Morgunblaðið - 08.06.1990, Side 45

Morgunblaðið - 08.06.1990, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 8. JUNI 1990 & Til Velvakanda. Undanfarið hafa áform um krókódílarækt í Mývatnssveit verið nokkuð í fréttum og eru sögð vera tillaga iðnráðgjafans á Húsavík. Þessi saga minnir mann á eggjavarp spaugarans Nasreddíns en hann vaknaði einn morgun og tjáði konu sinni að hann hefði verpt eggi um nóttina. Konan trúði þessu og sagði vinkonu sinni að Nasreddín hefði verpt tveim eggjum. Vinkonan trúði þessu og sagði vinkonu sinni að Nasreddín hefði verpt þrem eggjum og svo framvegis. Staðreyndir um krókódílarækt í Mývatnssveit eru eftirfarandi: Fy-rir rúmu ári kom fram enskur maður í fréttatíma sjónvarpsins og sagði frá hugmynd um króódílarækt á Islandi. Hann sagði að krókódílar nýttu fæði sitt afar vel (gæti verið fiskúrgangur) og kjöt þeirra væri mjög ljúffengt (líktist kjúklinga- kjöti), skinnin væru verðmæt og mætti nýta í ýmsar vörur, þeir þyrftu á hlýju umhverfi að halda og kæmi þá jarðhitinn í góðar þarfir, en einn- ig gæti ræktun þeirra haft töluvert aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Út frá þessu hringdi í mig maður í Mývatns- sveit sem þótti fréttin forvitnileg og bað mig að afla frekari upplýsinga um málið. Ég hafði þá upp á Eng- lendingnum og hann skrifaði smá ritgerð um málið gegn greiðslu. Þetta er allt og sumt. Ég veit ekki til þess að nein áform séu um það að halda þessu máli áfram og ekki hef ég lagt það til enda þarf miklu ýtarlegri upplýsing- ar um það til að dæma um það hvort það sé framkvæmanlegt og hag- kvæmt, en það eru ugglaust mörg ljón í veginum fyrir þessu verkefni. Ástæða þess að þetta mál var vakið upp aftur var að Iðnþróunarfé- lag Þingeyinga er að vinna að stóru verkefni sem varðar könnun og nýt- ingu auðlinda í Þingeyjarsýslum og voru flest sveitarfélög í sýslunum heimsótt til að fá kunnáttu og hug- myndir heimamanna. Allsstaðar var mikið rætt um ferðamál enda er þarna örugglega um mikinn vaxtar- sprota í atvinnumálum að ræða. Á fundi á Hótel Reynihlíð var mikið rætt um ferðamál, en það er vanda- 'mál hvað ferðamannatíminn er stutt- ur og hvað ferðamenn skilja lítið eftir í sýslunum. Það kom í ljós að heimamenn voru með ýmsar hug- myndir til þess að auka ijölbreytni í ferðamálum og þar minntist einn maður í viðræðum á þetta mál og gat ég þess með einu orði í áfanga- skýrslu sem ég samdi og er mér með öllu óskiljanlegt af hverju þessi . skondna hugmynd var blásin svona upp. Stóra málið þ.e. auðlindakönnunin fékk hins vegar litla sem enga um- ijöllun. Þarna er ugglaust á ferðinni eitt- hvað mannlegt lögmál sbr. söguna með Nasreddín en óneitanlega er grínið farið að ganga heldur langt. Ásgeir Leifsson, iðnráðgjafi. ■ > 1990 GASGRILL Vinsælu gasgriiiin frá Charmglow Verð frá kr. 13.900,- m/kút Opnunartími: Föstudag................13-22 Laugardag...............10-19 Sunnudag, sjómannadag...10-19 I LAUGARDALSHÖLL TIL 10. JÚNÍ HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.