- rískur embættismaður sagði í sam- tali við Reuíers-fréttastofuna í gær að utanríkisráðherrar NATO-ríkj- anna myndu leggja blessun sína yfír áætlun þessa á fundinum í Skotl- andi. Þá myndu ráðherrarnir og hvetja til þess að viðræðum um fækk- un hermanna og vígtóla í Evrópu yrði hraðað. í umræðum þeim sem fram hafa farið á vettvangi NATO að undan- fömu um framtíðarvarnir bandalags- ins í ljósi breyttra aðstæðna í Evrópu hafa Bandaríkjamenn og Bretar ákaft hvatt til þess að aukin áhersla verði lögð á kjamorkuvamir í lofti. Boðað hefur verið að nýtt kjamorku- flugskeyti til árása á skotmörk á jörðu niðri verði smíðað í þessu skyni og mun það verða langdrægara en eldri gerðir. Ónefndir heimildarmenn sögðu í gær að vestur-þýsk stjórn- völd hefðu tilkynnt að flugskeyti þetta yrði ekki geymt á þýsku land- svæði. Bandarískur embættismaður lýsti yfir furðu sinni sökum þessara ummæla en bætti við að mál þetta myndi ekki spilla fyrir viðræðum um sameiningu Þýskalands. Bretland: Þingdeildir deila um frumvarp um stríðsglæpi St. Andrews. Frá Guðmundi H. Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TIL ágreinings hefur komið milli þinmanna í neðri deild brezka þingsins og hinna sem sitja í lávarðadeildinni um það, hvernig tek- ið skuli á þeim einstaklingum, sem búsettir eru í Bretlandi og unnu voðaverk á vegum nazista í síðari heimsstyrjöldinni. Frumvarp til laga um stríðsglæpi var fellt í lávarðadeildinni á mánudaginn. Ríkis- stjórnin hefur ekki ákveðið hvert framhald málsins verður. Stofnun Símonar Wiesenthals, nazistaveiðara, Iagði á sínum tíma fram lista með nöfnum um 200 einstaklinga, sem grunur léki á, að hefðu gerzt sekir um stríðsglæpi í seinni heimsstyijöldinni og sezt að í Bretlandi að henni lokinni. Raddir höfðu heyrzt um þetta áð- ur, en í þetta sinn ákváðu brezk stjórnvöld að setja nefnd í málið. Hún var skipuð í febrúar árið 1988. Mælt með málssókn Fyrir réttu ári skilaði nefndin áliti. Hún taldi æskilegt, að gripið yrði til málssóknar af einhveiju tæi gegn þeim, sem væru nú brezkir þegnar og væru grunaðir um stríðsglæpi. Hún taldi mögulegt að hefja mál gegn fjórum einstakling- um og ástæðu til að skoða frekar mál 75 einstaklinga. Það var einn- ig álit nefndarinnar, að betra væri að höfða mál gegn þessum ein- staklingum fyrir brezkum dómstól- um, en að þeir yrðu framseldir til landa, þar sem glæpimir voru framdir. Stjómvöld lögðu fram frumvarp um lagaheimild til að draga brezka þegna fyrir dóm vegna stríðsglæpa. Heimildin átti að ná aftur til ársins 1939. Neðri málstofa þingsins sam- þykkti þessi lög með 273 atkvæð- um gegn 60 í marz sl, en flokk- saga var aflétt í þessu máli og þing- menn áttu það aðeins við samvizku sína, hvemig þeir greiddu atkvæði. Þessu frumvarpi hafnaði Lá- varðadeildin sl. mánudagskvöld eftir mjög langa umræðu með 207 atkvæðum gegn 74. Hefiid eða réttlæti? Rök lávarðanna gegn þessu frumvarpi voru þau helzt, að lögin væru afturvirk, þeim væri beint gegn tilteknum einstaklingum, þau væm hefnd fremur en réttlæti og nánast útilokað væri, að réttarhöld samkvæmt þessari heimild yrðu sanngjöm og réttlát. Shawcross, lávarður, sem er fyrrverandi dóms- málaráðherra og var einn af sak- sóknurunum í Niirnbergréttarhöld- unum, sagði að lögin væm hefndar- ráðstöfun en ekki réttlæti. Báðir aðilar seinni heimsstyijaldarinnar hefðu framið stríðsglæpi. Yrðu þessi lög samþykkt, væm þau óaf- máanlegur blettur á brezku réttar- fari. Hailsham, lávarður, sagði þetta fmmvarp vera misbeitingu á rétt- arfari vegna þess að lögin yrðu afturvirk. Hann benti á, að nefndin hefði talið mögulegt að hefja mál gegn fiómm einstaklingum, en nú væri einn þeirra látinn, annar of sjúkur til að hægt yrði að draga hann fyrir dóm og einn þeirra hlyti öragglega ekki dóm. Eftir stæði því einn. Af þeim 75, sem rannsaka ætti frekar, mætti telja líklegt að kannski einn lenti í málaferlum. Ferrar, jarl, innanríkisráðherra Símon Wiesenthal í lávarðadeildinni, sagði að aftur- virkni laganna væri ekki slæm í þessu tilviki, vegna þess að öllum hefði verið ljóst og hefði átt að vera ljóst á þeim tíma, sem verkin vom framin, að þau væm glæpir við hvaða réttarfar sem væri. Hann benti einnig á, að bæði Ástralir og Kanadamenn hefðu sett svipuð lög. Hann sagði, að það að fella þessi lög jafngilti því að litið yrði á Bret- land sem griðastað stríðsglæpa- manna. Stjórnvöld í vanda Ákvörðun lávarðadeildarinnar hefur sett stjórnvöld í nokkurn vanda. Deildin hefur einungis vald til að tefja fmmvörp, sem neðri Hailsham lávarður deildin hefur samþykkt. Ár verður að líða frá því, að lávarðadeildin fellir slíkt frumvarp, þar til má leggja það fram óbreytt. Samþykki neðri deildin það í annað sinn geng- ur það beint til drottningar til sam- þykktar samkvæmt þingsköpum frá 1911 og 1949. Talið er ólíklegt, að lávarðadeild- in vilji að það skerist í odda með svo afdráttarlausum hætti og hún muni samþykkja frumvarpið fari það í gegnum neðri deildina óbreytt í annað sinn. Ríkisstjórnin hefur ekki látið uppi, hvað hún hyggst gera. Búizt er við, að umræða verði um framhald málsins í Neðri deild- inni bráðlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.